Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Page 7
GREGORY Crewdson. Án titils, 1994. CINDY Sherman. Án titils, 1981. MIKE Kelley. Án titils, 1994. LAURIE Simmons. The Music of Regret II, 1994. verður sífellt vantrúaðri á sannleiksgildi hins myndræna. „Ljósmyndararnir sem hér sýna gera sér fulla grein fyrir þessari staðreynd og með því að gera ráð fyrir henni í verkum sínum bjóða þeir áhorfandanum að uppgötva með sér forsendumar að baki blekkingun- um.“ Muniz segir að nú sé loks hægt að skoða leikbrögð og bragarhætti í ljósmyndun með sömu augum og í öðmm listgreinum. Af þeim listamönnum sem verk eiga á sýn- ingunni er Cindy Sherman sú sem hvað lengst og markvissast hefur unnið með miðil ljós- mynda og kvikmynda í listsköpun sinni. Hún byggir sýn sína á tilbúnum heimi kvikmynd- anna. Lengi sat hún sjálf fýrir á öllum sínum myndum en í nýrri verkum hennar hefur lista- konan hörfað fyrir gervilimum og grímum í óhugnanlegum aðstæðum sem minna á senur úr hryllingsmynd. Áhrifamáttur verka hennar felst í því sem hún sýnir ekki en tekst að gefa í skyn með augnaráðinu einu saman. And- spænis verkum Cindy Sherman er áhorfand- inn fyrst og fremst að takast á við eigið ímyndunarafl. Gregory Crewdson lýsir kyrralífsmyndum sínum frá bandarískum smáíbúðahverfum sem rökræðum sínum við eigin sál. Hvers- dagslegar aðstæður fá ljóðrænt yfirbragð. Samstuð veruleikans og hins yfirskilvitlega leiðir af sér kynngimagnaða spennu og út- hverfismenningin verður bæði dularfull og óróleg, segir í sýningarskrá. Ljósmyndaverk Mikes Kelleys eru á mörk- um abstraktlistarinnar. Listamaðurinn tek- ur sér það verkefni á hendur að mynda hið ómyndanlega, formleysuna. „Ég vildi mynda einhvað sem virtist formlaust en hefði jafn- framt ákveðið form, svo áhorfandinn gerði sér góða grein fyrir hvað væri á ferðinni og hvaðan það kæmi. Ég lét myndefnið líta út fyrir að vera á floti - óvísindalega - líkt og hugarórar," segir listamaðurinn. Laurie Simmons ljósmyndar brúður sem hún setur inn í aðstæður raunveruleikans. Hún skapar annan veruleika innan veruleik- ans. í viðtali við Lindu Yablonsky líkir Simm- ons sér við sjónhverfingamann. Hún segist reyna að hafa myndir sínar sem raunsæjast- ar í von um að einhver taki þær trúanlegar. Brosandi andlit leikbrúðanna segir hún tjá eftirsjá eftir tækifærum, andartökum eða lífi sem hefur runnið okkur úr greipum. Til- finningu sem slái út allar aðrar tilfinninga- sorgir. Sýningunni lýkur 23. nóvember. að gagnrýnandinn hafí vald á listinni að miðla og að hann hafi ást á því listformi sem hann fjallar um. Hið fyrra hygg ég að sé ekki mjög umdeilanlegt; að gagnrýnandinn geti miðlað greiningu sinni og rökstuddu mati á viðkomandi verki á frambærilegri íslensku og þannig að auðskilið sé. Hið síð- ara er kannski erfiðara að rökstyðja. En að mínu mati verður gagnrýni að byggjast á ást (helst ástríðu) eða í öllu falji á velvild í garð viðkomandi listgreinar. Ást, ástríða, velvild, ef einhver skilur þessi orð mín þann- ig að gagnrýni eigi undantekningarlaust að vera jákvæð, byggð á hrifningu og upphafn- ingu, er það misskilningur. Að hafa ást á einhveijum eða einhverju felur í sér að sjá bæði kosti og galla - og geta bent á hvoru tveggja. Br gagnrýnandinn •vin? En snúum okkur aftur að ofannefndum prðum Albees um gagnrýnandann sem svín. í því sambandi má minna á aðrar en skyldar skilgreiningar á gagnrýendum í gegnum tíð- ina. John Osborne líkti þeim við hunda sem míga utan í ljósastaura (og í því sambandi er vert að minna á skamman líftíma flestra ljósapera!). Oft er þeim líkt við nöðrur sem sæta færis að höggva eiturtönnum sínum í höfunda og spýta í þá banvænu eitrinu. Svínslíkingin minnir mig einnig á orð Ólafs Jóhanns Olafssonar (sem Þröstur Helgason gerði að umtalsefni í grein í Morgunblaðinu þann 16. september síðastliðinn) þar sem hann líkir gagnrýnendum við ruslið sem hann neyðist til að klofa yfír á ferð sinni um götur New York borgar. Ég myndi snúa þeirri viðlíkingu við og benda á að svín þríf- ast, eins og menn vita, vel á úrgangi (rusii) og geta orðið feit og pattaraleg af slíkum kosti. Ef gagnrýnandinn er í hlutverki svíns- ins, lenda þá ekki bókmenntimar í hlutverki úrgangsins? Víst er að oft þurfa gagnrýnend- ur að pæla í gegnum stafla af „rusli" til að finna eitthvað bitastætt. Mín vegna má vel líkja gagnrýnandanum við svín, hund eða nöðru, a.m.k. á meðan það leiðir til umræðu um starf hans og tilgang. En ég geri bara þá einu kröfu að svínið sem rótar í ruslinu geri það af áhuga og ástríðu, þá er til ein- hvers unnið. NORRÆN TÓNLIST í BREMEN Hannovcr. Morgunblaðið. MENNING og mannlíf á Norður- löndum hefur lengi mátt fagna mikilli athygli í Þýskalandi. í norðurhluta landisns, þar sem stutt er yfir landamærin, hafa Þjóðverjar lagt mikið kapp og metnað í að kynna norræna menningu þar sem Hamborg hefur haldið Norræná bók- menntadaga ár hvert og Liibeck Norræna kvikmyndadaga. Nú hefur Bremen ákveðið að taka norræna tónlist undir sinn verndarvæng. Áf því tilefní var í byijun október haldinn blaða- mannafundur og pallborðsum- ræður til kynningar á þeirri fyrir- ætlun Brimarbúa að gefa árlegri Tónlistarhátíð í Bremen norrænan blæ til frambúðar og opna þannig „hlið til norrænn- ar tónlistar" eins og segir í fréttatilkynningu. „Leiðandi flytjendur frá Norðurlöndunum eiga að gefa hátíðinni lit,“ sagði Thomas Alberts listrænn stjórnandi Tónlistarhátíðar- innar í Bremen. Stjómendur hátíðarinnar hafa hug á að koma norrænum tónlistarmönn- um og tónlist á framfæri á ýmsa vegu. Auk hefðbundinna tónleika munu til dæmis verða pöntuð verk frá tónskáldum til frumflutnings á hátíðinni, tónskáldum boðið að dvelja í Bremen á meðan á hátíðinni stendur, fyrir- lestrar og tónleikar með upplestri haldnir, svo eitthvað sé nefnt. Árlega verður eitt tónverk Atli Heimir Sveinsson frá hveiju Norðurlandanna verð- launað sérstaklega og er verð- launaféð tíu þúsund mörk fyrir hvert verk. Vonast er til að þetta frum- kvæði Tónlistarhátíðarinnar í Bremen hafi áhrif á aðrar list- stofnanir í borginni, en þar er starfrækt ópera, ballett og leik- hús auk ýmissa annarra stofnana sem tekið gætu norræn verk til flutnings. Þá er virtur tónlistar- háskóli í Bremen og er samstarfs óskað við norræna tónlistarhá- skóla, þar á meðal Tónlistarskól- ann í Reykjavík. Borgaryfirvöld í Bremen hafa sýnt þessu fyrirhugaða framtaki mikinn áhuga og tók borgarstjórinn í Brem- en, Henning Scherf, virkan þátt í umræðun- um. Sendiherra íslands, Ingimundur Sigfús- son, sótti einnig umræðurnar en Atli Heimir Sveinsson tónskáld talaði fyrir íslands hönd. Eins og Atli Heimir staðfesti í ræðu sinni má rekja upphaf samskipta íslendinga og Brimarbúa til kristnitökunnar árið þúsund, en þá voru fyrstu íslensku biskuparnir vígðir í Bremen. Atli Heimir talaði almennt um ís- lenskt tónlistarlíf og nefndi sérstaklega, að- spurður um ástæður einstaklega fjölbreytts og lifandi tónlistarlífs, hið öfluga net tónlist- arskóla út um allt land en einnig mikilvægi þess að tónlistamemendur sækja nær undan- tekningalaust framhaldsnám erlendis. „Þann- ig berast straumar og stefnur alls staðar að til íslands og sameinast í einni heild,“ sagði Alti Heimir. „Á íslandi horfum við á heiminn frá sjónarhóli fuglsins og fáum þannig yfirsýn og víðsýni." Atli Heimir lagði ríka áherslu á að gleyma ekki ungu kynslóðinni, sem nú er að þróa sinn stíl, þegar horft er til þess að bjóða flytjendum til hátíðarinnar. Sameiginleg tónlistarhefð Norðurlandanna var rædd og kynnt ný bók eftir tónvísinda- manninn Heinrich W. Schwab, en hann er gestaprófessor í Osló og Kaupmannahöfn, þar sem fjallað er um norræna tónlistarsögu. Bókin er væntanleg á markað á Evrópu innan skamms. Tónlistarhátíðin í Bremen var fyrst haldin fyrir átta árum og frá upphafí hefur norræn tónlist sett svip sinn á hátíðina. Samtímatónl- ist hefur verið flutt reglulega og oft á stöðum sem ekki má telja til hefðbundinna tónleika- sala eins og í framleiðslusölum verksmiðja eða flugskýlum. Thomas Alberts sagði að almennt hefði nýrri tónlist verið vel tekið af áheyrendum í Bremen og allt að fimmtári hundruð manns k'omið á tónleika þar sem boðið var upp á frumflutniing á nýjum verk- um. „Það er sambærilegur fjöldi og ef um væri að ræða hátíð eingöngu ætluð nútíma- tónlist," sagði Alberts. Meðal flytjenda á nýaf- staðinni hátíð má nefna Anne-Sophie Mutt- er, Wladimir Ashkenazy, Yggdrasil kvartett- inn, Kammersveit Evrópu undir stjórn Paavo Berglund og Nikolaus Hamoncourt ásamt Concentus musicus Wien. Aðaltónleikasalur- inn í Bremen, Klukkan „Die Glocke", er eitt glæsilegasta tónlistarhús í Þýskalandi. Það var opnað á ný eftir vel heppnaðar gagngerar endurbætur í janúar á þessu ári, en húsið var byggt 1928 og'þótti, og þykir enn, hafa ein- stakan hljómburð. Herbert vori Karajan, Otto Klemperer, Karl Böhn og Wilhelm Furtwán- gler eru meðal stjómenda sem iðulega heim- sóttu Bremen með hljómsveitir sínar gagn- gert vegna hljómburðar salarins. Til marks um uppgang Tónlistarhátíðarinn- ar í Bremen og þann áhuga sem hátiðinni er sýndur af stjórnvöldum má nefna að á sjö ámm hefur ráðstöfunarfé hátíðarinnar farið úr fjögur hundruð mörkum í fjórar milljónir. Það er því ljóst að mikið er lagt undir og metnaður allra sem að hátíðinni standa er mikill. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.