Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Page 10
GRIPIÐ NIÐURIÞYÐINGAR
Á SHAKESPEARE
WILLIAM Shakespeare.
__________EFTIR_________
GUÐMUND G. ÞÓRARINSSON
Hér eru lítillega bornar
saman þýðingar Helga
Hálfdanarsonar og
Matthíasar Jochumsson-
ar á Macbeth eftir
Shakespeare. Þar eins
og víða í verkum sínum,
bregöur skáldió fyrir sig
oróaleikjum, glettni og
hnyttiyróum sem ekki er
auðvelt aö færa milli
tungumála.
eirri spurningu hefur oft verið
varpað fram, hvort það sé
unnt að þýða meistaraverk
bókmenntanna af frummáli
yfir á framandi tungu, þann-
ig að listaverkið haldi gildi
sínu. í þessari spurningu fel-
ast margvísleg umhugsunar-
efni. í fyrsta lagi er ekki ljóst hvort unnt
er að koma hugsun höfundarins og merk-
ingu orða yfir á annað tungumál þannig
að innihald skili sér óbrenglað, innihald ein-
stakra orða og orðasambanda sem og heild-
arverksins.
í annan stað felst snilli og áhrifamáttur
bókmenntalistaverks ekki síst í framsetn-
ingu, formi og tengingu orða og orðasam-
banda.
Efniviður ritsnillingsins er orðin, orða-
sambönd og hrynjandi sem hann smíðar af
eins og málarinn notar litina og teflir þeim
hveijum gegn öðrum eða með öðrum og
tónskáldið notar tónana, andstæður þeirra
og samræmi. Þó oft þurfi þekkingu og djúp-
an skilning, stundum reynslu til þess að
höndla kjarna, fegurð eða boðskap mál-
verks, tónverks, höggmyndar eða balletts
erlends listamanns frá framandi menn-
ingarsvæði er það þó milliliðalausara en
þegar um bókmenntaverk er að ræða. Sjón-
in og heymin eru þá óbundin af landamær-
um tungumálanna og hughrifin, smekkur-
inn og dómgreindin þurfa ekki á túlkun
utanaðkomandi óskylds aðila að halda.
í bókmenntunum eigum við mikið undir
því að þýðandinn sé listamaður sem skynji
og skilji frumverkið og sé fær um að koma
því til skila til annarra.
Til þess að vel fari þarf ekki bara feiki-
legt vald á hinni erlendu tungu sem þýða
á af og því máli, sem nú á að gera listaverk-
ið skiljanlegt, heldur og þekkingu á lista-
verkinu sjálfu, bakgrunni þess og samhengi
við líf og tilveru. Og síðan kemur að form-
inu. Þýðing ljóða krefst ákveðinna ljóð-
skáldshæfileika af þýðandanum. Vald á
bragformi og listræn meðhöndlun orða og
hrynjandi eru nauðsynleg.
Oft eru þessir hæfileikar og óhjákvæmi-
legir þegar þýða á bundið mál svo vel fari.
Vandinn við Shakespeareþýðingar er
margþættur. Textinn er víða flókinn og
sums staðar orkar tvímælis hversu skilja
skuli. Þar greinir fræðimenn á og stundum
um meginatriði. Shakespeareskýringar eru
nánast fræðigrein og ófáir sérfræðingar
hafa varpað ljóma á nafn sitt með störfum
á þessu sviði. Sú fræðigrein er víðfeðm.
Þar er ekki einungis fjallað um merkingu
einstakra orða og orðasambanda heldur
miklu fremur túlkun persóna, leikþátta og
heilla leikrita. Til dæmis er talið að meira
hafi verið ritað um Hamlet en nokkurn
mann sem lifað hefur á jörðinni.
Shakespeareþýðandinn verður og að
glíma við frásagnarformið, bragformið,
bragarháttinn. Helgi Hálfdanarson hinn
mikli meistari Shakespeareþýðinga á ís-
lensku nefnir þetta ,,....það viðsjála verkefni
að snúa leikljóði Shakespeares á íslensku,
sætta íslenskt mál við þennan sérkennilega
tvíveðrung af rammkveðnu bragformi og
fijálsu lifandi tali, sem þróaðist á leiksviði
meistarans frá Stratford.“
Og Helgi lýsir braghætti Shakespeares
svo: „Shakespeare notar jöfnum höndum
laust mál og bragarhátt þann sem á ís-
lensku mætti kalla stakhendu (blank verse).
Þar eru ljóðlínur ekki hnepptar saman, tvær
eða fleiri, með rími né annarri formsreglu,
svo að í rauninni er hver ljóðlína sérstök
brageining, svo ekki sé hún kölluð erindi.
Ljóðlína stakhendunnar er pentajambi eða
fimm öfugir tvíliðir."
„Þó bregður hann fyrir sig öðrum bragar-
háttum, og með stakhendunni notar hann
stundum rímaðar tvíhendur eða ferhendur,
u
Shakespeare er auðvitað á vissan hátt
bam síns tíma. í leikritum sínum vitnar
hann oft óbeint til atvika úr daglegu lífi
samtíma síns, atvika sem nútímamaðurinn
þekkir ekki og verða honum því illskiljan-
leg. Tilvitnanir eru og margar í sögu og
fornar sagnir sem við höfum ekki á hrað-
bergi og virka því framandlegar á okkur.
Eins og aðrar skærustu perlur heims-
bókmenntanna bera leikrit Shakespeares
ekki djásn sín og dýpstu hughrif á yfirborð-
inu. Menn þurfa að leggja alúð við verkið,
lesa það vandlega, staldra við og hugsa,
njóta, til þess að höndla hina sönnu list.
Það reynist mönnum erfitt þegar þeir í
viðjum tíðarandans lesa allt hratt og illa,
helst bara fyrirsagnir. En einmitt túlkunin
á verkum Shakespeares verður mörgum
óþijótandi viðfangsefni, uppspretta
ánægju og þroska. Var Hamlet vitskertur
eða lést hann vera það vegna þess að hann
óttaðist um líf sitt? Hvers vegna dró hann
hefndina svo Iengi?
Og hér komum við að enn einum vanda
Shakespeareþýðandans, og ekki þeim
minnsta. Tekst honum að halda spurningun-
um opnum, þannig að lesandinn, áhorfand-
inn leiti sjálfur svarsins, eða tekur hann í
þýðingu sinni afstöðu og svarar spurning-
unni, missir af tvíræðninni?
Persónur Shakespeares hugsa, efast og
taka sjálfar ákvarðanir í öngþveiti lífsins.
Shakespeare gæðir persónur sínar lífi, í
stað þess sem oft var fyrir hans tíma, þeg-
ar persónur leikrita voru nánast trémenn
sem teflt var fram á skákborði örlaganna
eða voru leiksoppar, strengjabrúður í þráð-
um guðanna. Hið erfiða viðfangsefni þýð-
andans felst því í að ganga þannig frá verki
sínu að áhorfandinn skynji persónuna eins
og Shakespeare skapaði hana.
í verkum sínum bregður Shakespeare oft
fyrir sig orðaleikjum, glettni og hnyttinyrð-
um sem ekki er auðvelt að færa á milli
tungumála.
Að gamni mínu hef ég lítillega gripið
niður í þýðingar Helga Hálfdanarsonar og
Matthíasar Jochumssonar á Macbeth. Þær
þýðingar ættu skilið miklu meiri og ítar-
legri umijöllun en þá leikmannsþanka sem
hér fara á eftir.
Macbeth
Stjórnarár Elísabetar 1. hafa oft verið
kölluð gullaldartími enskra bókmennta.
Þegar Elísabet 1. dó árið 1603 tók Jakob
1. við stjórnartaumunum. En einmitt valda-
taka Jakobs 1. er orsök þess að Shakespe-
are skrifaði Macbeth. Ekki bara það. Per-
sóna Jakobs 1., uppruni hans og skoðanir
höfðu mikil áhrif á gerð og uppbyggingu
leikritsins. Jakob 1. var frá Skotlandi. Forf-
eður hans höfðu setið þar á konungsstóli
og því kölluðu Skotar hann Jakob VI. og I.
í þessari röð. Leikhópur Shakespeares hét
„The Lord Chamberlains Men“, en skömmu
eftir að Jakob I. flutti til London, hlaut
hann nafnið „The Kings Men“. Ekkert var
því eðlilegra en að Shakespeare semdi leik-
rit fyrir konunginn. Macbeth er eina leikrit
hans sem fjallar í heild um Skotland. Jakob
I. vildi hafa leikrit stutt og er Macbeth
stysta leikrit Shakespeares. Leikritinu var
líka ætlað að sanna rétt Jakobs I. til krún-
unnar. Talið er að Jakob I. hafi verið afkom-
andi Banquos, en um hann segja nornirnar:
„Thou shalt get kings, though thou be
none“.
Og auðvitað hefur Shakespeare kynnt
sér áhugamál konungsins og það sem mark-
verðast var í fari hans. Jakob I. taldi á
unga aldri að nornir hefðu setið um líf
hans. Hann safnaði upplýsingum um nornir
og galdra og sóttist eftir því að ræða við
fólk sem hafði orðið fyrir slíkri lífsreynslu.
Sjálfur ritaði hann bók um „demonology".
Síðar virðist hann hafa horfið frá þessari
trú.
Konungi var jafnframt hugstætt um-
hugsunarefni hvort ímyndun og hugarburð-
ur gætu haft slík áhrif á sálarlífið að áhrif-
in yrðu jafn raunveruleg og sá veruleiki sem
við lifum í.
Athugun á leikritinu sýnir glögglega or-
sakasambandið.
Þýóingin
Helgi Hálfdanarson segir frá því, að
sá sem fyrstur hafi þýtt leikrit Shakespear-
es á íslensku hafi verið Indriði Einarsson
skáld „...því á þriðja tug þessarar aldar
eru sýnd í þýðingu hans fyrstu Shakespe-
are-leikritin á íslandi." Síðar vinna þeir
Matthías Jochumsson og Steingrímur
Thorsteinsson sínar þýðingar. Helgi Hálf-
danarson vinnur svo það þrekvirki að þýða
öll leikrit Shakespeares. Sverrir Hólmars-
son þýddi Macbeth og leikritið var sýnt í
þeirri þýðingu í Gamla bíói fyrir nokkrum
árum. Sigurður Grímsson þýddi Ka.up-
manninn í útgáfu Helgafells 1946. Árið
1989 komu sonnetturnar út í þýðingu
Daníels Á. Daníelssonar. Aðrar þýðingar
hefi^ ég ekki rekist á.
I byijun leikritsins Macbeth eru áhorf-
endur beinlínis staddir í stormi, þrumum
og eldingum. Þijár nornir birtast á sviðinu
og fljótlega verður Ijóst að þær eru að
spinna örlagavef.
1. Witch
When shall we three meet again,
In thunder, lightning or in rain?
2. Witch
When the hurlyburly’s done,
When the battle’s lost and won.
3. Witch
That will be ere the set of sun.
Og það er fróðlegt að bera saman þýðing-
ar meistaranna
Matthías:
1. Norn
Nær er stundin stefnu til,
við storm og regn eða skruggubyl?
2. Norn
Þá úti er þessi orrahríð
og unnið og glatað þetta stríð.
3. Norn
Það verður senn, um sólarlagstíð.
Helgi:
1. Norn
Nær skal þeyst til þings á ný
við þrumur, regn og veðragný?
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997