Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Page 12
í X I V * t i í } j í I f | I \ MACBETH og nornirnar eftir Reynolds. laug engu; og mín gröf er það.“ Hamlet: „Víst laugstu, því sá sem hefur eignast gröf, er hniginn dauður, en ekki lyginn sauður, eins og þú.“ Grafari: „Nú, þá var það lífs-lygi, og henni megið þér taka með þökkum." Matthías: Hamlet: „Hvers gröf er þessi, vinur." Grafari: „Mín, herra góður.“ Hamlet: „Svo er að sjá sem þú eignir þér hana, þar sem þú leikur þér að lyginni niðri í henni." Grafari: „Þér leikið yður og ljúgið fyrir utan hana, og því kemur hún yður ekki við. En hvorki leik ég mér né lýg í henni, og þó er hún mín.“ Hamlet: „Víst lýgur þú í henni, þar þú segir hana þína, gröfín er dauðs manns en ekki kviks.“ Grafari: „Þetta er kvik lygi, herra ; hún unir ekki kyrr og fer aptur til yðar.“ Samanburður frumtextans og þýðing- >anna sýnir vel hversu erfítt viðfangsefnið er. Hvorugur nær orðaleiknum, enda lík- lega ekki hægt. Ég ætla ekki hér að leggja dóm á hvor sleppur betur frá þrekraun- inni. Til þess þyrfti langt mál og mikla athugun. Mig langar til að §alla lítillega um eina setningu úr sveftigöngusenunni frægu. Þessi setning breytti skilningi mínum á leik- ritinu, breytti því í mínum huga úr hryllings- leikriti í harmleik. Hér er um að ræða setn- ingu læknisins: „God, God forgive us all.“ Helgi þýðir þetta: „Guð, fyrirgef oss öll- um!“, en Matthías: „Guð náði oss alla!“ Hvorugur tekur tillit til tvítekningarinnar í upphafí setningarinnar. Margir hafa viljað leggja þann skilning í orð læknisins, að hann hafí ætlað að segja: Guð fyrirgefi henni, en skipt um skoðun byijað aftur og sagt: Guð fyrirgefí okkur öllum. Þama skil- ur á milli. Með því gefur hann I skyn, að þetta hefði getað hent okkur alla. Skyldi það vera einskær tilviljun eða aðeins af auðmýkt að kristnir menn biðja: leið oss ekki í freistni. Mér finnst því galli að tvítekningunni skuli sleppt. Með því missa menn af vanga- veltunum sem hér er lýst að ofan. Að lokum dálítil athugun á einu fræg- asta eintali Macbeths, þegar hann fær þá frétt að kona hans hafí fyrirfarið sér. She should have died hereafter; There would have been a time for such a word. Tomorrow, and tomorrow, and to- morrow, Creeps in this petty pace from day to day, To the last syllable of recorded time; And all our yesterdays have lighted fools The way to dusty death. Out, out, bri- ef candle ! Life’s but a walking shadow, a poor player That struts and frets his hour upon the stage, And then is heard no more: it is a tale Told by an idiot, full ofsound and fury, Signifying nothing. Helgi: Hún hefði dáið samt þó síðar yrði, og tími fengist fyrir þvílíkt orð. A morgun, og á morgun, og á morgun, þunglamast þessi smáspor dagfrá degi til loka hinstu lína á tímans bók; og gærdagamir allir lýstu leið flónum, í dauðans duft. Slökk, slökk þig, skar ! Sljór farandskuggi er lífið, leikari sem fremur kæki á fjölunum um stund og þagnar síðan; það er ævintýri þulið afbjána, fullt afmögli ogmuldri, og merkir ekkert. Matthías: Hún hefði vel mátt deyja hóti seinna, þá hefði gefízt tóm til slíkrar fréttar. Á morgun, morgun, þetta „á morgun", „morgun", það mjakast þannig áfram dag frá degi, unz tímans bók er stöfuð út til enda, og öll „ígærdag" glópum hafa leiðbeint að dauðans dupti. Slokna, lífsskar, slokna! Vort líf er tómur framreikandi skuggi, eitt leikaragrey, sem grettir sig og spriklar á sjónarsviði, stutta stund, og fer svo; tóm söguþula, sögð af einu fífli, og full af fímbulglamri,- alveg marklaus. Eins og menn sjá er verulegur munur á þýðingunum á fyrstu línunni. Ég er ekki sáttur við þýðingu Helga. Mér virðist hún þýða: hún hefði dáið einhvem tíma hvort eð var. Macbeth er að búast til orustu. Hugur hans er bundinn við bardagann. Hann hefur ekki tíma til þess að bregðast við fregninni um andlát konu sinnar, ekki tíma til þess að taka þessari frétt eins og verðugt væri. Því hef ég alltaf talið að orð hans þýddu, hún hefði átt að deyja eftir orustuna, þ.e. hereafter þýddi after this. Þá hefði unnist tími til að sýna minningu hennar verðuga virðingu. „There would have been a time for such a word“ Mér fínnst Helgi vera með aðra hugsun, nefni- lega þá að sætta sig við dauðann, vegna þess að hann hlaut að koma hvort eð var. Nú vill svo til að í Júlíusi Sesar kemur fyrir svipað atvik. Það gæti verið vísbending um hvemig Shakespeare hefði orðað þessa línu, ef hann hefði viljað segja það sem Helgi lætur Macbeth segja. Bmtus stendur frammi fyrir sinni lokabaráttu þegar hann fær þá frétt að Portia, kona hans, hafí fyrir- farið sér. Hann segir: „We must die, Messala. With meditating that she must die once, I have the patience to endure it now.“ Þama fínnst mér þessi hugsun koma fram. Almennt held ég að segja megi að þýð- ingamar séu vel gerðar, og stundum meist- aralega. í þessari grein hefi ég íjallað um örfá atriði. Óvígður hef ég gengið inn í helgidóminn, leikmaður stigið í stólinn. Mér fínnst Shakespeareþýðingamar ekki hafa fengið þá umfjöllun sem þeim ber. Hjá fjöl- mennum menningarþjóiðum, þar sem Shakespeareþýðingar em fræðigrein hefðu þessi verk meistaranna fengið verðuga umræðu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaóur. TRYGGVI V. LÍNDAL VIÐ HJÓNIN Konan mín fagra er mjúk og hlý með frekar stór brjóst (sem ég kalla bömin okkar), og heldur þungar lendar. Þegar hún er ekki að hugsa um líffræði (með hnyklaðar brýnnar en fagran hökusvip), má ég koma við hárið hennar og hlusta á dreymna röddina (sem er misgáfuleg einsog hamingjan). Og hún hefur ætíð verið mín (engin böm dreifðu athyglinni) og þótt ég dæi nú... Vegna hennar hef ég ekki verið harmkvælaskáld nema rétt í hófí, og ekki skrifað vandamála- skáldsögur. Hef þó ekki heldur verið heimskulega hamingjusamur heldur nálgast lífíð líkt og ylhúsarækt eða kartöflubúskap. Og eftirmælin: Hún: stundvís meinatæknir. Hann: snoturt ljóðskáld. Þegar við deyjum vil ég að við sígum saman í sömu kistunni svo að beinagrindur okkar mgli saman riljum sínum og höfuðið hennar fagra leggist mér að eyra. Ellegar; að við verðum bæði brennd og öskunni okkar hrært saman í sömu læstu krúsina. (Og svo mega menn lesa þetta Ijóð um okkur.) Höfundur or skóld og þjóðfélagsfraeð- ingur í Reykjavík. Helena Björnsdóttir: Með myrk- um augum Með myrkum augum lít ég heiminn og reyni að skynja fegurðina. Skilja margbrotna náttúruna, Iitina, dýrðina. Hlusta á fuglalífíð fínn ilminn af nýslegnu grasinu, af blómunum í íjarska. Reyni að fínna regnbogann en... með myrkum augum missi ég af honum. Höfundur býr i Svíþjóð. KRISTIAN GUTTESEN SKUGGA- LJÓÐ skugginn sem af mér stafar er eins og morgunskíma í þessu angandi myrkri og svif hins tvíkynja forms trónir í mér sem engill logar á grænum sandi skugginn sem lífíð gefur er undan eirðarfjalli djöfull í leit að fæði og dimman í minni ævitíð veit hvar forsjónin grætur líkt og trén dansa í nóttinni LAMENT I frá jökli tímans rennur lækur um hálendi gærdagsins er deyjandi stundir skima um víðbláinn og vatnið rennur skulu tárin stríðu fella í tóm þeirra sem aldrei kvöddu nóttin boðar þeim hina eilífu kyrrð sínum hinsta svefni með straumnum berst nýr morgunn II frájökli tímans oglandslagi þess liðna svo þessi veröld megi fínna sinn grafstað hafa teikn mín og hugskot lýst hvem morgun það illa afl sem býr í skýjunum er hulið þokan sem ríkir beisk á náttúr- unnar hlíð þar sem aldrei fínnst líf mun ég sofa og heimsins minni fyrnast yfír með sólu sjá, ég er postuli á leið um ókunn- ar slóðir að eilífðarstíg um musteri þess myrka og þursar mér vísa til vega III vatnið litast í aldanna augum árstíðirnar bjóða regndropum inn frostrósimar sem hafa myndast um nótt hverfa inn farveg minninganna með straumnum berst nýr morgunn Höfundur býr í Wales. * 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.