Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Síða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1997, Síða 19
Morgunblaóið/Þórarinn Stefónsson WOLF Griitter, ræðismaður íslands í Hannover, veitti tveimur myndlistarmönnum styrk vegna námsdvalar á íslandi. Annan styrkinn hlaut myndlistarkonan Aenne Langhorst en hinn styrkurinn er enn opinn til umsóknar. ÍSLENSK MYNDLIST í HANNOVER Hannover. Morgunblaðið. ÞAÐ verður æ algengara að íslenskir mynd- listarmenn opni sýningar í Þýskalandi. Það er hins vegar ekki algengt að tvær sýningar með þátttöku íslenskra myndlistarmanna séu opnaðar sama dag í sömu borg. Þetta gerðist sunnudaginn 12. október en þá var opnuð sýning á verkum meistaranema „Meisterschuller" Fagháskólans í Hannover en í þeim hópi er Hlynur Hallsson myndlist- armaður frá Akureyri. Sýningin fór fram í nýju, fullbúnu en annars tómu skrifstofuhús- næði og vann Hlynur verk sitt út frá rým- inu. „Það hefur örugglega mörgum brugðið þegar þeir gengu inn í rýmið,“ sagði Hlynur aðspurður um verkið. „Þegar ég kom þarna inn hafði ég á tilfinningunni að loftið væri þungt og þreyta lá í loftinu, húsið hefur staðið autt lengi. Ég opnaði því gluggana og þá varð mér strax ljóst að þetta var það sem rýmið þurfti - að lofta út.“ Verk Hlyns er því þannig uppbyggt að gluggar skrifstof- unnar eru opnir. Annað er ekki að finna innan rýmisins. „Það er náttúrlega hægt að heimfæra þetta upp á miklu fleiri. Pétur mikli Rússlandskeisari sagði t.d. einhverntím- ann að það þyrfti að „opna vesturgluggann" - opna inn fyrir vestræn áhrif, til að fá inn ferska strauma, fá nýtt útsýni og núna er verið að tala um að opna NATO til austurs og þá talað um að opna austurgluggann. Þessi gluggi er einmitt í austur. Þetta er líka gagnrýni á að það stendur autt skrifstofuhús- næði um alla borg en um leið skortir íbúðar- húsnæði. Einnig berst umferðarhávaðinn af hraðbrautinni sem liggur út að sýningar- svæðinu, þar sem heimssýningin verður hald- in árið 2000, inn um gluggann og myndar sterka andstæðu við kyrrð tómrar skrifstofu sem byggð var til að hýsa fyrirtæki sem taka munu þátt í sýningunni." Hlynur sagði þessa árlegu haustsýningu meistaranemanna, sem eiginlega eru útskrifaðir en samt á vissan hátt undir verndarvæng skólans, mjög mikilvæga þar sem hún vekur mikla athygli gagnrýnenda og galleríeiganda sem stöðugt eru í leit að hæfileikafólki. „Þetta er það síðasta sem við gerum innan skólans en jafnframt það fyrsta sem við gerum utan hans og menn gera sér vonir um að sýningin opni einhveij- ar dyr,“ sagði Hlynur. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir opnun sýningar meistaranemanna þurfti Hlynur Hallsson að vera kominn heim til sín því í TONLIST Sígildlr diskar MACMILLAN James MacMillan: The Berserking (píanókon- sert); Sowetan Spríng; Brítannia; Sinfóníetta. Peter Donohoe, píanó; Skozka þjóðarhþóm- sveitin u. slj. Markusar Stenz (í píanókonsertin- um) og Jamesar MacMillans. RCA Victor Red Seal 09026 68328 2. Upptaka: DDD, Glasgow City Hall 29.-31.1995. Utgáfuár: 1996. Lengd: 76:52. Verð (Japis): 1.999 kr. ÞAÐ er ekki nema hálft ár síðan James MacMillan (f. 1959) var síðast á dagskrá í þessum dálkum (þá í umsjá Valdemars Pálssonar), með slagverkskonsertinum Veni, veni, Emmanuel, sem þá var raunar einnig á dagskrá hjá Sinfóníuhljómsveit- inni, þar sem sama verk var flutt með augna- og eyrnayndinu Evelyn Glennie í einleikarahlutverki. Var Skotinn ungi þó þegar kunnur hér á landi af öðru verki, Játningu Isobelar Gowdie, sem sveitin hafði flutt áður. Það er því spurning hvort verið sé að bera í bakkafullan lækinn að leita enn á sömu mið, alveg burtséð frá því, hversu fullreynt geti verið um „sígildleika“ örfárra ára gamalla tónverka, svo vísað sé til dálks- heitisins hér að ofan. En eftir að hafa látið hið sérstaka sambland MacMillans af stráks- legum óknyttaskap og innhverfri andvöku- sælu (+ sittlítið af fleiru) dembast yfir sál- artetrið nokkrum sinnum, var ákveðið að láta slag standa. Enda, aldrei þessu vant, heimagalleríi hans og konu hans, Kristínar Kjartansdóttur, Kunstraum Wohnraum, opnaði Birgir Andrésson sýningu á verkum sínum. Birgir sýnir með silkiprentækni. „Svipmyndir“ af manneskjum í formi texta í lituðum grunni. „Þetta eru lýsingar á fólki eins og þú sérð þau í núinu,“ sagði Birgir. „Þetta tengist þinni eigin nálægð og þá um fer hér nútímatónlist sem höfðar til hlust- enda langt út fyrir herbúðir akademískrar framsækni - og frábærlega vel flutt í þokka- bót. Leonard heitinn Bernstein hefði án vafa brosað í kampinn, hefði honum auðnazt að heyra þessi tónverk, því satt að segja er margt í fjölskrúðugri stílasúpu MacMillans sem leitt getur hugann að ekki bara hljóm- sveitarköflunum í West Side Story (sbr. t.d. brassinnslögin í Berserksganginum), heldur einnig ýmsu í sinfóníum Bernsteins, Jer- emíasi, The Age of Anxiety og Kaddish. Báðir standa þeir auk þess í nokkurri þakk- arskuld við Charles gamla Ives; hjá MacMill- an heyrist hún m.a. í Britannia tónaádeil- unni, sem gæti þess vegna á köflum heitið „Þrír staðir á Bretlandseyjum" (og að sjálf- sögðu samtímis!) Tilfinningin fyrir leiksviðs- músík er sömuleiðis víða sterk hjá MacMill- an, eins og vitaskuld hjá Bernstein - stund- um jafnvel af gróteskara taginu, eins og þegar anda- og gæsaköll heyrast garga inn- an um göfugri hljóðfæri - og erfitt er að veijast þeirri hugsun, að e.t.v. hélt Lenny utan um eitthvað af því sem koma skyldi. Hann komst bara aldrei almennilega upp með það, verandi uppi á vitlausum tíma, þar sem fríhjólandi konseptúalismi, hrein- ræktunararfur seinni Vínarskólans og ský- háar frumleikakröfur gerðu í senn alla við- leitni til alþýðlegrar nálgunar á grundvelli mannlegra tilfinninga að athlægi fyrir fram. Enda fékk Bernstein svo sannarlega að kenna á því. MacMillan virðist hins vegar hafa náð að uppskera það sem Bernstein fór varhluta leið að geta dregið sig út úr hringiðu og skoðað úr fjarlægð en verið samt á staðn- um. Þetta er svo grunnurinnn í pælingunum hjá mér. Textarnir í myndunum eru úr bók- menntum alveg frá íslendingasögunum til nútíma ævisagna. Stundum tek ég textana og klippi þá sundur og saman þannig að úr verður hálfgerður Frankenstein. Þetta af, því áheyrendur, jafnt sem flytjendur og (e.t.v. með nokkrum semingi) gagnrýnend- ur, hafa nánast borið hann á höndum sér hin seinni ár. Hvað veldur slíkum undirtekt- um, sem verða að teljast harla óvenjulegar þegar ný listmúsík á í hlut, er ekki auðvelt að slá föstu, því vissulega er tæpast hægt að væna tónskáldið um vísvitandi aftur- hvarf til síðrómantíkur, hvað þá eldra tóna- máls. Né heldur er MacMillan einn um stað- góða kunnáttu í orkestrun og skipulegri framsetningu meðal tónhöfunda nú á dög- um. En eflaust hefur sitt að segja, að hlu- standinn skynjar fljótlega undir niðri kjarna hlýju og mannvirðingar, sem þrátt fyrir allt er meira virði en hvassasta háð, snörpustu effektar og flóknasti strúktúr. Maður finn- ur, að höfundur veit af tilvist „týnda hlekks- ins“ í nútímatónlist, áheyrandans, og þykir vænt um hann, auk þess sem hann hefur málstað og kann að koma honum á fram- færi með ráðum sem duga. Og þegar við bætist toppflutningur af lífi og sál, sumpart undir stjórn tónskáldsins sjálfs, hlýtur sitt- hvað að standa upp úr venjulegri þvögu nútímaverka, sem fara oft mikinn en snerta mann sjaldnast meir en fluguklessa á framr- úðunni. BJÖRLING Jussi Björling: Jussis Basta. 19 sönglög og óperuaríur eftir Bizet, Verdi, Puccini, Grieg o.m.fl. Jussi Björling tenór; Frederiek Schauwecker, píanó (Grieg); ýmsar hljóm- sveitir og stjórnendur. RCA Victor 74321- 43852-2. Upptaka: AAD[?], Róm/New York/Stokkhólmi 1936 (Vármeland du byggist á því að lesa, að lesa mynd. Þegar þú stendur fyrir framan málverk er spurn- ingin, geturðu lesið úr myndinni, geturðu skilið hana, um hvað fjallar hún, jafnvel einföldustu abstraktsjónir hafa þennan eig- inleika. Ef þú ætlar að skilja þessar myndir verðurðu að lesa þær og þá skaparðu þína eigin mynd af viðkomandi. Menn gera sér mismunandi myndir af fólki sem lýst er í texta, en samt sem áður eru þetta myndir og úr þessu er ég að vinna.“ Birgir Andrésson sýnir ekki aðeins í „Kunstraum Wohnraum" heldur var degin- um áður opnuð, einnig í Hannover, önnur sýning á verkum hans. Sú sýning stendur í „Projektraum VoltmerstraÉe 72“. „Þar setti ég upp gamalt verk, það eru myndir af flökkurum úr seríu sem ég kalla Annars konar fólk,“ sagði Birgir. Birgir útskrifaðist úr Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1978 og hélt þá í framhalds- nám til Maastricht. Hann hefur síðan unnið að list sinni og tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga. Hann var meðal annars þátt- takandi Islands á bíennalnum í Feneyjum árið 1995. Birgir stoppaði í Hannover á leið sinni til Bern en þar mun hann, í boði yfir- valda, skila tillögu að skreytingu við opin- bera byggingu sem nú er að verið að byggja þar í borg. Nú fyrir skömmu veitti ræðismaður ís- lands í Hannover, Wolf Griitter, tveimur myndlistarmönnum styrk að upphæð eitt þúsund mörk eða um fjörutíu þúsund krónur vegna námsdvalar á íslandi. Annan styrkinn hlaut myndlistarkonan Aenne Langhorst en hinn styrkurinn er enn opinn til umsóknar. Aenne Langhorst dvaldi um sex mánaða skeið sem skiptinemi á Islandi og stundaði þá nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Mikil nemendaskipti hafa verið á milli skólanna tveggja í gegnum skiptinema- kerfið Erasmus. Hlynur Hallsson var fyrstur íslendinga til að njóta góðs af þessu kerfi en undanfarið hafa þrír aðrir myndlistar- menn dvalið í Hannover. Þjóðveijum þykir mjög eftirsótt að stunda nám í Reykjavík og undanfarið hafa sex ungmenni stundað nám í Reykjavík. Móttaka var haldin vegna styrkveitingar- innar þar sem Aenne kynnti mynd- og hljóð- verk eftir sjálfan sig þar sem hún hafði prðið fyrir miklum áhrifum af daglegu lífi íslendinga en einnig verk annarra íslenskra - listamanna. sköna) & 1950-59. Útgáfuár: 1995. Lengd: 77:43. Verð (Japis): 1.999 kr. SUMIR halda því fram, að „allra bezti Svíi í heimi,“ eins og norskur gagnrýnandi kallaði Jussi Björling (1911-60), hafi ekki verið nema hálfdrættingur í túlkun og tján- ingarmætti. Það sem hreif hlustendur upp úr skónum hafi fyrst og fremst verið fegurð raddarinnar, lýtalaus tækni og gegnmúsík- alskt innræti. Svo má vera - en þetta eitt dugði líka til að tryggja honum stað á fest- ingunni sem einn frægasti og dáðasti tenór sem Norðurlönd hafa alið, þrátt fyrir skamma starfsævi. Jussi var ekki bara óperusöngvari, heldur var hann, a.m.k. innan Norðurlanda, jafn- kunnur fyrir norræn sönglög, þó að þau séu í minnihluta á þessum diski (En Svane og En Dröm eftir Grieg og þjóðlagið Várme- land du sköna). En að þeim frátöldum, auk upphafslagsins, jólasöngs Adams (O Helga Natt), eru öll hin númerin úr heimi óperunn- ar. Þeirra á meðal er einn dúett, hin nafntog- aða upptaka með Robert Merill barýton á „Au fond du temple saint“ úr Perluköfurum Bizets. Tvær aríur eru eftir Verdi, „Celeste Aida“ og „La donna e mobile“ og heilar fimm eftir Puccini (2 úr Tosca, 2 úr Turand- ot og „Che gelida manina“ úr La Boheme), en að auki þekktar stakar aríur eftir Mascagni, Gounod, Borodin, Tsjækovskíj, x- Donizetti og Leoncavallo í yfirleitt velheppn- aðri yfirfærslu frá 78-snúninga lakkmiðlin- um. Það er með Jussi eins og með Maríu Callas; hann eldist vel á hljómplötu, því lát- laus smekkvísi og hjartans einlægni gengur aldrei úr sér, ólíkt ýmsum yfirborðslegum tiktúrum hjá söngvurum fyrri tíma, sem löngu eru hættar að virka. Þó að undirleik- ur hafi greinilega batnað á undanfömum 40 árum, er söngurinn enn ótrúlega ferskur og hreinn. Þetta er diskur sem miklu fleiri en óperufíklar og Jussi-aðdáendur per se eru . líklegir til að geyma sem næst við geislaspil- arann. Ríkarður Ö. Pálsson BERSERKURINN MEÐ GULLHJARTAÐ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. OKTÓBER 1997 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.