Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Qupperneq 4
HEIMSKONA MEÐ KOPARRAUTT HAR - SIÐARI HLUTI ■> HOLLYWOOD OG STURLUNGA í EINUM POTTI EFTIR SÓLVEIGU KRISTtNU EINARSDÓTTUR Rannveig var ákaflega pennaglöð. Skrifaði fjölda skemmtilegra bréfa til vina og vandamanna. Hafði hún fyrir fasta reglu að svara bréfum strax - helst samdægurs. Með bréfa- skriftum tókst Rannveigu að varðveita tengslin við fólkið sitt heima svo og vinina í Danmörku. Og mó dó e kt 9 eyma að o ft Dur ti að bíða tvo til Drjó mónuði eftir bréfi - fyrir stríð og meðan á því stóð V'IÐ vitum að Sveinn Bjöms- son fékk ósk sína uppíyllta um að fara heim í gömlu átt- hagana. Rannveig minnist á hann í bók sinni „Hugsað heim“: „Hve Sveinn Bjöms- son, sendiherra var framúr- skarandi elskulegur við alla, sem komu á sendiherraskrifstofuna í Kaup- mannahöfn. Það gilti einu, hvort það var Greville lávarður, sendiherra Bretaveldis, sem hafði með sér þjón til þess að opna allar hurðir, eða hvort það var öreiga sjómaður, sem var að reyna að „slá“ nokkrar krónur; alltaf sama, vingjarnlega viðmótið, og eins var frú Georgía. Það var engin furða, þótt þau hjón væra vel liðin af öllum.“ll Litli drengurinn á myndinni sem Sveinn Björnsson varð svo hugfanginn af var ná- granni Rannveigar. í skemmtilegri grein (ódagsettri) lýsir Rannveig komu sinni til Hafnar í september 1945: „Borgin sem fyrr meir var heimili gleð- innar, er nú dimm og drungaleg. I gamla daga kölluðu þeir hana París Norðurlanda. Þegar Konunglega Leikhúsið hafði frumsýn- ingu þyrptist prúðbúið fólk yfír Kongsins Nýjatorg og að leiknum loknum fóru menn á d’Angleterre eða Continental. þá var dansað á næturklúbbunum til kl. 6 og enginn vandi að ná í bifreið til þess að fara á heim. Það er enginn vafi, að alvara lífsins hefir heimsótt Dani eftirminnilega þessi síðustu ár og þó getur Daninn enn látið fyndnina fjúka og enn eiga þeir ljettlyndið sitt fræga,“Det skal nok gaa“, heyrist enn. Fólkið er yfirleitt fá- tæklega til fara og auðsjeð, að fötin eru um- snúin eða búin til úr margskonar og oft ólíku efni. Fólkið hefir góð laun í Danmörku, en getur lítið keypt fyrir peninga sína - nema skemmtanir. Hundrað manna stendur í hala- rófu fyrir utan öll kvikmyndahús á kvöldin og maður verður að panta aðgöngumiða í leik- hús viku fyrirfram, fyrir tvöfalt verð! Kvik- mynd, sem leikin er af Poul Reumert og Önnu Borg, er sýnd á fimm kvikmyndahús- RANNVEIG Kristín þorvarðardóttir. Myndin er tekin á Kaliforníuárum hennar. um sem stendur og ómögulegt að komast þar inn á kvöldin fyrir troðningi... Við göngum út á Löngulínu sólríkan sunnudagsmorgun, trjen standa í gullnum haustlitunum í Gronningen _ klukkumar í ensku kirkjunni hringja til messu og fylking af enskum dátum er að fara inn í Kirkjuna. Gefion (gosbrannurinn, innskot gr.höf.) stendur enn við innganginn á Löngulínu, en fjögur nautin hennar gjósa nú engu vatni. Lystibátahöfnin er hjerambil auð, en bát konungs, Dannebrog, komum við þó auga á. Við hafnargarðinn liggja nokkur skip, norsk, dönsk og eitt pólskt herskip, en margir hafa safnast þar saman, því Pólverji um borð er að spila á harmóniku. Fríhöfnin virðist vera auð og tóm ... „Langelinie Pavillon" er í rústum og má maður minnast margra gleðistunda - fyrir löngu síðan ... við heilsum upp á Litlu Hafmeyjuna hans H.C Andersens ... hún situr þar á sama steini, en ekki gátu Þjóð- verjar að sjer gert, þeir þurftu endilega , að skjóta í hana nokkrar holur kanske var hún, litla skinnið, stórhættuleg þriðja ríkinu!“ Norrænu félögin, Rauði krossinn og fleiri aðilar í Bandaríkjunum nutu á þessum tíma starfskrafta Rannveigar. Síðar stjórnaði hún t.d. sýningu í Santa Barbara þar sem öll Norðurlöndin áttu hlutdeild. Vora þar sýndir margs konar þjóðlegir munir frá löndunum. Vakti sýningin mikla athygli. En þótt heimskonan ferðaðist vítt og breitt gleymdi hún ekki lítilli frænku sem sat heima á draumalandinu. Frá París 1946 sendir hún litlu stúlkunni bleikan jólakjól sem aldrei var kallaður annað en Parísarkjóllinn. Kjóllinn var svo fínn að ekki mátti vera í honum nema við sérstök tækifæri og fyrr en nokkurn varði var hann orðinn of lítill. „Alvörw" sendibréf ... Rannveig var ákaflega pennaglöð. Skrifaði fjölda skemmtilegra bréfa til vina og vanda- manna. Hafði hún fyrir fasta reglu að svara bréfum strax - helst samdægurs. - Ef Is- lendingar tækju upp þann sið rækju þeir af sér mikið slyðraorð. En til þess mun víst lítil von því nú spyr fólkið: „Ertu ekki á veraldar- vefnurn?" 0g skilaboð eru send, svar birtist á skjánum og er þurrkað út. Það tekur því ekki að prenta það út. Og hver af næstu kynslóð nennir að bíða eftir svari sem tekur lengur en tíu mínútur - jafnvel eina til tvær vikur? - Með bréfaskriftum tókst Rannveigu að varð- veita tengslin við fólkið sitt heima svo og vin- ina í Danmörku. Og má þá ekki gleyma að oft þurfti að bíða tvo til þrjá mánuði eftir bréfi - fyrir stríð og meðan á því stóð. Og fyrsta bréfið sem litla frænkan á Fróni fær um ævina er dagsett 9. okt. 1942 í Great Falls, Montana: „Gleðileg jól, elsku Púsla mín......Það er gaman að heyra, að þú ert myndartelpa. Agga systir hlakkar til að sjá þig einhvem- tíma - en líklega verðurðu þá orðin stór. Margblessuð, elskan litla, og allar góðar óskir frá onkel Adam og Öggu systir." Tæpra þriggja ára gömul fær telpan bréf frá Ameríku - og á það enn! „Bílar og klyfjaheslar, Hollywood og Sturlunga allt i einum poHi „ Margur fróðleiksmolinn leynist í bréfum þeim sem Rannveig fékk frá fólkinu heima. í bréfi frá Pálma Hannessyni síðla árs 1940 lýsir hann tilfinningum sínum vegna her- námsins: „ ... Já, bréf era strjál, satt er það. Penna- letin er heima og svo er nú þetta, að bréfin eru lesin. Ekki fyrir það, að ég skrifi þér ást- arjátningar eða önnur leyndarmál, en mér finst eins og einhver standi fyrir aftan mig og lesi úr pennanum. Eg þekki mann sem var í sensúrnum í Halifax í síðasta stríði og las þar íslenzku bréfin. Sá kunni frá mörgu að segja. Jæja, þetta er nú kannski skrifað meira fyrir sensorinn en þig, en hann þarf líka að lifa. Varla er hans of mikið, fyrir því, að þurfa að lesa öll þessi kynstur, eins og þau líka eru. Er þetta ekki satt, censor minn? Eg þakka þér fyrir Life, og mikið tryggða- tröll ert þú. Héðan er annars ekkert sérstakt að frétta. Hernám er hernám, og nóg um það. Nei annars, ég ætla að segja þér dálítið af þessu fargani. Ymsir hér liggja mér á hálsi fyrir það, að ég sé lítill Bretavinur. Það er al- gerlega rangt. Eg virði brezku þjóðina, breska heimsveldið mjög mikils og hefi full- komna samúð með þeim og þeirra málstað. En ég er íslendingur og get ekki að því gert. Það særði mig inn í hjartastað að sjá þetta blessaða, friðsæla land í hers höndum, fótum troðið af erlendum heimönnum. Eg skal fús- lega viðurkenna, að Bretar koma hér vel fram, og er næsta mikill munur þess, hvernig þeir búa að fjárhag og framleiðslu okkar og Þjóðverjar gera t.d. í Danmörku. En mér dylst ekki að menning okkar, tunga og þjóð eru í hættu. Engin þjóð hefur nokkru sinni, að ég hygg, haft jafn fjölmennan erlendan her í landi sínu, eins og við höfum nú að til- tölu við fólksfjölda. Okkar þjóð hefir þolað nábýli norðurskautsins, jökla, hafíss og eld- fjallanna að auk. Hún hefir þolað hungur, kúgun, drepsóttir. En þolir hún þá ósýnilegu seitlandi árás á menningu sína og líf, sem henni er búin nú? Við höfum varpað burtu okkar þjóðlegu bændamenningu á örfáum áratugum og ekki megnað að skapa þjóðlega borgaramenningu í staðinn kringum verzlunina, fiskveiðarnar, iðnaðinn. Hér er öll menning bæjanna „i stöbeskeen". Bílar og klifjahestar, Hollywood og Sturlunga, allt í einum potti. Nú mæðir hin erlenda árás mest á þar, sem mótstaðan er veikust, Reykjavík. Og sannarlega þarf að taka á þolinmæðinni þegar maður verður að horfa á þetta sambýli, sleikjuskapinn, þótta- leysið. Seinast þegar ég sá í gær sannlega komna háðung..........Bretinn lítur náttúr- lega niður á okkur, eins og aðrar þjóðir. Þeir um það. Þeir koma yfirleitt vel fram að öðra leyti. Það eram við sjálfir sem ég óttast meira, unglingana einkum og kvenfólkið." Og í lok stríðsins hafa margir fengið nóg af svo góðu og hyggjast leggja land undir fót. Þannig skrifar Niels Dungal frá San Francisco þann 13. maí árið 1944 í bréfi til Rannveigar: ..Sannleikurinn er sá að ég er orðinn svo uppgefinn á rifrildinu, óþokkaskapnum og ófrelsinu heima, að það er mikið að brjótast í mér að setjast að hér vestra, og þá helst hér á vesturströndinni. Veit ekki hvað verður úr þessu þegar til alvörannar kemur, en svo mikið er víst að ég er ekki í neinum vandræð- um með að fá góða stöðu, ef ég vil. Maður er svo ófrjáls heima, að maður fær ekki einu sinni að fara heim með bíl, sem maður hefur keypt hér. Allt er háð nefndum og pólitískum hrossakaupum, ekki aðeins þeir stóra hlutir eins og hér, heldur líka smáskiteríið - og maður verður svo innilega uppgefinn á að eiga sína daglegu velferð undir þessum blessuðu pólitísku smælingjum, sem finnst þeir vera öll óskup, að ég vildi helst ekki þurfa að stíga aftur inn í það pólitíska pestar- bæli sem Reykjavík hefur verið síðustu 17 ár- in. Það er eins og prédikarinn segir um þras- gjarna konu: Eins og þakleki í rigningatíð, sem þreytir þegar til lengdar lætur... „ Og Clara Pontoppidan, leikkona, segir í eftirskrift í bréfi: „...P.S. Hvis de glemmer min adresse, er „Det kgl. Teater“ altid nok“! Hugurinn leitar heim . - . Dauði Adam Vilhelms árið 1944 varð Rannveigu mikið áfall. Það ár kom hún heim til íslands í boði ríkisstjórnarinnar. Sama ár 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.