Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Qupperneq 8
Ljósm.:Ásgerður Kjartansdóttir. Allar hinar myndirnar tók Aðalbjörg Jóakimsdóttir. UNGIR Malavíbúar bjóða hnossgæti: Grillaðar mýs. MALAWI HIÐ HEITA HJARTA AFRÍKU EFTIR SIGRÚNU KLÖRU HANNESDÓTTUR Það sem fyrst vekur athygli í Malawi er fólksmergðin. Alls staðar er fólk. Ekki er hægt að fara svo um landið að ekki sjóist merki um mannvistir. Mest óberandi eru konurnar sem eru helstu burðardýr landsins með gífur- legar byrðar sem þær bera einna helst ó höfðinu. sjúkrabfll og líka löggubíll, það vissi ekki á gott, löggurnar voru líka svo alvarlegar á svipinn. Tveir frakkaklæddir menn með hatta fóru inn í gamla húsið, krakkarnir stóðu í þéttum hnapp og fylgdust með, ein löggan kom til þeirra og sagði þeim að fara heim, þetta væri ekkert fyrir böm. „En við ætluðum að gefa gömlu konunni blóm, já og köttunum að éta, sjáðu bara,“ krakkamir opnuðu pokann og sýndu lögg- unni kattamatinn. „Þið verðið að gefa köttunum seinna í dag, en við skulum sjá til með blómin.“ Svona gat löggan verið góð, í dag vom allir góðir. Vonandi færa frakkaklæddu mennirnir sem fyrst og kannske væri gamli maðurinn bara pínulítið veikur, sjúkrabfllinn hefði bara komið til öryggis. Svo er það fallegur siður að gefa veiku fólki blóm, fullorðna fólkið fór alltaf með blóm í heimsókn á spítalann. Nú opnuðust dymar á gamla húsinu og tveir hvítklæddir menn komu út og bára börar á milli sín, á böranum lá gamli maðurinn undir sæng. „Er hann dáinn?“ var spurt með angistar- svip. „Nei, hann er bara veikur,“ svarað löggan og strauk vingjamlega yfír koll spyrjandans. Böramar vora settar inn í sjúkrabflinn og annar hvítklæddi maðurinn fór inn á eftir og settist við hliðina á böranum. „Nú skulum við fara með blómin,“ sagði löggan. Krakkarnir röltu hægt og hikandi áleiðis að húsinu ásamt löggunni. I því opnuð- ust dymar og frakkaklæddu mennirnir komu út og leiddu gömlu konuna á milli sín, hún sem alltaf hafði verið hrein og snyrtileg var í rifnum, óhreinum morgunslopp, stagaðri treyju og berfætt í inniskóm af gamla mann- inum. Hárið var ógreitt og tjásulegt, andlitið náfölt, hver einasti dráttur stirnaður og galopin augun störðu sjónlaus út í loftið. Krakkamir stóðu eins og lamaðir og störðu á mennina leiða gömlu konuna út að bflnum þar sem hvítklæddi maðurinn beið og lyfti henni inn í bílinn til gamla mannsins, annar frakkaklæddi maðurinn lokaði og sá hvít- klæddi ók af stað. Frakkaklæddu mennimir stugguðu krökkunum frá gamla húsinu með þeim ummælum að þar væri enginn staður fyrir börn. Þau hlýddu eins og í leiðslu, það var ekki fyrr en eftir góða stund að þau upp- götgvuðu að kattamaturinn og blómin höfðu orðið eftir. Það kom í hlut fulltrúans að ganga úr skugga um að gamla húsið væri orðið mann- laust áður en byrjað væri að rífa. Hann ætl- aði að enda vinnudaginn á þessu verki, koma snemma heim og reyna að ná sáttum við konu sína. Kannske færu þau út að borða eða þau færu í bíó, en það var skuggalega lítið eftir á ávísanareikningnum. Hann hafði lengi hugsað sér að finna annað og betur launað starf og nú var hann ákveðinn að láta til skarar skríða, byrja strax í fyrramálið að leita. í bflnum á leiðinni datt honum í hug að kaupa blóm handa konunni en við nánari íhugun sá hann að bæði blóm og að borða úti var innistæðunni á heftinu algerlega ofvaxið. Það var líka orðið óhjákvæmilegt að dytta að bflnum ef hann ætti að duga eitt árið enn og vísareikningarnir un hver mánaðamót voru himinháir. Honum var því ekki létt í skapi þegar hann stoppaði fyrir utan gamla húsið, þetta var andstyggðar verk, en hvað átti að gera? Þess utan hafði honum alltaf verið vel við gömlu hjónin. Hann gekk inn í húsið og litaðist um, þar var fátt fémætt að sjá en hann afréð að láta flytja búslóðina í geymslu á vegum bæjarins strax næsta morgun. Þar yrði hún að vera fyrst um sinn eða þar til eigendur eða einhver á þeirra vegum tæki hana í sína vörslu. Á því taldi hann reyndar ekki miklar líkur, en reglur eru reglur og eftir þeim varð að fara. Hann gekk út og læsti kirfilega á eftir sér, þá sá hann inn- kaupapoka liggja í snjónum. Hann tók pok- ann upp og leit í hann, í pokanum voru katta- matur í dósum og pökkum, hann velti fyrir sér hvernig á þessu stæði þegar hann tók eftir grænum aflöngum böggli skammt frá þar sem pokinn hafði verið. Hann sleppti pokanum og tók böggulinn upp og gægðist varlega í hann, þar var stór og veglegur blómvöndur, hann mundi ekki til þess að hafa séð svona fallegan blómvönd fyrr og al- veg óskemmdur þrátt fyrir frostið. Þetta eru alltof falleg blóm til að liggja hér hugsaði hann og tók vöndinn með sér. Þessi dagur var þrátt fyrir allt ekki sem verstur, hann ætlaði að færa konunni blómin og lýsa því nákvæmlega fyrir henni hvað hann hafði lagt sig fram um að velja fallegustu blómin í bæn- um. Og svo ætlaði hann að bjóða henni út að borða og þau myndu tala um að hann fengi nýtt og betur launað starf. í dag var hann góður við konuna sína. Höfundur býr í Hafnarfirði. MALAWI var síðasta við- komulandið í tæplega þriggja mánaða hnatt- ferð minni. Ein ástæð- an fyrir heimsókn minni þangað var sú að þar var í vinnu Ásgerð- ur Kjartansdóttir sem unnið hefur fyrir Þróunarsamvinnustofnun íslands (ÞSSÍ) þar í landi og hana þekkti ég vel frá fyrri tíð. Einnig hafa Soroptimistar á íslandi sent hjálpargögn til Malawi, einkum til að styðja sjúkrahúsin í Lilongwe sem eru bæði illa búin og rekin af miklum vanefnum og mig langaði að sjá hvað hefði orðið um hjálpargögnin. ÞSSI hefur verið með aðstoð í þessu landi frá árínu 1988 sem hefur helst beinst að að- stoð við fiskirannsóknir á Malawi-vatni. Á vatninu siglir rannsóknaskipið Ndunduma, sem smíðað var á íslandi, flutt í pörtum til landsins og sett saman við vatnið. Stofnunin kostar að mestu leyti reksturinn á skipinu en fiskurinn, sem skipið veiðir, er seldur og er hagnaðurinn notaður í rekstur skipsins og kostnað við rannsóknir á fiskistofnum í vatn- inu. Ennfremur hefur ÞSSÍ fjármagnað nám 50 nemenda í fiskeldi frá Malawi og öðram löndum sem tilheyra einhverju af 12 SADAC- löndunum (South African Development Community). Malawi er landlukt land, ekki miklu stærra en ísland eða um 118.000 ferkílómetrar. Það er langt og mjótt, 900 kflómetrar á lengd en aðeins 80-160 kílómetrar á breidd. Það ein- kennist af miklu vatnasvæði og er Lake Malawi eitt stærsta stöðuvatn álfunnar. Vatn- ið er í senn atvinnugjafi, matarforðabúr og vatnsorkuver. íbúafjöldinn er hins vegar miklu meiri en á íslandi, eða um 11 milljónir, enda þótt enginn viti í raun hversu margt fólk býr í landinu. Þetta gerir Malawi eitt þétt- býlasta land Afríku. Þó landið sé svo þéttbýlt sem raun ber vitni era borgimar hvorki stór- ar né merkilegar. Lilongwe, höfuðborg ríkisins, er eins og samsafn af nokkram sveitaþorpum og sem dæmi má nefna að þar er hvorki bíó né kaffi- hús og að sjálfsögðu hvorki leikhús né listalíf neins konar þótt þar búi víst 350.000 manns. Ekki er einu sinni hægt að sjá malavíska dansa eða samkomur sem þó gætu gefið eitt- hvað í aðra hönd. Aðrar þjóðir í nágrenninu hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir hversu mikið aðdráttarafl menningarfyrirbrigði á borð við þjóðdansa og þjóðlega tónlist hafa á ferðamenn og hafa sett upp fastar sýningar. En í Malawi er ferðamennska ekki mjög sjá- anleg. Sagan segir að rekja megi mannvistarsögu landsins allt til 10.00 f. Krist, en þá telja fræðimenn að Búskmenn hafi verið fyrstu landnemar þessa svæðis. Bantú-menn frá Angóla lögðu einnig leið sína til þessa svæðis. Á 15. öld komu Arabar og Portúgalar í heim- sókn en þá var landið undir stjórn Malawi- þjóðflokksins sem landið er nefnt eftir. Þræla- sala Araba var mikil og eftir 1870 er talið að um 20.000 þrælar hafi verið seldir á hverju ári frá þessu svæði. Skoski landkönnuðurinn David Livingstone kom til landsins árið 1859 og eftir það flykkt- ust þangað breskir trúboðar sem voru albúnir að kristna fólkið. Fljótlega fylgdu svo breskir innílytjendur í kjölfarið sem von bráðar leiddi til þess að Bretar sáu sér hag í að gera landið að bresku verndarsvæði og þar með að gefa landinu nafn. Þar sem Livingstone hafði gefið vatninu stóra heitið Lake Nyasa, lá beint við að kalla landið Nyasaland. Landið var síðan undir handarjaðri breska heimsveldisins langt fram á þessa öld eða þar til dr. Hasting Kamuzu Banda kom til landsins úr útlegð árið 1958 og hóf að vinna að sjálfstæði landsins. Það tókst, og árið 1964 fékk þetta fyrrverandi verndarsvæði Breta, Nyasaland, sjálfstæði og nafnið Malawi. Dr. Banda varð forseti lands- ins allt til ársins 1994 að núverandi forseti dr. Bakili Muluzi tók við forsetaembættinu í al- mennum kosningum. Dr. Banda var meira en forseti Malawi í þau 30 ár sem hann var á valdastóli. Hann var í raun einvaldur, átti sjálfur öll helstu at- vinnufyrirtæki landsins og stjórnaði þar með öllu atvinnulífi þess. Sagan segir að hafi ein- hver rekið gott fyrirtæki sem leit út fyrir að geta gefið vel af sér hafi dr. Banda annað hvort keypt það, tekið það eignarnámi eða lát- ið eigandann verða fyrir óvæntu slysi. Dr. Banda vildi halda þjóðinni hreinni og var mótfallinn öllum innflutningi fólks. Hann vildi heldur ekki breyta þjóðfélagsgerðinni og vfldi að Malavar héldu sinni þjóðmenningu, sínum einkennum og sérstöðu. Landið var mjög lokað og erlend áhrif talin til hins verra. Ferðamennska var því ekki byggð upp og heldur amast við útlendingum og öllum er- lendum áhrifum hverju nafni sem þau nefnd- ust. Því er það svo að meginhluti þjóðarinnar býr við ákaflega frumstæðar aðstæður, í hringlaga moldarkofum með stráþaki. Þessir kofar era að vísu mjög fallegar byggingar að sjá og falla vel inn í landslagið, rétt eins og torfbæirnir okkar fyrr á öldum. Byggingarn- ar eru hlaðnar, annað hvort úr brenndum múrsteinum en oftar þó úr sólþurrkuðum steinum og svo er byggingin sléttuð að utan og þéttuð, ýmist með leir eða kúamykju ef hún er til staðar. Þakið er úr strái og eru löng strá bundin saman í knippi og lögð í röðum yf- ir þakið. Stráið er ekki klippt á þakbrúnina og eru því þökin ansi síðhærð á að líta. Sums staðar má sjá að undir stráið hefur verið kom- ið fyrir plastdúk til að verja húsið rigningu, því getum má að því leiða að á rigningartím- anum heldur stráið illa vatni. I hverju þorpi eru nokkur hús sem standa í þyrpingu og eru þau gjarnan kennd við höfð- ingjann þó hvergi sjáist skilti, vegvísir eða götuheiti. Skipulagning hvers þorps er með nokkuð föstu sniði. Mesti höfðingi þvers þorps _ sem venjulega er sá sem á flest börn _ er í miðju þorpsins. Hann er valdamestur og til hans er leitað með úí-lausnir á vandamálum er upp koma í þorpinu. Aðrir byggja svo kofa sína í samræmi við virðingarstiga þann sem þeir tilheyra. Matargeymslan er hringlaga kofi líka úr basti eða leir en stendur á stilkum. Þetta er gert til að varna þess að mýs og rott- ur komist í maísbirgðir þorpsins. Hænsnakof- inn er einnig svipaður og maísgeymslan nema að gjarnan er hafður smástigi fyrir púturnar til að spássera eftir þegar þær fara heim til sín að verpa. Umhverfis þorpið er svo það litla ræktunarland sem þorpsbúar hafa yfir að 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.