Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.1998, Síða 13
ÞJÓÐMÁLA ÞANKAR EIN- ANGRAÐ ÍSLAND Það var mikið gert af því á árum áður að halda því fram að við landarnir værum eitthvað sér á parti. Líklega erum við það. En tæplega þó eins og margir héldu Þeir virtust telja að það væri eitthvað í erfðaefninu sem gerði okkur öðruvísi en aðrar þjóðir. Við enim að vísu ekki ein um slíkt. Svip- að má finna t.d. meðal Englendinga. Samt er ekkert vísindalegt við þessa ályktun. Lík- lega er þetta eðli komið til af uppeldisleg- um ástæðum. Og sjálfsagt er sjálfsbirgings- hátturinn, sem þannig er vísað til, oftar minnimáttarkennd þeirra sem þola illa sam- anburð við aðrar þjóðir. Þeirra sem skilja ekki hvað við getum lært af þeim okkur til hagsbóta. Það er sérkennileg þverstæða í þessu öllu. Vissulega eru miklar hetjur í okkar hópi. Hópurinn sem bjargaði hverri skipsá- höfninni af annarri í þyrlu er einn slíkur. Sá ruglar ekki saman hetjudáð og skyldu í æðruleysi sínu. Þeir sem brjóta okkur nýjar lendur í viðskiptum t.d. með hvalaskoðun, eða með því að fara með túrista á einn eða annan liátt á nýjar slóðir eru einnig slíkar hetjur. Þeir skilja að það er ekki lífvænlegt eða leið til að bæta lífskjörin að hengja sig í frumvinnslugreinar. En margir leggja lykkju á leið sína til að fordæma þessar nýjungar og vilja halda í stóriðju og sjávarútveg í rauðan dauðann. Þeir eru svo bundnir við heimahagann að þeir sjá ekki út fyrir landsteinana og tæki- færin sem verið er að reyna að þróa innan- lands oft í óþökk stjórnmálamanna og for- kólfa atvinnulífsins. Það er einnig í sama eðli í senn að öfunda og dást að þeim sem auka veg okkar er- lendis. Skyldi enginn sjá eftir því að hafa ekki sett fjármagn í að koma Björk á Iegg og gera hana að formlegri markaðskynn- ingu á Islandi? Nú býr hún erlendis og aflar vel á við góðan Smugutogara þó með mun minni fjárfestingu á bakinu en sumir út- gerðarfurstarnir. Sömu tvöfeldni gætir í garð Ólafs Jóhanns Ólafssonar og Kristjáns Jóhannssonar. Þá er það sérkennileg árátta að kalla alla þá sem koma hér við til að skoða mannlíf og knæpur Islandsvini. Líklega er sú krydd- stelpnanna sem ætlar að giftast Islendingi þó meir vinur en þeir Jerry Seinfeld og John Kennedy sem læddust hér með veggj- um í þeirri von að fá frið. Þeir gáfu þó vel af sér. En það eru tvær hliðar á öllum málum hið minnsta. Um leið og við lokum augunum fyrir þeim sóknarfærum sem lsland á með ferðaþjónustu og hreinum landbúnaði, rann- sóknum og vel menntuðu fólki (sem nú sér frekari hag í að búa erlendis á meðan við flytjum inn ódýrt vinnuafl - frekar en dýrt -) þá lokum við líka augunum fyrir ýmissi þeirri vá sem hingað flýtur í skjóli einangr- unar okkar. Okkur fínnst við vera svo langt í burtu, erum eyland umflotið Atlantshaflnu. Það er langt að fara og því er dýrt að vera íslendingur eins og einu sinni var sagt. Ekkert er íjarri sannleikanum eins og dæmin sýna. Þegar íslendingur tekur þátt í fjölþjóðaráðstefnu, þá er þar komið fólk sem á lengra að fara en við. Ef slikur fund- ur er lialdinn í Bandaríkjunum þá má búast við að lengra sé fyrir suma heimamenn að fara en okkur. Nýlegar samfélagsrannsóknir benda til þess að besta leiðin til að draga úr atvinnu- leysi sé að bæta menntun og auka hana. Það væri líklega réttara að horfa frekar til um- bóta í Asíu en undranna á Nýja Sjálandi sem hafa aukið misrétti og ójafnræði með hruni í félags- og heilbrigðismálum - nokk- uð sem virðist vera að gerast hér líka. Annað sem vekur athygli er að betur gengur í samfélögum sem hafa skýrar línur í lögum og virðingu fyrir þeim. Stundum virðast reglur á Islandi settar til að ekki sé hægt að fylgja þeim, með hliðsjón af undan- skotum en skynsemi. Þannig má benda á umferðarlög, lög um útivistartíma, hús- dýrahald í þéttbýli og síðast en ekki síst áfengis- og fíkniefnalöggjöfina. MAGNÚS ÞORKELSSON Mynd: Sigríður Sigurjónsdóttir. UM SUMARIÐ kom Loftur austur í Hrífunes að heimsækja systur sína og fjölskyldu hennar. Fer fáum sögum af umræðum í Hrífunesi um þessi mál. ÖRLAGASAGA FRÁ HRÍFUNESI EFTIR SIGGEIR BJÖRNSSON Trúboðsferð Lofrs Jónssonar til íslands varð afdrifarík fyrir heimilið í Hrífunesi í Skaftártungu. Hann heimsótti systur sína, sem var gift Einari bónda í Hrífunesi og heimilið splundraðist. Húsfreyjan afréð að fara með bróður sínum vestur ásamt dætrum sínum tveimur, en Einar bóndi fór hvergi. Fyrsta landnám íslendinga í Norð- ur-Ameríku var í Útah þar sem trúflokkur mormóna Krists kirkju heilagra manna, nam land, á þá óbyggðu landi. Ástæður þessa landnáms voru einkum ofsóknir sem mormónar sættu vegna trúar sinnar, meðal annars vegna þess að trú þeirra leyfði fleirkvæni og jafnvel hvatti til þess. Foringi mormóna var Brig- ham Young. Stjórnaði hann þessu landnámi og trúflokki sínum af miklum dugnaði. Arið 1849 voru sendir trúboðar frá Útah til gamla heimsins, meðal annars til Dan- merkur. Trúboðið tókst vel og fyrstu hóp- arnir þaðan fóru vestur 1850. Talið er að um 30 þúsund Skandinavar hafi tekið trúna og farið vestur. Langflestir fóru á þessum tíma til Útah. Um þetta leyti voru staddir í Kaup- mannahöfn tveir íslenskir iðnaðarmenn frá Vestmannaeyjum, þeir Þórarinn Hafliðason og Guðmundur Guðmundsson. Þeir félagar urðu hrifnir af hinni nýju trú, létu skírast, voru uppfræddir í trúnni og sendir heim til Vestmannaeyja sem trúboðar. Þórarinn Hafliðason drukknaði 1852 en fé- lagi hans hélt trúboðinu áfram um skeið og var honum sendur danskur maður til aðstoð- ar. Heldur gekk þeim trúboðið illa, enda lögðust bæði kirkjan og stjórnvöld á móti trúboðinu. Nokkrar fjölskyldur tóku þó mormónatrú. Meðal þeirra var Samúel nokk- ur Bjarnason og Margrét kona hans. Fóru þau ásamt með öðrum norðurlandabúum vestur, og þau hjón munu vera fyrstu ís- lensku landnámsmennirnir í Útah. Samúel bjó aðallega með sauðfé, varð stórbóndi og ríkur maður. Hann tók sér nokkrar konur og átti fjölda barna. Samúel dó 1890, en kona hans Margrét lifði fram yfir aldamót. Þessi hópur norðurlandabúa mun hafa lagt af stað 1853 og tók ferðin 9 mánuði. Næsti hópur fór 1855 og meðal ferðalanga var þá Guðmundur trúboði ásamt Þórði Diðrikssyni sem var úr Landeyjum. Kom sá hópur til Útah eftir 16 mánaða ferð. Ferðasaga eftir Þórð Diðriksson hefir varðveist, brot úr henni var birt 1920 í Almanaki Ólafs S. Thor- geirssonar. Árið 1857 fór næsti hópur ís- lendinga frá Vestmannaeyjum til Útah, und- ir forystu Lofts Jónssonar Árnasonar. Hann bjó í Landeyjum, en mun hafa verið ættaður frá Pétursey í Mýrdal. Loftur var duglegur maður, vel gefinn og varð efnaður vestra. Kona Lofts var 20 árum eldri en hann. Hún lést nokkrum árum áður en Loftur var send- ur í trúboðsferð til íslands. Loftur hafði bréfasamband við Pál Sigurðsson alþm. í Ái-kvörn og tjáði honum að hann hefði hug á að fá sér íslenska konu, eina eða fleiri. Hann skrifar Páli á jóladag 1869 um sitt einlífi og segir: „Eg hefi þenkt að venta nokkuð og sjá hvat engin vildi koma frá mínu elskaða föð:- urlandi, þá vildi ég taka 3-4 ef þær væri að fá.“ Trúboðsferð Lofts Jónssonar til íslands varð afdrifarík fyrir heimilið í Hrífunesi í Skaftártungu. Guðrún, systir Lofts, var seinni kona Einars Bjarnasonar bónda í Hrífunesi. Móðir þeirra systkina Lofts og Guðrúnar var Þorgerður Loftsdóttir, fædd í Ásasókn og munu foreldrar hennar hafa búið í Ásum en farið þaðan út í Mýrdal í Skaftár- eldum. Loftur dvaldi að mestu í Vestmanna- eyjum veturinn 1873. Þennan vetur dvaldi í Vestmannaeyjum systursonur Lofts Gísli Einarsson frá Hrífunesi. Var hann vel gefinn og hafði notið kennslu, lært tungumál o.fl. Gísli varð mjög hrifinn af þessum efnaða frænda sínum frá Ameríku. Hann mun hafa skrifað fóður sínum og fjölskyldu og hvatt til að fjölskyldan seldi jörð og bú, tæki trú mormóna og flytti til Útah. Um sumarið ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JANÚAR 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.