Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Blaðsíða 3
l l Sliðh MORGIJNBLAÐSINS - MENNING I IS I IIi 8. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Stéttskipt þjóðfélag á íslandi á 18. öld eða einsleitt? Um það Jjallar viðtal Guðrúnar Guðlaugs- dóttur við Harald Gustafsson, sem hefiir rannsakað íslenskt þjóðfélag 18. aldar og komist að þeirri niðurstöðu að stéttamun- ur hafí verið mikill og að munurinn hafí einkum falist í því að þeir sem áttu jörð eða jarðir gátu orðið ríkir á þess tíma mælikvarða, en það gátu leiguliðarnir ekki. Skipi þínu er ekki ætlað að lenda, er heiti á grein eftir Harald Ólafsson prófessor um Sigvalda Hjálmarsson, hugsuð, dulspeking og skáld, sem orðinn var forseti Guðspeki- félagsins 35 ára. Sigvaldi varð fyrir mikl- um áhrifum í Indlandi og hann skrifaði bækur sem fjalla um hugrækt, dulfræði og jóga. Hann taldi að eini leyndardómurinn væri hið innra í manninum sjálfum og ef nútímamaðurinn eigi sér guð, þá sé hann þar. Það er fyrri hluti greinarinnar sem hér birtist. Danssporin á leiðinni frá Borg í Grúnsnesi í Borgar- leikhúsið eru orðin æði mörg hjá Islenska dansflokknum, en 17. maí nk. verður lið- inn réttur aldarijórðungur frá fyrstu sýn- ingu hans í félagsheimilinu Borg. Starf- semi flokksins hefur tekið miklum breyt- ingum frá því sem var þetta vorkvöld og Hulda Stefánsdóttir skrifar grein, þar sem hún stiklar á stóru í sögu dansflokksins og talar við nokkra af þeim fjölmörgu sem að flokknum hafa komið. Norrænt Ijós og myrkur nefnist samsýning á verkum listamanna frá Samalandi sem opnuð verður í Nor- ræna húsinu í dag. Þar eru sýnd verk sjö listamanna sem allir eru fæddir á norður- slóðum. Sýningin var fyrst opnuð í Kiruna í Norður-Svíþjóð á síðasta ári. Þaðan ferð- aðist hún til Parísar og þá til Stokkhólms þar sem sýningin var meðal fyrstu listvið- burðanna í tilefni af menningarári borgar- innar. Þar sem svo mörg sameiginleg ein- kenni tengja saman menningu Sama og Is- lendinga þótti vel við hæfi að sýningin lyki yfírreið sinni hér á landi. Forsíðumyndin: Sigrún Magnúsdóttir var hin ókrýnda óperetludrottning ó íslandi i heilan aldarfjórðung. Ferill hennar er rifj- aður upp í grein í miðopnu Lesbókar. CHARLES BAUDELAIRE GYÐJAN SELD ERLINGUR E. HALLDÓRSSON ÞÝDDI Mín eðla gyðja, elsk að háum sölum, hvort eiga muntu, ef Frosti skerpir klærnar á anrafullum aftni, snjóugum ogfölum, þér eldibrand að verma kalnar tærnar? Muntu þá fríska axlir eitilbláar við óttugeisla-blik frá luktum skjánum? Pín pyngja er fislétt, feigar vonir háar: hvort fellur tilþín gull af himintijánum? Pérmun þá sæmst að sinna þörfum þínum, og sveifla í kirkju buðki af ilmi fínum, syngja Te Deum, af sýndar-trúarþrá; eða, sem tníður, sultinn svella láta, með svaka hlátri; en, undir niðri, gráta: því lýðinn vantar tál að trúa á Charles Baudelaire, 1821-1867, var franskt Ijóðskóid og talinn upphafsmaður symbólisma í Ijóðagerð. Ljóð hans eru talin hafa haft veruleg óhrif ó Ijóðlist ó jsessari öld. GRAUTUR AF GRÓÐURHÚSA- ÁHRIFUM RABB ÍÐUSTU mánuði hefur verið gerður mikill grautur af gróð- urhúsaáhrifum hér á landi. Kjami málsins hefur viljað gleymast, en mikið kapp haf- ur verið lagt á að leita að hæpnum tilgátum um lofts- lagsbreytingar og kveða þær niður. Þannig hefur verið reynt að gera tortryggilegar þær staðreyndir sem máli skipta, drepa málinu á dreif. En þessi mál- flutningur er ekki séríslenskt fyrirbrigði, heldur alþjóðlegt, og eins og oft ber við eru það annarleg hagsmunasjónarmið sem eru undirrótin. Það er enginn vafi lengur á því að lofts- lag jarðar fer hlýnandi í takt við aukningu svonefndra gróðurhúsalofttegunda sem mannskepnan losar út í andrúmsloftið. Mestan þáttinn í þessu á sú brennsla olíu, jarðgass og kola sem myndar koltvísýring. Menn hafa getað áætlað þessa losun koltvísýrings og það lætur nærri að helm- ingur hennar safnist fyrir í gufuhvolfinu, meðan hinn helmingurinn hverfur aftur til jarðarinnar og þó einkum í hafið. Og í hundrað ár hefur loftslagið þess vegna verið að hlýna með vaxandi hraða. A norð- urhveli hefur hlýnunin raunar truflast á reglubundinn hátt af öðrum ástæðum sem má beinlínis rekja til náttúrlegra hita- breytinga í hafinu norður af íslandi, eink- um í grennd við Svalbarða. En þessar truflanir hafa aðeins lítillega náð til suður- hvelsins svo að þar er miklu auðveldara að sannreyna þessi gróðurhúsaáhrif. Til marks um þetta er tafla sem sýnir meðal- tal koltvísýrings í milljónarhlutum af and- rúmslofti og samtímis meðalhita á suður- hveli, tuttugu ára meðaltöl í nærri hálfa aðra öld. Hitinn er talinn í frávikum frá 1951-1980. Tímabil Koltvísýringur Hiti 1854-1873 287 -0,31 1874-1893 291 -0,32 1894-1913 298 -0,27 1914-1933 304 -0,22 1934-1953 310 -0,06 1954-1973 320 -0,02 1974-1993 344 0,18 Við þetta má bæta að árin 1994-1996 var koltvísýringurinn 361 að jafnaði og meðal- hiti suðurhvels 0,29, og 1997 var hlýjasta ár sem hefur komið síðan mælingar hófust. Þetta samsvarar því að loftslagið hlýni um 3 stig þegar koltvísýringurinn tvöfaldast, en það er einmitt mjög nærri því sem líkanreikningar fræðimanna hafa gefið bendingu um. Fyrir þessu er hægt að færa ýtarlegri rök en ég læt þetta nægja í bili. Það sem loftslagsfræðingar héldu fram um gróðurhúsaáhrif strax fyrir áratug hefur því staðist ótrúlega vel. En af hverju hafa menn verið að draga þessar staðreyndir í efa? Þeir sem hafa af því atvinnu og hagsmuni að selja olíu, gas og kol telja sér ógnað ef þjóðirnar gera ráðstafanir til að takmarka notkun þessa eldsneytis. Þess vegna leggja þeir í það mikla fjármuni að gera valdhafa tor- tryggna á spár loftslagsfræðinga, og þeim hefur orðið talsvert ágengt. Einkum hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna verið höll undir kenningar þessara auðugu og voldugu úrtölumanna, eins og best sást á nýlegri ráðstefnu í Kyoto í Japan. Sömu tilhneigingar hefur orðið vart hjá ríkis- stjórn Islands sem reyndi í Kyoto að fá leyfi til aukinnar mengunar hér á landi þó að með því sé stofnað í hættu því orð- spori sem fer af hreinleika íslenskrar framleiðslu. Eins og ég gat um áður er loftslag á norðurhveli óstöðugra en á suðurhveli og þess vegna er hlýnunin ekki eins regluleg. Til dæmis kólnaði talsvert á norðurhveli á sjöunda áratugnum og enn meira hér á landi en nú hefur hlýnað aftur og ekkert bendir til annars en að kólnunin hafi verið tímabundin. Saga hafíssins hér á landi í fjórar aldir sýnir einmitt mikil hitabrigði sem hafa gjaman endurtekið sig á hálfrar aldar fresti. Hitinn á Svalbarða í heila öld staðfestir þetta og náin áhrif hans á hita norðurhvels næstu ár á eftir. Þess má geta að til eru þeir sem hafa sett fram tilgátu um að hlýnun á jörðinni geti leitt til mikillar kólnunar nyrst á Atl- antshafi, jafnvel ísaldar hér á landi. Það er slæmt að tilgátan virðist ekki hafa verið studd með dæmum og það hafa efasemd- armenn notað sér til þess að gera alla þekkingu á loftslagsbreytingum tortryggi- lega, fiska í gruggugu vatni. En þótt sú kenning sé ósönnuð er það nógu alvarlegt mál fyrir heimsbyggðina ef stórkostleg hlýnun verður af manna völdum og þá einnig hér á landi. Slíks eru engin dæmi áður og því ómögulegt að segja til hvers það getur leitt. Rannsóknir á Grænlands- jökli hafa sýnt að á fyrra hlýskeiði síðustu ísaldar muni hafa orðið miklu meiri og sneggri hitabreytingar en þekkst hafa á síðustu árþúsundum. Vissulega væri freistandi fyrir íslendinga að horfa fram á hlýindi meiri en nokkni sinni fýrr í sögu þjóðarinnar. En það er þó óábyrg stefna að taka ekki þátt í að hamla á móti þessum miklu breytingum af manna völdum sem kynnu að valda mikilli hækkun sjávar- borðs og jafnvel leiða síðar til mikils óstöðugleika í veðurfari. Við vitum hvað við höfum og að við getum lifað hér góðu lífi að öllu óbreyttu, en við vitum ekki hvað við hreppum ef við tökum óþarfa áhættu. PÁLL BERGÞÓRSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. FEBRÚAR 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.