Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1998, Page 12
Ljósm. Amþrúöur Aspelund, systlr Sigrúnar. LÁRUS Pálsson og Sigrún í hlutverkum Henrik og Pernillu. FEDERICO GARCIA LORCA FLAMENCOUÓÐ TRYGGVI V. LÍNDAL ÞÝDDI Frá snjónum niður til hveitisins falla granadísku fljótin tvö. Æ, þú ást sem stalst á braut og komst aldrei aftur! Skipum með seglum eru búnar brautir hjá Sevillu; en á vötnum Granödu hringsóla andvörpin ein. Æ, þú ástin mín sem hvarfst mér upp í loftin! Fleyttu á þeim gullaldinblómstrum, berðu með þeim ólífur, Andalúsía, niður til sjáva þinna. Akurinn með ólífutrjánum opnast og lokast sem blævængur. Blýgrár himinn þrumiryfír. Trén þrungin fuglaópum... Upphefst grátur gítara. Glös brotn a. Æ, þú gítar særður sverðum Gmm ... Aflangt ópið varpast milli fjallstindanna. (Fólkið setur fram olíulampana.) Meðal blakkra fíðrilda og hvítra þokutauma fer dökkhærð stúlka. Hún er á valdi skjálfta sem aldrei kemur. Hvert ert þú að fara með svona brjálæðislegt hljómfall í höfuðinu; stúlka með silfurhjarta ogrýting? Bömin virða fyrir sér punkt sem er langt í burtu. Það er slökkt á olíutýrum og einhveijar blindar stúlkur beina til mánans sinni spurn ... Og fjallstindarnir mæna líka á kennileiti langt í fjarska. Liðast upp í loftið og berast ópin. Rýtingurinn sekkur inn í hjartað sem plógsblað; opnar holin hræðilegu ólgandi báli. Alls staðar sé ég rýtinginn íhjartanu: I tíbrá götunnar, í titringi hrossafíugunnar... Allt í þessum heimi er brotið og bramlað! (Ekki koma við öxlina á mér meðan ég er að gráta!) Við vorum lostin furðu yfír líkinu á götunni með rýtinginn í brjóstinu. Og enginn okkar þorði að sperra augun út í miskunnarlaust myrkrið. Ó, litli götulampi hve þú skalfst! Stúlkan í svörtu slánni heldur að ópin sigli burt á baki vindsins. Hún gleymir svo að loka og úrhellið fíæðir inn afsvölunum undir morguninn ... Við erum ekki tilbúin að fyrirfínna hvort annað: Þú; af ástæðum sem þú veist. Og ég? Ég elskaði hana svo! Fylgjum stíginum mjóa. Oggerðu einsog ég: horfðu ekki aftur og farðu með bænir þínar varlega. (Sérðu ekki naglana í úlnliðum mínum?) Ó, þið bjöllur sem hringið öllum unglingsstúlkum Spánar með sína litlu fætur undir titrandi hvítum fóldum: Þeim sem fylla vegamótin krossum ... Ég reyndi að fara þangað sem góða fólkið fer 6, guð; en svo: allar þessar litlu gulu sítrónur... Bogmennirnir dökku eru að nálgast Sevillu: Skuggalega klæddir koma þeir frá ijarlægum löndum sorgar. Ó, Guadalquivir! opna þú þig! En einsog Ástin reynast bogmennimir blindir. Nei!! Federico Garcia Lorca, 1899-1936, var leikrita- og IjóSskáld sem falangistar myrtu í upphafi borgarastyrj- aldarinnar á Spáni. Verk hans fjalla oftast um samspil ástar og dauða. Þýðandinn er þjóðfélagsfræðingur og skáld í Reykjavík. LEIÐRÉTTING svo um hlut Sigrúnar í sýningunni: „Hún fór ágætlega með hlutverk sitt eins og hún á vanda til með léttri glaðværð, en þó einbeitni og festu ef því var að skipta. Hreyfingar hennar voru frjálsmannlegar, framburðurinn skýr og leikurinn allur hárviss og eðlilegur, enda virðist leikkonunni óperett> an í blóð borin." A „Leikhúsmálum sagði svo um leik Sigrúnar: „Hefir Sigrún sjaldan sungið og leikið bet- ur. Vonandi eiga höfuðstaðarbúar eftir að sjá hana enn í mörgum sönghlutverkum. Ennþá er hún okkar eina ósvikna óperettuleik- kona.“ Ennfremur lék hún veturinn 1940-1941 við góðan orðstár í söngleiknum Mjallhvíti ásamt breskum setuliðsmönnum er fengu hana til liðs við sig. Sigrún hélt utan 1946 til að leita sér lækninga við sjúkdómi í hálsi, en jafnframt lagði hún stund á söngnám og kynnti sér leik- húslíf í höfuðborgum Norðurlandanna. Árið 1948 hélt Sigrún heim á fomar slóðir og setti upp óperettuna Bláu kápuna á ísafirði. Hún lék sjálf aðalhlutverkið. Það þótti tíðindum sæta og nýstárlegt að þrjú systkini hennar léku í óperettunni, Lára sem lék Appolloniu, Ólafur sem lék Biebitz og Jónas sem lék Hans von Petersen, en þau systkin voru ásamt for- eldrum sínum um langt skeið máttarstoðir í leik og söngstarfsemi bæjarins. Því má bæta við að Sigrún var einn af stofnfélögum Sunnu- kórsins á ísafirði og í fyrstu stjóm hans en kórinn var stofnaður 1934. Það þarf vart að taka það fram að Bláu kápunni var vel fagnað á ísafirði og þótti uppsetningin mikið afrek í ekki stærra bæjarfélagi. Ári síðar er Bláa káp- an sett á svið í Iðnó hjá Leikfélagi Reykjavík- ur. Kom engin önnur söngkona til greina í að- alhlutverkið en óperettudrottningin sjálf. Al- þýðublaðið skrifar svo um leik hennar 18. des. 1949: „Einkum er leikur og söngur Sigrúnar Magnúsdóttur glæsilegt afrek á sínu sviði; hún á þann létta, glaða leik sem óperettumar krefj- ast en það er hæfileiki sem yfirleitt er sjald- fundinn hér, jafnvel hjá bestu leikurum." Gagnrýnanda Morgunblaðsins fórast svo orð um hlut Sigrúnar í sýningunni: „Mesta hrifni leikhúsgesta vakti ungfrú Sigrún Magnúsdótt- ir í hlutverki Anette, sem er ein af þrem dætr- um Rambows greifa. Ungfrú Sigrún er Reykvíkingum að góðu kunn fyrir ágætan leik sinn fyrr og síðar, enda er hún langbesta óper- ettuleikkonan sem við eigum. Var og augljóst á frumsýnmgunni, að leik- húsgestir kunna að meta list hennar, - svo ákaft fögnuðu þeir henni er hún kom fyrst inn á leiksviðið og flest dans- og söngatriðin, sem hún tók þátt í, varð að endurtaka að eindreg- inni kröfu áhorfenda." Þessi uppfærsla á Bláu kápunni markaði nokkur tímamót í sögu Leik- félags Reykjavíkur því margir af helstu leikur- um þess voru nú að yfírgefa Leikfélagið og höfðu fastráðið sig til starfa við Þjóðleikhúsið sem var í þann mund að taka til starfa. Þangað lá einnig leið Sigrúnar Magnúsdóttur síðar, og tók hún þátt í nokkrum leikritum þar á fyrstu starfsárum þess. Margir minnast hennar einnig fyrir hlutverk hennar í Elsku Rut sem var fyrsta leik- verkið sem sett var á svið í Iðnó eftir „siðaskiptin“ en alls urðu sýningar yfir sjötíu, og gagn- rýnendur spöraðu ekki lofsyrðin um þá sýningu. Hún tók einnig þátt í leik- ferðum um landið á áranum 1949 til 1951 með leikflokki sem kallaði _ sig „Sumargesti". Árið 1952 er óperettan Leðurblakan eftir Johann Strauss sett á svið Þjóðleikhúss- ins og Sigrún leikur eitt af aðalhlutverk- unum, Adale her- bergisþernu Rósa- lindu. Sýndi hún enn sem fyrr hversu afbragðs góð óper- ettusöngkona hún var, létt eins og fiðr- ildi, tápmikil og glettin og tókst að vekja bros í hverju hjarta. Sýningar á Leðurblökunni urðu alls 35 og fjöldi gesta varð yfir 20 þúsund. Enn á ný glöddust íslending- ar í hásölum ís- lenskrar leiklistar með Sigrúnu í farar- broddi, er Þjóðleik- húsið ákvað að setja hina þekktu óper- ettu Nitouche á svið 1954, en fæsta grunaði að það yrði hennar síðasta hlutverk, því eftir að sýningum lauk ákvað hún að leggja leiklistina á hilluna. Hún stóð nú á fimmtugasta aldursári, og í tæp 25 ár hafði hún verið einn dáðasti listamaður landsins. Er hún var spurð um ástæður þess að hún hætti, sagði hún í viðtali við Mánaðarritið Hauk í nóvember 1954: „Það era ýmsar ástæður til þess að ég taldi rétt að hætta nú og snúa mér að öðram verkefnum. Annars dylst mér það ekki, að ég muni sakna leiksviðsins og samstarfsins við reykvísku leik- arana, en það tjáir ekki að setja það fyrir sig. Þegar maður hefur tekið einhveija ákvörðun verður maður að fylgja henni fram. Ég hef val- ið mér annað starf og sest nú að í fæðingarbæ mínum, ísafirði, en kannski er ekki með öllu útilokað, að mér gefist kostur á að vinna eitt- hvað fyrir leiklistina þar.“ Á ísafirði gerðist Sigrún meðeigandi að hannyrðaverslun með mágkonu sinni, Kristínu Gísladóttur. Þar starf- aði hún næstu árin. Hún setti jafhframt á svið mörg leikrit og söngleiki á ísafirði og víðar, m.a. setti hún upp Meyjarskemmuna á ísafirði 1962 og þannig tókst henni að miðla öðram af þekkingu sinni og reynslu. En sjálf hætti hún að koma fram. Því miður era sárafáar hljóðrit- anir til með söng hennar (aðeins vitað um tvö lög) og aldrei söng hún inn á hljómplötu, en þær fáu upptökur sem era þó til í safni Ríkisút- varpsins gefa Ijóslega til kynna að hinar frá- bæra vinsældir sínar átti hún svo sannarlega skilið. Fjölmargar ævisögur samferðamanna hennar og íslenskra einsöngvara hafa litið dagsins ljós á umliðnum áram og áratug- um. Þar er þessarar frábæra listakonu lítt eða að engu getið, það er eins og tíminn hafi gleypt hana. Nafn hennar er ekki einu sinni að finna á skrá kvennasögusafnsins. Fyr- ir tilviljun eignaðist sá er þetta ritar hljóm- plötu sem hafði legið rykfalhn í geymslu ef til vill í meira en hálfa öld og var gerð í aðeins einu eintaki, til einkaafnota. Var platan alveg ómerkt nema hvað dagsetningin 26. mars 1945 var á hana skrifuð. Er ég komst að því með aðstoð út> varpshlustenda gegnum þáttinn Víðsjá að óþekkta söngkonan væri engin önnur en Sigrún Magnúsdóttir, hélt ég að einhverjum frétta- manni myndi finnast fundur plötunnar frétt- næmur, en þar brást mér, sem varla er nema von því ekkert hefur heyrst af söng hennar í marga áratugi og það sem aldrei heyrist gleym- ist fljótt. En fágæt upptaka (þijú lög) til viðbót- ar með sjálfri óperettudrottningunni hlýtur samt sem áður að teljast til menningarverð- mæta sem aldrei verða metin til fjár. Sigrún giftist aldrei. Er hún bjó í Reykjavík á lista- mannsferli sínum hélt hún heimili með bróður sínum Halldóri en jafnframt leiklistinni vann hún við afgreiðslustörf í bókabúð. Hún var ein af stofnendum Félags íslenskra leikara, þegar það var stofnað 22. september 1941. Sigrún Magnúsdöttir andaðist á ísafirði 7. júlí 1981. Höfundur starfar sem innkaupafulltrúi á Akureyri og hefur fengist við ritstörf. í upphafi 9. þáttar í grein Hermanns Pálsson- ar um Sólarljóð í jólablaði Lesbókar 20. des- ember 1997 hafa fallið niður orð úr setningu. Þar á að standa: „Tvö næstu erindin á eftir sólarsýn eru einnig talin fjalla um dauðann. Hið 46. hljóðar svo: Vonarstjarna flaug f...)Það sem hér er skáletrað féll niður og eru höfund- ur og lesendur beðnir velvirðingar á því. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 21. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.