Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Page 6
Morgunblaðið/Arni Sæberg MATTHÍAS Viðar Sæmundsson LEIT SEM BOÐAR NÝJA HEIMSMYND Hvað er að gerast í húmanískum fræðum hér á landi? Ef marka má greinaskrif undanfarna mánuði virðist að minnsta kosti ekki vera mikið samkomulag um aðferðir á þeim bæ. ÞROSTUR HELGASON ætlar á næstunni að þreifa á púls nokkurra íslenskra fræðimanna og kanna hvort lífsmark sé með þeim eftir átökin. Fyrstan hittir hann fyrir Matthías Viðar Sæmundsson, dósent í íslenskum bókmenntum. MARGIR hafa einblínt á trén og fordæmt skóg- inn, talað hefur verið um vondar öfgar og er- lenda stælingu, nú síð- ast Michel Foucault og Jacques Derrida, sem eiga að hafa haft niður- brjótandi áhrif á heimska menn, enda kunna Frakkar ekki að hugsa rökrétt eins og allir vita. En þeir sem gaspra hæst vita venjulega afskaplega fátt. Það er ekkert að erlendum áhrifum. Islensk fræði eru hluti af alþjóðleg- um fræðaheimi; nýjar hugmyndir um sögu, bókmenntir og samtíð eiga erindi við okkur þótt þær komi að utan. Eða eigum við kannski að takmarka rannsóknir við upp- skriftir og endurtekningar." Matthías Viðar Sæmundsson gefur ekki mikið fyrir þá gagnrýni sem heyrst hefur úr norðlægu homi á póstmódemismann í vetur. Matthías er dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands. Hann er einn hinna fjöl- mörgu fræðimanna sem hafa markvisst nýtt sér kenningar póstmódemista í rannsóknum sínum og er framlag hans til þriðja bindis ís- lensku bókmenntasögunnar, sem Mál og menning gefur út, gott dæmi þess. Sumir hafa gagnrýnt nálgun Matthíasar í bókinni og jafnvel fundið sérstaklega að því að einn heimspekingur komi þar oftar fyrir en aðrir, það er að segja Michel Foucault. „Fræðirit Foucaults hafa vakið frjóan áhuga á sögulegum bókmenntarannsókn- um,“ segir Matthías þegar ég minnist á þessa gagnrýni, „til dæmis hér á landi. Menn hafa tekist á við þau í gagnrýnu ljósi, endur- skoðað áður sjálfsögð viðhorf, fjallað um gömul vandamál undir nýjum sjónarhornum. Fyrir nokkrum árum litu háskólastúdentar ekki við sögu af slíku tagi, sautjánda og átj- ánda öld voru leiðinleg fomeskja í þeirra augum en á því hefur orðið gjörbreyting; rit- gerðir og bækur eru að koma út, gróskan er meiri en nokkru sinni í íslenskum fræðum á þessu sviði. Ég leyfi mér að rekja það meðal annars til „erlendra spillingaráhrifa". Þau hafa stuðlað að sjálfsgagnrýni, rofið einangr- un og eflt fræðilega vitund, gert fólki ljóst að margt var ósagt, illa sagt eða órannsakað, að endurmats og þekkingarleitar var þörf, að ís- lenskum fræðum lauk ekki með Sigurði Nor- dal þótt skrif hans væru frábær mörg hver. Hefðbundin viðhorf standa auðvitað fyrir sinu, þau geta verið verðmæt og frjósöm eins og nýlegar ævisögur sýna, stundum nauð- synleg, en þar fyrir má ekki loka huganum fyrir nýbreytni og grósku nútímafræða. Þau em vitanlega full af oftúlkunum, þröngsýni, mistökum og skekkjum en það gildir líka um hin hámerkilegu skynsemisfræði sem ekki má hrófla við án þess að andlegu blindingj- amir snúist reiðir til vamar með miklu þusi, sem snýst um þetta: það sem við ekki skilj- um nú þegar hlýtur að vera vitleysa, það sem ekki verður sagt með margþvældum orðum er merkingarlaust, þeir sem líta lífið öðram augum en við era fáráðlingum verri!“ Eitthvað hafa menn líka talað um að þessi nýju fræði eigi eftir að sanna sig, að þau eigi enn eftir að ganga i gegnum hreinsandi eld gagnrýnnar umræðu og því sé enn öraggast að halla sér að hinu gamla og viðurkennda við ritun bókmenntasögu. Er þetta ekki óþörf varkámi? „Það vill gleymast að það gamla og viður- kennda er líka reist á kenningum," segir Matthías, „afstöðu sem einu sinni þótti afleit og framandleg, viðhorfum sem þróuðust í til- raunum og deilum, sem opnuðu nýja sýn og höfðu í för með sér uppgötvanir. Þannig „sönnuðu“ þær sig. Hið sama gildir um við- horf og aðferðir nú á dögum; við hljótum að taka áhættu hvað varðar tækni, hugtök og niðurstöður, enda er endanleg sannindi tæp- lega að finna. Bókmenntaleg sagnfræði hlýt- ur auk þess að vera stöðugum breytingum háð því hvert nýtt verk breytir sögunni allri, eins og T. S. Eliot orðaði það. Bókmennta- saga III ber skýr merki þessa því í henni er ekki aðeins reynt að endurskoða hefðbundið mat heldur er tekið tillit til nýgamalla texta, verka sem höfðu gleymst í handritasjóðum eða töldust ekki til umtalsverðra bókmennta. Ritið er í mínum huga hluti af nýjunarferli sem stendur enn yfir því eftir er að skoða ógrynni handrita út frá reynslu og aðferðum samtímans. Eg vona því og geri allteins ráð fyrir að Bókmenntasaga III verði, þrátt fyrir stærð sína, úrelt áður en langt um líður - sem er hið besta mál, ekki satt?“ Hvað er að gerast? En hvað er að gerast í íslenskum bók- menntafræðum? Era þau ekki í mikilli deiglu? Era þessi átök á milli hefðar og ný- sköpunar, sem virðast vera óvenju hastarleg nú, ekki frjó? „Það er meira líf í tuskunum en oft áður, held ég,“ segir Matthías, „enda hefur komið fram hópur ágæts fræðifólks sem bæði hefur sérvisku og eldmóð til að takast á við bók- mennta- og fræðaarfinn. Þá hefur útgáfa rita um íslensk fræði verið óvenjulega fjörleg að undanförnu svo útlitið er fremur bjart. Hitt er annað mál að ungu fræðafólki bjóðast ekki mörg tækifæri til að sinna rannsóknum, doktorsnám við háskólann er í hálfgerðu skötulíki, fáar stöður era í boði og launakjör slæm enda hafa mörg góð efni leitað í annars konar störf; kennslu, leikhús, fjölmiðlun og auglýsingagerð, svo dæmi séu nefnd. Slíkt ber auðvitað ekki að lasta. Nám í bókmennt- um og íslenskum fræðum er mjög gott veg- amesti til margs konar starfa í þjóðfélaginu en það getur verið blóðugt að sjá ungt fólk hverfa af fjárhagsástæðum frá starfi sem það er nánast fætt til. Það er samt engin ástæða til að berja sér til blóðs og tára. Við erum ekki vön því að leggja árar í bát þótt lítið veiðist einn daginn, vertíðin heldur áfram og á eftir henni enn aðrar. Mig langar í þessu samhengi að nefna starfsemi Félags um átjándu aldar fræði. Það hefur haldið fjölda málþinga á seinustu áram við ótrúlega mikla aðsókn, auk þess sem það er núna að opna rafrænt tímarit, Vefni, á veraldarvefn- um. Það er kannski til marks um lífsmarkið sem ég nefndi áðan.“ Fræðafælni Matthías segist hins vegar verða var við ákveðna fræðafælni sem endurspeglist með- al annars í þeim furðu algenga misskilningi að bókmenntafræði og dægurgagnrýni í fjöl- miðlum séu eitt og hið sama. „Svo er auðvitað ekki,“ segir Matthías, „menn læra í sjálfu sér ekki til ritdómara í heimspekideild þótt þeir fremstu hafi komið þaðan. Samt er þess stundum krafist að fræðimenn tali og skrifi eins og fjölmiðlafólk í tímahraki, reki söguþræði og klíni tilfinn- ingaglassúr yfir allt saman, einlægnislegir til augna og munns, skömmóttir fagurkerar, helst dálítið skrítnir, innfjálgir og hugtaka- fælnir. Slíkir menn era auðvitað nauðsynleg póesía út af fyrir sig en tilfmningasemi, sönn eða ósönn, getur tæplega komið í stað raun- veralegrar gagmýni og rannsókna. Fræðafælni er annars merkilegt fyinr- bæri. Þetta gýs upp með reglulegu millibili í fjölmiðlum, amast er við sértæku tungutaki, flóknum hugmyndum og kenningasköpun fræðimanna í nafni einhvers sem á að vera hreint, við hvers manns hæfi og einfalt. Þá er auðvitað gert ráð fyrir því að einfeldni og al- menningur rími saman; fræði mega ekki út- heimta þekkingu, orðaforða og heilabrot, heldur á að segja allt í dagsljóssstíl svo það skiljist strax án umhugsunar. Þetta tekur stundum á sig skoplegar myndir, einkum þegar uppflosnaðir háskólastúdentar í blaða- mannastétt eiga í hlut því þeir virðast stund- um eiga harma að hefna og sjást oft og tíðum ekki fyrir. Niður með alla bókmenntafræði, er jafnvel sagt, hún hefur aldrei verið nein- um til gagns og þrifa - svo er geipað og gasprað þangað til menn standa á öndinni. Þetta lýsir andlegri fátækt, finnst mér, stundum menntafjandskap og dekri við flata fáfræði en framar öllu ákveðinni tegund heimsku sem má skopast að en getur verið dapurleg þegar hún kemur fram hjá rithöf- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.