Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Qupperneq 11
 pp- BRAGGAHVERFI á Miðsandi á Hvalfjarðarströnd. Bröggum hefur verið útrýmt og þótti landhreinsun þar sem þeir hurfu, en þetta braggahverfi nýtur friðunar og er síður en svo til nokkurra lýta. Fyrir utan það að vera stríðsminjar urðu braggar heimili og uppvaxtarstaður margra nútíma íslendinga. SILFRASTAÐAKIRKJA er ein af örfáum kirkj- um á íslandi sem eru sexstrendar og með til- liti til stærðarinnar má segja að hún sé frem- ur kapella en kirkja. Mikil alúð hefur verið lögð við turninn og hann setur óneitanlega mikinn svip á bygginguna, svo og gluggarnir, hver þeirra með 24 smárúðum. Meðan þjóð- vegurinn lá um brekkuna ofan við Silfrastaði gátu vegfarendur virt fyrir sér þetta merki- < lega guðshús, en síður nú eftir að búið er að færa veginn niður á eyrarnar. Silfrastaðir blasa þó við þaðan, innst í Blönduhlíð og bæjarstæðið er með þeim fegurri. GLAUMBÆR í Skagafirði, fallegur norðlenzkur bær þar sem klömbruhnausinn nýtur sín vel. Mikil fengur væri ef gömlum húsum hefði verið við haldið á helztu höfuðbólum og menningar- setrum landsins, en því er ekki að heilsa. í VARMAHLÍÐ í Skagafirði var síðastliðið sumar verið að leggja síðustu hönd á þjónustumið- stöð fyrir ferðamenn. Húsið er úr timbri og með torfþaki, en veggir hlaðnir úr klömbruhnaus eru fallegur hluti af heiidinni. Eftir var að leggja þökur framan við húsið þegar myndin var tekin. VOTHEYSTURNAR í Stóru-Mástungu. Það er sjaldgæft að hægt sé að benda á ný útihús í sveitum sem fyrirmynd, en hjónin Ásta Bjarnadóttir og Haukur Haraldsson, sem búa í Stóru-Más- tungu í Gnúpverjahreppi hafa gengið þannig frá yfirgerð yfir turnana að at- hyglisvert má kalla. Yfirgerðina hann- aði Sigurjón Ingvarsson tæknifræð- ingur hjá Stálhönnun, en Ásta og Haukur eiga heiðurinn af litavalinu sem ekki hefur síður tekizt vel. Á milli turnanna er aðstaða til að blása hey- inu upp í þá með gnýblásara og eins fyrir „krabba" sem notaður er til að ná í votheyið, en í beinu framhaldi af þessu rými milli turnanna er síðan fóðurgangur. SAMKOMUTJALD í Lónkoti í Sléttuhlíð, þar sem bújörð hefur verið tekin undir ferðaþjónustu, m.a. með ágætum herbergjum í fyrrverandi fjárhúsi og Sölvabar, kenndum við Sölva Helga- son. Tjaldið hvílir á burðargrind, en veggirnir eru hringlaga og hlaðnir. GILSSTOFA, gömul sýsluskrifstofa Skagfirð- inga var upphaflega byggð 1849. Húsið var illa farið, en hefur verið endurgert og fært að Glaumbæ, þar sem það er hluti af byggða- safninu með skrifstofu safnstjóra og aðstöðu fyrir starfsfólk. Húsið er fallegt í formi og torf á þakinu setur sérstakan svip á það; einnig gluggapóstarnir og málningin kringum glugg- ana. Hjörleifur Stefánsson arkitekt hafði um- sjón með endurbótum á húsinu, en fram- kvæmdina má flestum fremur þakka Sigríði Sigurðardóttur, minjaverði í Glaumbæ. ROÐGÚLL á Stokkseyri. Húsið stendur eitt sér á vinstri hönd þegar ekið er austur úr plássinu og út af fyrir sig getur það hvorki talizt tiltakanlega fagurt né byggingarsögu- lega merkilegt. Kvistirnir bera það ofurliði, en það er samt eitthvað fallegt við þetta hús, sem þarna stendur uppúr hvannstóði og órækt. Meðan hvönnin stendur má velta því fyrir sér hvort einhvers konar skrúðgarður væri nokkuð fegurri. Eins og fjölmörg báru- járnshús hefur Roðgúll mátt þola það að vera „augnstunginn", heilar rúður settar í staðinn fyrir upprunalega gluggapósta. Von- andi fær þetta þekkta kennileiti á Stokkseyri að standa, þó ekki væri nema fyrir nafnið. Þar bjuggu útvegsbændur um síðustu alda- mót og fjöldi ungra manna á Suðurlandi reri þá frá Roðgúl. Þrátt fyrir vosbúð áttu þeir hlýjar endurminningar um staðinn og nafnið. Hann var einhvers konar birgðastöð og gefur ekki hugmynd um íbúðarbraggana. Þó eru þeir til, ágætlega varðveittir. Vegfarendur um Hvalfjörð komast ekki hjá því að sjá heilt braggahverfí í brekkunni ofan við veginn hjá Miðsandi. Þeir eiga að fá að standa; Þeir eru í eigu Hvals h/f, eru friðaðir og falla býsna vel að *■ umhvei’fínu, enda vel við haldið. Það er líka of seint að tala um það núna, en við höfum gengið fram með fullkomnu skeyt- ingarleysi, ef ekki offorsi, gegn öllum hlöðnum mannvirkjum úr toi-fí og grjóti. Víða stóðu fal- lega hlaðnir garðar sem hefði verið fengur í að varðveita. Jarðýturnar hafa yfirleitt verið látn- ar sjá fyrir þeim. Grjótgarðar hafa ekki fengið uppreisn æru, eins og þeir geta þó verið falleg- ir, ekki sízt hlaðnir úr hraungrjóti. Astæða er til að benda á veglegan, hlaðinn grjótgarð utan um íbúðarhús Páls heitins ísólfssonar á Stokkseyri; sá garður er staðarprýði og hefur það framyfir tré að hann skyggir ekki á útsýn- ið út yfir fjöruna og skerjagarðinn. Það hefði verið æskilegt að tóftir hins forna Skálholtsstaðar hefðu fengið að standa, en ekki sést einu sinni móta fyrir þeim. Menningarlegt ^ slys var það einnig þegar tóftii’ bæjarins í Haukadal voru jafnaðar út 1938; þar voru minjar um menningarsetur og fyi-sta skóla á Islandi. Bæði þar og víða annars staðai- hefur verið staðið að eyðingunni rétt eins og torfbæir hafi verið smánai’blettur. Hlaðnir veggir úr torfi standa betur í norð- lenzkri veðráttu en þeirri sunnlenzku og hefðin fyrir klömbruhnaus nyrðra er bæði merkileg og falleg. Sem betur fer eru enn til hleðslu- menn sem kunna fullkomlega tökin á því að hlaða vegg úr klömbruhnaus. Það mátti til dæmis sjá síðastliðið sumar í Varmahlíð í Skagafirði þar sem upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn vai- að rísa; fallegt lítið timburhús og var enn fegurra fyrh- torfþak og veggi, sem neðantil voru hlaðnir úr torfí og grjóti, en úr klömbruhnaus ofantil. Að sjálfsögu hafa torf- veggir ekki neina praktíska þýðingu þarna og Skagfirðingar hefðu getað látið duga að reisa þarna einfaldan skúr. En það er til marks um fagurfræðilegan og menningarlegan metnað að eyða fáeinum aurum til viðbótar til þess að fá byggingu sem eftir er tekið. Ovenjulegt og athyglisvert mannvirki hafði líka risið í Lónkoti í Sléttuhlíð: Hlaðinn vegg- ur, hringlaga, og hægt að tjalda yfir með stærsta tjaldi á íslandi. Því miður var ég þar á ferðinni í þoku og ber myndin þess merki. Þarna var komin aðstaða fyrn samkomur eins og ættarmót og ekki sakaði að hafa bráðvel innréttaðan Sölvabar á næsta leiti. Þar eru myndir af Sölva Helgasyni á veggjum og ein- , hverntíma hefði mönnum þótt með miklum ólíkindum að minningu hans yrði haldið uppi með þessum hætti í fæðingarhreppi hans. En þeir sem hlógu að Sölva eru nú allir gleymdir og engir barir rísa þeim til heiðurs. P LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ 1998 1 1 £.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.