Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Side 12
1 ! I i 1 í i ! VIÐ landamæri Frakklands og Belgíu árið 1969. FLETT ofan af uppljóstrara Gestapó í stríðslok. EVROPUBÚAR HENRI CARTIER- BRESSONS Hayward Gallery ó suðurbakka Thames í London sýnir um þessar mundir 1 jósmyndir Henri Cartier-Bressons, eins merkasta Ijósmyndara aldarinnar og frumherja b laðoljósmyndunar. RAGNHILDUR SVERRISDÓTTIR gekk f^ar um sali fyr ir skömmu og kynnti sér jafnframt sögu þessa merka Ijósmyndara. BRETAR heiðra ljósmyndarann Henri Cartier-Bresson, sem verður 90 ára á þessu ári, á margvíslegan hátt. Fyrir utan sýningima „Europeans" sem stendur í Hayward Gallery til 5. apríl er sýning á portrett-ljós- myndum Cartier-Bressons í National Portrait Gallery fram til 7. júní, Royal College of Art sýnir 6. mars til 9. apríl 150 teikningar listamannsins, sem lagði myndavélina að mestu á hilluna árið 1973 og næsta haust verður sett upp sýningin „El- sewhere“ í Victoria and Albert Museum. Nafn þeirrar sýningar, „Annars staðar“ vís- ar til þess að ljósmyndimar voru teknar í As- íu og Ameríku, en ekki í Evrópu eins og allar myndimar á sýningunni í Hayward. Auk þessa stendur Institut Frangais í London fyrir sýningum á kvikmyndum og myndböndum nú í marsmánuði. Þessi verk era ýmist eftir Cartier-Bresson eða fjalla um list hans. Sjónvarpsstöðin BBC er jafnframt að vinna að heimildarmynd um meistara Ijóssins og fleira mætti eflaust tína til. Víðförull Ifósmyndari Á sýningu Henri Cartier-Bressons í Ha- yward era myndir sem ekki aðeins gleðja augað vegna þess að þar rís Ijósmyndalistin hátt, heldur ekki síður vegna ómetanlegs heimildagildis. Cartier-Bresson hlýtur að ' vera einn víðförlasti ljósmyndari samtímans og hefur fest líf Evrópubúa á filmu allt frá þriðja áratug aldarinnar fram á þennan dag. A sýningunni era flestar myndimar frá 1930-1970, en það vakti athygli að ein mynd FRELSUN Parísar, Rue Saint-Honoré, 1944. var svo ný að hennar var ekki getið í sýning- arskrá. Það var mynd úr skíðabrekkum í Sviss, tekin í janúar 1998. Cartier-Bresson er enn að. Hann fæddist í Frakklandi árið 1908 og mun snemma hafa sýnt mikinn áhuga á list- um og ætlað sér að verða listmálari. Tvítug- ur að aldri hafði hann sökkt sér ofan í mynd- listamám og kynntist mörgum myndlistar- mönnum og rithöfundum sem höfðu áhrif á hann, s.s. Gertrade Stein, Salvador Dali, Je- an Cocteau og Max Emest. Cartier-Bresson gegndi herþjónustu árið 1929, en lagði að því búnu land undir fót og fór til Afríku. Hann eignaðist fyrstu mynda- vélina sína og iifði af veiðum, en veikindi neyddu hann til að fara aftur heim til Frakk- lands. Þar framkaliaði hann Afríkumyndir sínar og sagan segir að um leið hafi hann misst allan áhuga á að reyna fyrir sér sem listmálari. Haft hefur verið eftir honum að Á SPÁNI árið 1953. Presturinn veitir sjúkum manni síðasta sakramentið en fyrir utan húsið bíður fylgdarlið hans. PONT de L’Europe, Parfs árið 1932. FYRSTA launaða sumarfríið, Frakk- land árið 1936. PORTRETT Henri Cartier-Bresson af breska listmálaranum Francis Bacon. ^12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.