Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 5
Myndlýsingan Freydfs Kristjánsdóttir. FLÓAMENN þóttu óbrotnir f háttum sfnum og framkomu. Þeir ferðuðust sjaldan út úr sveit sinni og fóru lítið annað en til kirkju. Þeim er hrósað sérstaklega fyrir að halda málinu hreinu. einkunn fyrír að halda málinu hreinu, enda „fara þeir lítið annað en til kirkju". Þeir sem næstir búa Skálholti eru hinsvegar teknir uppá þeirri ósvinnujað sletta latínu og vita ekki einu sinni hvað orðin merkja. Yfirleitt eru skólar og menntastofnanir talin hafa menningarleg áhrif á næsta umhverfi, en þeir Eggert og Bjarni hafa aðra skoðun á því. Ekki er nóg með að bændafólk sletti lat- ínu, heldur jafnvel einnigþýzku ogfrönsku: „Málið er hvergi á landinu jafnbjagað og blandað erlendum orðum og á Suðurlandi. Einkum er það blandað þar orðum af lat- neskum uppruna, en einnig þýzkum og frönskum orðum. Orsakir þessa eru aðallega fjórar.í fyrsta lagi verzlun Þjóðverja fyrir siðaskiptin og á siðaskiptatímanum. I öðru lagi eru útlendingar þeir, sem setzt hafa þar víða að og ýmist hafa haft umboð eða emb- ætti á hendi. Einnig hafa hinar mörgu hafnir og verzlunarstaðir í þessum landshluta ork- að á sama hátt, því að þær eru einmitt þar, sem bezt er að stunda fiskveiðar og fólkið því flest. í þriðja lagi á Alþingi hér nokkra sök. Margt manna sækir þangað, bæði bændur og lögréttumenn, einkum frá Suður- landi. Nú er það kunnugt, að mál það, sem notað er við málsóknir allar, hefir bjagazt mjög á síðari tímum og tekin hafa verið upp fjölmörg erlend orð og talshættir. Alþýða manna skilur ekki orð þessi, en telur sér þó sæmd í að nota þau, einkum þó ungir menn, þótt orðin og merking þeirra sé öll afbökuð í meðferðinni. Fjórða og síðasta orsökin verð- ur rakin til latínuskólans í Skálhoíti. Hefir fjöldi erlendra orða og orðtækja borizt frá honum til alþýðu manna. Það er ekki aðeins að prestarnir skreyti ræður sínar slíku orða- flúri, heldur hafa bændurnir lært og læra stöðugt mikið af slíkum orðum, þegar þeir, sem títt er, koma í Skálholt, því að þeir eru hnýsnir á hvers konar fróðleik. Nú á dögum gætir þessa þó minna, því að það þykir óþarfi að nota latneska talshætti, en hins vegar eru þýzkar og franskar orðslettur meira í tízku. Það lætur annars vel í eyrum útlendinga, þegar bændur og aðrir ólærðir menn varpa á þá kveðju á latínu og segja: Salve Domine, bonus dies, bonus vesper, gratias, proficiat, Dominus tecum, vale, o.s.frv. Prestar og aðrir lærðir menn nota þessa talshætti og aðra slíka daglega, ekki aðeins sunnanlands, heldur einnig hvarvetna annars staðar." Astæða er til að staldra við þessi ummæli Eggerts og Bjarna. Hér er talað fyrir hrein- tungustefnu; landsmenn mega helzt ekki verða fyrir áhrifum frá lærðum mónnum því þau eru vond. Bezt eru þeir staddir í Flóan- um, þvíþeir halda sig að mestu heima, en Tungnamenn og aðrir nágrannar Skálholts farnir að heilsa með Salve Domine og öðru álíka latínusproki. Líklega væru þeir Egg- ert og Bjarni mun ánægðari með bændur úr Skálholtssókn á vorum dögum, sem bregða varJa fyrir sig svo Jærðum sJettum. En víiy'- um að því sem þeir félagar segja um húsa- kost á Suðurlandi um miðja 18. öld: Lélegust húsakynni við siávarsfðuna „Húsakynni manna við sjávarsíðuna eru yf- irleitt lélegri en í meðallagi, en langlélegust og sóðalegust eru þó húsakynnin í Vest- mannaeyjum, á Eyrarbakka og í verstöðvun- um á Suðurnesjum og eru þau að mestu af sama tæi og í verstöðvunum undir Jökli. Hins vegar er bezt hýst og hreinlegastir bæir í Hreppum og í Rangárvallasýslu um allt Suð- urland. Það, sem hér er sagt, á þó aðeins við um venjulega bóndabæi. Hins vegar er hér fleira af myndarbæjum og vönduðum húsum en annars staðar á landinu. Eihkum skal þess getið, að hans hátign konungurinn hefir á sinn kostnað látið reisa þrjú hús af steini í þessum landshluta. Eitt er bústaður landfógeta í Við- ey, annað er amtmannsbústaðurinn á Bessa- stöðum, en hið þriðja stofa landlæknis í Nesi við Seltjöm..." Nefnt er að sýslumannssetrin og fleiri stór- býli séu vel hýst og að magahúð dýra, einkum nautgripa, er skæni kallast, sé notað í glugga, en að algengasta gluggaefnið sé þó líknar- belgir. Þessar fósturhimnur séu svo tærar og gagnsæjar, segir þar ennfremur, að „menn fá ekki séð úr nokkurri fjarlægð mun á þeím og loftinu." Um mataræði almennings „Aðalfæði manna, einkum við sjávarsíðuna, er fiskur, nýr eða hertur. Mest er etinn þorskur og flyðra og súrt smjer við honum. Ket borða menn einnig nokkuð. Er það keypt af upp- sveitamönnum, ýmist skrokkarnir eða fé á fæti, aðallega ær og sauðir. Meðferðin á keti þessu er allfurðuleg hér um slóðir. Það er ekki reykt, eins og venja er til í landinu, held- ur er það hengt upp í hjalla og látið vindþorna dálítið, og síðan er það smám saman soðið í súpu og etið. Þeim, sem óvanir eru þannig verkuðu keti, þykir það ekki góður matur, einkum þegar það er of lítið saltað. En fátæk- lingarnir, sem tilreiða það þannig, sjá sér hag í þessu, því að þegar ket, sem svo er með far- ið, er soðið, rennur miklu meira af því en ella, en flotið nota þeir til að spara smjerið, sem þeim reynist mjög dýrt að kaupa, einkum nú, þegar allar matvörur hafa hækkað í verði, síð- £-n nýju „innréttingarnar" komu ... Þessi um- rædda meðferð ketsins, að láta það verða þrátt og þefmikið, er annars engin nýjung, því að Færeyingar fara að á sama hátt . . . Reynsla svo margra alda sannar það einnig nægilega, að ketið, sem á þennan hátt verður mjög auðmelt, er einnig saðsamt og heilnæmt þeim, sem sífellt eru á stjái og vinna erfiðis- vinnu, en iðjuleysingjum og lasburða fólki er það óhollt og illa til neyslu fallið eins og svo mörg önnur holl og góð fæða". Ekki virðist þurfa mikið til þess að raska jafnvægi kyrrstóðuþjóðfélagsins eða spilla landsmönnum. Eftirtektarvert er það sem kom fram hér að framan um verulega verð- bólgu sem rakin er til Innréttinga Skúla Magnússonar. ÓtrúJegt er að bað brautryðj- endastai'f, svo smátt sem það var í sniðum, hafi haft slík áhrifá landsvísu. En nú er kom- ið að kafla um lifnaðarhætti heldri manna og þá er ekki að sökum að spyrja: Útlent krydd og vín virðast landsmenn ekki mega hafa um hönd, því það gerir þá „kveifarlega og óhrausta" og á það fyrst og fremst við um Sunnlendinga. Til dæmis um spillinguna er nefnt að menn eru farnir að súpa á rauðvíni, sem ekki þekktist tveimur áratugum áður. Gefum þeim Eggert og Bjarna orðið: Lifnaðarhaettir heldri manna "Á síðustu tveimur áratugum eða aðallega síðustu 10 árin hefir mikil breyting orðið á lifnaðarháttum heldra fólks, einkum sunnan- lands. Nær það bæði til mataræðisins sjálfs, drykkjarfanga og matargerðarinnar. Ljúf- fengar og dýrar matvörur og drykMr ásamt kryddi er nú flutt inn í landið í langtum ríku- legri mæli en nokkru sinni fyrr. Er sumt af því jafnvel vörur, sem menn fyrir 50 árum þekktu ekki einu sinni nafnið á. Þetta er því meiri ógæfa fyrir landið, sem fátæktin hefir einnig aukizt, þar sem menn þvert á móti gætu ályktað, að þessi sælkeralifnaður væri merki um aukna velmegun í landinu, eins og sumir fávísir menn halda nú á dögum... ÖU þau ógrynni af kryddi og vínum auk brennivínsins, sem árlega er innflutt og neytt í landinu, gerir landsbúa ekki aðeins fátæka, kveifarlega og óhrausta, heldur spillir einnig siðum þeirra og breytir þeim til hins verra. Te og sykur eru nú orðnar svo algengar vörur, að næstum því hver góður bóndi á nú teáhöld. Kaffi er nú að komast í notkun, þótt það sé ekki notað af bændum og allmörgum prest- um, en þá eru það aðrir landsmenn, sem eyða því meira af því. Mönnum geðjast ekki matur- inn, nema í honum sé krydd frá öllum löndum jarðar og með honum séu drukkin rauð og hvít frðnsk vín og jafnvel aðrar víntegundir enn dýrari, í stað þess sem menn þekktu alls ekki rauðvín fyrir 20 árum og notuðu þá hið hvíta vín einungis við hátíðlegustu tækifæri og þá aðeins helztu höfðingjar. Langmest ber þó á breytingu þessari á Alþingi. Fyrir 20 ár- um létu allir heldri menn, sem þangað komu, að undanteknum tveimur eða þremur, sér nægja kaldan mat. Meðan þeir dvöldust þar, átu þeir brauð og smjer, saltket og hangið ket og keyptu silung og mjólk af bændum í ná- grenninu og drukku lítið eitt af öli með matn- um. En nú flytja flestir þangað með sér eld- húsgögn og eldamenn og neyta að staðaldri margréttaðra máltíða, einkum þó þegar þeir halda veizlur. Sykur og kryddvörur eru á hvers manns borði, rauð- og hvítvín eru dag- lega drukkin. En látum þetta nægja um þetta efni. Margir hrósa þessum lífsvenjum, einkum hæla útlendingar þeim, sem þannig lifa. Það er sagt, að verzlunin blómgist við þetta og landsmenn verði kurteisari og siðmenntaðri en áður og margt fleira. En sannir fóður- landsvinir hugsa vonandi eitthvað annað." „nú gerast silki- og flauelsklseði tíxka" Af þessum kafla í Ferðabók Eggerts og Bjarna er svo að sjá, að yfírstéttin hafí að minnsta kosti farið að tileinka sér nýjar og breyttar neyzluvenjur á árabilinu 1730-1750. Allt fer það fyrir brjóstið á „sönnum fóður- landsvinum" og þá ekki sízt að Alþingi skuli ganga á undan með svo vondu fordæmi. Hér er að lokum gripið niður í kafla um klæðaburð Sunnlendinga, sem varla hefur verið sér á parti, því vaðmálið var þar eins og í öðrum landshlutum það efni, ásamt prjónlesi, sem aJ- mennt var notað í föt. Þó gætir þess, segja þeir, að höfðingjar gangi í lituðum klæðum úr erlendu efni: „Um klæðaburðinn er það sérstaklega að segja, að bændur um land allt ganga í svört- um vaðmálsfötum, svo að mönnum gæti til hugar komið, að þeir sætu sífellt í sorgum. Fyrr á tímum gengu menn ekki aðeins svart- klæddir, heldur í mórauðum, gráum og hvít- um fötum, og á helgidögum voru margir í blá- um og rauðum vaðmálskyrtlum. Nú ganga menn í stutttreyjum, en á ferðalögum eru þeir í svörtum vaðmálskápum eða hempum. Á höfði bera þeir hatt eða hettu og þunna skó úr ósútuðu leðri á fótum. Eru þeir af sömu gerð og skór voru alls staðar á Norðurlandi í fornöld. Þá eru menn í prjónapeysum og sokkum, en nærbuxur og skyrtur eru úr ullar- einskeftu, sem er hvítur heimaofmn dúkur, sem er ofinn eins og multumdúkur. Klerkar ganga einnig mest í svörtum vaðmálsfötum, og eru hempur þeirra og kjólar úr sama efni. Veraldarhöfðingjar ganga í lituðum klæðum úr erlendu efhi. Fyrrum gengu þeir í ullar- klæðum, en nú gerast silki- og flauelsklæði tízka, einkum þó silkisokkar og vesti úr flaueli og silki. Prestar eru hneykslaðir á þessu, af því að kirkjuskrúðinn er alls staðar sáraléleg- ur. Höklar eru víðast hvar úr lélegum ullar- dúk og annar skrúði, sem notaður er við guðs- þjónustuna, fer eftir því, því að flestar kirkjur eru svo fátækar, að þær hafa ekki efni á að kosta til annars sem betra er." INGOLFUR STEINSSON LÖNGUM FANN ÉGTIL Lóngum fann ég til meðþvífólki sem forðum lifði hér; sem úr torfí og grjóti og tíðindaleysi, tilveru skapaði sér. Með grútarlampaljós, á leiðinni útí fjós, um göngin löng, svo lág og þröng. Það er auðvelt að ímynda sér hvernig andrúmsloftið var, er Þorrinn með sínum þjósti, þaut yfir land og mar. A bakvið líknarbelg var birtan daufa helg, þurfti að stíga rokk og staga' í sokk. Eða fótgangandi um fjöll og dal ífardaganna óvissu tíð; með konu og börn og buru þegar brast á iðuJaus hríð. I bljúgri bæn um skjól meðan börnin litlu kól, við lágan stein og stormakvein. Og á haustin var haldið í veríð til að hála fisk í soð, til útróðra' á opnum bátum, við Ægi þeir höfðu' ekki roð. Og margur tómthúsmann til moldar aldrei rann en sökk í sæ, sjónmál frá bæ. En þó lífið værí' oftast erfitt, þá var ísaland fagurt sem í dag ogþrátt fyrir hungur og harðindin stór, komu hlý ár að vænka hag. Á fjalli' í grasaferð með fljóð og góðan verð oglyngílaut að lina þraut. GUÐJON SVEINSSON VOR- BRULLAUP Þau eru komin eina brúðkaupsferðina enn herra og frú Vorjafndægur alltafjafn ung, fersk og ástleitin. Héldu árla inn íhelgidóm austurhafsins veifuðu blævængjum sólstafa yfír blárrí hafsbrúninni. JÞau eru að taka vaktina af herra og frú Haustjafndægrí er tóku á sig náðir að baki vesturheiða ínóttleið hafa látið hóglega í vetur haldið snjóbreiðum í lágmarM og tæpast hleypt kuldabola út. - Það boðar eitthvað sagði gamla konan með þrmyrnuna og prjónana hefur alltaf veríð forn að minnsta kosti man ég hana ekM öðruvísi. En ykkur að segj'a án allrar hjátrúar hvarflar sisona að manni hvort Haustjafndægrahjónin ætii í þessu fríi að efna í nýjan Lurk. Höfundurinn býr á BreiSdalsvik. LESBÓK MORGUNBLADSINS ~ MENNING/LISTIR 18. APRÍL 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.