Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 19
Danska skáldið Peter Laugesen er eitt helsta skáld þeirr- ar kynslóðar í Danmörku sem nú er á sextugsaldri. I síðustu bókum hans er mikið um auðskilda texta sem yfirleitt lýsa hversdagslegum aðstæðum, ORN ÓLAFSSQN fjallar um skáldið sem hann segir að leggi ekki áherslu á hið röklega þrátt fyrir tengsl _________sín við veruleikannn._ RÓTLAUS GJAMMANDI ÞRÁ PETER Laugesen. PETER Laugesen heitir ljóðskáld frá Árósum. Hann er hálfsextugur og hefur verið mikilvirkur undanfarna þrjá ára- tugi, sent frá sér fjóra tugi ljóðabóka, auk fimm þýddra, þ.á m. verk frægra stjórn- leysingja og „gjöreyðenda“, Artaud og Bakunin. Laugesen nýtur mikillar hylli meðal danskra ljóðunnenda og var annar af tveimur höfundum sem Danir stungu upp á til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs síðast. Hér verður litið í bók hans Tilbúnar aðstæður („Konstrueret situation") frá 1996. Það er aðgengileg bók, mikið um auð- skilda texta sem yfirleitt lýsa hversdags- legum aðstæðum. Mörg ljóð fjalla um tí- beskan dverghund skáldins, sem er þá nær- tækt dæmi um hvikula tilveru, yfirlætis- laust líf í einfaldleika. Andstæðan birtist einnig, þeir sem gangast upp í hlutverkum og stirðna; hér er vikið að Auschwitz og öðrum glæpum nasista. En nú er hætt við að lesendur séu farnir að fá villandi mynd af þessum ljóðum, hátíðleg flatneskja sósí- alrealismans er þeim fjarri, enda þótt hér séu innanum rímuð ljóð með reglubundinni hrynjandi, í stíl við baráttusöngva kratanna 1. maí. Þau treystist ég ekki til að þýða, en lítum á önnur dæmi: Það semégvilerljóst oggeðveikislega venjulegt mál sem klýfur ríkið að endilöngu og kemur þvert á allt sem hvers Jcyns prestar geta sagt þeim til huggunar sem þora ekki að sjá sjálfa sig í stínandi spegli dauðans. Laugesen hefur lengi skrifað um jass í dagblaðið Information, og töluvert er vikið að tónlist í ijóðum hans, og þá ekkert síður að sí- gildri, Mahler, Beethoven. En eftirfarandi ljóð fmnst mér vera mótað af blús, bæði í máli og hrynjandi, hvort sem nú auðnast að skila því á íslensku, eður ei. Þetta ljóð sýnir líka aðra hlið á Laugesen, en það er samhengis- leysi módernismans, þar sem eitt stríðir gegn öðru: Nóttin er svört einsog negri og stjörnurnar buldra blús út eftir vetarbrautinni kolaðri og brunninni röddu umgirt nasískum höggmyndum frá heilsubúðum er tútna út. Tálguð beinagrind sér sjálfa sig sem vöðvaíjall í spegli á meðan stórir nótnavendir tí'eikja tónlistarbruna í öllum þjörtunum sem veltast sem renna burt geltandi eins oghundasleðarínóttinni og láta eftir sig bergmál afrótlausri gjammandi þrá í auðum götum stórborga. Eins og skáldum er títt.talar Laugesen til sinna líka, því koma fyrir vísanir tii íyrirbæra sem honum eru nákomin en kannski ekki öll- um lesendum þessa pistils. í eftirfarandi ljóði eru tvö slík nöfn. „Misty“ vísar til frægrar bandarískrar kvikmyndar, það er nafnið á lagi sem hættulega þráhyggjusjúk kona pantaði hjá plötusnúð, sem hún svo ofsótti, vildi eiga hann með húð og hári. Endurtekningin þar er þá sameiginleg við pikk krákunnar hér, hvað sem öðru líður. En áður er vísað til frægrar stefnuyfírlýsingar Arthur Rimbaud, þegar hann gerðist upphafsmaður módernisma í ljóðum, sautján ára gamall, um 1871. En þá skrifaði hann kennara sínum í bréfi, að hann væri ákveðinn í að gerast skáld, sjáandi, en til þess þyrfti markvissa umturnun eða ruglun allra skilningarvita. Eg skil þetta svo, að þannig hafí skáldið viljað komast hjá vana- hugsun, klisjum. En lesendum skal eftirlátið að glíma við þetta: Mitt á einbýlishúsagötu í norðlægri heimsborg stendur kráka. Hún hakkar ákaft í asfaltið Það er einsog Rimbaud langvarandi algjör og meðvituð ruglun allrar skynjunar: Misty. Þá birtist viðleitni skáldsins að grípa augnablikið, einmitt það sem ekki er sér- kennilegt eða á nokkurn hátt óvenjulegt: Kjarni tilverunnar verður þannig skynjaður en ekki útskýranlegur röklega: Eins og dropamir lenda á rúðunni á leigubíl sem bíður nákvæmlega þvúíkt kraftaverk af tilviljun í fullkominni reglu, þannig ersköpunin. Þannigverðurheimurinn til. Svo hægt og með ljóshraða. Lítum að lokum á ljóð sem er einskonar stefnuyfirlýsing Laugesen, enda þótt það á mótsagnakenndan hátt boði einmitt, að ljóð geti ekki haft boðskap! Enginn getur verið skáld án þess að skilja sjálfsmorðssprengjumann sem væntir Paradísarvistar E nginn getur verið skáld ánþessaðvita að enginn guð er mestur og sannastur bestur Enginn getw verið skáld og ekki vitað að ljóð er sprengja full triðar Enginn getur verið skáld og ekki varið rétt þehra sem ekki vita gegn kúgun þeirra sem vita En samstaða getui' ekki grundvallast á minna en trú sem er meiri og fegurri en nokkur guðfræði getur prjónað úrminningum um guði. SAMEINAÐIR SEMJUM VÉR . TÖJVLIST Sígildir diskar 14 TÓNSKÁLD Berio/Cerha/Dittrich/Kopelent/Harbi- son/Nordheim/Rands/Dalhavie/Weir/Pender- ecki/Rihni/Schnittke-Rozhdestvenski/Yu- asa/Kurtág: Requiem of Reconciliation f. ein- söngvara, kór og hljómsveit. Tobias Janzik, Donna Brown, Julie Moffat (S); Ingeborg Danz (A), Thomas Randle (T), Andreas Schmidt (B); Gachinger Kantorei Stuttgart, Kammerkór Krakár og Fílharmóníuhljómsveit Israels u. stj. Helmuths Rillings. Hansslcr Classic Exclusive Series CD 98.931. Upptaka: DDD, konserthljóð- ritun Suðurþýzka útvarpsins, Stuttgart 16.8. 1995. Útgáfuár: 1995. Lengd (2 diskar): 108:07. Verð (12 tónar): 2.700 kr. HINN AGNARSMÁI menningarmarkaður norðurhjarans býður upp á aðskiljanleg lítil kraftaverk. Eitt þeirra er tilvist sígildrar út- varpsstöðvar, og nýjast er að þriðja „alvöru“- plötubúðin í borginni hefur hafið starfsemi. Virðist hún eftir nafni og úrvali að dæma ætla að gerast svo djörf að hafa m.a. fáséð fram- sækin 20. aldar verk á boðstólum, sem inn- kaupastjórar, í samræmi við smekk breiðasta samnefnarans, hafa fram að þessu haft til- hneigingu til að sniðganga. Vonandi kemst hún upp með það, og yrði söfnurum ekki síður fagnaðarefni, ef kammer- tóngreinin færi nú einnig að njóta almennt meiri athygli söluaðilja, því kammertónlist - a.m.k. frá því er hún varð tónsöguleg sérgrein - hefur verið heldur útundan í hérlendum plötubúðum. Ailtjent ætti tilkoma verzlunar- innar, ásamt fjölda lítt þekktra plötumerkja, með réttu að geta stuðlað að meiri fjölbreytni í tónlistarframboði á hljómplötum en áður hefur sézt á okkar breiddargi-áðum. Eitt þeirra plötumerkja sem næsta lítið hefur borið á hér undanfarið er hið þýzka Hánssler, sem fyrir stríð var nótnaforlag en státar nú m.a. af geisladiskaheildarút- gáfu á kirkjukantötum Bachs með Helmuth Rilling við stjórnvölinn; kvað sá eini stjórn- andinn er lokið hefur öllu því mikla verki. Rilling heldur einnig utan um hérumrætt nútímaverk frá sömu útgáfu, er á sér sér- kennilega tilurðarsögu, nefnilega 50 ára af- mæli loka seinni heimsstyrjaldar. Bauð hann af því tilefni 14 tónskáldum frá fyi'rverandi stríðsaðildarlöndunum Italíu, Áusturríki, Frakklandi, Þýzkalandi (2), Bandaríkjunum, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi, Noregi, Pól- landi, Bretlandi (2), Sovétríkjunum og Japan að semja Sálumessu sáttagjörðar og dreifði stökum þáttum messutextans milli höfunda, væntanlega út frá einhverri samtengjandi heildarhugmynd sem bæklingurinn greinir ekki frekar frá, nema hvað lesa má milli lína, að mælzt hafi verið til að menn byggðu að ein- hverju leyti á hefðbundnum gregorssöngvum. Hugmyndin um „hópefli" í tónsköpun er ekki alveg ný. Geta má Diabellis, er safnaði tilbrigðum ólíkra tónskálda um sama stef, og Verdis, er efndi til hópsmíðar á sálumessu við andlát Rossinis. Hér á landi mætti rifja upp skemmtilega hugdettu Leifs Þórarinssonar um að skipta örþáttum um 12 mánuði forna ís- lenzka dagatalsins milli jafnmargra tón- skálda, sem hrundið var í framkvæmd á Skerpluhátíð Musica Nova á Kjarvalsstöðum 1981. Þótti takast vel, þrátt fyrir að kenni- setningin um að „listaverk verði aldrei samið af nefnd" hafi þegar þótt sönnuð með dæma- lausri tilskipun Stalíns á sínum tíma um nýjan þjóðsöng, svo og flokkspólítískum „nefndar- tónsmíðum" upp úr kínversku menningarbylt- ingunni nokkrum áratugum síðar. Sáttargjörðarsálumessu ofantalinna 14- menninga (Rozhdestvenski var fenginn til að orkestra framlag Schnittkes vegna veikinda- forfalla) er aðallega haldið saman af titli og texta, sem hinir innbyrðis gjörólíku höfundar hafa sumir bætt í frá eigin brjósti, eins og kemur fram af skáletruðum innskotum í bæk- lingi. Notkun gregorssöngs virðist aftur á móti hafa höfðað til fárra, ef undan er skilin nálgun Dalbavies hins franska. Ágæti messunnar í heild sem listaverks er því í bezta falli umdeilanleg. En sem persónu- legt sýnishornasafn téðra höfunda er hún vissulega athygli verð. Sem hlustunarupplifun geymir verkið marga ljósa punkta - að vísu líka innan um fáeina dekki'i sem gleymast blessunarlega fljótt - (meðal þeirra eftir- minnilegri mætti nefna hið ljóðræna Juste judex Johns Harbisons og hið silfurtæra Sanctus eftir Judith Weir), og er líklegt að hver hlustandi finni eitthvað við sitt hæfí, enda fjölbreytnin gífurleg sem von er. Mestu bjargar þó góður flutningur og einstaklega velheppnuð hljóðupptaka, sem er ekki lítið af- rek á lifandi tónleikum með jafnmikið um- leikis. SIBELIUS Jean Sibelius: Fiðlukonsert. í d-moll Op. 47; Kirjálasvíta Op. 11; Svíta úr Gestaboði Bclsasars Op. 51. Pekka Kuusisto, fiðla; Fíl- harmóníuhljómsveit Helsinkis u. stj. Leifs Segerstams. Ondine ODE 872-2. Upptaka: DDD, Helsinki 1/1996. títgáfuár: 1996. Lcngd: 65:14. Verð (12 tónar): 1.500 kr. FINNAR hafa eignazt svar við unglings- stjörnunni Leilu Josefowicz á fiðlu. Það er hinn ekki nema liðlega tvítugi Pekka Kuusi- sto, og þeir sem ekki verða staddir erlendis n.k. júlílok munu geta séð hann og heyrt í úr- slitaþáttum Kontrapunkt-spurningakeppni Sjónvarpsins (uppteknum 4. apríl s.l.), þar sem hann vakti óskipta aðdáun nærstaddra - þrátt fyrir svolítinn vott af strákslegri sterti- mennsku í sviðsframkomu. Pekka hefur afburða bogatækni - stoppar heyranlega milli stroka á jafnvel harðasta skeiði - en það sem maður tók mest eftir var furðu sjálfstæð túlkun. Líklega var þar frum- legast hvemig hann treinaði bullandi róman- tíkina með „upphafshyggju“-kenndum líðandi tónum án víbratós, þar sem hin dæmigerða finnska lángtan - þrá - fékk nýja og allt að því sögulega vídd með svölum endurómi af fornum gömbutónum. Og auðvitað vantaði hvorki kraft né eldfimi á úthverfari stöðum. Þetta má allt heyra í fiðlukonsertinum, enda skildist manni ytra, að Pekka væri fyrstur Finna til að sigra í alþjóðlegu Sibeliusar- fiðlukeppninni, þar sem hann fékk aukaprik fyrir túlkun þessa krefjandi konserts. Helsinki-fílharmónían er meðal betri hljómsveita Evrópu undir naskri stjórn Leifs Segerstams, þó að hann virðist iða fullmikið í skinninu í lokaþætti Kirjálasvítunnar, þar sem manni finnst hann alltaf vera að ýta á eftir, auk þess sem blásarar eru stundum of sterkir miðað við strengjasveit. Annars er fátt hægt að finna að upptöku tæknimann- anna frá hinu „finnska BIS,“ Ondine, sem náð hefur að vekja verðskuldaða eftirtekt á örfáum árum. Gestaboð Belsasars (1906) - leikhústónlist um síðasta Babýlóníukonunginn (þann er sá „mene tekel“ letrað á vegginn) og jafnframt óvenjulegt dæmi um morgunlenzka hlið hins annars heimakæra Sibeliusar - er á þyngri og dulrænni nótum en leikhústónlist Nielsens við Aladdin (1921), eins og strax sést við sam- anburð á „austurlenzkum inngöngulögum" beggja. Þrátt fyrir ytri exótismann er greini- lega eðlismunur á hinu brosandi Fjóni og finnskum skógardrunga, en það rýrir vitan- lega á engan hátt seiðandi áhrifamátt hins finnska Orfeifs. Ríkarður Ö. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. APRÍL 1998 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.