Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 6
k rl „HEIMSKAUTSSÓLARPÝRAMÍDI". Skúlptúrinn sem hlaut fyrstu verðlaun í flokki abstrakt- verka. í baksýn eru f lciri verk á hátíðinni. SNIÐID SNJÓ Fimmta alþjóolega snjóskúlpturhátíoin var haldin í Nuuk, höfuostao Grænlands, dagana 14.-17. mars. Tvö lio frá Myndlistar- og handíoaskóla Islands tóku pátt í keppninni og unnu bæoi til verðlauna. HALLDQR ASGEIRSSON, myndlistarmaour og kennari vio MHI, var meo í för og hermir upplifun sína. 53 LIÐ tóku að þessu sinni þátt í alþjóð- legu snjóskúlptúrhátíðinni í Nuuk sem var sú fjölmennasta frá upphafi. Flest voru þau frá Grænlandi auk liða frá Kariada, Frakklandi, Þýskalandi, Litháen, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Veðurskilyrði voru vægast sagt erfið meðan á keppninni stóð en stórhríð og hörkugaddur aftraði því þó ekki að listamennirnir ynnu langt fram á nætur til þess að geta klárað verkin á tilsett- um tíma. fshafsvindar norðurheimskautsins juku bara á stemmninguna og eftir fjögurra daga glímu við samþjappaða snjóferninga, þrjá metra á alla kanta, kom árangurinn í ljós. Sjðdegis hinn 17. mars rann stóra stundin uptísem var sjálf verðlaunaafhendingin. \fegna veðurs þurfti að flytja athöfnina inn í hiðinýja og glæsilega menningarhús staðar- inslKeppt var í tveimur flokkum, fíguratífum (hlutbundnum) og abstrakt (óhlutbundnum) skúlptur. Fyrstu verðlaun í fyrri flokknum hlutu tveir Bandaríkjamenn, þeir Claus Ebfling og Jerry Merril fyrir verkið „Heim- skaþtssólarpýramídi" og í seinni flokknum hreþptu íslendingar fyrstu verðlaun, en þeir voru Guðmundur Lúðvíksson, Högni Sigur- þórgson og Erling Klingenberg fyrir verkið „Eins stórt og það verður". Um kvöldið var þátttakendum boðið upp á grænlenskt hlaðborð og grímudansarar skejnmtu fólki. Listamennirnir sjálfir kusu einnig innbyrðís um verðlaunasæti og voru úrslitin tilkynnt á skemmtuninni. Enn og aft- ur slógu íslensku þátttakendumir í gegn, þeir söníu og fengu fyrstu verðlaun, og stúlknalið ísléidinga, þær Anna Sóley Þorsteinsdóttir, Marfa María Jónsdóttir, Kristín Elva Rögn- valdsdóttir og Dlana Storásen, lentu í þriðja sætí í fíguratífum skúlptúr fyrir verkið „Slá í gegn". Sannarlega nafn með rentu. Striður straumur fólks Allan tímann var stríður straumur fólks á sýningarsvæðið til þess að fylgjast með tilurð verkanna sem vakti mikla athygli. Skipulagn- ing og aðbúnaður var til fyrirmyndar. Peter Barfoed frá teiknistofunni í Nuuk átti veg og vanda að undirbúningnum og er hann upp- hafsmaður hátíðarinnar. Það sem vakti at- hygli mína var hversu breiður hópur fólks spreytti sig á að móta listaverk úr snjónum. Þarna mátti finna fólk sem ferðast á milli snjóskúlptúrhátíða í heiriiinum og er því nán- ast atvinnumenn í greininni og síðan mikinn fjölda heimamanna sem virtust óhræddir við að tjá sig í þessari skemmtilegu listgrein. Grænlendingar eiga sér djúpar rætur í mynd- rænni tjáningu, og byggja á rótgróinni högg- myndahefð. Nálægðin við gamla handverkið „SLÁ í GEGN", verk stúlknaliðs íslendinga. Tupilak ALLT frá grárri forneskju hefur Tupilak verið mikil ókind sköpuð af göldróttum karli eða konu. Og ef þau áttu óvini fóru þau afsíðis, söktim þess að gjörningurínn átti að fara fram á laun. Þau tóku með sér gamla húð og ails kyns beiri af mönnum og dýrum; hauskúpur, rifbein, selhreifa, rostungatennur, refa- þófa, rjúpuvængí e<*a bjarnar- tennur. þessu var hrúgað saman í eins konar beinagrind. í stað sina og holds var notaður mosi og torf. Síðan var þessu öllu vaf- ið inn í húðina. Það var mikil- vægt að í Túpilakkanum væri eitthvað sem tilheyrði þeirri manneskju sem ætti að koma fyr- ir kattarnef. Galdramaðurinn varð að passa sig á að nota að- eins þumalfíngur og litla putta, annars mundi Túpilakkinn tapa krafti sínum. Með alls kyns hreyfíngum og nornaseið var þessari veru gefið u'f og fékk kraft úr kynfærum skapara síns. Þegar hún hafði öðlast kraft var hún send af stað í á eða vatn og leitaði hún nú fórnarlamb sitt uppi og banaði því. Túpilakkinn gat synt undir kajak fórnar- lambsins á meðan hann var á veiðum, velt honum og haldið honum föstum þar til hann hafði drukknað. Túpilakkinn gat enn fremur skriðið inn í kofa fórnarlambsins og bundið það áður en því tókst að koma upp hljóði. En það gat samt verið hættulegt að senda Túpilakkinn af stað. Ef það kom í Ijós að TUPILAK óvinurinn bjó yfír meiri krafti en upphafs- maðurinn, þá sneri hann til baka og kálaði skapara si'num. þegar Grænlandsfræðingurinn Gustav Holm kapteinn kom til Ammassalik á Aust- ur-Grænlandi 1884 spurði hann m.a. hvernig svpna Túpilakk liti út. Heimamönnum fannst erfitt að draga upp mynd af honum þannig að þeir skáru hann út í tré. Það varð upphafið að fram- leiðslu Túpilakka úr tré, steini ög tönn, sem smám saman breiddist út um allt Grænland. Hin hefðbundna list ínúíta er sett fram í mismunandi gerðum af Túpilakkum. Um er að ræða hina „magísku" og stflfærðu tjáningu sem birtist í grófgerð- um mannamyndum og eru þær þannig nær alltaf settar fram á natúrah'skan hátt. Listamaðurinn fær innblástur af formi tannar- innar og þess vegna eru stytt- urnar aldrei eins. I raun og veru getur maður ekki sagt nákvæmlega hvernig Túpilakki lít- ur út, því það er mismunandi eftir einstökum listamanni. Hinir eldri Túpilakkar líkjast meir manneskjum en þeir nýrri, og þeir standa næst hugmyndum Ammassalikbúa um hvernig sannur Túpilakki lítur út. Samt eru sameiginlegir drættir, eins og t.d. stdr munnur og margir hafa beinagrindarmðtíf þar sem rifbein og hryggsúla sjást greini- lega. SIGURVEGARAR í flokki fígúratífra verka, Erling Klingenberg, Guðmundur Lúðvík Grét- arsson og Högni Sigurþórsson, við verk sitt „Eins stórt og það verður". blasir hvarvetna við og þeir búa til vandaða minjagripi sem þeir selja ferðamönnum. Það er greinilegur uppgangur í Nuuk og bærinn er í örum vexti. Tvær merkilegar byggingar hafa verið teknar í notkun á einu ári. Annars vegar áður nefnt Menningarhús og hins vegar splúnkuný Náttúrufræðistofn- un sem er fyrsta sjálfstæða vísindastofnunin á Grænlandi. Þar starfar einn íslendingur, Kri- stjana G. Motzfeldt, sem tók höfðinglega á móti íslenska hópnum, lóðsaði hann um bygg- inguna, sem minnir að utan á sel á baki hvals, og fræddi okkur um starfsemina. Innreið nú- tímans er orðin að staðreynd og verður ekki aftur snúið enda landsmenn fram úr hófi tæknivæddir og ekki óalgengt að sjá gervi- hnattadiska við lítil timburhús á kafi í snjó og Grænlendinga malandi í farsíma einhvers staðar í hríðarhraglandanum. Þeir kunna líka að klæða sig út í veðurhaminn og pjattast því ekki um í tískufatnaði enda heyrði maður aldrei nokkurn mann kvarta undan veðri. Nýjar atvinnugreinar eins og ferðamennska og námuvinnsla hafa að vísu ekki skilað enn þeim arði sem vonast var til en landið er stórt og auðugt af náttúrunnar gæðum og engin ástoeða til að kvíða framtíðinni. Áður en ég fór til Grænlands fannst mér alltaf eins og það væri hinum megin á hnettin- um, svo fjarlægt var það. Nú veit ég að þetta er næsta land við ísland og ég ætla svo sann- arlega að fara þangað aftur. Það væri óskandi að Islendingar færu að sinna þessum geð- þekku nágrönnum meir. Bættar samgöngur á milli landanna, aukin menningarsamskipti og alhliða viðskipti ættu að vera báðum þjóðun- um til góðs. Nálægð við óblíða náttúru, tengslin við veiðiskapinn og aðlögun ínúítanna að þessu erfiða en gjöfula landi er aðdáunar- verð. Að lokum langar mig til þess að vitna í ljóð- stúf eftir ínúítann Júríj Ankó frá nyrstu byggð Síberíu. Hann saknaði heimaslóðanna í þorpinu sínu Ungaziq sem þýðir að vera langt í burtu. Um síðir fórumviðlangtíburtu en komumst að lokum upp til himna óskir okkar voru þó miklar að snúa aftur heim til Ungaziq 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.