Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 4
EGGERT Olafsson og Bjarni Páls- son voru merkilegir brautryðj- endur í vísindalegum rannsókn- um á íslandi og ferðuðust um landið þeirra erinda á árunum 1752-1757. Mátti segja að þeir kæmu að ónumdu landi að þessu leyti og á sama tíma var örlítið að birta til á þessum örsnauða útnára í Dana- veldi. Hvorttveggja var að grundvöllur hafði verið lagður að höfuðstað með Innréttingum Skúla Magnússonar og um leið var verið að byggja Viðeyjarstofu, eitt af fyrstu húsunum á Islandi úr varanlegu efni. Eggert Ólafsson var fæddur 1726 og sést af því að hann hefur verið kornungur maður, en samt búinn að kveða sér hljóðs sem skáld, menntamaður og einn helzti boðberi upplýs- ingarstefnunnar á íslandi. Hann varð þjóðinni harmdauði þegar hann drukknaði í bátsferð „frá kaldri Skor" við Breiðafjörð 1768 og var þá orðinn varalögmaður að sunnan og austan. Bjarni Pálsson, 1719-1779, var fyrsti land- læknir á íslandi og jafnframt var hann nátt- úrufræðingur. Hann bjó í Nesstofu við Sel- tjörn eftir að hann tók við embætti; þar kenndi hann mörgum læknum og kom upp fyrstu lyfjabúðinni. Þeir Eggert og Bjarni fengu styrk til ferða og rannsókna á íslandi og niðurstóðurnar sem skráðar voru í ferða- bók þeirra voru eina heildarlýsingin á íslandi í rúma öld. Fróðlegt er að grípa niður í ferðabókina og kennir þar margra grasa. Þeir félagar ein- skorða sig ekki við landlýsingu, en koma víða við og gera einnig úttekt á fólkinu og jafnvel á málinu sem það talar. Lýsing þeirra er því að öðrum þræði mannfræði og bera þeir saman útlit manna, skapferli og málfar eftir lands- hlutum. Til dæmis um það verður hér gripið niður í kaflann um Rangárvalla, Árnes- og Gullbringusýslur, en þar segir m.a. svo: Fólkið „Líkamsvöxtur manna á Suðurlandi er mjög mismunandi, aðallega vegna þess að þar hafa menn blandazt saman víðs vegar að, sérstak- lega við sjávarsíðuna. Hafa menn leitað þang- að úr öðrum landshlutum, einkum frá Norð- urlandi og úr Borgarfirði. Sumir þessara að- komumanna hafa kvænzt þar og tekið sér þar síðan bólfestu. Nokkrir útlendingar, einkum Danir og Þjóðverjar, hafa einnig setzt þar að, aðallega síðan „innréttingarnar" tóku tií starfa. „ORÐ FER af því að Eyrbekkingar séu úrkynjaðir og sóðar. Þar býr margs konar lýður á litlu svæði í þorpi, sem er þó fjölmenn kirkjusókn." SUNNLENDINGAR I AUG- UM EGGERTS OG BJARNA Hinir eiginlegu Sunnlendingar eru einnig ólíkir að þessu leyti. Þeir, sem í uppsveitum búa, eru með sömu einkennum og lýst hefur verið um Kjósarsýslubúa. Fólkið sem alizt hefur upp í verstöðvunum, er yfirleitt ófríðara og verr vaxið en sveitafólkið. Þó eru þar und- anteknir þeir, sem betur eru ættaðir en al- múginn og notið hafa góðs uppeldis..." Það sem hér er sagt er umhugsunarefni; nefnilega það að fólk hafi verið mismunandi í vexti eftir ætterni og ófríðara fólk hafi verið í verstöðvunum. Pað fyrra kann að standast í ljósi þess að almúgafólk var beygt af þræl- dómi og sumir „barndrepnir" eins og það var kallað, þegar ungt fólk náði ekki fullum vexti vegna þess að því var ofboðið með erfiðis- vinnu í uppvextinum. Hitt kann að virðast hæpnara að fólkið í verstöðvunum hafi verið ófríðara. Athyglisvert er í kaflanum hér á eft- ir, að svo virðist sem Islendingar hafi einkum orðið fyrir vondum áhrífum ef þeir bjuggu í nágrenni við helztu staði menningar og verzl- unar. I næsta nágrenni Skálholts eru bænd- urnir með þeim lökustu; í námunda við Bessa- staði þykja þeir „ógerðarfólk", en Eyrbekk- ingar fá þá einkunn að vera „úrkynjaðir og sóðar": „Hin svonefnda holdsveiki er mjög algeng hér, og jafnvel sleppur fólk af heldri ættum ekki við hana. Holdsveikraspítali Sunnlend- ingafjórðungs hefir verið í Klausturhólum í Grímsnesi, en var fyrir nokkrum árum síðan fluttur að Kaldaðarnesi, sem er kirkjustaður í Flóa, skammt frá Eyrarbakkakaupstað, og liggur hann á nesi sem gengur fram í Ölfusá. Annar spítali er á Gufunesi, og var hann flutt- ur þangað úr Viðey fyrir nokkrum árum. Spít- ali þessi er hæli fyrir gamalt bændafólk og er kostað af konungseignum á þessum slóðum. Ýmsir nýir sjúkdómar hafa borizt inn í GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN I Feroabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar eru ekki aðeins lýsingar á landshögum, heldur einnig á fólkinu/ og er athyglisvert þao mat þeirra félaga, að í kringum staði eins og Skálholt og Bessastaði hafi búið lakara fólk en annarsstaðar og síst þykir þeim til fyrir myndar ao þar eru bændur farnir ao s etta latínu. landið með útlendingum, sem ýmist hafa dval- izt þar um stundarsakir eða setzt þar að. Eru mest brögð að því sunnanlands. Tannveiki, hitasótt og þess háttar má kenna breyttum lifnaðarháttum. Kynsjúkdómur kom upp hér í Gullbringusýslu árið 1753. Hinn fávísi almúgi og einkum þeir, sem saklausir voru með öllu, voru í fyrstu allt of óvarkárir gagnvart sýki þeirri..." „Sunnlendingar eru allólíkir í skapferli. I Gullbringusýslu er þeim líkt farið og í Kjósar- sýslu í þessu efni, nema aðkomumenn úr Norðurlandi eða öðrum landshlutum eru með öðrum hætti. Álftnesingar, þeir sem búa í kringum Bessastaði, þykja ógerðarfólk. Þó eru þeir það ekki allir. Bændurnir kringum Skálholt eru taldir meðal hinna allra lökustu. Þó eru þeir ekki eins spilltir og þeir eru vesal- ir og ósiðaðir. Annars er það algengt sunnan- lands, að þeir sem næstir búa kaupstöðunum, þar sem erlend skip koma, eru taldir mest úr- kynjaðir og dugminnstir, og orsökin er sú, að þeir læra fleira illt en gott af verzlunarmönn- unum. Þeir fullorðnu lifa þar í óreglu og sukki að ýmsu leyti, og uppeldi æskulýðsins fer eftir því. Þó verður því ekki neitað, að til eru einnig heiðarlegir menn á þessum stöðum bæði inn- lendir og í hópi kaupmanna. Orð fer af því að Eyrbekkingar séu úrkynjaðir og sóðar. Þar býr margs konar lýður á litlu svæði í þorpi, sem er þó fjölmenn kirkjusókn. Þar eru 19 stórjarðir, og er meira en einbýlt á þeim flest- um og þrí- og fjórbýlt á sumum, en auk þessa eru þar nálægt 90 kotbæir, þegar taldar eru hjáleigur allar og þurrabúðir. Þetta er einn helzti verzlunarstaður landsins sakir mann- fjölda þess, er þangað sækir verzlun frá Suð- ur- og Austurlandi. Mest er verzlað þar með kvikfénað. Er honum slátrað og ketið saltað í tunnur og sent til Kaupmannahafnar. Til slát- urstarfanna ráða kaupmenn Eyrbekkinga venjulega einn mann frá hverjum bæ í ná- grenninu. Þeir taka sér svo heimafólk sitt til aðstoðar, aðallega þó kvenfólk og börn. Þetta er eitt hið sóðalegasta starf, sem unnið er á íslandi, og einkum þykir dvöl þar lítt bæta siðferði unglinga og framkomu, því að venju- lega gefst þar allt of gott færi á að læra hvers konar rustaskap, sviksemi, hrakyrði, bölv og drykkjuskap." Fákænir i Flóanwm Gott fólk virðast þeir Eggert og Bjarni heizt hafa fundið sem lengst frá verzlunar- stöðum þar sem menn litu niður á sveita- menn, samanber álit Eyi-bekkinga á Flóa- mönnum: „Fyrir ofan Eyrarbakka er byggðarlagið Flói. Þykja þeir, sem þar búa, fákænir og kallast í skopi Flóafífl. En í þessu efni eru þeir hafðir fyrir rangri sök líkt og austan- menn, og mun þetta nafn hafa komið fram við eitthvert sérstakt tækifæri, því að í tali verð- ur þess ekki vart, að Flóamenn séu óskyn- samari nágrönnum sínum. Sennilega er orðrómur þessi þannig undir kominn, að Flóa- menn eru óbrotnir í háttum sínum og fram- komu. Þeir ferðast sjaldan út úr sveit sinni og fara lítið annað en til kirkju. Byggðarlagið gefur allt það af sér, sem þeir þarfnast til uppeldis sér, nema hið litla, sem þeim er fært af nærsveitamönnum eða af kaupstaðarvör- um, er þeir nota. Þá hefír það ef til vill stutt að þessum orðrómi um Flóamenn, að þeir líkt og Skaftfellingar nota ýmis orð og talshætti, sem ekki tíðkast annars staðar, en er flest gamalt og gott mál, og eiga þeir hrós skilið fyrir það, að í engri sveit á Islandi, sem liggur jafnnærri kaupstað og Flóinn, er málið talað jafnhreint og óbjagað og þar. Rangæingar mega teljast í röð bezta fólks á íslandi. Þeir eru sparsamir, iðnir og góðir búmenn, greið- viknir og kurteisir. I Hreppunum í Arnes- sýslu er einnig sæmdarfólk og góðir bændur." Eftirtektarvert er að Flóamenn fá góða 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. APRÍL1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.