Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 14
ÞJÓÐSAGNAMYND eftir Ásgrím Jónsson. ÍSLENSKAR • • ÞJOÐSOGU R EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON Á íslandi eru vötn þar sem óskasteinar fljóta eina nótt ó óri. Fossar sem gengið verður ó bak við ó vit foss- búa og til óvinnings. Sækýr ganga stundum ó land, gróar og stórvaxnar með blöðru ó grönum og í vötnum leynast nykrar. mál. Heill skóli var þá kenndur við Brouwer og áhrif hans fóru ört vaxandi. Wittgenstein hlýddi á fyrirlesturinn og það virðist sem hann hafi komið róti á hugsanir hans. Hann hafði sagt skilið við heimspekina átta árum áður, en nú var eins og eitthvað hefði komið yfir hann, fyrirlesturinn endurvakti áhuga hans og hann sá á heimspekinni nýjar hliðar. Upp þaðan stóð hugur Wittgensteins til þess að snúa sér aftur að heimspekinni og í því skyni hvarf hann aftur til Englands þar sem hann var hagvanur og þangað var hann kom- inn í ársbyrjun 1929. Fyrst í stað var Wittgenstein skráður sem doktorsefni í Cambridge. Hann fékk Tractat- us metinn sem doktorsritgerð og þá þegar var farið að líta á þá bók sem sígilt heimspeki- verk. Arið 1930 var Wittgenstein boðin kenn- arastaða á Þrenningargarði til fimm ára. St- arfið tryggði um sinn fjárhag hans sem verið hafði mjög bágur. Nú gat hann ennfremur einbeitt sér að nýjum og gömlum heimspeki- hugmyndum og hann stefndi á að smíða úr þeim bók. Að þessari bók, Rannsóknum í heimspeki, vann hann sleitulaust í sextán ár, en hún kom ekki út fyrr en hann var allur. Sérstseéur kennari Wittgenstein þótti skera sig úr sem há- skólakennari. Hann kenndi án þess að styðj- ast við neina minnispunkta. Hann var stund- um sem í eigin heimi, kallaði upp yfir sig: Hví- líkur asni er ég, eða: Þetta er andskoti erfitt. Stundum átti hann til að þagna og segja svo: Hinkrið við, látið mig sjá og svo settist hann niður og horfði í gaupnir sér í fáeinar mínút- ur. Og hann átti til að styðjast við mjög hvers- dagsleg dæmi í kennslunni, notaði urmul af líkingum úr daglegu lífi og samskiptum fólks. Á einu námskeiðinu, sem fjallaði um skyn- reyndir og einstaklingsbundna reynslu, voru helstu heimildir og tilvísanir ekki í sígild heimspekiverk eftir helstu hugsuði sögunnar, heldur í útbreidd sakamálatímarit sem hann hafði mikið dálæti á. Ástríðufullir og óútreikn- anlegir kennsluhættir hans urðu mörgum nemendum hans mjög minnisstæðir. Hann tók sig þó aldrei hátíðlega sem háskólakenn- ara. Til marks um það hvatti hann nemendur sina til að verða allt annað en heimspekikenn- arar og allra síst blaðamenn. Fræðimennska var að hans mati fyrirlitleg. Hann snobbaði niður á við í þeim efnum. Honum fannst al- þýðleg hagnýt störf meira virði, alþýðlegt fólk yfirlætislausara. Það er ekkert súrefni í Cambridge, sagði hann eitt sinn. Oftar en einu sinni hugleiddi Wittgenstein alvarlega að snúa sér að heilsugæslustörfum, gamall og nýr draumur hans var að verða læknir og einu sinni stóð hugur hans til verkamannavinnu í Rússlandi. Afhuga háskólalífi Þegar dró að lokum fimm ára ráðningar- tímabilsins stóð Wittgenstein á krossgötum. Eitt var víst: Hann hugðist ekki halda há- skólakennslunni áfram. Hann ákvað að fara til Noregs, líkt og hann gerði árið 1913, í þeim tilgangi að iðka heimspeki í góðu næði. Hann átti enn bjálkakofann afskekkta sem hann byggði í fyrra stríði. En brátt varð einsemdin honum óbærileg og hann flutti til vinar síns í Dyflinni. Þegar Þjóðverjar hernámu Austur- ríld sótti Wittgenstein óðar um kennarastöðu í Cambridge, svo hann gæti fengið breskan ríkisborgararétt í stað þess þýska sem hann varð skyndilega handhafi að. I ársbyrjun 1939 var Wittgenstein settur prófessor í heimspeki og um sumarið fékk hann breskt vegabréf. John Maynard Keynes hlutaðist til um hvorttveggja. Wittgenstein naut sín ekki í heimspekikennslunni á meðan stríðið geisaði og fannst hann þurfa að gegna öðrum og mik- ilvægari skyldum á stríðstíma. Honum var þvi útvegað starf sem sjúkraliði á herspítala. I byrjun árs 1945 lýkur hann við bók sína Rannsóknir í heimspeki sem hann hafði unnið að síðan 1929. Hann lét af prófessorsembætti að eigin ósk 1947, langþreyttur á háskólalífi. Wittgenstein var alla tíð ókvæntur. Hann hneigðist til karlmanna og átti nokkra kærasta á síðari hluta ævi sinnar. Síðustu æviárin dvaldi hann á víxl meðal vina á ír- landi, í Bandaríkjunum og í Cambridge og Oxford. Hann greindist með krabbamein sem dró hann til dauða í apríllok árið 1951, rétt 62 ára að aldri. f næstu Lesbók: Wittgenstein á fslandi. Heimildir: Bertrand Russell: Autobiography, Unwin, London 1975. Brian McGuinness: Wittgenstein, A Life: Young Ludwig 1889-1921, Penguin Books, London 1990. Ray Monk: Ludwig Wittg- enstein: The Duty of Genius, Vintage, London 1991. Þorsteinn Gylfason: „Ludwig Wittgen- stein“ í Hug, tímariti um heimspeki, 2.ár, 1989. Höfundur er cand. oecon og BA í heimspeki og starfar hjá Kaupþingi hf. ✓ EG VAR staddur í flugvél yfir Grikklandi, himinninn bjartur og heiður, og framundan fnykur frá höfuðborginni Aþenu eins og merki um fjarlægt eldgos þegar mér opnaðist fyrst fyrir alvöru innsýn í íslenskar þjóðsögur sem ég þó hafði haft í eyrunum frá blautu barnsbeini á bernskuheimili mínu í Reykjavík. Og það svo að þá þorði ég varia um þvert hús að ganga einn eftir að dimma tók. í flugvélinni mændi ég niður á sólbrunnið landið og furðaði mig á hversu líkt það var íslandi frá þessu sjónarhomi skoðað. Auðvit- að, sagði ég við sjálfan mig, gagntekinn af þessari innsýn í sögu beggja þjóða, fjöllin mátulega há fyrir ímyndunaraflið til geta flogið yfir þau og spunnið um þau sögur í leiðinni, dalirnir nógu grunnir fyrir íbúana til að hugsa sér til hreyfings; hijóstrin nógu ókræsileg til að viðhalda útþránni; fjöl- breytnin í landslaginu nógu mikil til að skuggamir glæðist lífi fyrir sjónum manns. Landið mótar sögumar. Fyrir neðan mig, úr flugvélinni, blasti við mér hæfileg blanda þess kunnuglega og hins ókunna til að vekja forvitni um hvað lægi handan daglegs lífs; land af þeirri stærðargráðu og gróðursæld sem er íbúunum hvatning til andlegra um- brota. Grikkland á annan veg, skærblár him- inn umhverfis, á hinn dimmblátt Eyjahafið, og ég á leið frá hvítri byggð Salonikki inn í brúnt mengunarkóf Aþenuborgar. Þjóðsögur spretta af þörf ímyndun- araflsins fyrir svigrúm. Sumum fylgir dul- vísi, umræða um - hið óumræðilega. Þær veita nýja og skarpari sýn í hið gamalkunna og hversdaglega. Ef þjóðsögur ekki beinlínis flytja vísdóm inn í líf þess sem þær á annað borð ná til eins og goðsagnir gera þá hrista þær a.m.k. upp í mönnum svo að hið óvænta á greiðari leið að þeim en áður og þar með vex þörfin fyrir ferskan skilning á því sem fyrir ber. Það er um aldarfjórðungur síðan fyrst var hægt að aka hringinn í kringum Island og enn er byggðin í landinu mjór kragi um- hverfis eyðimerkur; veglausar torfærur þar sem útilegumannasagnir áttu þrifnað sinn í gróðurvinjum að baki fjalla. Útilegumenn rændu kvikfénaði byggðarmanna og stund- um kvenfólki samkvæmt þjóðtrúnni og ósýnt var hvemig fara myndi ef ferðalangur á fjöli- um rakst á þvílíkan dúðadurt. Jafnframt ógninni sem byggðamönnum stóð af illþýð- inu dreymdi þá sjálfstæðari meðal þeirra um gróðurvinjar inni á hálendinu, handan fjalla og eyðifláka, þar sem hið forboðna gat ræst; ástir í meinum, ástundun bannaðra fræða sem sjá má af sögum um fjallabúa. Áþreifanlegt fólk var fátt og strjált um sveitir landsins. Hið óáþreifanlegra var ekki færra og bjó í hólum og klettaborgum, fólara á litaraft, svarthært og strýhært, með eina nös, tannhvasst, rökvíst og gætt miklu verksviti. Bæir og heilir firðir draga heiti sitt af borgum þessa fólks; slíkum bergmyndun- um. íslendingar bættu sér í fyrstu upp hæg- læti norsks uppruna síns með írskri órósemi enda lá írland vel við víkingum. Þangað voru sóttir þrælar. Þar með runnu írsk þjóðarein- kenni saman við norsk; þau sem gætt hafa suðurríkjatónlistina bandarísku einkennum sínum. Norsk hversdagsviska stemmir af írska draumóra í sagnasmiðju íslensku þjóð- arinnar svo að svarar til sálarlífs hversdags- legs fólks fremur en alþýðusagnir annarra þjóða. Jafnvel svo að íslenskar draugasögur hafa þjónað þjóðinni um aldir sem aflausn fyrir sálarkrepping af því tagi sem vandaðri sjónvarps- og bíómyndir gera núorðið. Enda var draugur nálega á hverjum íslenskum sveitabæ fyrr á tímum og á sumum margir. Auk þess sem ættlægt ófélagslyndi tók á sig mynd Skottu eða Móra. Islenskar þjóðsögur búa yfír ríkulegu myndmáli yfir sálarkvilla sem núorðið er fjallað um með fræðilegri og leiðinlegri hætti. Skapgerðarbrestir manna voru send- ingar. Þau ósköp hentu menn áður fyrr eins og nú að týna sjálfum sér og töldust þá í álögum. Sá sem hafði rökvit og kunni tækni- brögð taldist hafa skrattann í þjónustu sinni eða einhvern ára hans. Hamingjan var Ápreifanlegt fólk var fátt og strjált urn sveitir landsins, hið óáþreifan- legra var ekkiferra og bjó í hólum og klettaborgum, fölara á litaraft, svart- hœrt og strýhœrt, með eina nös, tannhvasst, verndarvættur í för með þeim heppna. Og ríkulegt innsæi taldist fengið fyrir tilstuðlun draumkonu sem vitjaði viðkomandi þegar þörf var á. Mikill trúarlegur agi gat leitt til andstæðu sinnar fyrr á tímum ekkert síður en á viktoríutímanum í Bretlandi og það svo að viðkomandi umhverfðist, en ekki í gleði- hverfum eins og heldri Bretar heldur í trölla- höndum. Ástríðuofsi var kallaður tröllskap- ur. Álfar sóttu í þá sem bjuggu yfir óvenju- legum vitsmunum; heilluðu þá jafnvel til sín. Af öllum þessum kynjum segir í íslenskum þjóðsögum; villustigum sem nú teljast liggja milli eyrna þess villuráfandi og fagmenn í geðheilbrigði beita á sínu lagi. Raunsæi og draumórar renna saman í hinum bestu ís- lenskra þjóðsagna svo að hvort mannlífsein- kennið um sig bætir hitt upp og af verður vogunarspil fyrir heilvita mann um að heill- ast í kletta þjóðsagnaarfsins svo að aftur ljúkist að baki hans, a.m.k. að sinni. En eins og segir í goðsögum, sem allt á uppruna í, þá kemur sá maður þroskaðri til byggða á ný sem heilshugar ferðast um þjóðsagnaheima. Á Islandi eru vötn þar sem óskasteinar fljóta eina nótt á ári. Fossar sem gengið verður á bak við á vit fossbúa og til ávinn- ings. Landið er gjöfult ef rétt er að því farið; núorðið skilja flestir íslendingar einmitt þetta. Sækýr ganga stundum á land, gráar og stórvaxnar, með blöðru á grönum. Verði einhver vitni að því þá er um að gera að hlaupa til og sprengja blöðruna áður en kýr- in kemst til sjávar á ný, og eignast þar með afbragðs mjólkurkú. Ánnað gildir um hesta sem í vötnum leynast; sá sem freistast á bak festist og hleypur nykurinn með hann í vatn- ið. Vatna- og sjávarbúar á íslandi eru illir ef ekki ætir. Fæstir þeirra eru með viti aðrir en marbendill. Hann má sín lítils ef næst og er fluttur á land. Honum þykir ekkert til manna koma en kaupir sér flutning til sjávar með því að vísa á verðmæti. Skrímsli eru í vötn- um og í sjó og ganga á land; ólögulegar skepnur, jafnvel svo að á eru fleiri hausar en einn. Þau eru skeljum þakin og skröltir í. Ef þjóðsagan kallaðist ekki á við daglegt líf manna varð henni ekki langra lífdaga auð- ið og er gleymd fyrir löngu. Afþreying er annað mál. Af henni má hafa gaman og er oft furðan ein. Svokallaðar karla- og kerlinga- sögur vísa til einstakra atburða. Sama um galdrasögur. Islendingar voru jafn göldróttir og Evrópubúar á 17ándu öld; en söguþjóðin tengdi galdur lesmáli en ekki grautarsuðu eins og hinir og því varla á færi annarra en karla. Á Vestfjörðum sýndist lengra til guðs en í öðrum landshlutum, og því styttra í galdra og aðra tækni. Enn mæla siðir svo fyrir að ævi Islendings verði að taka á sig sögugervi í eftirmælum dagblaða áður en greftrun og yfirsöngur öðl- ast gildi að honum látnum svo mótað er hug- arfarið af sagnahefð. Og eftirmæli eru engin raunsæisfrásögn. Strjálbýli og hóglega hrjóstrugt landslag bjó fólki jarðveg fyrir ævintýri sem voru sama marki brennd og dagfar þess en bjuggu jafnframt yfir mynstrum mannlegs sálarlífs sem náttúra daglegs lífs þess gerir ekki. Þar með var fengin undirstaða fyrir þróun þjóðmenningar frá rótum. Islendingar þurfa ekki að leita til annarra þjóða eftir slíkum hlutum, þótt nýta megi hið aðfengna í þágu þjóðmenningar okkar. Né heldur er ástæða til að ætla hetjusagnir yfirstéttarinn- ar í landinu af sjálfri sér, íslendingasögur, hið eina gilda þegar kemur að sjálfstæðis- málum þjóðar. Ohlutbundin hugsun þróast af myndamáli; dulrúnum þjóðararfsins. Þannig upphófst grísk menning að nútímaskilningi. Heim- speki tók við af goðsögum Forn-Grikkja, þjóðsögum þeirra og ævintýrum. Sama getur gerst meðal okkar Islendinga. Höfundur er rithöfundur. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. APRÍL1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.