Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 16
NORRÆNjlR MENNA GRÆNLANDI EFTIR EIRÍK H. SIGURJÓNSSON Norrænir menn bjuggu á Græn- landi eitthvað fram yfir alda- mótf n 1400 en hvers veqna byggðþeirralagðisrgferekkivitað meo vissu. Engar heimildir er að finna sem skýra íyllilegg_____ hvarf norrænnar mennmgar ur þessum heimi kulda og íss. BEINALEIFAR fólks sem var heygt en ekki jarðað við Narsaq. Ljósm.:lnga Dagmar Karlsdórtir. KONA að verka selspik með ulo, en það er eggjárn sem einnig var notað til forna af Thulcfólkinu. AGRÆNLANDI er' maður venjulega umhverfður fá- breytilegri en stórbrotinni náttúru. Grænland er mjög skorið djúpum fjörðum og yfirleitt byrgja há og þver- hnípt fjöll sýn. Milli hæstu fjallatinda má þó oft sjá inn á hluta hinnar geysivíðfeðmu jökulbreiðu sem hylur mestan hluta Grænlands. Jökultungur renna af jökulbreiðunni og liðast niður milli fjalla við ströndina og þegar þær koma i sjóinn lyftast þær upp og brotna í óteljandi ísjaka. Isjakafjöld og bitur kuldi við strendurnar gera þessa stærstu eyju veraldarinnar harðneskju- lega og minnir á hrjúfan veruleika íbúa henn- ar. Snarbrattar hlíðar jökulsorfinna granít- fjalla fram í sjó minna ennfremur á staðreynd- ina um hversu harðbýl eyjan er. í þessum harða heimi íss og kulda hefur um helmingur allra inúíta heimsins búið, einangraðir frá öðr- um þjóðum og annarri menningu jafnvel allt fram á þessa öld, en fyrstu skjalfestu kynni Evrópumanna af fólki í Ameríku hófust þó fyr- ir um þúsund árum eða um það leyti er menn af íslandi settust að á Grænlandi. Eiríkur rauði fór í útlegð sinni sumarið 982 að leita Gunnbjarnarskerja, þess lands sem Gunnbjörn nokkur Úlfsson hafði orðið var við er hann rak vestur frá íslandi. Er Eiríkur varð útlandsins var sigldi hann með strönd þess í leit að góðu jarðnæði. Hann sigldi suður og vestur fyrir Hvarf og kom þá brátt í firði sem honum þóttu álitlegir. Veturinn 982-983 dvaldi Eiríkur í Eiríksey, sem er við mynni Eiríks- fjarðar. Um vorið fór hann inn Eiríksfjörð á skipi sínu og um sumarið kannaði hann fjörð- inn gaumgæfilega og gaf landinu nafn. Vetur- inn 983-984 hefur Eiríkur verið á Eiríkshólma eða Eiríksey. Vorið 984 hélt Eiríkur til íslands og um sumarið steig hann aftur á íslenska grund við Breiðafjörð. Sagði hann frá ferðum sínum og auglýsti landið sem hann nefndi Grænland. Sumarið 985 eða 986 (þetta er ekki vitað með vissu) héldu 25 skip út til Grænlands ásamt með skipi Eiríks. Um borð í skipunum voru fjölskyldur og helstu eigur þeirra, naut- gripir og sauðfé, vopn og áhöld. Sum skip fóru niður á leiðinni yfír hafið milli íslands og Grænlands, nokkur sneru við, en 14 komust heil út. Pyrstu evrópsku landnemarnir í Vest- urheimi hófu svo búskap í Eystri- og Vestri- byggð sunnarlega á vesturströnd Grænlands haustið 985. Erfið búskaparskilyrði í Landnámu segir frá þessum ferðum Eiríks rauða og fólksins sem ákvað að flytjast búferl- um með honum til hins svonefnda Grænlands. Fréttir um góð kjör fólksins á Grænlandi eru sagðar hafa borist til íslands og fleiri eyja í Atlantshafinu og sífellt fleira fólk fluttist þang- að út. En maður freistast til að spyrja hvort kjör landnemanna í Grænlandi hafi raunveru- lega verið góð. Hvaða hugmyndir skyldi fólkið, sem fór út með Eiríki sumarið 985, hafa haft um Grænland? Voru hugmyndir þess byggðar á raunhæfum frásögnum? Hvað bjó í raun að baki nafngiftinni Grænland? Og hvernig vegn- aði fólkinu raunverulega hið ytra? Undirlendi á Grænlandi er afar lítið og sauð- fjárbúskap er einungis hægt að stunda á ein- staka smábletti með góðu móti enda segja sagnfræðilegar heimildir að mest jarðnæði, bæði í Eystri- og Vestribyggð, hafi verið numið þegar um aldamótin 1000. Við Narssarssuaq í botni Eiríksfjarðar eru hlíðar sums staðar viði vaxnar frá toppi að rótum og að sumarlagi jafnvel all blómstraðar. Skammt frá Narssars- suaq nærri Qagssiarssuk þar sem fyrrum var Brattahlíð, hinn forni bústaður Eiríks rauða, eru beitarhagar allgóðir. Einnig eru beitarhag- ar góðir við Igaliko í Einarsfirði en sá staður nefndist Garðar og var höfuðstaður biskups til forna. Góðir beitarhagar eru undantekningin frá annars berum og bröttum graníthlíðum í sjó fram og ljóst er að Eiríkur rauði hefur numið besta landið í Eystribyggð með tilliti til kúa- og sauðfjárbúskapar. I nútíma tengjast engin tvö grænlensk byggðarlög með vegi, einkum fyrir þá staðreynd hversu undirlendi er lítið og langt er milli byggðarlaga, en sam- göngur eru helstar um loft og á legi. íbúar Grænlands í dag eru 55.000 talsins, í landi sem er 4 sinnum stærra en ísland þegar ísbreiðan mikla er ekki reiknuð með. Þegar maður upplifir grænlenska náttúru undrast maður að nokkurri manneskju skuli hafa hugkvæmst að reyna búsetu við þau skil- yrði sem hún setur. Við fyrstu sýn er sem nátt- úran sé aldauð, ekkert nema ís og klappir. Maður undrast dirfsku og þor Eiríks rauða og samferðafólks hans, að það skyldi velja að flytjast búferlum frá íslandi til þessa líflitla og fimbulkalda heims. Eiríkur hafði átt lítt friðsama daga á íslandi. Vinnumenn hans stuðluðu að eyðileggingu húss nágrannans og voru fyrir það drepnir. Þess hefndi Eiríkur og var hann þá rekinn burt úr Haukadal þar sem hann hafði búið. Skömmu seinna lenti hann í deilum við Þórgest nokkurn en Eiríkur hafði lánað honum setstokka sína og hugðist fá þá aftur. Þórgestur neitaði og upp risu deilur sem leiddu til manndrápa. Þórsnesþing gerði þá Eirík útlægan, líklega árið 982, og mátti hann hvergi sjást á landinu í heil þrjú ár. Þegar Eiríkur kom heim úr út- legðinni gerði hann Þórgesti sáttaboð en Þór- gestur þáði ekki. Þannig hefur Eiríkur freist- ast til að búa áfram á Islandi í friði við aðra menn en þegar sáttargjörðir mistókust afréð hann að fara út til Grænlands að nema land. Það sem einnig ýtti undir áræðni Eiríks að fara til Grænlands aftur er að eftir að faðir hans, Þorvaldur Asvaldsson, var látinn. Er sem Eiríki hafi einungis hlotnast lélegt jarðnæði á íslandi enda voru bestu jarðnæðin tekin um 930, þ.e.'í lok landnámsaldar 874-930. Á Græn- landi fann Eiríkur þrátt fyrir allt betra jarð- næði en honum hefði hlotnast á íslandi og eftir ÍSBORG í Hvalseyjarfirði. Ljósm.:lnga Dagmar Karlsdóttir. að hafa kannað nokkra firði Grænlands í útlegð sinni mátti hann vera þess fullviss, að geta eignað sér jarðnæðið sem hann hafði fundið í Eiríksfirði í friði, því landið virtist mannlaust. Það sama má hafa gilt um flest það fólk sem fór með Eiríki til Grænlands að nema land; þess beið friðsæll dvalarstaður í útlandinu og jafnvel betra jarðnæði en það gat átt von á að eignast á íslandi þrátt fyrir allt. Þótt hlýtt sé jafnan á daginn að sumarlagi í botnum syðstu grænlensku fjarðanna þá stafar miklum kulda af jökulbreiðunni þegar sólin er sest. Því var landnámsmanninum nauðugt að reisa sér hús hið fyrsta eftir að út var komið. Fyrstu húsin voru langhús lík þeim sem finn- ast víða á Norðurlöndum. Torf, grjót og timbur var notað í þessi hús líkt og á íslandi en þegar á landnámið leið fór notkun grjóts að verða meiri og kaldur dragsúgur fékk landnemana til að þétta húsin og þróa þau. Utihús hljóta að hafa verið byggð fljótlega og voru fjósin vandaðri í Grænlandi en þau sem byggð voru á íslandi, einkum þar sem þau þurftu að útiloka kulda og standast sterkan hnúkaþey sem á stundum geystist með miklu afli niður jökulbreiðuna og ofan í firðina. Land- nemarnir tóku fljótlega upp á því að veiða hreindýr, ýmsar selategundir, þorsk, fugla ým- iskonar og jafnvel snæhéra en lítið finnst af refum í sorphaugum fornu bæjanna í Græn- landi. Hinir norrænu íbúar Grænlands veiddu einnig rostunga, einkum þó við Vestribyggð og enn norðar með vesturströnd Grænlands en rostungstennur voru mjög verðmætar enda vinsælar í Evrópu á þessum tíma. Uppistaða kjötsins sem borðað var fékkst úr veiddum dýrum en sauðféð var einkum nýtt vegna ullar- innar; vaðmálsvörur úr ullinni og kýrnar til að fá mjólkina. Kristnin, sem Leifur heppni, sonur Eiríks rauða, kom með frá Noregi var síst minna ját- uð í Grænlandi en annars staðar í hinum kristna heimi á samtímanum. Návist við óblíða náttúru og tíðir mannskaðar á sjó hafa eflaust eflt vonina um raunsanna miskunn almáttugs guðs á komandi morgundegi. Og vonin um blíða himnavist að launum fyrir viljaþrek og amstur á óttafullum ísmánuðum lífsins hefur eflaust eflt trúrækni fólksins. Þrátt fyrir verslun við erlenda aðila lifði fólkið einangraðra lífi í Grænlandi en öðrum norrænum löndum. Norræn menning breyttist enda hægar í Grænlandi en annars staðar. Þar var til dæmis rúnaletur lengur við lýði en ann- ars staðar. Líf hverrar kynslóðarinnar af annarri snerist þannig um fábreytilegan bú- skap og veiðar þær fáu aldir sem norrænt fólk bjó á Grænlandi. Hvað gerðisl eftir 1400? Norrænir menn bjuggu á Grænlandi eitt- hvað fram yfir aldamótin 1400 en hvers vegna byggð þeirra lagðist af er ekki vitað með vissu. Engar heimildir er að finna sem skýra fyllilega hvarf norrænnar menningar úr þessum heimi kulda og íss. Margar getgátur hafa verið settar fram til að skýra ástæðuna. Neo-eskimóar komu til Grænlands um árið 900 e.Kr. yfir ís sem tengdi Grænland við meg- inland Ameríku. Þetta fólk bjó við menningu sem ekki hafði áður verið til í Grænlandi (menning þess er jafnan kennd við Thule). Hr- inglaga hús þess voru smá og gerð úr torfi og grjóti en hvalabein voru notuð í uppistöður. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 18. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.