Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 10
4 ÞAR sem straumar mætast er yfir- skrift Listahátíðar í Reykjavík að þessu sinni og fjölbreytt úrval at- burða á opnunarhátíðinni þann 16. maí n.k. leggur línurnar í þeim efnum. Listahátíð verður form- lega sett við opnun fyrsta áfanga Listasafns Reykjavíkur í Hafnar- húsinu og sýningu á úrvali verka úr Errósafni Reykjavíkurborgar. Þennan dag verður flug- drekasýning frá Kína við Reykjavíkurhöfn og afríski danshópurinn Amlima skemmtir á stult- um. Við Hljómskálann verður opnuð sýningin Gatnamót eftir Vigni Jóhannsson þar sem sam- an tvinnast málverk, tónlist og eldur í eitt alls- herjar umhverfislistaverk. Skömmu síðar verð- ur opnuð í Þjóðminjasafhinu sýning á kirkju- klæðum Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Lisldans og aftar lisldans Listdansi verður gert hátt undir höfði á Listahátíð að þessu sinni. íslenski dansflokkur- inn minnist 25. ártlðar sinnar með afmælissýn- ingu þann 4. og 5. júní í Borgarleikhúsinu. Þar verða flutt verk eftir heimsþekkta danshöf- unda; þá Jirí Kylián, Jorma Uotinen og Jochen Ulrich. Nederlands Dans Theater, NDT, er eitt frægasta og virtasta danshús heims. Stjórnandi þess síðastliðinn 20 ár hefur verið Jirí Kylián og velur hann til samstarfs við sig fjölþjóðlegan hóp dansara og danshöfunda. Dansflokkurinn þykir samþætta með eftirminnilegum hætti klassískan dans og nútímadans, leikhús, tónlist, myndlist. Flokkar yngstu og elstu dansara Nederlands Dans Theater, NDT II og NDT III, koma saman fram á Listahátíð í Borgar- leikhúsinu 28. og 29. maí. Á efnisskrá verða verk eftir Jirí Kylián, Hans van Manen, Johan Inger og Paul Lightfoot. Amlima eru listamenn úr þjóðarballetti Af- ríkuríkisins Tógó sem á undanfórnum árum hafa sýnt á listahátíðum víða um Evrópu. Dans og tónlist byggist á hefðbundnum helgiathöfnum Tógóbúa þar sem saman fer seiðandi taktur og dulúð vúdútrúarinnar. Sýningarnar eru litrík og kraftmikil blanda dans og fimleika þar sem sum- ir dansaranna koma fram á 4 metra háum stult- um. Sýningar Amlima verða í Borgarleikhúsinu 16. og 17. maí en eins og áður sagði munu lista- mennirnir einnig skemmta á opnunarhátíð Listahátíðar við hófnina þann 16. maí. Archana Joglekar er virtasta dansmær Ind- lands auk þess að vera fræg leikkona í sjón- varpi þar í landi. I tilefni af 50 ára lýðveldisaf- mæli Indlands flytur Joglekar danslist kennda við Kathak á Norður-Indlandi í Iðnó 6. og 7. júní. Þessi dans er upprunninn meðal farand- skálda sem miðluðu sögum og Ijóðum á ferðum sínum. Listrænt f jölleikahús og tilraunaleikhús Á mörkum danslistar og leiklistar er hópur sirkuslistafólks í franska fjölleikahúsinu Le Cercle Invisible. Að flokknum standa hjónin Victoria Chaplin og Jean-Baptiste Thierrée. Victoria er ein átta barna Charlie Chaplin og þriðju eiginkonu hans Oonu O'Neill, dóttur bandaríska leikritaskáldsins Eugene O'Neill. Asamt manni sínum hefur Victoria fundið hæfi- leikum sínum eigin leið í listrænum sirkusi sem er ný tegund af leikhúsi og sambland af trúð- leik, töfrabrögðum og leiklist. Le Cercle Invisi- ble kom fram í Kaupmannahöfn þegar hún var menningarborg Evrópu 1996 og hlaut mikið lof fyrir „yndislegustu og elskulegustu sirkussýn- ingu", svo vitnað sé í orð gagnrýnanda Jyllands-Posten. Sýningar verða í Þjóðleikhús- inu dagana 19., 20., 21. og 22. maí. Irinas nya liv er leikrit eftir Nils Gredeby sem kemur frá leikhópnum Unga KJara sem starfar við Borgarleikhúsið í Stokkhólmi. Leik- stjóri er Suzanne Osten. Leikritið er skrifað af Nils Gredeby og byggist á bók sænsk/finnsku skáldkonunnar Irinu von Martens sem er með Downs heilkenni. Þetta er gamanleikur sem lýsir sambýli þroskaheftra einstaklinga en leik- persónurnar lifa einnig í heimi barnabók- mennta Astridar Lindgren. Höfuðpersónan er Ronja Ræningjadóttir ásamt foreldrum Ronju og vini hennar Birki. Og þegar mikið liggur við er gott að eiga vin í Línu Langsokk. I stuttu máli fjallar verkið um drauma og þrár þessara NEDERLANDS Dans Theater undir stjórn Jirí Kylián heimsækir Listahátið í sumar og verður með tvær sýningar í Borgarleikhúsinu. ÞAR SEM STRAUMAR MÆTAST OG DRAUMAR RÆTAST Innan fárra vikna verður Listahátíð sett í Reykjavík. HULDA STEFÁNSDÓniR lítur yfir mikinn fjölda ~ margvíslegra menningarviðburoa sem verða í boði þær __________þrjár vikur sem hátíðin stendur yfir.__________ einstaklinga með Downs heilkenni, löngunina eftir því að vera „eðlileg." En löngun þeirra er hræðslu blandin. Unga Klara hefur lengi verið eitt framsæknasta leikhús á Norðurlöndum og leiksýningin um lif Irinu hefur verið sýnd hjá Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi í tvö leikár. Sýningar á Listahátíð fara fram í Borgarleik- húsinu 24., 25. og 26. maí. Frumflutníngur nýrra tónverka og endurmat fornrar tónlistar I tilefni komu Margrétar II Danadrottningar á Listahátíð verður efnt til hátíðartónleika í Þjóðleikhúsinu henni til heiðurs þar sem fram koma Danski útvarpskórinn og Caput. Danski útvarpskórinn var stofnaður árið 1932 og er skipaður allt að 75 atvinnusöngvur- um. Aðalstjórnandi kórsins frá árinu 1989 er Stefan Parkman. Kórinn hefur vakið heimsat- hygli fyrir fágaðan söng og gefið út fjölda geislaplatna. Kjarninn í efhisskrá kórsins er flutningur a capella, söngur án undirleiks, frá rómantíska tímanum auk kórverka frá þessari öld, ekki síst verk norrænna tónskálda. Á tón- leikunum á Listahátíð mun kórinn flytja tvo rómantíska kórsöngva eftir Jörgen Jersild, þrjár lofgjörðir eftir Peter Nörgard og hefð- bundna norræna kórsöngva. Asamt því að koma fram á hátíðartónleikum í Þjóðleikhúsinu gengst Caput tónlistarhópur- inn fyrir tónleikum í Iðnó 22. maí. Caput hefur sérhæft sig í flutningi á nýrri tónlist og á tón- leikunum 17. maí frumflytja Caput og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlukonsert eftir Hauk Tómas- son. Haukur hlaut nýverið menningarverðlaun DV fyrir óperuna Fjórði söngur Guðrúnar. Jafnframt flytur Caput Minnelieder eftir Bent Sörensen en á efhisskrá tónleikanna í Iðnó eru auk fiðlukonsertsins eftir Hauk verkin Release eftir Mark-Antony Turnage, Living Toys eftir Thomas Adés og Stokkseyri eftir Hróðmar Sigurbjörnsson við ljóð eftir ísak Harðarson sem Sverrir Guðjónsson syngur. Hljómsveitarstjórinn og gömbuleikarinn Jordi Savall er frægasti núlifandi flytjandi end- urreisnar- og barokktónlistar. Framlag hans hefur leitt til algjörs endurmats á eldri tónlist, ekki síst er hann stjórnaði tónlistinni í frönsku kvikmyndinni Allir heimsins morgnar (Tous les matins du monde) eftir Alain Corneau sem varð til þess að forn tónlist náði miklum vin- sældum hjá mun fleiri og yngri áheyrendum en áður. Árið 1986 stofnaði Savall tónlistarhópinn Hesperion XX ásamt eiginkonu sinni, sópran- söngkonunni Montserrat Figueras og I________;_______________-' ,,¦ "_______-______:_____i ,,¦,¦ ;-; '—________¦ -¦¦-¦! AMLIMA eru listamenn úr þjóðarballetti Afríkuríkisins Togo og verða með sýningar á Listahátíð. CAPUT frumflytur m.a. tónverk eftir Hauk Tómasson á tvennum tónleikum á Listahátíð. bassalútu og gítarleikaranum Rolf Lislevand. Montserrat Figueras hefur tileinkað sér söngmáta endurreisnar- og barokktímans og þróað mjög persónulegan söngstíl þar sem hún hefur í heiðri hugmyndir um að tilfinningin að baki orðunum skipti sköpum í túlkun og tækni söngsins. Fyrir vikið hljómar söngur hennar mjög „náttúrulega" og tilgerðarlaust og hefur hún unnið til fjölda verðlauna fyrir söng sinn. Rolf Lislevand er eftirsóttur einleikari og pró- fessor við Tónlistarháskólann í Toulouse auk þess sem hann heldur Master Class námskeið í Austurríki, Noregi og á Spáni. Tónleikar hóps- ins á Listahátíð verða haldnir í Hallgrímskirígu 25. maí. Á efnisskrá eru verk eftir Marin Mara- is, Giulio Caccini, Targuinio Merula, Tobias Hume, Juan Hidalgo, Sebastian Durón, José Marin og Gaspar Sanz. Chilingirian String Quartet með fiðluleikar- anum Levon Chilingirian í fararbroddi er einri vinsælasti kvartett heims og upptökur með honum hafa verið gerðar af mörgum virtum hljómplótuútgefendum á borð við EMI, Nimb- JORDI Savall er gestur Listahá- tíðar ásamt tónlistarhópi sínum. Arti Fostlva! LISTAHATID 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. APRÍL1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.