Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 9
TÆLENSK börn eru áberandi iðin, liðug og kurteis. UM SKOLUM Velta máfyrir sér hvort börn í tœlenskum skólum séu oföguð, ofhlýðin eða ofkurteis og myndu ef- laust margir Vesturlanda- búar aðhyllastpá skoðun. Ymis sýnileg merki eru um samstillt vinnubrögð, virðingu oggóð tengsl foreldra og skóla. (tekM). Handmenntir eg listir í landinu er lögð mikil áhersla á hand- mennta- og listgreinar. Nemendur venjast á að fylgja mjög ákveðnum fyrirmælum eftir í hand- og listmennt og kemur víða í Ijós hve þolinmóðir Tælendingar eru að vinna með huga og hönd. Hvert smáatriði er vel útfært t.d. í teiknun og tréskurði. Ferðamenn kunna vel að meta handunna hluti og kaupa þá gjarnan sem minjagripi s.s. eðalsteina (einkum rúbína, jaði og safíra) og hinar sívinsælu sól- og regnhlífar sem unnar eru úr hrísgrjónum og silki. Þær eru handmálaðar fyrir augum kaupenda sem gleðjast yfir liprum fingrum og nákvæmni þeirra sem mála á regnhlífarnar. Það eru ýmsir aðrir listrænir munir unnir og seldir í landinu sem eru einkennandi fyrir það, s.s. handmálað silki, útskorið tré, silfur- og gull- smíði. En grunnur að þeirri fingrafimi sem einkennir handverksmenn liggur m.a. í ná- kvæmri kennslu og námi svo og í virðingu fyrir sköpun og túlkun. Níu til ellefu ára nemendum er m.a. boðið upp á valgreinar í hand- og listgreinum. Kjarnogrcinar 09 búddamunkar í Tælandi eru trúarbrögðin sýnileg á einn eða annan hátt í öllu námi. Kjarnagreinar - skrift, lestur og stærð- fræði - hafa fastan ramma en þær, eins og aðrar námsgreinar, endurspegla einnig sið- fræði og trú á ákveðinn hátt. Kennarar og búddamunkar kenna lestur en alls staðar er litið á munkinn sem fyrirmynd og líf hans er talið betra og göfugra en líf annara manna. I upphafi voru munkarnir sendir af Ashoka konungi til starfa en nú á tímum lifa þeir mjög fábrotnu lífi og verja því í kennslu, íhugun og bænahald. Þeir hlýða á söng í musterum og hjálpa fátækum og sjúkum. Sjálfir búa þeir við algjöra fátækt en lifa þó ekki í einangrun. Þeir gegna milálvægu fé- lagslegu og pólitísku hlutverki ekki síður en aðrir háttsettdr menn og kenna trúarbragða- fræði Búddha í skólum. Ungir lærisveinar Búdda koma reglulega í skólana og þiggja mat sem börnin koma með að heiman í þeim tdlgangi að gefa hann fátækum. Lærisveinarnir eru krúnurakaðir og ganga í appelsínugulum kirtlum, „kasa- ya". Nunnur eru einnig starfandi í landinu en þær sjá um önnur störf en munkarnir. Nýjasta starfsgrein þeirra er tölvuforritun. Tölvur 09 aðrar námsgrcinar Til viðbótar áðurnefndum námsgreinum má telja matreiðslu, tungumálanám, raun- greina- og rannsóknanám (tilraunir) ásamt tölvunámi. Tælendingar eru stoltir af þeirri tölvuvæðingu sem orðið hefur í landinu. Eitt af forgangsverkefnum skólamálayfirvalda er að sjá til þess að allir nemendur læri á tölv- ur og hefji námið strax í 1. bekk. í einum fá- tækum þorpsskóla eru nokkrar nýjar og ótengdar tölvur í geymslurými en ekki er hægt að nýta þær vegna þess að hvorki er rafmagn í sveitinni né heldur aðstaða til tölyukennslu. I sumum skólum fer tungumálanám fram í sérstökum stofum og á bókasöfnum. Á söfnunum er hvatt til sjálfsnáms og mikil áhersla lögð á enskunám. Þótt Tælendingar kunni ensku eru þeir oft á tíðum feimnir við að tala hana á frjálslegan hátt og vantar sár- lega enskukennara í skólana. Margir nem- endur verja drjúgum táma í að horfa á kvik- myndir svo og fræðslumyndir en sumar myndanna eru á ensku. Vlðhorf Hl menntamála I Tælandi búa um 60 milljónir manna og þar af eru um 80% Tælendingar. í höfuð- borginni Bangkok eru um 7 milljónir og 95,5% íbúa eru búddatrúar. Trúin og viðhorf Tælendinga til lífsins setja mestan svip á hugsun og athafnir þeirra og móta alla skólamenningu svo og viðhorf barna jafnt sem foreldra. Árið 1283 kynnti konungur að nafni Ramkhamhaeng löndum sínum tælenska stafrófið. Það telst til tíðinda að á því hafa orðið litlar sem engar breytingar gegnum aldirnar. Nemendur læra stafrófið utan að og er almennt læsi í landinu meðal þess hæsta sem gerist í Asíu. Ungir nemendur læra að bera virðingu fyrir bókum og hefja t.d. skriftarnám mjög snemma. Þeir sitja þolinmóðir, kurteisir og iðnir ýmist við að skrifa, lesa eða skoða myndabækur. I opinberri skólastefnu er gert ráð fyrir að aLUr nemendur fái kennslu við sitt hæfi og stundi nám í sínum hverfisskóla en þeirri stefnu er ekki fylgt eftir að öllu leyti. Velta má fyrir sér hvort börn í tælenskum skólum séu of öguð, of hlýðin eða of kurteis og myndu efiaust margir Vesturlandabúar aðhyllast þá skoðun. Ýmis sýnileg merki eru um samstillt vinnubrögð, virðingu og góð tengsl foreldra og skóla. Flestum börnum, hvort heldur þau eru í ríkisreknum skólum eða einkaskólum í Bangkok virðist líða vel. Fátækustu börnin í sveita- og þorpsskólum búa hins vegar við mun lakari kjör. I Tælandi er mikil misskipting auðs og lífs- gæða og hún kemur m.a. fram í lífi skóla- barna. Höfundurinn er kennari og Ijóðskáld i Reykjavík. Hún vor i starfshópi sem fór í skólaheimsókn fil Tælands á síoasta sumri og greinin er afrakslurinn af þeirri ferð. BÆKUR Alfræði þióð- ernisiafnaöar- sternunnar Enzyklop&die des Nationalsozialismus - Herausgegeben von Wolfgang Benz - Hermann Graml und Hermann Weiss. Mit zahlreichen Abbildungen - Karten und Grafiken. Deutscher Taschenbuch Verlag 1997. Thomas Bertram annaðist umsjón og ritstjórn þessa 900 blaðsíðna upp- flettirits. Auk útgefenda og ritstjóra hefur fjöldi heimildarmanna og fræði- manna unnið að ritinu. Ritið skiptist í þrjá hluta. I fyrsta hluta er fjallað um hugmynda- fræðina, áróð- urstæknina, kynþáttakenn- ingar og þjóða- morð, utanríkis- pólitík, réttar- far og stjórn- sýslu, atvinnu- vegi og afskipti ríkisvaldsins, herinn, fé- lagshyggju og uppeldisstefnu, vísindi. Fjallað er um listir á 50 blaðsíðum, kirkjupólitík og afstöðuna til trúar- bragða. Fróðlegir kaflar eru um viðhorf- ið til kvenna og uppeldisskólun barna og unglinga innan skólakerfisins. Þar kem- ur fram að nasískt grunnskólakerfi var uppeldisstofnun - uppeldisstofnun sam- svarandi uppeldisskólakerfi Sovétríkj- anna og minnir þessi umfjöllun um margt á íslenskt uppeldisskólakerfi, þ.e. innræting pólitískra hugmynda undir merkjum félagshyggju, jafnaðar og frelsis. Heilbrigðiskerfi, íþróttir, tækni, ofsóknir og útrýming pólitiskra and- stæðinga, flóttinn úr landi og and- spyrnuhreyfingar eru efniskaflar og loks siðari heimsstyrjöld og heimildir þjóðernisjafnaðarstefnunnar. Lexikoninn eða uppflettiritið hefst á blaðsíðu 343 og lýkur á blaðsíðu 815. Þvínæst er lokakaflinn, skrá um persón- ur og lífshlaup þeirra og stöðu innan hreyfingarinnar og tengsl þeirra við flokMnn. Nasismi og kommúnismi eiga það sameiginlegt að telja einstaklinginn vera hluta einnar heildar, hluta þjóðar og hins vegar hluta stéttar, sem ætlað er að fullkomna óhjákvæmilega sögulega þró- un. Hópkenndin var höfuðeinkenni nas- ismans, að vera hluti hins hreina kyn- stofns, skapanda þúsundára ríkisins. Framtíðarhyggjan mótaði athafnir og viðhorf og stefna var að móta meðal þjóðarinnar heildar samhyggju - „Volksgemeinschaft" þjóðar samhyggju. Þjóðfélagsgerð mótuð að „Gem- einschaft" var andstaða hugtaksins „Gesellschaft" sem hugmyndafræðingar þjóðernisjafnaðar-stefnunnar töldu „óþýskt" hugtak búið til að erlendri fyr- irmynd, sem táknaði samfélag mismun- andi hópa og stétta, skylt hugmyndum Burkes um „mennskt samkomulag sundurleitra hópa og mismunandi hags- muna". „Þjóðar-samhyggju" hugtakið átti sér uppruna í æskulýðshreyfingum aldamótanna. Hugtakið var nánar útli- stað í riti Reinhards Höhns: Reichts- gemeinschaft und Volksgemeinschaft - 1935. Kenningin var að afnema allan mismun uppruna, stétta, starfa, mennt- unar, eigna, þekkingar í þjóðfélaginu til sköpunar einnar víddar manns, sem væri hluti heildar-þjóðar. Hópeflið réð ferðinni, allt var þjóðinni sameiginlegt. Á hátíðastundum var ávarpið ekki döm- ur og herrar, borgarar (franska bylting- in), félagar (kommúnistar) heldur „Volksgenosse". Þar var hver einstak- lingur ávarpaður sem hluti hinnar miklu þjóðar. Hugmyndafræði nasismans var öll þvert á persónuréttindi, einkalíf, sér- eign og húmaníska menntun; að því leyti var hún náskyld vúlgær-marxismanum og stjórnarfari því, sem af honum spratt. Rit þetta er nauðsynleg handbók fyrir þá, sem leita heimilda um sögu og aldar- hátt 20. aldar. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 18. APRÍL 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.