Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 13
markaði þáttaskil í sálarlífi Wittgensteins, sem hafði átt við andlega vanheilsu að stríða. Hann sagði síðar að viðurkenningin hefði bundið enda á níu ára þjáningu og einsemd, tímabil tíðra sjálfsmorðshugrenninga. Nú hafði einn virtasti heimspekingur Vesturlanda kveðið uppúr um að hann væri hlutgengur heimspekingur. Áður en langt um leið stóð Wittgenstein orðið jafnfætis Russell í heim- spekilegri rökfræði og sá síðarnefndi sá í hon- um upprennandi arftaka sinn. Wittgenstein eignaðist fljótt allmarga kunningja í Cambridge. Þeirra á meðal voru nokkrir einstaklingar sem tilheyrðu frægri og gamalgróinni menntamannaklíku, Postulun- um, útvöldum og innvígðum hópi afburða- námsmanna, er hittist vikulega og ræddi á hvassan hátt um tiltekið efni sem einn í hópn- um hafði framsögu um. Wittgenstein var boð- in innganga en eftir nokkra fundi sagði hann sig úr hópnum. Úrsögn úr þessum útvalda fé- lagsskap var viðburður. í hundrað ára sögu hans hafði það aðeins eini sinni hent. Svona átti Wittgenstein til að rekast illa í hópi. Einn af meðlimum hópsins var hagfræðistúdentinn John Maynard Keynes sem síðar varð einn áhrifamesti hagfræðingur aldarinnar. Vin- skapur tókst með Wittgenstein og Keynes og sá síðarnefndi lét til sín taka á mikilvægum augnablikum í lífi Wittgensteins og beitti oft- ar en ekki víðteekum áhrifum sínum til að lið- sinna honum. I sumarfríinu eftir fyrsta árið í Cambridge bauð Wittgenstein vini sínum Da- vid Pinsent með sér til íslands, eii næsta grein fjallar um það ferðalag. Wittgenstein lét ekki sitja við íslandsferð- ina eina saman því árið eftir bauð hann Pin- sent með sér til Noregs. Wittgenstein hreifst svo af Noregi að hann ákvað að setjast þar að um hríð og sökkva sér niður í rökfræði. Hann þráði næði og einveru, hvar hann fann á af- skekktum stað í þorpi sem heitir Skjolden, í nágrenni Sognfjarðar, norður af Björgvin. Þrátt fyrir einveruna náði hann fljótt góðum tökum á norskunni. Það má ætla að Wittgen- stein hafi unað sér vel á þessum slóðum, fjarri hástéttarlífi hvort heldur var í Vínarborg eða Cambridge þar sem hann festi ekki yndi. Þetta ár í Noregi var eitt hið afrakstursmesta á ferli hans. Eitt af því sem hann vann að var ritgerð sem hann ætlaði að fá metna sem BA- ritgerð. Hún var vísirinn að Tractatus Logico- Philosophicus sem var fyrri bókin af þeim tveimur sem hann skrifaði um dagana. Um- sjónarkennarinn var G.E. Moore, einn kunn- asti heimspekingur Breta á þessari öld. En þegar til kom hlaut ritgerðin ekki náð fyrir augum prófdómenda. I hana vantaði heimilda- skrá og greinargerð fyrir því hvað væri höf- undar og hvað annarra. Wittgenstein var gróflega misboðið. Hann ritaði Moore svo hvassyrt bréf, að það í senn sleit vináttu þeirra um árabil og girti fyrir BA-gráðuna. Wittgenstein hófst handa við að byggja sér forláta bjálkakofa skammt frá Skjolden og þar hugðist hann dvelja meira og minna næstu árin eða þar til hann hefði ráðið grund- vallargátur heimspekinnar. Hann sneri til Vínarborgar um sumarið til að flýja ferða- mannastrauminn, eftir vetrarlanga dvöl í Noregi. Daðrað við dauðann Þá um sumarið skall fyrri heimsstyrjöldin á og Wittgenstein gerðist sjálfboðaliði í her Prans Jósefs Austurríkiskeisara. Hvatirnar að baki því virðast hafa verið eitthvað blendn- ar. Hann var sannur fóðurlandsvinur en þar við blandaðist þrá til að takast á við ögrandi verkefni af öðrum toga en andlegum. Wittg- enstein var að leita að háska sem gæti þrosk- að hann til muna. Honum fannst heillandi að komast í tæri við dauðann og taldi það leiða til aukins þroska. í þessum skilningi kom stríðið á hárréttum tíma fyrir Wittgenstein, því hann þráði að breyta sjálfum sér á róttækan og varanlegan hátt og til þess var stríðið nægi- lega öflugt tæki. Honum var skipað í stór- skotaliðshersveit á austurvígstöðvunum með bækistöðvar í Krakáw. Stríðið var honum þung raun. Hann þjáðist af einmanakennd, undir henni kynti vitneskjan um að vinir hans frá Englandi væru í óvinahernum. Linnulaust sálarstríð þjakaði hann og fullkomnunar- árátta bætti gráu ofan á svart. Eitt sinn varp- aði hann þeirri spurningu fram í samræðum við vin sinn, hvernig hann gæti orðið góður heimspekingur ef honum tækist ekki að verða góður maður. Hann náði að sökkva sér í lest- ur. Las m.a. Guðspjallið stutta eftir Tolstoj fram og aftur. Það virðist sem stríðið og lest- urinn hafi orðið honum trúarleg reynsla. í samræmi við dauðadaður sitt, óskaði Wittgenstein eftir því frá upphafi að vera settur í fremstu víglínu sem óbreyttur her- maður. Um mitt stríð fékk hann ósk sína upp- fyllta. Hann kvaddi sína nánustu með því þeli að hann ætti ekki von á að snúa aftur. Á víg- vellinum lenti Wittgenstein m.a. í einum hörð- BERTRAND Russell, Maynard Keynes og rithöfundurinn Lytton Strachey, 1915. Tveir þeir síðarnefndu voru mjög áfram um að fá Wittgenstein í hóp „Postulanna". ustu orustum stríðsins gegn óvígum her Rússa. Mannfall í her Austurríkismanna var mikið. 011 stríðsárin stundaði Wittgenstein heimspeki meðfram hermennskunni og skrif- aði Tractatus að stórum hluta. Greina má áhrif stríðsins í riti hans og þá sérstaklega trúarlegar hugmyndir eftir að hann fór í fremstu víglínu. Austurríski herinn hopaði látlaust undan þeim rússneska allt upp í Karpatafjöllin og mátti þar þola vosbúð. Framganga Wittgensteins í herdeildinni þótti viðurkenningarverð. Hann var sendur til Olmutz á Mæri til að fá þjálfun sem liðsfor- ingi. í kjölfar rússnesku byltingarinnar dró máttinn úr rússneska hernum. Austurríski herinn sneri vörn í sókn. Þegar Rússar voru yfirbugaðir var sókninni beint gegn ítölum. Austurríkismenn lutu í lægra haldi og í árs- byrjun 1918 var Wittgenstein tekinn til fanga. Hann sat í farigabúðum á ítalíu í hálft ár. Þrátt fyrir að Bertrand Russell hefði diplómatísk sambönd til þess að fá Wittgen- stein lausan, hafnaði hann slíkum forréttind- um og við læknisskoðun sem hann gekkst undir að undirlagi Russells til að leiða í ljós meinta vanheilsu hans, kvaðst hann vera stál- hraustur. Heimspeki og barnakennsla Það var gerólík Evrópa sem blasti við eftir stríð. Vínarborg mátti muna sinn fífil fegri. Fyrir stríð var hún höfuðborg keisaraveldis með fimmtíu milljónir þegna af ýmsu þjóð- erni. Eftir stríð var hún höfuðborg lítils alpar- íkis með sex milljónir íbúa. Sjálfsmynd Aust- urríkismanna fór ekki varhluta af þessum firna breytingum. Striðið breytti Wittgen- stein mikið eins og vænta má af slíkum hildar- leik. Meðfram hermennskunni tókst honum þó að ljúka við að skrifa Tractatus sem hann hafði verið með í smíðum frá því árið 1911 og lagt m.a. drög að á ferðalagi sínu um ísland haustið 1912. Hún átti að verða hans fyrsta og síðasta bók, svanasöngur hans í heimspeki. Hvernig stóð á því? Hann taldi sig hafa leyst allar megingátur heimspekinnar í þessu eina verki. Meira væri ekki um heimspeki að segja. Þar með taldi hann hlutverki sínu í heimspeki lokið. Nú væri að snúa sér að öðr- um verkefnum og þarfari. Hann ákvað að setjast á skólabekk í einn vetur í þeim tilgangi að gerast barnaskólakennari. Fjölskylda Wittgensteins botnaði hvorki upp né niður í þessari kúvendingu. Það síðasta sem hún vissi var að honum hafði verið spáð miklum frama í heimspeki. I lok stríðsins voru Wittgenstein og systk- ini hans forrík. Faðir þeirra hafði verið svo hygginn áður en stríðið hófst að skipta auðæf- um sínum í bandarísk verðbréf sem ávöxtuðu sig geysilega vel á sama tíma og fjaraði undan efnhagslífi víða í Evrópu. Við andlát Karls Wittgensteins tæmdist börnum hans gríðar- lega mikill arfur. Ludwig Wittgenstein vissi ekki aura sinna tal. En áður en langt um leið hafði hann gefið systkinum sínum hverja krónu. Hann kærði sig ekki um auðæfin og taldi að örlítil viðbótarauðæfi myndu ekki spilla systkinum sínum meira en orðið var. Að því búnu flutti hann úr fjölskylduslotinu og tók á leigu litla skonsu nálægt kennaraskólan- um. Þunglyndi hrjáði hann á þessum tíma. HÚS í funkisstíl, sem Wittgenstein teiknaði fyrir systur sina. Eftirköst stríðsins, sviplegt dauðsfall David Pinsents, besta vinar hans og lífsbarátta á gersamlega nýjum grunni kynti þar undir. Einnig vógu þungt vonbrigði Wittgensteins með hversu erfiðlega gekk að finna útgefanda að Tractatusi. Wittgenstein fékk kennararéttindi sumarið 1920. Hann var kennari af hugsjón. Helst vildi hann kenna á harðbýlum og afskekktum stöð- um. Hann lagði áherslu á stærðfræði til að skerpa rökgáfu nemendanna, sígild þýsk bók- menntaverk til að innræta nemendum menn- ingararfleifðina og síðast en ekki síst las hann biblíuna með nemendunum í því skyni að verma hjartaþelið. Hann fékk starf sem barnaskólakennari í litlu fjallaþorpi. Wittgen- stein þótti strangur kennari. Hann lagði upp úr skilningi nemenda á viðfangsefnum sínum í stað utanbókarlærdóms og staðreyndastagls. Þeir nemendur, sem sýndu áhuga og skilning fengu viðbótarkennslu utan stundatöflu og hann sýndi þeim mikla ræktarsemi. Hinum sem hvort heldur skorti áhuga eða getu hlífði hann ekki, kom oft á tíðum hryssingslega fram við þá og tuskaði þá til. Brotlhlaup úr kennslu Af fyrrnefndum sökum varð Wittgenstein ekki vel liðinn sem kennari og meira að segja foreldrar þeirra barna, sem hann hafði metn- að fyrir og lagði sig fram um að búa undir framhaldsmenntun, kunnu honum litlar þakk- ir fyrir afskiptin og töldu börnin hafa meiri skyldum að gegna við að létta undir við bú- skapinn. Ástríðufullur kennslumetnaður Witt- gensteins varð honum að falli. Hann hrökkl- aðist á milli skóla og að lokum henti hann at- vik sem batt enda á sex ára kennaraferil. Hann missti stjórn á skapi sínu, sló til nem- anda með þeim afleiðingum að hann féll í gólf- ið. Wittgenstein var harkalega brugðið og af- henti uppsagnarbréf skömmu síðar. Þessir árekstrar ollu Wittgenstein lengi vel hugarvíli sem sést best á því að 10 árum síðar gerði hann sér sérstaka ferð í þorpið þar sem hann kenndi síðast og heimsótti hvern þann nem- anda sem hann hafði veitt líkamlega ráðningu og baðst fyrirgefningar á framferði sínu. Eftir brotthlaupið úr kennarastarfinu þráði Wittgenstein fásinni. Það fann hann í klaust- urspítala þar sem hann fékk starf sem garð- yrkjumaður. Eftir sumarlangt starf var hann kominn í jafnvægi á nýjan leik, hann hélt til Vínar, reiðubúinn að blanda geði við fólk. Fljótlega eftir að hann kom til Vínar fékk hann það verkefni að hanna og byggja hús fyrir Margréti systur sína í samvinnu við arkitektinn og vin sinn Paul Engelmann. Áhugi Wittgensteins á hönnun og fagurfræði var við brugðið og nú fékk hann verðugt við- fangsefni. Hann varð gagntekinn af verkefn- inu. Hann var yfirgengilega nákvæmur og smámunasamur í hönnuninni og lét sérsmíða flestallt. Miðstöðvarofnarnir voru ár í smíðum því enginn framleiðandi í Austurríki kunni að srhíða það sem Wittgenstein vildi. Kröfur hans voru svo þrúgandi að til er saga um að smiðirnir hafi brostið í grát eftir að hafa ár- angurlaust reynt að gera byggingarmeistar- anum til hæfis. Húsið reis og þótti marka tímamót í byggingarlist Vínarborgar. Að heimspeki á ný Wittgenstein samlagaðist smám saman borgarlífinu og Margrét systir hans kynnti hann fyrir Morits Schlick, prófessor í heim- speki í Vínarháskóla sem var driffjöðrin í Vín- arhringnum svokallaða, sem var atkvæðamik- ill félagsskapur eðlisfræðinga, stærðfræðinga og heimspekinga. Vísir að Vínarhringnum hafði þá myndast og Schlick fékk Wittgen- stein til þess að mæta reglulega á fundi með hópnum gegn því skilyrði Wittgensteins að ekki yrði minnst á heimspekileg efni. Félög- um í hópnum varð brátt ljóst að Wittgenstein var ekki sá pósitívisti sem þeir héldu hann vera. Hann átti til að lesa fyrir þá ljóð eftir Tagore sem voru full af dulúð og það ruglaði þá ennfrekar í ríminu. Arið 1928 hélt hollenski stærðfræðingurinn L.E.J. Brouwer fyrirlestur í Vín undir yfir- skriftinni: Stærðfræði, vísindi og tungu-^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. APRÍL 1998 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.