Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1998, Blaðsíða 7
Á Kjarvalsstöðum veroa opnaoar í dag kl. 16 tvær myndlistarsýningar. HULDA STEFÁNSDÓTTIR fjallar um verk Georgs Guona Haukssonar í Vestursal og Bernhards Moninot í gangrými og ræðir við listamennina. IMYNDUN OG VERULEIKI GETA VERIÐ JAFN RAUNVERULEG LISTMÁLARINN Georg Guðni Hauksson hefur skapað sér þá sérstöðu meðal yngri kynslóðar myndlistarmanna að þau þrett- án ár sem hann hefur unnið að list sinni hefur hann undantekningarlaust fengist við að mála landslag. Af ákafa og einlægni gagnvart viðfangsefnínu hefur honum tekist að finna nýja fleti á því sem hljómar vissulega eins og hefðbundinn og úrsérgenginn efniviður. Síð- asta einkasýning Georgs Guðna var í Norræna húsinu árið 1995. Og hann lætur engan bilbug á sér finna á stórri sýningu í Vestursal Kjar- valsstaða. Innan fínlegra blæbrigða persónu- legs myndmáls kveður við nýjan tón í stundum grófari útfærslum á landslagi, stundum fínlegri en fyrst og fremst landslagi sem gæti „verið" alls staðar og hvergi, landslag sem er „minnis- stætt vegna þess hversu dæmigert það er," eins og listamaðurinn komst sjálfur að orði. Jón Proppé, gagnrýnandi, fjallar um mál- verk Georgs Guðna í sýningarskrá. Þar bendir hann m.a. á að það sé ekki hluturinn, þ.e. landslagið, heldur myndin sjálf sem skipti öllu máli. „Verkið felst ekki í eftirmyndun náttúr- unnar heldur bókstaflega í myndun hennar í málverkinu." Þannig er eins og listamaðurinn kafi dýpra að baki ímynd landslagsins líkt og það blasir við okkur úti í náttúrunni eða af ljós- myndum og dragi saman í eina einfalda heild- armynd ótal hughrif ljóss og myrkurs, láréttu sjóndeildarhringsins og lóðréttar línur fjalla og hóla. Og hið ímyndaða landslag verður jafnvel raunverulegra en veruleikinn. Hvernig svo sem á því getur staðið, - en slíkir eru töfrar málverksins. Georg Guðni líkir tilfinningunni að baki myndsköpun sinni við það að feta sig í myrkri úti í náttúrunni. Alltaf viðbúinn því að detta um einhverja þúfuna eða stíga ofaní skurð, en þeg- ar birtir blasir kannski ekkert annað við en óendanleg slétta heiðarinnar. Það er einmitt þessi óskilgreindi „þuski" og kyrrð sem Georgi Guðna þykir eftirsóknarverð. Landslag sem er mótað af birtu heils sólarhrings og í leik sínum við loft og láð. Og eftir því sem hann ferðast meira um landið skerpist á heildaráhrifum hvers landshluta um sig og þeir verða aðgrein- anlegri. „Það sem hefur alltaf heillað mig í mál- verkum annarra og eldri landslagsinálara er það sem býr í bakgrunni verkanna. Ég reyni að kalla fram þessa tilfinningu fyrir fjarlægð- inni með einfaldri endurtekningu sömu for- manna og blæbrigðum ljóss og skugga, líkt og áhorfandinn rekji sig í gegnum málverkið inn í fjarskann." Vinnubrögðin hafa orðið grófari eins og best sést á fjölda smámynda sem Georg Guðni byrj- aði að vinna fyrir þremur árum og hefur síðan Morgunblaðið/Golli GEORG Guðni og landslag heiðarinnar. „Á síðustu árum hef ég' forðast að spyrja sjálfan mig of margra spurninga varðandi það hvað ég sé að fara með myndum mínum og látið það ráðast hverju sinni." þróað með sér öllu „kæruleysislegri" og ósjálf- ráðari pensilstrokur í bland við fínleika þeirra og nákvæmni áður. „Krafan um að fylgja ákveðinni hugmynd var farin að hamla mynd- skopuninni. A síðustu árum hef ég forðast að spyrja sjálfan mig of margra spurninga varð- andi það hvað ég sé að fara með myndum mín- um og látið það ráðast hverju sinni," segir Ge- org Guðni. „Ég lít svo á að það skipti málarann engu hvort hann málar landslag eða eitthvað annað. Málverk og náttúra eru tvö gerólík fyr- irbæri í eðli sínu. Og það er jafn erfitt að gera ímynduðu og raunverulegu landslagi skiL Hvoru tveggja getur verið jafn raunverulegt.") TEIKNAÐ MED UÓSI SÝNING Bernards Moninots á Kjarvalsstöðum er fyrsta einkasýning listamannsins utan heimalandsins, Frakklands. Hann hefur þó tekið þátt í samsýningum víða erlendis frá því að hann kom fyrst fram á sjónar- svið myndlistarinnar um 1970 en Bernard hefur einkum vak- ið athygli fyrir teikningar unnar í gler. Frá íslandi fer hann til Edinborgar þar sem hann opnar sýningu í Gallery Fruit Market. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum er úrval verka lista- mannsins allt frá árinu 1980 fram til síðasta árs. Moninot lýs- ir sjálfur öllum verkum sínum sem teikningum, hvort sem línurnar eru kallaðar fram sem gárur á vatni eða skuggar svifskúlptúra, lágmynda eða fínlegra forma á glerplötum sem varpað er á hvítan vegginn. Megininntak listsköpunar Bernards Moninots felst í tím- anum og því að gera þetta óáþreifanlega hugtak sýnilegt. Fínleg form birtast á litfleti sem borinn hefur verið á bakhlið glers. Skuggaspilið sem formin varpa á hvítan vegginn ræðst af sólarljósinu. Og þegar ljóssins nýtur ekki við hverfur teikningin. Stundum eru þessi form óregluleg að lögun en í annan stað minna þau okkur á stjörnufræðina í geómetrískri þrívíddarlögun sinni. Farandskuggar er röð lágmynda sem Moninot vann á ferðalögum sínum milli landa og landshluta í Frakklandi. Hugmyndin kviknaði eitt sinn þegar listamaðurinn kom auga á ljósbletti sem dönsuðu um á bekk í lystigarði. Verkin eru samsett úr fínlegum sporöskjum eða krosslaga formum sem tengd eru saman á neti píanóstrengja. Heildarformið er form sólarljóssins eins og það skein inn um ákveðinn glugga, á ákveðnum tíma, - og á ákveðnum stað, eins og titlar verk- anna vísa til. Hvítt á hvítu standa verkin í röð á veggnum og lýsingin virkjar skuggaspilið að nýju, - á öðrum tíma og öðr- um stað. Moninot segir notkun píanóstrengjanna ekki úr lausu lofti gripna. „Þar með fæst tenging við tónlistina sem er sömu eiginleikum gædd og skuggarnir, þ.e. að leika um í tíma og rúmi." Listamanninum er tónlist hugleikin því hann grípur oftar til þessarar samlíkingar, eins og þegar hann bendir á að öll verkin séu samsett úr mörgum smærri og óreglulegum einingum og þar af leiðandi myndi þau eins og ákveðinn takt innbyrðis þegar augun leita á milli einstakra hluta verksins. Á síðustu árum hefur Moninot unnið að smíði fínlegra svif- verka úr járni og bronsi. Vinnustofu sinni breytti hann í „sjóndeildarstofu," þar sem hann ígrundaði lengi marg- breytilega skuggana sem þessir hlutir vörpuðu á loftið eða Morgunblaðið/Golli FRANSKI myndlistarmaðurinn Bernard Moninot lýsir verkum sfnum sem teikningum þar sem áhöldin eru Ijós og skuggi. „himininn" í vinnustofunni. Stjörnukíkir sem er skuggamælir og vogarskálar sem vegaljós, - og þar af leiðandi skugginn sem Jjósið varpar á vegginn. Tónkvísl og pendúll slá taktinn og stýra hreyfingum skugganna. í sýndarveruleika Moninots verður hið ósýnilega sýnilegt og hverfulleiki tímans eins og þrívíður hlutur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. APRÍL 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.