Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGENBLAÐSINS - MENNEVG I ISTIIi 23. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Hrafna-Flóki leggur frá landi er heiti á fyrstu grein af fjórum um slóðir forfeðranna í Vestur Nor- egi. Hðfundur er Stefán Aðalsteinsson sem var þar á ferðinni. Segir fyrst frá slóðum Flóka, en síðan fer Stefán um Mostur, þaðan sem Þorólfur Mostrarskejgg var og síðan um Sóllundir, slóðir Kveld-Ulfs og Skallagríms. Síðasta greinin fjallar um Dalsfjörð, heim- kynni Ingólfs Arnarsonar og þar er einnig lýst Norður Mæri, heimkynnum Gísla Súrs- sonar. Haukadalsskólinn Kiasma nefnist bygging sem hýsa mun samtímalista- safnið í Finnlandi og tekin var í notkun í Helsinki á dögunum. Orri Páll Ormarsson var viðstaddur vígslu hússins en bygging þess er liður í sókn finnskrar iistar inn á hinn alþjóðlega markað. Höfuðmarkmið Ki- asma er að styrkja stöðu samtímalistar f landinu og beina henni f auknum mæli inn á þjóðbrautina - auka samverkan listar og al- mennings. Syðri-Neslönd Bærinn stendur á fögrum stað við Mývatn og er sér á parti í þá veru, að þar standa nú þrjár kynslóðir íbúðarhúsa: Gamall torfbæ, kominn að hruni, timburhús sem byggt var áfast við gamla bæinn 1920 og loks yngra íbúðarhús frá 1952. Þar er nú aðeins ein gömul kona. Um bæinná Syðri-Neslöndum skrifar Birkir Fanndal Haraldsson. Sigurður Greipsson, gh'mukóngur, félags- málafrömuður og bóndi í Ilaukadal stofnaði skólann 1927 og starfaði hann óslitið til 1973. Nemendur voru að jafnaði 20-30 og áherzla lögð á leikfími, sund og glímu, en bóklegar greinar voru þar einnig. Að koma byggingarefninu á staðinn í vegaleysinu 1927 var afrek, en íþróttaskálinn var fyrsta húsið sem reis á Söndunum við Geysi. í bók sem heitir Sigurður Greipsson og Hauka- dalsskólinn, og er eftir Pál Lýðsson sagn- fræðing, er lýst þessari sérstæðu mennta- stofnun. Bubbi myndhöggvari afhjúpar útilistaverk sín í garði Listaskálans í Hveragerði í dag. Við- fangsefni hans er náttúra Islands, einkum frá jarðfræðilegu sjónarhorni. Verkin níu á sýningunni, sem nefnist UTI og unnin hafa verið á sfðustu þremur árum með blandaðri tækni úr járni, fslensku grágrýti og stein- steypu, eru hugsuð sem teikning í landslag þar sem útlfuur kunnuglegra forma eru dregin fram. Forsíðumyndin er af aðalinngangi Kiasma, hinum nýju húsakynnum samtímalistasafnsins í Finn- landi, sem vígt var á dögunum í höfuðborginni Helsinki. HANNES SIGFÚSSON A LEIÐARENDA Það er haust og ljós skína dauft í gluggum bak við gagnsæ tjöld Mig gi-unar fólk þarinni sem égkannast við eins og í móðu fjarskans. Nálægt nú geisladrif prjóna. Börkuð hönd ríður net sem veiðir hug minn Ég er í lykkju torgsins. Lágreist hús þokast nær eins og börn sem huga að veiði En það eru gömul hús með gafia og kvist eins og kryppu á þaki. Þau kannast víst líka við mig ogleiða mig upp brekku sem gest til stofu Svo dreifa þau sér um nálæg öngstigi og sund og stara á mig í rökkrinu (sum dálítið hrum: þau styðjast við krókstaf með blikandi Ijós á hnúði) Á hverjum laufgulum morgni er útsýnið klippt og skorið í kyrralífsmynd af vegi gerði og runna með blóðrauð ber. En snöggt verður myndin kvik af tifandi granna sem örsmáum sekúndusporum þokast um veginn og hverfur. Kemur til baka að tína sér nokkra blóðdropa íþyrstan munn. Hannes Sigfösson, 1922-1997, var einn af atómskáldunum, byltingarmönnunum í íslenzkri Ijóðlist um miðja öldina, en fyrsta Ijóðabók hans, Dymbilvika, kom út 1949. Hannes bjó lengi í Noregi, en var nýlega Ruttur til íslands og setztur að á Akranesi þegar hann féll frá. ÞEGAR RÖKIN FINNAST EKKI RABB AUÐVITAÐ er það að bera í bakkafullan læk- inn að leggja orð í kosn- ingabelginn frá því í síðasta mánuði, eða öllu heldur þann hluta henn- ar sem snerist um mál tiltekinna tveggja ungra athafnamanna af Reykjavíkurlist- anum. Freistingin er bara óbærileg. í hita leiksins, rétt fyrir kosningar, snerist umræðan um siðferðilegt réttmæti þess að Reykjavíkuriistinn hefði á sínum snærum tvo unga menn sem hefðu umtal- aða fortíð að baki í viðskiptum. Eins og eðlilegt er sýndist sitt hverjum og í aðal- atriðum skipti þar máli hvar í pólitík fólk stóð. Ýmist var talað um ósvífnina og ófyrirleitnina í borgarstjóranum að ætla að koma þessum mönnum í borgarstjóm með góðu eða illu, eða þá að oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjómarkosning- unum var víttur fyrir að leggjast svo lágt að draga gömul og sárasaklaus mál fram í dagsljósið. Menn greindi sem sagt á um hvort þarna hefði verið eitthvað í gangi of siðlaust til þess að hægt væri að sætta sig við, jafnvel saknæmt, eða hreinlega sýnis- hom af venjulegum atvinnurekstri ís- lensks athafnafólks. Hvort um væri að ræða siðspillingu eða ófrægingaherferð. Það er svo sem ekkert óeðlilegt að um- ræða fólks og skoðanir á málinu hafí ráð- ist af því hvemig hjartað sló, þ.e. til hægri eða vinstri. En ósköp virðist nú málefna- fátæktin mikil þegar menn vilja leiða al- varleg mál sem þetta til lykta - og freista þess að sannfæra pólítíska andstæðinga sína - með svona málatilbúningi einum saman. Svo virtist sem fjöldi reykvískra kjós- enda hefði ekki haft fyrir því að kynna sér málið til hlítar samkvæmt þeim upplýsing- um sem fyrir lágu og voru margoft kveðin í fjölmiðlum, heldur tekið ákvörðun sína út frá því með hverjum þeir héldu í upphafi. Utstrikanir þess fjölda fólks sem kaus R- listann en strikaði umrædda menn út, sýna reyndar að þetta er langt frá því að vera algilt, þ.e. að pólitísk gleraugu hindri eðli- legt úteýni. Hitt var bara of algengt. Það er kannski full ástæða til þess að hafa verulegar áhyggjur af þeirri einhæfni sem ræður ríkjum í samræðum okkar dags daglega. Listin að ræða mál til lykta og sannfæra aðra með rökum virðist á færi sí- fellt færri. Síendurteknar upphrópanir, helst með gífuryrðum, sem eiga að gegna því hlutverki einu að þreyta andstæðinga til uppgjafar og sannfæra þá sem fylgjast með álengdar án þess að kynna sér stað- reyndir, eru taldar vænlegri til árangurs. Kannski eru þessar aðferðir vænlegri í nú- tíma þjóðfélagi? Heimspekingurinn gríski Sókrates var óþreytandi við að hvetja unga menn til rökdeilna í þvf skyni að örva hugsun þeirra og dómgreind og þroska til þess að rök- styðja eigin skoðanir. Samtíma Sókratesi voru sófistarnfr svokölluðu sem þróuðu röklistina á hættulegar brautir. Þeir höfðu kennslu að atvinnu og áttu því mikið undfr því að gera hana sem vinsælasta. Því lögðu þeir alla áherslu á að kenna mönnum að sannfæra aðra um málstað sinn með rök- fimi. Greinarmunur góðs og ills, rétts og rangs skipti þá litlu. Það er langur vegur frá því að ég vilji líkja íslenskum stjórnmálamönnum við sófistana grísku, ekki síst vegna þess að mér þykir þeir almennt engu betri ræðu- menn og klárari í röklistinni en almúginn. Hins vegar þykir mér gaman að skoða ís- lenskt stjómmálasvið með þetta í huga. Það er ein helsta hugsjón lýðræðisins að þjóðmálum sé ráðið til lykta með rökræð- um en ekki valdboðum. Vilhjálmur Árna- son, prófessor og heimspekingur, fjallar um þetta í grein sinni Siðvæðing stjórn- mála. Stjórnmálamönnum ber að rökræða við umbjóðendur sína þannig að almanna- vilji og þarmeð almannaheill, sé í sífelldri mótun í opinberri þjóðmálaumræðu. En ef við, almenningur sem stjómmála- mennirnir fara með umboð fyrir, kunnum ekki rökræðulistina lengur, er hætt við að lýðræðishugsjónin fari fyrir lítið, að þessu leyti að minnsta kosti. Það má auðveldlega finna of mörg dæmi þess að stjórnmála- menn hafi látið undir höfuð leggjast að rökræða við umbjóðendur sína en rökræð- ur umbjóðendanna við stjómmálamenn eru svo sem ekkert til þess að hrópa húrra fyrir heldur. Nýlegt dæmi tengist lagafmmvarpinu um gagnagrunna á heil- brigðissviðinu. Fjölmiðlar fjölluðu tölu- vert um þetta stórmál, og þó skiptar skoð- anir séu um hvemig til hafi tekist hjá þeim með gagnrýna umfjöllun vegna þeirra fjölmörgu lagalegu og siðferðilegu spurninga sem málið vakti, er til dæmis ljóst að lesendum Morgunblaðsins gafst góður kostur á að kynna sér vel stað- reyndir málsins. Hvemig skyldi þá standa á því að skoðanir fjölmargra á því hvort frumvarpið sé af hinu góða eða ekki, virð- ast byggja á allt öðmm þáttum, hvort þeir ,;haldi með“ Kára Stefánssyni, forstjóra Islenskrar erfðagreiningar, eða með þeim íslensku læknum sem em á móti frum- varpinu: Mér h'st vel á þennan Kára, gott hjá honum að koma hingað frá Harvard og segja þessari læknamafíu til syndanna. Eða: Hvað þykist hann eiginlega vera þessi Kári? Kemur frá útlöndum eins og einhver stórlax og ætlar að vaða yfir okk- ur eins og hann einn viti eitthvað. Skynsamlegar samræður stjórnmála- manna og almennings hvíla vissulega á þeim mikilvæga grunni að síðarnefndi hópurinn sé vel upplýstur um gang mála og geti fylgst með þróun þeirra. Þar er þáttur fjölmiðla lykilatriði. En stjóm- málamenn og fjölmiðlar em ekki einir um að bera hér ábyrgð. Það gerir almenning- ur líka. HANNA KATRÍN FRIÐRIKSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 13. JÚNÍ1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.