Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Síða 9
 ♦”íw ’ll ’T ' ‘v ,: p 1 t-k /vTV'iflP}'®; J ■ 1 s , t [ : Á FALLANDA fæti. Efst: í kvistherberginu í húsinu frá 1932 er þakið með hvelfingu og panelklæðningin er heilleg. í miðju: Horft niður stigann í timbur- húsinu. Hér má sjá að fennt hefur inn. Neðst: Gamli bærinn. Hér er fiest að hruni komið og hver að verða síð- astur, ef takast á að bjarga honum. Á LOFTINU í timbur- húsinu frá 1952: Falleg panelklæðning og for- láta kista. Slíkar kistur komu í stað fataskápa nú á dögum og þessi er greinilega merkt eiganda sínum með ártaiinu 1851. LJÓÐRÝNI KRISTJÁN ÞÓRÐUR HRAFNSSON GÖMLU HÚSIN Hér mataðist fólk er sá Hannes Hafstein á götu. Hermenn og ungmeyjar nutust. I slátri var hrært. Blómabörn léku lög með Flowers af plötu. Lesendur Jónasar dóu. Að tvista var lært. Hér þráttuðu frændur um Stjórn hinna vinnandi stétta. Stúlkur sem dönsuðu á Broadway löguðu til. Afgreiðslukonur í KRON hlýddu á lestur frétta. Kjósendur Landvarnarflokksins tóku í spil. Nú sjást leiðtogar íramandi landa á sjónvarpsskjánum. Ekki lengur er hugsanlegt gjaldþrot hjá Kveldúlfí rætt, né að afíoknu balli á Broadway læðst á tánum upp brakandi stiga í myrkri - og KRON er hætt. Það kalla sig engir lengur landvarnarmenn. Aðeins lesendur Jónasar búa hér sumstaðar enn. ÞAÐ heyrir til undantekninga nú til dags að ungt skáld gefi út ljóðabók sem inniheldur einungis ljóð í bundnu formi en ljóst er að sá sem það gerði myndi vekja töluverða athygli. Sumir telja raunar að kominn sé tími til að fara að rækta hið hefðbundna form á ný. Ekki er langt síðan ein mesta orðvél íslenskra samtímabókmennta, Hallgrímur Helgason, krafð- ist þess í grein í tímaritinu Fjölni að rím og stuðlar yrðu leiddir til önd- vegis aftur í íslenskri ljóðagerð, enda væri hið frjálsa form orðið að form- leysu. Við skulum vona að menn taki ekki mikið mark á orðum Hallgríms um hið frjálsa form sem eru auðvitað byggð á misskilningi á Ijóðlist síðustu áratuga. Beint eða óbeint hafa skáld hins vegar svarað kröfu hans um bundið form. Það er svolítið skemmtilegt að í baksíðutexta nýrrar bókar Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, Jóhann vill öllum íhúsinu vel, sem kom út á síðasta ári er hann sagður vera „nýjungamaður í íslenskri ljóðlist" þar eð bókin inniheldur einungis kveðskap í bundnu máli. Öll ljóðin í bók þess- ari eru undir hinum klassíska sonnettuhætti, nánar tiltekið Shakespeare- tilbrigðinu. Vert er að skoða þetta form eilítið og hvemig Kristján Þórður fer með það. Eins og sjá má á ljóðinu hér að ofan er Shakespeare-sonnettan samsett úr þremur ferhendum og einni samrímaðri tvíhendu, ólíkt hinni uppruna- legu ítölsku sonnettu sem hefur tvær ferhendur og tvær þríhendur. Rímið er abab, cdcd, efef og gg. Rímið er oftast karlrím í þessari tegund sonn- ettu en hér lætur Kristján Þórður kvenrím og karlrím skiptast á í fer- hendunum en karlrím er í tvíhendunni. I hefðbundinni sonnettu eru ellefu atkvæði í hverri braglínu en Kristján Þórður fylgir þeirri reglu ekki og raunar er engin sjánleg regla á atkvæðaskiptingu. Hrynjandi er heldur ekki regluleg og fyrir vikið eru þessar sonnettur Kristjáns Þórðar frekar styrðar í munni. Það er raunar augljóst að oftlega þvingar hið stranga form sonnettunnar stíl Kristjáns Þórðar þannig að hann verður ofurlítið klasturslegur. Efnistök sonnettunar eru bundin tviskiptingu hennar í þrjár ferhendur og eina tvíhendu. í ferhendunum er ákveðið efni reifað en í tvíhendunni er unnið úr því á sértækari hátt, skáldið dregur ályktun eða lætur skoðun sína eða tilfinningu í ljós, oft þannig að efni ljóðsins afhjúpast. Kristjáni Þórði tekst þetta oftast nær ágætlega í bókinni þótt ef til vill megi segja að í ljóðinu hér að ofan sé ekki farið fyllilega eftir þessari tvískiptingu en tvö síðustu erindin eru hér saman um efni. Flest Ijóðin í bókinni fjalla með einum eða öðmm hætti um lífið í Reykjavík. Hér að ofan er ort um gömlu húsin og sagan er rifjuð upp í ljósi hversdagslegra atburða, skáldin, ástandið, slátrið, blómatíminn, rokkið, sósíalisminn, Broadway, KRON og NATÓ. Síðan er dagurinn í dag skoðaður í tveimur síðustu erindunum þegar sjónvarpið færir okkur heiminn heim og gömul stórveldi á Islandi hafa lognast út af, Kveldúlfur, KRON og Broadway. Og engin nennir lengur að þrátta um NATÓ þótt Jónas rati enn til sinna. Hér er svo sem hvorki ort um stóra hluti né nýja; allt er í heimi hverfult nema kannski skáldskapurinn. Það sem ljær Ijóðinu skemmtilegan blæ er hvað hvunndagurinn fær þar rúmann sess. Tónninn er svolítið nostalgísk- ur en líka hlýr og glettinn. Þegar á heildina er litið verður vart sagt að hér sé um mjög merkilegan skáldskap að ræða, hvorki hvað varðar form né efni. En það er samt sem áður eitthvað í þessum sonnettum Kristjáns Þórðar sem hefur gripið les- endur - þeirra á meðal mig. Þessar sonnettur eru eins og áður sagði yfir- leitt heldur stirðlega ortar og sjaldnast er efni þeirra mjög nýstárlegt og þá heldur ekki efnistökin. Kannski hlýjar það okkur að hversdagsleikinn verður að viðfangsefni svo hátíðlegs forms. Kannski er það bara einlægn- in í glímunni við þetta erfiða form sem kveikir í okkur. Og kannski vekur það einhverja nostalgíu í okkur að finna að hið gamla form lifir enn að ein- hverju leyti og getur fengist við samtímann. ÞRÖSTUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. JÚNÍ 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.