Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Side 11
I, olía á léreft, 90 x 110 sm. SKÁLD- og ástmögur rússnesku þjóðarinnar Serge Ésenín (1896-1925); máluð 1968, olía á lé- reft 126,5 x 143. Með þessu mikla skáldi hrærðist sál alþýðunnar. „Snjór og sléttur breði, bleikur máni skín / Breitt er yfir landið napurt grafarlín. Drúpir björk af harmi, hvít við fenntan veg./ Hver er týndur dáinn? Er það kannski ég. (þýð. Geir Kristjánsson) ur en Þjóðverjar umkringdu Leningrad var Makarov komið fyrir í Alma Ata í Kazakstan þar sem hann dvaldi til stríðsloka og gætir áhrifa þeirrar dvalar í nokkrum mynda hans. Hann var meðlimur í sambandi sovétlista- manna og heiðurslistamaður Rússlands. Slík- ir fengu einir að sýna myndir sem þeir mál- uðu af Lenin og öðrum sovéskum framá- mönnum, þó ekkert væri til fyrirstöðu að aðr- ir máluðu þá félaga. A sovéttímanum lifðu flestir listamenn við frekar kröpp kjör og höfðu fá tækifæri til að lifa af listinni í vestrænum skilningi. Ríkið var helsti kaupandi listaverka, og nær undan- tekningarlaust sá eini. Eins og aðrir dró Makarov á þann veg fram lífíð, að sérstök listaverkanefnd keypti af honum ákveðinn fjölda verka á ári, og hafði því tilveru málara á tímaskeiðinu í hendi sér. Þeir sem voru í náðinni hjá þessari nefnd gátu haft það nokk- uð gott, jafnvel fengið að sýna verk sín er- lendis. Makarov var þó þannig skapi farinn, að hann vildi síður þurfa að viðra sig upp við þessa menn til að bæta sinn hag. Atti erfitt að lynda við þá sem stjórnuðu í hinum sov- éskska málverkaheimi, og þannig má segja að hann hafi verið á mörkum þess að vera non-konformisti. Makarov varð að drýgja tekurnar með kennslu, og var álitinn kröfu- harður við nemendur. Hann var alla tíð trúr uppruna sínum og skóla í listinni og þótti einkum bera af í hefðbundinni gerð manna- mynda. I bæklingi sem gefin var út að honum látnum í tilefni sýningar á verkum hans seg- ir; að í nánasta vinahópi hafi hann verið kall- aður, snillingurinn, vegna þess að hann náði svo góðum tökum á „portretttækninni11. Makarov leitaðist við að láta þau sýna hinn innri mann og lagði sérstaka alúð við myndir af börnum. Myndsvið hans var fjölskyldan og nánir vinir, en lifibrauðið var helst að mála Lenin, þekkta rússneska listamenn, vísinda- menn m.m. Umbrotin í rússnezku þjóðfélagi á árum þýðunnar og svo eftii' hin gagngeru umskipti voru meiri en menn geta með góðu móti ímyndað sér úr fjarlægð. Rússneskur lista- vettvangur var í ákveðnum strangt mörkuð- um farveg, en allt sem nefna má skipulag leystist nú skyndilega upp í frumeindir sínar og menn svifu í lausu lofti. Ríkið var að sjálfsögðu ekki lengur kaup- andi myndlistar að neinu ráði, og allt sem gat heitið fjárhagsgrundvöllur fór veg allrar ver- aldar, eitthvað líkt og í heimskreppunni á þriðja áratugnum og erfiðleikar listamanna við að hafa í sig og á og framfleita sér og sín- um óskaplegir. A einu vettvangi var til að mynda það öryggi úr sögunni, að gera mynd af Lenín ef allt annað þraut, en slíkar voru pottþétt söluvara til flokksins og mun senni- lega engin leiðtogi frá upphafi vega hafa ver- ið málaður jafn oft og á jafn skömmum tíma. Svo yfirgengileg var fátæktin er frá leið, að fjölskyldur myndlistarmanna áttu ekki fyrir jarðarförinni hrykkju þeir uppaf en fjöl- skylda Makarovs þurfti ekki að upplifa þá niðurlægningu. Makarov var fatlaður og átti ekki heimangengt síðustu æviárin. Þjáðist af sjúkdómi sem lagðist á beinin. í Sovétríkjun- um úthlutaði ríkið fólki húsnæði. Málarinn og seinni kona hans, Nina Melinkova, höfðu vinnustofu undir risi í fimm hæða fjölbýlis- húsi í úthvei'fi Moskvu, en sjálf bjuggu þau í lítilli skonsu innaf vinnustofunni. Makarov kvongaðist tvisvar, með fyrri konu sinni átti hann tvö börn, dreng og stúlku, og málaði margar myndir af fjöl- skyldu sinni. Eiginkonan lést úr krabbameini 1974, en árið 1980 kvæntist málarinn fyrr- verandi nemanda sínum Nínu Melnikovu, sem vann með honum í málverkinu. Sonurinn var að öllum líkindum myrtur af glæpagengi í Moskvu. Ekki fékk staðfest af lögreglu hvort sonurinn hengdi sig eða var hengdur. Hafði hins vegar komið sér í óæskilegan félagskap og málarinn taldi að glæpahyskið hafi myrt hann í hefndarskyni, hins vegar lifir Alla dóttir listamannsins. Andlát Makarovs bar að 18. júlí 1992 og hann var jarðsettur í fjöl- skyldugrafreit fyrri eiginkonu sinnar sem er rétt fyrir utan borgarmörkin. Þurfti að sætta sig við þröngar vistarverur og takmarkað ol- bogarými meðan hann lifði og einnig er þröng á þingi í kirkjugarðinum, því að í litla fjölskyldugrafreitnum hvflir kista lista- mannsins nokkru ofar kistu fyrrum tengda- móður hans, en líklega hefur verið gott sam- band þeirra á milli. Má draga þá ályktun af portrettmynd sem hann málaði af gömlu kon- unni meðan hún lifði. Myndir eftir A.I. Makarov er að finna í söfnum í ýmsum ríkjum hinna fyrrum Sovét- ríkja allt frá Mongólíu til Moskvu þar sem myndir eftii' hann er að finna í hinu fræga Tretjakovlistasafni. A ferli sínum hélt lista- maðurinn margar sýningar um öll Sovétríkin, einnig í Þýskalandi 1991, en síðustu stóru einkasýningarnar á verkum hans voru í Moskvu árin 1973, 1985 og 1993. Að honum látnum hafa verið haldnar sýningar á verkum hans í Frakklandi 1993 og Ítalíu 1995. Sú tegund rússneskar myndlistar sem byggðist á blöndu af frásagnarlegu raunsæi og vissum þegnskap og ræktarsemi við eldri hefðir, er lítt þekkt hér á landi. Telst að vissu marki arfur frá málurum 19. aldar, líkt og Ilja Repin, (1844 - 1930), utan að rausæið er ekki gagnrýnið, svo og nemanda hans hinum frammúrskai-andi andlitsmyndamálara Va- lentin Serov (1865-1911). Enn mun það telj- ast í fullu gildi, sem Madame de Stáel skrif- aði eftir ferð sína til Rússlands 1812; „Rússar kjósa ft-amar öðni íburð og glæsileika. Ef þeir njóta ekki sællífi, bjarga þeir sér ein- hvern veginn án þess.“ Það kemur vel fram í málverkum raunsæismálaranna af hvers- dagslegu myndefni, en það er viss upphafn- ing og hátíðleikablær yfír myndum þeirra og stutt í hástemmda liti, sem bera í sér kenndir til íburðar og glæsileika. Hjá Makarov kemur þetta einkar vel fram í rauða litnum, sem hvað eftir annað eins og lýsir upp myndefni hans frá hvunndeginum, telst nokkuð ein- kennandi fyrir rússneskt málverk, og er mun eldra en sjálft baráttu- og byltingartáknið. Myndir þær sem fylgja þessari grein bregða að því er best er vitað allgóðu ljósi á stflbrögð málarans Aiexei Ivanovich Makarov. H- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. JÚNÍ 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.