Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Síða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1998, Síða 18
Ljósmynd/Jussi Tiainen FJÖLNOTASALUR Kiasma sem verða mun vettvangur gjörninga, leiksýninga, dans, kvikmyndasýninga og alls sem nafni tjáir að nefna. „Leikvöllur listarinnar". miðlunarlist, með sérstaka áherslu á nýja listamenn og ný fyrirbæri á því sviði. Kiasma hefur einnig hleypt af stokkunum verkefni sem gerir listamönnum kleift að iðka list sína innan veggja safnsins. Tilgangurinn er að auka samverkan listamanna og almenn- ings og gera listsköpunarferlið sýnilegra. Arkio leggur áherslu á að Kiasma sé öllum opið, lætur sig meira að segja dreyma um að safnið verði „sameiginleg setustofa" allra Finna - og að sjálfsögðu erlendra gesta. Safn- ið er opið alla daga, nema mánudaga, frá 10- 22, frítt er inn á jarðhæðina, þar sem kaffí- stofu og tæknivædda fræðslubása er að finna en aðgangur að öllu safninu er 260 íslenskar krónur, eða „kostaboð - andvirði einnar öl- kollu,“ segir Arkio, sem miðar þar við fínnsk- ar knæpur, ekki íslenskar, eins og ölþyrstum ætti að vera ljóst. Engin takmörk í fjölnotasal Kiasma er starfsemi hússins víkkuð út. Þar verður boðið upp á gjörninga, dans, leiksýningar, kvikmyndir, tónleika, íyr- irlestra og í raun allt sem kemur list og menn- ingu við. „Kiasma þekkir engin takmörk og líkja má þessum fjölnota sal við leikvöll listar- innar, þar sem menn gera tilraunir og prófa sig áfram. Þannig verður salurinn vettvangur mikils alnetsgjörnings í sumar sem fram fer á þremur stöðum í senn - Tókýó, New York og Helsinki," segir Arkio. Salurinn er búinn full- komnum tæknibúnaði og tekur 230 manns í sæti. í Kiasma er einnig mynda- og bókasafn, sem sniðin eru að þörfum rannsakenda á sviði samtímalistar en jafnframt opin almenningi. Þá mun alnetið verða snar þáttur í starfsemi safnsins en Finnar eru hlutfallslega mestu notendur þess í heiminum. Verður það notað til að kynna safnið og fínnskar sjónlistir yfir höfuð, auk þess sem stefnt er að því að mynda net notenda sem með reglubundnum hætti lýsi sinni skoðun á starfseminni, sýningunum, listamönnunum - veiti safninu aðhald. Vefslóð Kiasma er: www.kiasma.fng.fi. En hvað mun margt fólk spóka sig í safninu árlega? „Við stefnum að því að fá um 200.000 gesti í heimsókn á ári,“ segir Arkio. „Sumum finnst það kannski óraunhæft en hafa ber í huga að við ætlum okkur að höfða til mun breiðari hóps en venjulega sækir söfn af þessu tagi. Við hvetjum fólk til að koma og kynna sér það sem við höfum upp á að bjóða - ég ábyrgist að allir eiga eftir að fínna eitthvað við sitt hæfi!“ Þannig er hið nýja listasafn, þannig er hin nýja Helsinki, þannig er hið nýja Finnland! 'í'öölönlahti-flóa. Ekki liðu fimm ár frá því úrslit í samkeppninni um hönnun Kiasma lágu fyrir þar til húsið var vígt. Verður það að telj- ast allgóður árangur. Eigi að síður gengu Jramkvæmdir ekki þrautalaust fyrir sig. Þvert á móti spunnust heitar deilur um safnið sem teygðu anga sína inn í þingsali og náðu há- marki við upphaf fram- kvæmda þegar um tutt- ugu þúsund manns skrif- uðu undir áskorun þess efnis að hætt yrði við bygginguna. Kostnaðurinn, nær- fellt 2,9 milljarðar króna, fór fyrir brjóstið í sumum, sem þótti fénu betur varið til annarra verka. Aðrir gerðu at- hugasemdir við stíl byggingarinnar sem þótti, og þykir vísast enn, framúrstefnulegur og stinga í stúf við aðrar helstu byggingar í mið- bænum. Þá héldu ein- hverjir því fram að lóðin væri alltof lítil fyrir svo stórt hús, sem meðal annars var líkt við hval, grasker úr stáli og kjamorkukafbát - hvorki meira né minna. Háværustu mótmælend- "íirnir voru aftur á móti gamlir hermenn sem sveið sárt að færa ætti minnismerkið um Carl- Gustaf Mannerheim marskálk, „föður“ sjálf- stæðis Finnlands og leiðtoga þeirra í Vetrar- stríðinu gegn Sovét- mönnum, sem stendur á lóð safnsins, eins og ráð var fyrir gert í upphaf- legum tillögum Holls. ~i- Forstöðukona Ki- asma, Tuula Arkio, kveðst hafa tekið gagn- rýnina ákaflega nærri sér, einkum undir- skriftalistana. „Eg var algjörlega bjargvana þegar þessir listar voru lagðir fram. Mig langaði að tala við þetta fólk - milliliðalaust, undir fjög- ur augu. Mér fannst það misskilja málið. Fljótlega náði ég þó áttum enda var ég alltaf sannfærð um að við yrðum að ljúka þessu verki - gætum ekki gefíst upp, myndum ekki gefast upp.“ Arkio stóð því keik andspænis blæstrinum ^em varði alveg fram á síðustu vikur - sé hon- um þá lokið. Þannig birtist um miðjan mars viðamikil grein í Helsinki Sanomat, stærsta dagblaði borgarinnar, þar sem byggingin var tekin út. Var því meðal annars haldið fram að hún sé alltof „amerísk", það er þrungin klúr- um kaupskaparanda. Var nýlistasafnið í Stokkhólmi, sem opnað var nýverið, tekið sem dæmi um byggingu sem hefði hentað Helsinki betur en það er í öllu hógværari og íhaldssam- ari stíl - „ómenguðum evrópskum stfl“. Arkio vísar þessari gagnrýni á bug sem aft- urhaldshjali. „List í samtímanum gengur út á víxlverkun, að deila reynslu. Aðeins með þeim hætti vex hún að verðleikum. Það sem máli skiptir er að eiga listasafn sem mark er á tak- andi, safn sem vekur athygli á finnskum sjón- listum, eykur traust á þeim. Við þær aðstæð- jjjr er auðveldara að gera listina að útflutn- ingsvöru, sogast inn í hringiðuna." Gagnrýnisraddimar hjuggu sumar hverjar nærri Steven Holl líka. Hann kveðst aftur á móti aldrei hafa efast um ágæti byggingarinn- ar, sem hann fullyrðir að sé hans besta verk til þessa, og þegar upp var staðið hafði Ki- asma risið án málamiðlana, sé minnismerkið um Mannerheim marskálk undanskilið. Því varð ekki haggað. „Það er rétt, í upphaflegu tillögunni gerði ég ráð fyrir að styttan af Mannerheim yrði færð 300 fet í norður," segir Holl og getur ekki varist brosi þegar hann lít- ur um öxl. „Þvflíkt dómgreindarleysi. Eina vömin sem ég hef er sú að ég er útlendingur 'óg gerði mér hreinlega ekki grein fyrir til- fínningalegu gildi minnismerkisins fyrir finnsku þjóðina. Þegar ég hafði áttað mig á því var mér hins vegar ljúft og skylt að hverfa frá upprunalegum áformum. Eftir á að Ljósmynd/Jussi Tiainen HLUTI sýnirýmisins í Kiasma. Efst á myndinni má sjá hvar dagsbirtan teygir anga sína inn í salinn úr lofthæð. hyggja hefði ég líka ekki viljað hafa þetta öðruvísi, það sjá allir hve vel húsið og minnis- merkið vinna saman - styðja hvort við ann- að.“ Það var reyndar annað atriði sem útlend- ingurinn gerði sér ekki grein fyrir. Laut það að kyndingu hússins. „Þegar ég kynnti tillög- ur mínar um kyndingu hússins fyrir bygging- arnefnd var ég býsna rogginn með mig - þótti lausnin góð. Eftir skamma yfirlegu leit for- maðurinn aftur á móti upp úr teikningunum og spurði mig alvarlegur í bragði: „Steven, gerirðu þér enga grein fyrir því hvað það verður kalt í Finnlandi á veturna?" Það er óþarfi að taka fram að ég endurskoðaði tillög- umar!“ Það var stoltur arkitekt sem ávarpaði boðs- gesti við opnun Kiasma. „Safnið er nákvæm- lega eins og ég gerði mér það í hugarlund. Á degi sem þessum drukkna allir erfiðleikar í gleðinni. Ég er stoltur maður, þakklátur, auð- mjúkur, því ég finn að ég hef unnið gott verk, kannað nýjar lendur. Kiasma er engri bygg- ingu lík - einstök. Meira að segja salernis- pappírinn er sérhannaður fyrir hana!“ Forsætisráðherra Finnlands, Paavo Lipponen, var einnig í sjöunda himni. „Með vígslu þessa húss, Kiasma, er hafinn nýr kafli í sögu byggingarlistar í Finnlandi. Húsið er ekki aðeins glæsilegt, heldur hannað af dirfsku og framsækni - sannkallað bygging- arlistaverk sem sómir sér vel innan um verk meistaranna, Aaltos og Saarinens. Kiasma er verðugur miðpunktur í höfuðborginni, mið- punktur sem í takt við breytta tíma hefur al- þjóðlega skírskotun.“ Meðal gesta við opnunina var myndlistar- fólkið Hulda Hákon og Jón Oskar, sem á verk á fyrstu sýningunni í Kiasma. Leist þeim vel á safnið. „Húsið tekur manni opnum örmum. Þessi bjóðandi brekka, sem blasir við þegar inn er komið, leiðir mann inn í safnið, þar sem maður hreinlega gleymir sér. Þetta er arki- tektúr sem lætur engan ósnortinn og ég get ekki ímyndað mér annað en Kiasma eigi eftir að eldast vel,“ sagði Hulda. Að mati Jóns Oskars er helsti styrkur húss- ins fólginn í fjölbreytileika sýningarsalanna. „Hér er bæði að finna hefðbundin ferköntuð rými, sem henta myndlistarmönnum alltaf vel, og óhefðbundin rými, hvelfingar, sem geta verið skemmtileg áskorun en þar verða listamennirnir virkilega að takast á við um- hverfið. Þá er þessi fjölbreytileiki ekki síður spennandi fyrir gesti hússins.“ Þau Hulda eru á einu máli um að það skipti sköpum fyrir borgir á borð við Helsinki að eiga samtímalistasafn sem þetta - það sé í raun frumskilyrði til að geta verið virkur þátt- takandi í hinum vestræna heimi. „Það fer ekkert á milli mála að Finnar ætla sér að vera þátttakendur í hinni alþjóðlegu hringiðu list- arinnar. Þeir hafa stigið stórt skref inn í nýja öld!“ En Kiasma er ekki bara bygging, það er fyrst og síðast safn og sýningarstaður sem, að sögn Arkio, mun kosta 390 milljónir íslenskra króna að reka á ári. I eigu safnsins eru um 4.000 listaverk, að mestu eftir heimamenn og aðra Norðurlandabúa en jafnframt heims- kunna erlenda listamenn. Umfangsmikil sýn- ing á verkum í eigu safnsins verður í gangi allt árið um kring í einum sal í húsinu, auk þess sem þrír minni salir verða lagðir undir smærri sýningar, meðal annars á nýföngum, grafíkverkum og ljósmyndum. Helsta sýnirýmið í Kiasma er fimmta hæð- in, þar sem lögð verður áhersla á þema- og einkasýningar. Fjórar til fimm sýningar verða haldnar þar á ári hverju. I öðru stóru rými, Studio K, verður sjónum beint að list frá ólík- um menningarheimum og gestasýningarstjór- um annað veifið boðið að setja upp sýningar. Þá verður einn salur hússins helgaður marg- Jl 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.