Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 10
+ Fermáli Á UNDANFÖRNUM árum hafa umhveríis- sinnar svokallaðir haít uppi mikinn einhliða áróður fyrir því, að hitastig á jörðinni sé að hækka, sem afleiðing af útblæstri koltvísýrings. Petta hefur leitt til þess, að blásið hefur verið til mikilla ráðstefna á þessum grunni og þar gerðar samþykktir um að ríkjum heims beri að takmarka losun hans til þess að vinna á móti þessari hitastigshækkun. Er skemmst að minn- ast ráðstefnunnar í Kyoto, þar sem gengið er útfráþví, að gróðurhúsaahrif séu ógn við mann- kynið. Gerist ísland aðili að samþykktum henn- ar, eins og Ástralía gerði nú nýverið, mun það hafa varanleg áhrifá lífskjör óborinna kynslóða íslendinga. Því hafa margir spurt sjálfa sig, hvort hérsé allt sem sýnist. Erum vér, hinir núlifandi Islendingar, ef til vill að taka ákvarð- anir, sem varða framtíð annarra, á ótraustum vísindalegum grunni? Um síðastíiðin áramót gerði forseti Islands áhyggjur gróðurhúsamanna að sínum ogboðaði oss þann möguleika, að Golfstraumurinn kynni í framhaldi að hætta að falla að íslandsströnd- um með þeim afleiðingum að Isíand yrði óbyggilegt. Brá mörgum í brún við j)au orð. Forsætisráðherra vor varaði oss hinsvegar við því, að hlaupa til hvatvíslegra ályktana af ósönnuðum tilgátum, við þessi sömu tímamót. Hvemig megum vér þá mynda oss skoðun á dómadagsspám gróðurhúsamanna. Eru stað- hæfingar þeirra vísindálegur sannleikur eða kemur eftil vill annað til? Erum vér Islending- ar að láta heillast til að samþykkja ráðstafanir, sem eru ónauðsynlegar og munu rýra lífskjör þjóðar vorrar á ókomnum árum? Agúst H Bjarnason, rafmagnsverkfræðing- ur, hefur skoðað hversu sé háttað sambandi ástands sólar og veðurfarssögu heimsins og dregið þar til rannsóknir virtra erlendra vís- indamanna. Hefur Agúst komið athugunum sínum fyrir á vefnum, http://www.rt.is/ahb/sol. Þar er að fínna margan fróðlegan texta, myndir og gröf, sem þeir ættu að kynna sér, sem láta sigþessi mál varða. Þar sem um svo miklu varðar fyrir íslenzka þjóð, að láta eigi slá ryki í augu sér hvað þetta mikla máí varðar, og með tilliti til þess, að margir munu ekki rekast á vefsíðu Ágústar, án ábendis, þá bað ég Ágúst að taka saman nokk- urt yfirlit um athuganir sínar og birtist það hér í máli og myndum. Halldór Jónsson verkfræðingur. Spwrningin stóra Síðastliðin 10 ár eða svo hefur hækkun hitastigs á jörðinni verið mikið á dagskrá. Alþjóðlegar ráðstefnur hafa verið haldnar og eru þekktastar ráðstefnurnar í Rio 1992 og Kyoto 1997. Umræð- ur um losun koltvísýrings (kol- sýru - C02) af mannavöldum hafa vakið áhuga margra á að kynna sér ástæður veðurfarsbreytinga í nútíð og fortíð. Miklar breytingar á veðurfari hafa orðið að því er virðist „af sjálfu sér" sé litið hundruð eða þúsundir ára aftur í tímann. Auðvitað ger- ist slíkt ekki af sjálfu sér, eitthvað hlýtur að koma ferlinu af stað. Getur verið að þetta „eitthvað" sé einnig að hafa áhrif á veðrið á þessari öld? Hvað er þetta „eitthvað"? Um það fjallar þessi grein. Greinin er samin af áhuga- manni um stjarneðlisfræði og ber hún þess sjálfsagt merki. Veðurfarssagan fra landnámsöld Samkvæmt mælingum er talið að hitastig jarð- ar hafi hækkað um því sem næst 0,5 C síðan um 1850. Því hefur verið haldið fram að ástæðan sé aukning koltvísýrings af mannavöldum í and- rúmsloftinu. Er það eina skýringin, eða getur þetta verið samspil margra þátta? Breytingar í veðurfari á síðustu öldum eru vel þekktar. A landnámsöld var jafnvel hlýrra á jörðinni en í dag, ísland var þá viði vaxið milli fjalls og fjöru og vínviður óx jafnvel á Englandi. Þá voru hinir miklu landafundir norrænna manna, sem ekki víluðu fyrir sér að sigla í opn- um bátum landa og heimsálfa á milli. Leifur heppni Eiríksson fann Vínland, þar sem vínvið- ur óx. Eirfkur rauði stofnaði byggð í Grænlandi árið 985 er hann sigldi með 25 skip íslendinga þangað. Eftir um 1300 fór heimurinn skyndilega að kólna. Þá gekk í garð langt tímabil sem menn hafa nefht „litlu ísöldina". Mikil harðindi urðu á íslandi, byggð norrænna manna í Grænlandi leið undir lok og kuldinn var það mikill í Englandi að Thames lagði á vetrum, og menn héldu hátíðir á ísnum sem kölluðust „Frost Fa- irs". Ahrifa litlu ísaldarinnar gætti um allan heim næstu 3-4 aldirnar (mynd 1). Um 1700 fer heimurinn að hlýna á nýjan leik og hefur sú þróun haldist til dagsins í dag, - með rykkjum þó. Við vitum hvernig ástandið var hér á landi á síðustu öld þegar vesturferðir íslendinga stóðu sem hæst, og fólk flúði harð- indi og fátækt sem af því leiddi. Eldra fólk man GROÐURHUÍ EÐA EÐULEGAR SVEIFLUR VIRKNI SÓLAR? EFTIR ÁGÚST H. BJARNASON Vegna aukningar á koltvísýringi í andrúmsloftinu hafa menn einblínt á gróðurhúsaáhrif af manna völdum. Hér er bent á að sú hækkun sem orðið hefur undanfarið er engan veginn einstök í sögunni; hitastigið hefur oft áður sveiflast jafn mikið án þess að koltvísýringur komi til. Tengslin við áhrif sólarinnar eru mjög líkleg og virðist f/lgni við mælanlegar breytingar í sólinni mjög greinileg. eftir frostavetrinum mikla 1918, síðan komu veruleg hlýindi fram að stríðsárum, þá nokkur kólnun fram til um 1975 er fer að hlýna aftur. Auk þessara breytinga eru smá sveiflur frá ári til árs, sem eru breytilegar frá einu landi til annars, eins og við könnumst við þegar samfara hlýjum vetri hér eru oft frosthörkur á megin- landinu. Hér á norðurslóðum, þar sem meðahiti ársins er ekki mikið yfir frostmarki (3-4 C) er- um við miklu næmari fyrir smávægilegum hitafarsbreytingum en sunnar í álfunni þar sem ársmeðalhitinn er mun hærri (10-20 C). Minni okkar er stutt, og sjálf skynjum við ekki nema nokkra áratugi til baka. Ef til vill er það þess vegna sem menn hafa einblínt á gróð- urhúsaáhrif vegna aukningar koltvísýrings í andrúmsloftinu. Þessi kenning hefur verið mjög vinsæl, það vinsæl að ekki hefur verið hlustað nægilega vel á gagnrýni sem komið hef- ur fram frá virtum vísindamönnum í loftslags- fræðum og stjarneðlisfræði. Hér að framan sögðum við að lofhjúpurinn hefði hitnað um 0,5 C síðan 1850, í rykkjum þó. Skoðum nú vel myndina (mynd 4) sem sýnir meðalhita lofthjúps norðurhvels jarðar frá 1750. Ef við miðum við 1750 í stað 1850, hvað kemur þá í ljós? Hitastigshækkunin er aðeins 0,3 C eins og fram kemur á myndinni, og 0,2 C ef okkur dettur í hug að miða við 1830! (Við skulum þó varast að taka allar tölur bókstaf- lega. Nákvæmni mælinga var ekki mikil áður fyrr og margt getur farið úrskeiðis þegar verið er að meta breytingar sem eru á mörkum þess sem mælitæknin leyfir). Við veitum einnig at- hygli gríðarmikilli uppsveiflu sem hefst um 1820. Þessi uppsveifla er ennþá meiri en sú sem við höfum kynnst á þessari öld. Því miður stóð þetta ekki lengi, og fyrr en varir fer að kólna aftur. Hefði þessi mynd náð 1000 árum lengra til aftur í tímann, þá hefðum við séð að meðal- hiti jarðar var hærri á jörðinni á landnámsöld en hann er í dag, og síðan verulegt hitafall þeg- ar litla ísöldin hófst á 14. öld. Hitastig lofthjúps jarðar var rétt að ná sér á strik aftur um 1700, en hélt þó áfram að sveiflast. Til samanburðar má geta þess að 0,5 C breyting hitastigs jafngildir um það bil 100 metra breytingu í hæð (Breiðholt - miðbær), og 100 km breytingu í norður - suðurátt (Stykkis- hólmur - Reykjavík). Vandamál við hefðbundnar kenningar um hitastigshaekkun Koltvísýringur í andrúmsloftinu er bráð- nauðsynlegur öllu lífi á jörðinni. Væri hann ekki fyrir hendi gætu plöntur alls ekki þrifist, og þar með ekkert líf. Koltvísýringur er því fjarri því að vera eitur. Plöntur vinna kolefnis- sambönd (mjölvi, sykur) úr koltvísýringnum með aðstoð sólarljóssins eins og alþekkt er. +1- MB5EO SÓLVINDURINN. Segja má að jörðin sé í yztu lögum sólarinnar - í sólvindin- um. Frá sólinni streyma orkuagnir út i geiminn og hafa margvísleg áhrif á jörðinni. Norðurljós og fjarskiptatruflanir eru áhrif sólvindsins. Koltvísýringur hleypir í gegn um sig heitum stuttbylgju hitageislum frá sólinni, en dregur í sig svalari langbylgju hitageisla frá yfirborði jarðar. Þannig er hann sem teppi yfir jörðinni. Það er ekki einungis koltvísýringur sem vinnur sem „gróðurhúsaloft". Vatnsgufa eða raki er mun áhrifameira gróðurhúsaloft, og eru áhrif rakans í andrúmsloftinu hvorki meira né minna en 70- 90%. Nákvæmlega hve mikið deila menn um þessa dagana. An gróðurhúsaloftteg- unda væri meðalhiti jarðar mínus 18 C. Það er tiltölulega auðvelt að reikna út. Hæfileg gróð- urhúsaáhrif eru því af hinu góða; án þeirra værum við ekki hér. Koltvísýringur í andrúms- loftinu hefur aukist frá 0,028% til 0,036% á und- anförnum áratugum, líklega mest af manna- völdum. Vandamðlin við koltvísýringskenning- una eru margþætt 1) Hitasveiflur hafa verið mjög miklar. Hvaða tíma miðað er við hefur veruleg áhrif á tölur um hækkun hitastigs. í hvaða punkti á ferlinum byrjar viðmiðunin, og hvar endar hún? Tímabilið sem hitastigshækkunin er oft miðuð við (1850-1920) er tiltölulega kalt. Ef við notum t.d. 1750 sem viðmiðun verður hita- stigshækkunin alls ekki eins mikil (sjá strik- uðu línurnar). Ef við miðum við árið 1200 sjá- um við jafnvel kólnun! 2) Mesta hitastigshækkunin á þessari öld átti sér stað fram að um 1940. Er sú hækkun ekki í neinu samræmi við aukningu koltvísýr- ings á þeim tíma, sem var tiltölulega lítil (að- eins 18% af heildarhækkun C02). 3) Frá 1945 til 1978 féll hitastigið allnokk- uð á sama tíma og koltvísýringur í andrúms- loftinu jókst verulega. Þessi lækkun kom mönnum verulega á óvart og varð til þess að sumir fóru að spá fyrir um nýja ísöld,. (sjá: Time 24/6 '74 og Newsweek 28/4 '75). 4) Miklar sveiflur í hitastigi á undanförnum AU W Frávik í meöalhits Hlýindaskeið _J____I____I___L 1000 EHjEO HLÝINDIN á íslandi voru slík fyrir milljónum ára að þá uxu og náðu háum aldri trjátegundir sambærilgar við þær sem nú vaxa í austanverðum Bandaríkjunum. Á náttúru- fræðistofnun eru slík tré steingerð og fundust í jarðlögum á Vestfjörðum. Tré frá Helgafelli í Dýrafirði óx þar fyrir 14 milljónum ára og náði 200 ára aldri, en tré frá Hólum í Króksfirði óx fyrir 10 milljónum ára og varð 500 ára gamalt. öldum, áður en menn fóru nokkuð að menga lofthjúpinn með koltvísýringi, er staðreynd. Nýjar kenníngar Þessar hitasveiflur upp-niður-upp á síðustu öldum urðu til þess að hugsandi menn fóru að leita að öðrum orsökum en koltvísýringi. Svona lagað gerist ekki af sjálfu sér. Ekki leið á löngu þar til sjónir manna beindust að sólinni. Sólin ÍO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 20. JÚNÍ1998 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.