Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 8
H USGAGN ASYNINGAR MARKAÐSHYGGJA OG/EÐA SIÐMENNTUN? EFTIR ÁSDÍSI ÓLAFSDÓTTUR Stórar al þjóðlegar sýning- ar á sviði húsmuna, bíla. fæðu o.s.frv. líkjast við fyrstu sýn risavöxnum markaðstorgum þar sem sýnendur leitast við að ota f. 'am sinni vöru og kaup- endur prútta um verð og skilyrði. Vi6 heimsókn á hina árlegu húsgagnasýn- ingu í París vaknaði sú spurning hvort slíkar mess- ur qeti einniq falið í sér dýpri boðskap og jafnvel vakið fólk til umhugsunar um stöðu mannsins í þjóð- félagi morgundagsins. EINN framtíðarbása VIA innréttaður af Háberli og Marchand. (Mynd: D. Feintrenie, VIA) E SALON du Meuble" er árviss við- burður á fyrstu vikum janúar í lífi Parísarbúa. Með sínum þúsund sýnendum frá 38 löndum sem dreifa framleiðslu sinni á 145.000 m2 fyrir yf- ir 50.000 gesti likist þessi sýning lítilli sem breiðir úr sér syðst í París ^^^^Tiar sem þjóðvegurinn til Versala byrj- ar. Skipulagslega séð er þetta lýðræðisleg borg, allar húsgagnategundir hafa sína umbjóðendur og bása, frá sögulegum og sveitastíl til bama- húsgagna. Einn er þó sá flokkur sem nýtur vissra forréttinda og fær mesta athygli og um- fjöllun, en það em nútímahúsgögn. Á tímum örra tækniframfara, alnets og nýrra efna eru húsgögn jafn virkur þáttur í nútímalegri ímynd þjóða og tölvur og bílar. Land sem getur státað af frumlegri hönnun og skapandi, ungum hönn- uðum virðist vel búið undir stökkið yfir í 21. öldina. í París áttu nútímahúsgögn sér sérsvæði kallað „La Métropole", sem var skipulagt og sett á svið af Christophe Pillet, einum fremsta af ungum hönnuðum Frakka í dag. Auk sýning- arbása þátttakenda vora þar ýmsar uppsetn- ingar undir yfirskriftinni „Alþjóðlegar leiðir sköpunar". Þar mátti finna „Vitann“ sem sýndi fram á víxlverkanir og samtvinnun uppfinninga og nýjunga; einnig „Contents of Alien.s“ eftir breska hönnuðinn Michael Young þar sem upp- blásnar plastlengjur mynduðu hringlaga svæði umhverfis súlu, en hreyfingar og nálægð gesta höfðu áhrif á liti súlunnar og hljóð henni tengd (sjá viðtal). Á ári hverju er valinn „hönnuður ársins“ meðal nútímahönnuða og féll þessi við- urkenning nú í skaut Bretanum Ross Lovegrove. Einnig var gerð könnun á sölu- hæstu nútímahúsgögnum árið 1997 í Frakk- landi og skipar Frakldnn Philippe Starck þar fyrstu fjögur sætin. Þögul, óefniskennd og mannleg framtíð Á fyrirlestrinum sem Ross Lovegrove hélt við móttöku verðlauna sinna lagði hann mikla áherslu á hlutverk og ábyrgð hönnuðarins í heildammhverfi mannsins. Hann kynnti feril sinn og verk er einkennast einkum af lífrænum formum og leit að hagkvæmum framleiðslu- lausnum, og sagði framtíð hönnunar liggja í sem bestri nálgun við náttúmna, með hjálp nýrra efna. Viljinn til að móta einhvers konar framtíðar- sýn birtist einnig í bókaútgáfum þeim er tengd- ust sýningunni. VIA, deild innan Félags franskra húsgagnaframleiðanda, sem ætlað er að stuðla að nýsköpun innan geirans, gaf út RÝMISVERK Michael Young, „Contents of Aliens“. (Mynd: Salon du meubie de Paris 98) bókina : 00, stillum mælana aftur á núlll, þar sem félagsfræðingar, menningarfrömuðir, arki- tektar og hönnuðir leita að svöram varðandi framtíð mannsins. Þar segir ítalinn Ettore Sottsass: „Fyrir mér er framtíðin þögn, saman- þjöppuð þögn... ég held að list og arkitektúr séu ef til vill síðustu svæðin þar sem hægt er að hugsa, sem þýðir um leið að vekja til umhugs- unar“ (bls. 44). Og Philippe Starck: „Fyrir mér er algerlega nauðsynlegt að hið eiginlega óefn- iskennda - í tölvutækni, upplýsingum og hvers konar ferlum - sé afleiðing hins mannlega. Fyr- ir mér mun 21. öldin ekki verða andleg, heldur óefniskennd og mannleg" (bls. 160). VIA leitaðist við að formgera þessar kenn- ingar í fimm sýningarrýmum þar sem ungir hönnuðir settu á svið leitina að nýjum lausnum við upphaf næsta árþúsunds. Auk þess að taka þátt í um- ræðu dagsins í dag var þetta einnig tækifæri fyr- ir þessa hönnuði til að koma á framfæri sköpun sinni og ná athygli framleið- enda. Nýjwslu tilhneigingar Sýningargestur á svo margþættri og fjölbreytilegri sýningu leitast við að draga það sem fyrir augu ber í afmark- aða dilka. Undirritaðri sýndist að í nútímahúsgagnahönnun skæra sig úr eftirfarandi aðaltilhneig- ingar sem virðast nokkum veginn óháðar landsvæðum og þjóðemi. Léttleiki er það lýsingarorð er fyrst og oftast kemur upp í hugann. Hann kemur fram í grönnum og léttum form- um, svo og í efnisnotkun, en þar era helst áberandi ýmis ný plastefni, oft í pastellitum, og léttir málmar svo sem ál og aðrar málmblöndur. Verðlaunastóll Starcks, „Dr. No“, er lýsandi dæmi um þessa stefnu, sætið er mótað í heilu lagi úr plastefninu polypropylene og hvílir á ál- röram. Vönduð en jafnframt nútímaleg lúxushús- gögn er annar áberandi þáttur. Þar fer saman áhersla á vandaðan frágang, dýr efni og nú- tímaleg form, oft með tilvísunum til annama tímabila á þessari öld. Itölsku fyrirtækin Capp- ellini og Driade og hin frönsku Ecart Studio og Domeau & Pér'es sýndu húsgögn í eins konar „lobbý“-stíl undir áhrifum áranna upp úr 1960, nema að í stað appelsínuguls eða brúns gerviá- klæðis era sófar og sessur nú klædd bómull, hör eða leðri í fínlegum pastellitum. Kringluleitt og litríkt eru orð sem mætti nota yfir þriðja þáttinn. Hann er ólíkur þeim síðast- talda að því leyti að þar eru form stór, mjúk og allt að því barnaleg og má skilja sem vörn gegn köldu kreppuþjóðfélagi. Dæmigerður hér er kúlustóllinn „Glup“ eftir Sophie Larger sem sjá mátti í mörgum básum í sterkum, glaðlegum litum. Hann er nútímaleg útfærsla „Sacco“ stólsins frá 1968, sem er einmitt endur- framleiddur nú af Zanotta, með silfurlitu áklæði. Hins vegar virðist náttúra- og endurnýtingarbylgjan vera mikið til hjöðnuð í hönnunarheiminum, það sést áberandi minna af tré- og pappahús- gögnum en fyrir nokkrum áram. Skir- skotanir til náttúrunnar er nú fremur að finna í lífrænum formum en efnum, svo og í ábyrgu viðhorfi hönnuða eins og Philippe Starck og Ross Lovegrove, sem líta á hönnun út frá siðfræðilegu sjónarmiði. Þegar á heildina er litið er viss tU- hneiging tíl að sækja fyrirmyndir til síðustu 20-30 ára, en heim- færa þær á daginn í dag með fram- tíðarlegri MICHAEL Young, Smartís (my 22), framl. af Cappellini, Arosio. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. JÚNÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.