Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 12
18 +0,5 °C ÁR 19--20 -21 -22 , 23 : 24-. 25 -26 : ¦i t 1 l M : i ii ii l i 5)" j 0.40% 0 0.035% -0,5 °c 0,03% 0.025% "flLÖT lyu sBuuuinauuaiiia auiai mayi icuv. uyin j 1 ] 1 • j 1 < /!- -- r-- =\3h~ [/ M 11- **¦ 1" í \v f ¦• íT* ."» ^ # wwi ') ta \ |no | I ) 3 ¦-. 'l I Frávi !<• ' rriftfl^lhita iarftsr i ! . í 1 750 1800 1850 1900 1950 2000 SDJE I SAMSPiL HITAFARS og segultímabils sólar. Frávik í meðalhita jarðar er sýnt með rauðum ferli. Lengd segultimabilsins með svörtum ferli og magn kolsýrings með fjólubláum ferli. Mikilli virkni sólar fylgir stutt segul- eða sólblettatímabil með mörgum sólblettum. Sól- blettatímabilið er 11 ár að meðaltali, en segultímabilið 22 ár. Er þessi greinilega fylgni milli ferlanna sem sýna meðalhita og virkni sólar tilviljun ein? 430 380 330 1980 1985 1990 1995 EBEEÐI SAMSPIL geimgeisla, sólvinds og skýjafars. Danir hafa fundið sterka fylgni milli skýjafars á jörðu og styrks geimgeisla. Styrkur geimgeisla er í öfugu hlutfalli við virkni sólar. Mikil virkni sólar = mikill sólvindur = minni geimgeislar = minni ský og þá minna endurkast sólarljóss = hærra hitastig jarðar. al annars í því að verið er að mæla mjög litla hækkun á hitastigi í umhverfí þar sem nátt- úrulegar sveiflur eru a.m.k. jafn miklar og merkið sem verið er að leita að. Það flækir málið enn frekar að ekki eru allir sem treysta því að mat manna á hækkun hitastigs s.l. 150 ára sé rétt. Breytingin, sem mælingar gefa til kynna, er ekki miMð meiri en nákvæmni mæli- tækjanna sem notuð hafa verið frá því er mæl- ingar hófust. Ahrif frá vaxandi byggð (hita- pollar) getur einnig skekkt langtíma mælingu. Óskir um skyn- samlegar aðgerðir Margir virtir vísindamenn hafa undanfarið varað eindregið við þeim hræðsluáróðri sem haldið hefur verið fram undanfarið af fólki sem ekM getur séð hlutina í samhengi og ein- blínir á eina hugsanlega skýringu á sveiflum í hitastigi. Þeir vflja fara að öllu með gát og stórefla rannsóknir á málinu. Það er að sjálf- sögðu nauðsynlegt að skilja vandamálið áður en ráðist er í að ráða bót á því. Sem dæmi má nefna „Statement by At- mospheric Scientists on Greenhouse Warm- ing" þar sem um 50 vísindamenn í loftlags- fræðum (flestir með doktorspróf og margir prófessorar við virta háskóla) segja í lok yfir- lýsingarinnar: „Við höfum áhyggjur af því, hvernig áróðurs- menn, sem vflja stöðva vöxt orku og efnhags- legra framfara, sækja fram með róttæka stefnu án þess að taka tillit til nýlegra breytinga á hin- um vísindalega grunni. Við óttumst að flaustur við það, að koma á hnattrænum takmörkunar- reglum muni hafa stórslysaleg áhrif á hagkerfi heimsins, á atvinnu, lífskjör og heilsugæslu manna og að þessi áhrif verði alvarlegust fyrir þróunarríkin og hina fátæku. „ Hópur þekktra vísindamanna, þar á meðal 70 Nóbelsverðlaunahafar hafa skrifað undir „The Heidelberg Appeal". Þar segir meðal annars: „...Við vttjum leggja okkar af mörkum til að varðveita sameiginlega arfleifð okkar, jörðina. Við höfum aftur á móti áhyggjur af því að við upphaf 21. aldar er að koma fram óraunhæf hugmyndafræði sem er í andstæðu við vís- indalega og verklega framþróun.....Við viljum vara þau yfirvöld sem ráða yfir örlögum reiM- stjörnu okkar við ákvörðunum sem styðjast við gervivísindaleg rök sem eru röng og mál- inu óviðkomandi..." Einnig má minna á undirskriftarlistana „The Leipzig Declaration on Global Climate Change", svo og „Global Warming Petition" sem um 18.000 vísindamenn hafa skrifað und- ir á síðustu mánuðum. Ef virtir vísindamenn með þá bestu yfirsýn sem hægt er að hafa eru með áhyggjur, þá ættum við líka að hafa áhyggjur. Það er þó næsta víst að sólin á eftir að varpa minni yl á okkur aftur, og þá mun væntanlega kólna nokkuð aftur, eins og sagan hefur kennt okk- ur. En við erum svo fljót að gleyma. Hver veit nema innan skamms verði aftur farið að spá nýrri ísöld eins og gerðist þegar veður fór kólnandi milli 1950 og 1970. Þó getur vel verið að áhrif koltvísýrings eigi eftir að vinna á móti hugsanlegri kólnun. Tíminn á eftir að leiða það í ljós. Nú þegar menn hafa áttað sig á því að trú- lega hefur blessuð sólin verið að stríða okkur eru menn farnir að brosa út í annað og gera grín að öllu saman. Hinn þekkti eðlisfræðing- ur Dr. Edvard Teller hefur komið fram með snjalla lausn á „vandamálinu" sem hermilflcön IPCC hafa spáð fyrir um. Hann bendir á að koma megi fyrir sólskermi úr smáögnum í ryitrlttNMMaira CEEEÐ SAGA SÓLAR SKRÁÐ. Hinar elstu lífverur jarðar hafa lifað tímana tvenna. Sólin hefur sviðið sléttumar í hamförum sínum en kælt þær f hvíld. Geislakolsrannsóknir á ár- hringjum rísafuranna og ískjörnum frá heimskautasvæðunum bera þögult vitni um mátt sól- arinnar og breytingar í virkni hennar. En, hvaða áhrif hefði þetta á líf okkar f s- lendinga? Ef við lækkum hitastigið um hálfa gráðu, þá verður sama ástand hjá okkur og á síðustu öld þegar þúsundir Islendinga urðu að flýja land vegna kulda. Hvort viljum við hafa hafís og óáran, eða sæmilega gott veður eins og nú, eða ennþá betra veður eins og Snorri Sturluson og Ari fróði nutu? Ættum við nokkrar bókmenntir frá söguöld ef hér hefði ríkt kuldi og óáran á þeim tíma? íslensk vefsfða um veðurfarsbreytingar Hér hefur aðeins verið stiklað á mjög stóru, enda efnið mjög viðamflrið. Á vefsíðunni httpyAvww.rt.is/ahh/sol eru fjölmargar myndir og gröf um þessa hlið gróðurhúsavandamáls- ins, ásamt tengingum við aðrar vefsíður sem fjalla um þessi mál, þ.á.m. tenging við vefsíður þar sem yfirlýsingar vísindamannanna eru birtar í heild. Þar eru m.a. tengingar við vefsíð- ur flestra alþjóðlegara stofnana sem vinna að rannsóknum á veðurfarsbreyingum, svo sem á vegum Sameinuðu þjóðanna. Einnig er hægt að tengjast þaðan NASA og kynnast þeirra að- ferðum og skoða mæligögn. Með hjálps verald- arvefsins er auðvelt að kynnast því nýjasta í þessum fræðum og rökræðum um hvað rétt sé og hvað sé rangt. Auðvelt er að tengjast er- lendum gagnasöfnum og sækja þangað veður- farsgögn og gögn um sólina. Þannig er unnt að gera sína eigin könnun ef vflji er til! Tilgangurinn með þessum skrifum og vefsíð- unni er ekM að kasta rýrð á kenninguna um að aukning koltvísýrings valdi hitastigshækkun, heldur að benda á að sú hækkun sem við höf- um orðið vör við undanfarið er á engan hátt einstök í sögunni; hitastíg hefur oft áður sveifl- ast jafn miMð án þess að koltvísýringur komi tfl. Tengslin við áhrif sólarinnar eru mjög lík- leg, og virðist fylgnin við mælanlegar breytíng- ar í sólinni mjög greinileg. Þessi hlið málanna hefur fengið töluverða umfjöllun erlendis, sér- staMega í Bandaríkjunum. Einnig hafa Danir verið duglegir við að fjalla um tengsl sólar og BBBBBI HITASTIG og koltvísýringur. Myndin sýnir hitastig og kolsýringsstig f loft- hjúpi jarðar samkvæmt mælingum á ískjörn- um frá Vostock stöðinni á Suðurskautsland- inu. Hver er skýríngin á „gróðurhúsaástandi" á jöröinni fyrír meira en 120.000 árum? Geta höfin líkst gosdrykk, sem lætur frá sér kol- sýru þegar hann hitnar? lofthjúpnum og draga þannig agnarlítið, en nægilega, úr geislum sólar. Þetta er sama fyr- irbæri og við verðum vör við eftír eldgos (t.d. Pinatubol992), og því ekkert ónáttúrulegt. Dr. Teller hefur slegið á kostnaðinn við slíkar aðgerðir og fengið út 100 til 1000 miljón bandaríkjadala á ári, sem er þó aðeins 0,1 til 1% af kostnaði Bandaríkjamanna einna við fyrsta áfanga aðgerða skv. Kyoto. Kosturinn við aðgerðir sem þessar eru að þær vinna á mótí hækkun hitastígs á jörðu, hvort sem þær eru af völdum koltvísýrings- hækkunar. eða bara duttlungar í sólu. Reyn- ist hið siðarnefnda vera helsta ástæða hita- stigshækkunar, og sólin fari að kólna aftur, þá þarf ekM annað að gera en taka ofan sólgler- augu jarðar. Það tæM jörðina ekM langan tíma að ná jafnvægi aftur, svona eitt tíl tvö ár eins og eftir eldgos. veðurfars, enda eiga þeir mjög færa vísinda- menn á því sviði. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að líta til allra þátta sem sMpt geta máli við rannsóknir á veð- urfarsbreytíngum og láta ekM stjórnast af for- dómum og tilfinningum. Augu vísindamanna hafa beinst miMð að samspili hitafars og reglu- bundinna breytínga í sólinni. Að öllum líMnd- um munum við frétta miMð frá þessum víg- stöðvum á næstu árum. Vonandi vekur þessi grein fleiri spurningar en hún hefur svarað. Ef svo er, þá er tflgangin- um náð! (Myndin um samspil hitastígs á jörðinni frá 1740 og virkni sólar er gerð eftir myndum í Sky & Telescope og The Astrophysical Jo- urnal; greinar eftír Dr. Sallie Baliunas og Dr. Willie Soon sem eru vísindamenn hjá Harward- Smithsonian Center for Astroph- ysics og Mount Wflson Instítute. Birting er með leyfi Dr. Baliunas). Höfundurinn er rafmagnsverkfræðingur. Niðurlag „Ég er bóndi og aUt mitt á undir sól og regni." Svo mælti Klettafjaliaskáldið og í víð- ari sMlningi er þetta það, sem allt vort mann- lífbyggist á. Án sólarorkunnar og vatnsins er- um vér menn lítils megnugir. En vér getum ekki lifað á þessu tvennu ómyndbreyttu. Vér verðum að breyta þessu ífæðu með einum eða öðrum hætti. Jörðina á mannkynið saman, um það er ekki deilt. Á þessari öld hafa miklar hörmungar gengið yfir mannkyn af völdum stórasannleiksmanna. Einokun hugsunar er hið skelfilegasta form harðstjórnar, sem hugsast getur. Því er það ill athöfn, að sitja í fQabeinsturni sínum og krefjast þess að fá- tækt fólk hætti að bjarga sér, þegar það á ekki annars úrkosti. Það var til að mynda öm- urlegt að koma til Kulusuk og sjá hvernig ógrunduð æsingamennska hinnar auðugu Birgittu Bardot gat verðfeUt hinu einu kú fá- tæka mannsins þar, - seiinn - svo að fólkinu þar voru allar bjargir bannaðar. Og þó að fjörðurinn væri iðandi aflaxi, þá máttu frum- byggjar ekki veiða hann vegna samninga sem Danir höfðu gert við rfka sportveiðimenn. Hvernig getur Bandaríkjastjórn til dæmis ætlast til, að fátækir bændur í Kólumbíu neiti sér um að rækta þá einu afurð, sem Banda- ríkjamenn viija afþeim kaupa, án þess að eitt- hvað komi í staðinn? Hverniggeta hinar aup- ugu iðnaðarþjóðir heims kraGst þess, að ís- lendingar byggi ekM fleiri édver vegna losun- ar koltvísýrings án þess að eitthvað komi í staðinn? Þarf ekki ípví samhengi að huga að því, að jarðvegseyðing á íslandi bindur meiri koltvísýring en allur Gskiskipaflotinn, bQarn- ir, eldfjöUin og komin og ókomin álver losa? Getum vér íslendingar leyft oss annað en að heyra fyrst allar hhðar hvers máls svp sem gerðu göfugir fornmenn? Verðum vér íslend- ingar ekM að líta til þess, hvað Vostock ískjamarnir segja oss um koltvísýringssögu jarðar, áður en vér förum að taka þátt í heimsverslun um koltvísýríngskvóta? Eða þá undirrita samþykktir um afleiðingar kenninga um gróðurhúsaáhrif á jörðu, án þess að gefa gaum að orðum þeirra Dr. Feynmanns og Árna Magnússonar um almennt eðli kenn- inga? Var vísindalegur grunnur þeirra gróð- urhúsamanna í Kyoto nægilega traustur til þess, að vér - núlifandi íslendingar - séum til þess bærir, að ákvarða um lífskjör þjóðar vorrar um næstu aldir? HaUdór Jónsson verkfræðingur. 12 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 20.JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.