Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 5
KIRKJAN á Mostur er mjög forn að stofni til. Hún var reist til minja um landtöku Ólafs Tryggvasonar þar, en hann gerðist konungur í Noregi og kristnaði landið. Annette Dahl, sem hér stendur á milli ferðalanga frá Englandi, sýnir ferðamönnum kirkjuna. KROSSINN við kirkjuna í Eyvindarvík er með keltnesku lagi og gæti hafa verið reistur þegar allur þingheimur á Gulaþingi tók við kristni. TVEIR Mosturbúar á fornum haug á Totland á Mostur. vogskornar að sagt er að fáir menn viti þar all- ar hafnir. Skallagrímur fylgdist með skipum á sundaleiðinni, sem á þeim tíma var kölluð þjóð- leið. Hún liggur innan skerja eftir breiðum sundum og djúpum og hefur verið sannkölluð þjóðleið fyrir siglingaþjóð eins og Norðmenn. Dag einn þekkti Skallagrímur skip á norður- leið, sem Þórólfur Kveldúlfsson hafði átt og sá hvar það lagði til hafnar um kvöldið. Þeir Skallagrímur reru síðan á tveimur bátum að skipinu, tuttugu menn á hvorum, og drápu þar alla sem þeir náðu til, suma um borð, en aðra á sundi, alls nærri fimmtíu manns. Þeirra á með- al voru hraustustu sendimenn konungs, Hall- varður harðfari og Sigtryggur snarfari, og tveir ungir synir Guttorms, móðurbróður Har- aldar hárfagra. Þeir feðgar tóku skipið sem Þórólfur hafði átt og allt fémætt sem á því var og sigldu síðan áleiðis til íslands. Kveldúlfur andaðist á leið- inni, því að hann hafði hamast svo í bardagan- um að hann fór þaðan í rekkju og reis ekki úr henni aftur. Egill Skallagrímsson deildi löngu síðar við Eirík konung blóðöx á Gulaþingi og flýði þaðan undan konungi út í Sólundir. Til Gulaþings - Hugsanlegir þingslaðir Við Samson fórum að huga að Gulaþingi hinn 16. ágúst. Ókum við fyrst til Rysjedalsvika, fór- um með bílinn á ferju til Rutletangene og ókum þaðan til Eyvindarvikur. Þar telja margir að Gulaþing hafi verið til forna. Gulaþing kom mik- ið við sögu á íslandi fyrrum, því að Úlfljótur hafði út lög til Islands frá Gulaþingi. Þau voru kölluð Úlfljótslög eftir að þau komu til íslands. í Eyvindarvík hittum við Áka Ólaf (Aage Olav) Sandal, menntaskólakennara, en hann ætlaði að sýna okkur þá staði þar sem líklegt var talið að Gulaþing hið foma hefði verið. Aage Olav sagði okkur að ekki væri vitað með vissu hvar Gulaþing hið foma hefði verið haldið, þar eð svo langt væri um liðið síðan þingið vai' flutt frá hinum foma stað til Bergen, en það mun hafa verið seint á 13. öld. Þrír staðir kæmu til greina. Einn þeirra væri við kirkjuna í Ey- vindarvík, annar skammt frá Eyvindarvfk, á nesi sem heitir Guley (Gulöy) undir Flóðahlíð (Floli) og sá þriðji á Hísarey þar sem heitir Stefnubær (Stemnebö). Skoðuðum við fyrri staðina tvo, en ekki vannst tími til að skoða Stefnubæ. Við Eyvindarvík er allstórt svæði þar sem rými hefði getað verið til þinghalds, en bent hef- ur verið á að skipalægi í Eyvindarvík hafi verið takmarkað. Stutt er á milli þessara staða. Þing- ið hefur verið á öðmm hvorum þessara staða þegar Úlfljótur sótti íslendingum þangað lög. Sumir telja að krossinn við kirkjuna í Ey- vindaivík hafi verið reistur þegar Ólafur Tryggvason boðaði mönnum trú á Gulaþingi og allur þingheimur lét skírast þar. Forsaga þess kristniboðs var sú að ríkir menn á Hörðalandi, af ætt Hörða-Kára, gengu gegn trúboði kon- ungs og hétu honum fullum ófriði, nema hann byði þeim einhverja kosti sem þeim frændum yrðu til sóma. Var Asta, systir konungs, þá gef- in Erlingi Skjálgssyni, sem var efnilegastur ungra manna af ætt Hörða-Kára. Önnur sagnaminni tengja þingstaðinn við Flóðahlíð á Guley, en þó eru menn ekki ein- huga um að þing hafi verið þar samfellt um langan tíma. Þar hefur verið góð aðstaða til þinghalds og nóg af lendingarstöðum fyrir þá sem sóttu þingið heim, en þangað hafa allir komið sjóleiðis. Þá má ekki gleyma þeim möguleika að þing- ið hafi flust miili staða á löngum tíma. Líkleg- ast er nú talið að þingið hafí verið í Eyvindar- vík frá því í heiðni, þar hafi verið haldið uppi hofi og kirkja verið byggð á rástum hofsins þegar kristni var innleidd. Þingið virðist komið að Flóðahlíð á Guley á dögum Hákonar gamla og flytjast þaðan til Bergen skömmu fyrir 1300 (sjá Fridtjov Birkeli, 1973. Norske steinkors i tidlig middelalder. Universitetsforlaget, Oslo). Egill Skallagrimsson og Eirikur blóðöx eigast við á Gulaþingi Sagt er frá þinghaldi á Gulaþingi í Egils sögu, þegar Egill Skallagrímsson sótti mál á hendur Berg-Önundi út af arfi konu sinnar, en Gunnhildur konungamóðir lét Askmann, stuðningsmann sinn, og lið hans hleypa upp dóminum, svo að málið fékkst ekki dæmt. Egill skoraði þó Berg-Önund ó hólm, en þá stóð Eiríkur konungur upp og svaraði: „Ef þú, Egill, ert allfúss til að berjast, þá skulum vér þat nú veita þér.“ Egill afþakkaði og fór með Arinbirni hersi, vini sínum, af þinginu og til skipa sinna, sem voru á bak við leiti nokkurt, og reru þeir á brott sem skjótast. En áður en Egill hvarf af þinginu bannaði hann Berg-Önundi og öllum öðrum að byggja og vinna þær jarðir sem um var deilt, „... en hverjum manni er það gerir, legg ek við lög- brot landsréttar ok griðarof ok goðagremi." Eiríkur konungur var reiður mjög eftir þessa ræðu Egils, og ákvað að fara með mikið lið eftir þeim Agli og taka hann af lífi. En þeg- ar þeir komu þangað sem þeir héldu að skipin hefðu verið voru þau horfin. Eiríkur og menn hans reru þá norður sundin eftir þeim Agli og náðu Arinbirni þegar hann var kominn norður á Sognsæ. Þá sást ekkert til Egils, því að skút- an sem hann var á og þeir þrjátíu saman var mun hraðskreiðari en langskip Arinbjarnar. Konungur spurði Arinbjöm um Egil og fékk að vita að hann væri við þrítugasta mann á skútu, - „ok fóru þeir sína leið út til Steins- sunds“. Það hefur verið ytra Steinssund, sem er sunnan til í Sólundum. Konungsmenn höfðu séð mörg skip á leið til Steinssunds og sneru þangað. Konungur sagði að þeir skyldu „róa í hin iðri sundin ok stefna svá móti þeim Agli“. Steinssundin tvenn Hér má benda á að tvenn Steinssund eru til í Sólundum, ytra og innra, en það kemur ekki beint fram í frásögninni í Egils sögu. Á milli sundanna liggur Steinssundsey. Egill fór „... út til Steinssunds", þ.e. inn í ytra Steinssund því að þangað var styst að fara frá Eyvindarvík til að komast í hvarf frá skipa- leiðinni. Hún liggur þai-na eins og þjóðbraut norður með landi innan skerjagarðs. Þá reru konungsmenn í innra Steinssundið frá þjóð- leiðinni og út gegnum það og inn í ytra sundið utan frá og komu þeim Agli að óvörum þaðan morguninn eftir. Menn Egils urðu varir við það í birtingu að stór skip reru að þeim og fóru með ófriði. Var Eiríkur konungur kominn þar og menn hans á sex langskipum. Þeir Egill vopnuðust í skyndi og reru skútunni móti langskipunum milli lands og þess skipsins er næst fór landi, en það var skip konungs. Þegar skipin renndust hjá skaut Egill spjóti að þeim manni sem sat undir stýri og kom á hann miðjan. Sá maður var Ketill höður, frændi konungs og mjög líkur honum. Kaup- skip sem Egill átti hafði legið ferðbúið í sund- inu og farmur kominn um borð. Menn konungs drápu alla þá menn sem voru þar um borð, tiu alls, rændu kaupskipið og brenndu það síðan. Konungur skipaði þá að róið skyldi á eftir Agli og voru þá tveir menn um hverja ár á skipi konungs. Dró konungsskipið á Egil og fé- laga, en þeir hleyptu skútunni um grunnt sund milli tveggja eyja. Var þá útfall. Skúta Egils flaut í gegnum sundið, en konungsskipin ekki, og skildi þar með þeim. Steinkrossarnir í Eyvindarvik Við fórum til kirkjunnar í Eyvindarvík og skoðuðum þar meðal annars fornan skímar- font úr steini, sem höggvinn var út úr steinteg- und sem finnst þar í nágrenninu og gengur undir nafninu kvarnarsteinn. í kirkjunni er einnig forn og hljómfalleg kirkjuklukka, sem talin er vera frá 13. öld. Að því búnu skoðuðum við tvo foma stein- krossa í nágrenni kirkjunnar. Þeir eru báðir úr sömu námu og skírnarfonturinn. Annar steinkrossinn stendur skammt utan við kirkjugarðshliðið. Hann er talinn vera frá fyrstu kristni í Noregi. Rrossinn er 2,75 m hár. Hann er af svokallaði keltneskri gerð, en þá gerð einkenna bogadregin skörð inn í öll hom- in þar sem þverstykki krossins og upprétta stykkið mætast. Hinn steinkrossinn er í um 300 m fjarlægð frá kirkjunni, uppi í hlíð nokkru fyrir ofan prestsetur staðarins. Sá kross mælist 2,49 m á hæð á hliðinni undan brekkunni, en 2,24 m á efri hliðinni. Þverstykkið á krossinum er þannig gert að armarnir halda venjulegri breidd nokkuð út frá lóðrétta stykkinu, en þeg- ar nær dregur endunum breikka armarnir smám saman en dragast síðan að sér, þannig að endarnir í heild mynda hálfhring. Gerðin á þessum krossi er sögð engilsaxnesk. Á fram- hlið þessa kross er höggvinn latneskur kross sem er um 1-2 sm yfir flötinn í kring. Báðir krossarnir em höggnir til í Noregi og auðséð er á handbragðinu að æfðir steinsmiðir hafa verið að verki. Sagan og landslagið Staðir þeir sem nefndir eru hér að framan tengjast Landnámu, Egils sögu og Eyrbyggju. Staðkunnugir menn á þessum slóðum töldu frásagnir falla vel að því landslagi þar sem at- burðirnir eiga að hafa gerst. Á Mostur benda menn á vog þar sem Bjöm austræni gæti hafa leynst og svæði með fornum haugum sem heit- ir Totland, þar sem þess er getið til að Þórólfur Mostrarskegg hafí búið. Þar og í nágrenninu eru einnig ömefni sem benda til Þórsdýrkunar og helgi á landi. Lýsingin á Sólundum virðist rétt: svo marg- ar eyjar og svo vogskornar að fáir viti þar allar hafnir. Frásögnin af fundi þeirra Egils og Eiríks konungs í Steinssundunum er svo lifandi og fellur svo vel að staðháttum, að því er líkast sem hún lýsi í smáatriðum atburðum sem hafi átt sér stað. Gulaþing á sér langa sögu. Sú saga snertir um margt Island. Þaðan fengum við fyrstu lög okkar. Höfundurinn er doktor í búfjárfræði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 20. JÚNÍ 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.