Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 14
ANNA SNORRADÓTTIR SÓNHENDA Á HAUSTI Er bátur minn á hafsins öldum hló heyrði ég söng í lofti nótt og dag himinsins fuglar fegurst áttu lag ífornu húsi gömul klukka sló. Og timinn þaut ég þóttist heyra óm erþaninn strengur gladdi mína sál en nú er hljóðnað hússins undra- mál þótt heyra megi á kv'óldi daufan róm. Himinsins fuglar flugu burt ígær fennir á tínda stjörnur blika dátt á fögru himinhveli og hjarta sátt hlustar á söng er ljóðið burtu rær. Bátur sem fyrr á hafsins öldum hló hljóðnaði um leið og gamla klukk- ansló. í ÁGÚST- HÚMINU Sólroðið hafí óskiijanlegum litum og í skapi sem ekki verður skýrt Allt það sem er en við sjáum ekki allt sem við áttum og skildum ekki allt það og fleira sem fer ekki hátt allt þetta flúr og látleysi í náttúrunni - allar þessar gjahr í ágústhúminu - aUtþetta og andblær þess fylgir mér áleiðis BALLETTSKÓR í LINCOLN CENTER Smávaxnir ballettskór slitnir til sölu í búðarglugga - ég skunda hjá íLincoln Center með morgunkaffi ípappakrús. Hvar dónsuðu þessir nettu fætur? Hver átú þessa litlu skó? Kannski stúlkan með hnútíhnakka sem ég sá ígær tindilfætta hraða sér á æfingu - orðin stór og dálítið útskeif-? SUMARKVÖLD Á RHÓDOS -þetta sumarkvöld var einstakt og við reistum hús úr heitu rökkri leiddumst hjjóðlega inn íhúsið þurftum ekkert ijós settumst í dularfullt rökkrið drukkum ár sama glasi „þetta kvöld kemur aldrei aftur" sagðir þú, en það hefir aldrei faríð það varekki ætlast til neins - þetta var hæverskt kvöld. Höfundurinn býr í Reykjavík. Ljóðin eru í nýrri Ijóöabók, í speglasal, sem út kom fyrir síðuslu jól. Áður hafa komið út tvær Ijóða- bækur eftir höfundinn: Þegar vorið var ungt, 1990, og Bak við ouga, 1993. HORFIN HUS EFTIR GISLA SIGURÐSSON Umhverfið er síbreytilegt. Bæði umhverfi náttúrunnar í landi sem sífellt er í sköpun, svo hið manngerða umhverfi. Hús sem settu svip á einstaka staði og tengdust þeim órjúfanlega, hafg horfið. Sum hafg brunnið, önnur orðið að ___________________víkja fyrir nýrri og stærri húsum.___________________ Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson ÞRASTALUNDUR VID SOGSBRU ÞRASTALUNDUR í Grímsnesi hefur ekki verið til í 57 ár í þeirri mynd sem hér sést. Nútímafólk þekkir Þrastalund sem sviplitla skúrbyggingu við Sogsbrúna, þar sem veit- ingar eru á boðstólum, hægt að fylla á tank- inn og fá sér fs og kaffisopa í leiðinni. Sú var tíð að hér stóð glæsileg bygging sem brann; hús sem í útliti gat minnt á norskan skíða- skála eða virðulegt klúbbhús á enskum eða skozkum golfvelli. Upphafið má rekja til þess að hinn kunni athafnamaður Tryggvi Gunnarsson hafði eignast 45 ha spildu austan Sogsins, frá brúnni og inn með ánni, þar sem var og er enn kjarri og skógi vaxið hraun. Tryggvi gaf þessa landareign Ungmennafélagi Islands með gjafabréfi á 76. afmælidegi sínum árið 1911. Síðar var spildan nefnd Þrastaskógur og þótti rómantískur og fallegur samkomu- staður, en skemmtisamkomur voru stundum haldnar þar á grasflöt. Þar er tjaldsvæði og hafa göngustígar verið lagðir um skóginn svo þar er ákjósanlegt útivistarsvæði. Árið 1989 var efnt til hugmyndasamkeppni um fram- tíðarskipulag Þrastaskógar og er nú unnið eftir þeim hugmyndum. Skóginum hafði ver- ið skipt í reiti með tilliti til skógræktar og átti nokkur ungmennafélög í Árnessýslu þar sinn ræktunarreit. Byggingin sem brann, Þrastalundur, á sér hinsvegar það upphaf að einhverntíma árs 1927 fór Elín Egilsdóttir, gistihúseigandi í Reykjavík, fram á það við sambandsstjórn UMFÍ, að „fá á leigu blett í suðurodda Þrastaskógar við Sogsbrú, til þess að reisa þar gesthús", segir í Skinfaxa, tímariti UMFI. Þar segir einnig að samningurinn við Elínu hafi verið mjög strangur og að tryggt sé að rekstor hússins verði UMFI til sæmd- ar. Jafnframt var áskilið að UMFÍ ætti for- kaupsrétt að húsinu og sé stefnt að þvi að samband ungmennafélaganna verði með tím- arium eigandi þess. Á sumarmálum 1928 var hafizt handa og Þrastalundur opnaður almenningi 1. júlí sama ár. Svo segir í Skinfaxa frá þessu sama ári: „Húsið er reist í íslenskum burstastíl, eftir uppdrætti er gert hefur Þorleifur Eyjólfs- son, húsameistari. Allt er húsið hið prýðileg- asta og stendur fyllilega á sporði sumargest- húsum í nágrannalöndum vorum. Það er snoturt, vistlegt og mörgum þægindum bú- ið." Á fjórða áratugnum urðu eigenda- skipti, en án vitundar stjórnar UMFI. Nýi eigandinn var Sigurður Jónasson, þjóðkunn- ur maður í embætti forstjóra Tóbakseinka- sölu ríkisins og sá sem gaf ríkinu Geysi og Bessastaði. En Sigurður átti Þrastalund ekki lengi. Hann tilkynnti sambandi umgmenna- félaganna um nýjan eiganda: Pál B. Melsted heildsala og gaf um leið UMFÍ skuldabréf að upphæð kr. 5000 sem varið skyldi til skóg- ræktar. I fyrsta hefti Skinfaxa 1941 segir frá því, að nú hafi eigandi Þrastalundar, Páll B. Mel- sted, leigt það brezka setuliðinu með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum fyrir Þrastaskóg. Þessar afleiðingar urðu þó engar fyrir skóginn, en þeim mun hörmulegri fyrir hús- ið, sem brann síðla vetrar 1942. í Kaldaðar- nesi var þá herflugvöllur og töluverð her- stöð, en yfirmenn þar höfðu búið um sig í Þrastalundi. Tekur Páll B. Melsted fram vegna áðurgreindrar fréttar í Skinfaxa, að hann hafi aldrei leigt herliðinu Þrastalund, heldur hafi húsið verið tekið sem hvert ann- að herfang gegn vilja sínum, enda hafi hann farið með málið í Utanríkisráðuneytið. Hafi hann fengið tvo daga til að rýma húsið og sé ekki við sig að sakast um afleiðingar af þessu hernámi. Lengi stóð grunnurinn einn eftir þar sem Þrastalundur hafði staðið og sett svip á stað- inn. Það er langt í frá að vera rétt sem segir í Skinfaxa, að Þorieifur hafi hannað húsið í ís- lenzkum burstastíl. Þetta hefur verið stór bygging með háu risi, en það sem setur svip á hana og Skinfaxi kallar burstastíl, eru þrír kvistir á suðurhhðinni. Þar verða að vísu til þrjár burstir, en eitt af því fallegasta við þetta hús er gluggaskipanin sem myndar borða þvert yfír suðurhliðina; hver gluggi með 9 rúðum. íslenzkir burstabæir skörtuðu aldrei þeim glæsileika í gluggaskipan. Myndina sem hér fylgir af Þrastalundi tók Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari sumarið 1934. Þá hefur greinilega verið mikið um dýrðir í Þrastalundi: Drossíur, rútubflar og hálfkassar á hlaðinu og meðfram veginum, en menn með hvíta kolla víðsvegar í kringum húsið. Sú tilgáta að hér hafi fjöldi stúdenta verið á ferð liggur beinust við, en er röng. Tilefnið er hópferð Karlakórs Reykjavíkur, en þá skörtuðu menn hvítum húfum í kórn- um. Við þetta er því einu að bæta, að nú þarf að stíga á stokk og strengja þess heit í göml- um ungmennafélagsanda að endurbyggja Þrastalund, hvort sem UMFÍ gerir það á eigin spýtur eða felur það einhverjum öðr- um. Þá þarf að grafa upp teikningar Þorleifs Einarssonar. En hafi þær af einhverjum ástæðum glatazt, ætti að vera auðvelt að endurteikna húsið eftir þeim útlitsmyndum sem til eru. Þorleifur Einarsson húsameistari teiknaði Þrastalund en húsið brann veturinn 1942 eftir að brezki herinn tók pað til sinna nota. - 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.