Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 13
ERLENDAR BÆKUR
BORÐA
HEINE
Essen und Trinken mit Heinrich Heine.
Mit neun Heinrich Heine Créationen von
Jean-Claude Bourgueil - Herausgegeben
von Jan-Christoph Hauschild. Mit 75 Abb-
ildungen. Dtv - premium 1997.
SAGT hefur verið að siðmenningin hafi
kviknað í mannheimum þegar tekið
var að steikja bráðina yfir eldi. Steik-
ing matvæla er eldri en suða þeirra,
til þess þurfti eldþolin Qát.
Kokkurinn er því fyrsti
frumkvöðull menningar-
innar. Matargerðarlistin
endurspeglar menningar-
ástandið á hverjum stað
og tíma, margbreytileiki
þeirrar listgreinar er
einstakur og gegnum
aldirnar hafa hugkvæm-
ir snilldarkokkar átt
þar allt fi-umkvæði.
Brauð og vín, matur og
vín eru hugtök í öllum
tungumálum með ör-
fáum undantekning-
um.
Þegar Heine var
að vaxa úr grasi í
Diisseldorf fékk
hann aldrei nóg af
heitri eplaköku, síð-
ar urðu ástríður
hans fjölbreyti-
legri, „Ást, sann-
leikur, frelsi og
krabbasúpa“. Heine var
mikill smekkmaður, á mál og lýrik, sem
hefur sigrað heiminn og smekkur hans sem
„feinsmeckers" á mat og vín var samkvæmt
málsmekknum.
Þessi bók „Essen und Trinken mit
Heine“ er sett saman af tveimur aðdáend-
um hans, Jan-Christoph Hauschild sem
stundaði nám við Heinrich-Heine háskól-
ann í Dusseldorf, í germönskum fræðum
og er útgefandi vísindalegi’ar Heine út-
gáfu 1986-90 og ásamt öðrum höfundur
Ævisögu Heines, Kiepenhauer u. Witsch
1997.
Jean-Claude Bourgueil er annar þess-
ara, þriggja stjörnu meistarakokkur.
Hann nam matargerðarlistina í einu blóm-
legasta og fegursta héraði Frakklands,
Loire-dalnum. Síðan settist hann að í Dús-
seldorf, þar sem hann var kokkur á Hilton
hótelinu og síðar í „Walliser Stuhe“. Hann
hlaut ýmiskonar heiður sem meistara-
kokkur og keypti síðan veitingahúsið „Im
Schiffechen" en vínkortið í því veitinga-
húsi hlaut viðurkenningu
sem besta vínkort á Þýskalandi 1984.
Þessi bók þeirra eru kaflar úr skrifum
Heines og ljóð eftir hann, sem snerta mat
og drykk og uppskriftir að ýmsum réttum í
stfl Heines og til að fullkomna þessa fógru
bók eru 75 litmyndir frá tímum Heines.
Meðal uppskrifta er krabbasúpa og epla-
terta, auk ráðlegginga um vínval með hin-
um ýmsu uppskriftarréttum.
SIGURLAUGUR BRYNLEIFSSON
ER HOLLT
AÐ HUGSA?
EFTIR STEFÁN SNÆVARR
„Það er ekki hollt að hugsa.“
Ur danskri bók Vær sund ogglad.
Vilji menn lifa sem lengst er þjóðráð að
leggja stund á heimspeki. Heimspekingai-
verða nefnilega allra kai-la og kerlinga elstir og
eru býsna ernir fram í andlátið. Hárir öldungar
í heimspekingastétt þeysa ráðsteíha á milli og
gefa út bækur í stríðum straumum. Nefna má
að rúmlega níræð kona, Dorothy Emmett að
nafni, lauk nýverið við nýja heimspekiskruddu.
Aðspurð sagðist sú gamla hlakka til að byrja á
þeirri næstu! Elli kerling hefur velþóknun á
heimspekingum og maðurinn með ljáinn tekur
á sig sveig er hann mætir þeim á fórnum vegi.
Lesandinn og langamma
Líklegt má þykja að heimspekingarnir haldi
í sér líftórunni með heilatrimmi. Þeir sem síð-
ur skokka á lendum andans hrörna fyrr. En
margs ber að gæta þegar um þessi mál er
rætt. Það liggur nánast í hlutarins eðli að
heimspekingur, sem deyr ungur, hefur ekki
tíma til að afla sér orðstírs. Fremur fágætt er
að heimspekingar skrifi sín bestu verk á yngri
árum. Nefna má að stórspekingurinn
Immanuel Kant reit sínar frægustu bækur eft-
ir fimmtugt. Ég tel skýringuna þá að heim-
spekingar smíða gjarnan hátimbruð kenni-
kerfi og tekur oft mörg ár að undirbúa verkið.
Stærðfræðingar hafa miklu síður eigin stíl
enda eru sættir um grundvöll greinarinnar
miklu meiri en meðal heimspekinga. Engan
skyldi því undra þótt margir stærðfræðingar
vinni sín helstu airek fyrir þrítugt. Nú kann
frómur lesandi að spyrja hvort það sé endilega
eftirsóknarvert að verða eins gamall og fílu-
sóparnir frægu. Hann man kannski eitt eða
tvö erindi úr erfiljóði Jónasar Hallgrímssonar
um séra Stefán Pálsson:
Margoft tvítugur
meir hefur lifað
s vefnugum seggi
er sjötugur hjarði
Lesandinn er ef til vill maður hins virka lífs og
telur að bókabéus í filabeinstumi sé sem kvikur
nár. Eitthvað rámar hann í að hafa heyrt að
margir þessara spakvitringa hafi verið óttalega
óhamingjusamir. Er þá ekki betra að drukkna
tvítugur með seltubragð í munni, sameinast höf-
uðskepnunum í hetjulegri glímu? Hann man líka
óljóst að Edda langamma tautaði löngum slitrur
úr Hávamálum „... snoturs manns hjarta verður
sjaldan glatt ef sá er alsnotur er á“. Sá þrumu-
klári er sem sé að jafnaði óhress.
Regia málarans
En heimspekingurinn John Stuart Mill átti
mótleik gegn lesandanum og langömmu hans.
Mili sagðist heldur vflja vera óhamingjusamur
Sókrates en hamingusamt svín. Meinið er að
heimspekingurinn breski varð aldrei svo fræg-
ur að breytast í svín og var því vart dómbær
um málið. Lesandinn og Edda gamla geta vitn-
að í Biblíuna máli sínu til stuðnings. Adam og
Eva átu ávöxt skilningstrésins og uppskáru
mikla óhamingju. Síðan hefur óbærilegur létt-
leiki vitundarinnar þjakað mannskepnuna.
Hver þekkir ekki skaðvæni þess að vita of vel af
sér, fipast í tennisleik af því maður hugsar of
mikið um slögin? Öllu er afmörkuð stund, það
er stund til að hugsa og stund til að leika tennis.
„Láttu ekki skynsemina taka frá þér allt vit“
segir vinur minn, málarameistari í Ósló. Hvað
sem því líður þá eru hinir skynsemissnauðu
vart hamingjusamari en þeir ofurgreindu.
Vandi „delinkventa" er oft sá að þeir fram-
kvæma áður en þeir hugsa og geta ekki skipu-
lagt líf sitt. Svo er til annað hyggjuleysi engu
betra en heimska vandræðagemsans. í skáld-
sögu Jakobínu Sigurðardóttur í sama klefa
segir frá bóndakonu sem hefur verið fórnar-
lamb alla tíð. Hún hefur enga þá innsýn sem
getur frelsað hana frá illu, hún er rekald á lífs-
ins hafi. Meðalhófið virðist skást, „meðalsnotur
skyli manna hver“, svo ég bragðbæti enn til-
vitnanasúpu mína. En við þurfum ekki að dýrka
meðalmennskuna. Höfundur Hávamála er ekki
samkvæmur sjálfum sér og segir mannvit mikið
bestu byrði sem á okkur sé lögð. Galdurinn er
sá að lifa samkvæmt reglu málarans og heims-
spekingmánn rosaklári á að geta það eins og
aðrir. Það er hollt að hugsa svo lengi sem við
skfljum að hugsun er ekki bara röklegur reikn-
ingur. Hláturinn lengir lifið og góður brandari
er afurð andans rétt eins og níðþung spekirolla.
Lolcaorð
Heimspekingurinn frægi Bertrand Russel
varð 98 ára gamall. Ljúkum þessu spjalli á til-
vitnun í þennan spaka öldung: „Hugsunin er
mikil, fljót og frjáls. Hún er ljós heimsins og
lífsins kóróna.“
Höfundur er heimspekingur og skóld og starfar í Noregi.
MERGUR MÁLSINS 29
HNÚTUKAST
EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON
Hnútukast nefndist leikur sem
fólst í því að menn, einkum þó
jötnar og hálftröll, hentu (þung-
um) beinhnútum hver að öðrum
og leitaðist sá við er fékk senda hnút að
henda hana á lofti og senda til baka.
Þessa leiks er m.a. getið í Bárðar sögu
(15. kafla), Hrólfs sögu kraka (34. kafla)
og Þorsteins þætti bæjarmagns (6.
kafla). I Hrólfs sögu segir: Hann setur
við holan lófann og tekur svo við hnút-
unni. Þar fylgir leggurinn með. Böðvar
sendir aftur hnútuna og setur á þann, er
kastaði, og rétt framan í hann með svo
harðri svipan, að hann fekk bana. I Þor-
steins þætti kemur fram að um er að
ræða nokkurs konar knattleik og átti
knötturinn (hnútan, uxahnútan) að
ganga á milli manna því að ekki mátti
hann niður fella. Þessi skemmtun gat
orðið býsna stórkarlaleg og mannskæð
en margt er sér til gamans gert.
Hnútukasti svipar um sumt til skinn-
leiks, sem rætt var um í síðasta pistli, en
þó er mikill munur í grundvallaratrið-
um. í báðum tilvikum kasta menn ein-
hverju á milli sín (hnútu, leiksopp, sam-
anvöðluðu skinni); í skinnleik leitast sá
sem úti er við að hafa hendur á knettin-
um en í hnútukasti er skeytunum beint
að einhverjum tilteknum. I fyrra tilvik-
inu er jákvætt að höndla leiksoppinn en
í síðara tilvikinu er neikvætt að verða
fyrir hnútu og kemur hin neikvæða
merking fram í ýmsum orðasamböndum
í nútímamáli.
í síðari alda máli ér að finna nokkur
orðasambönd sem vísa til hnútukasts, þó
í nokkuð breyttri merkingu. Algengast
mun að hnútukast vísi til skammaryrða,
t.d.: menn kasta (léttri) hnútu hver til
annars, senda einhverjum (ókroppaða)
hnútu, kasta hnútum að einhverjum og
hnútur fíjúga (á milli einhverra), allt í
svipaðri merkingu. Af sama meiði er
einnig sagnorðið hnýta (e-u) í e-n/að e-
m, t.d.: geta ekki stillt sig um að hnýta í
hana (ónotum).
Höfundurinn er prófessor.
UT AÐ
MEÐ
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. JÚNÍ 1998 1 3