Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1998, Blaðsíða 16
AUGA MITT ER MUNNUR I tilefni sýningar á þrykkimyndum og bókverkum Dieter Roths frá 1949-1979 í Grafíklistasafninu AlbertinóT Vínarborg hefur verið gefin út bók þar sem fjgllað er um kjarna listsköpunar þessa fjölhæfa listamanns sem kaus sjálfur að lýsa hvers konar listrænum afurðum sínum sem Ijóðagerð. MIG langaði alltaf til þess að verða ljóð- skáld," segir Dieter Roth í viðtali sem sýn- ingarstjórinn Felicitas Thun átti við hann í febrúarmánuði sl. og birt er í bókinni. Konstrúktívistarnir héldu því fram að við sæj- um með heilanum en ekki augunum. Dieter Roth gerði hins vegar engan greinarmun á líkamlegri og andlegri upplifun og sagðist sjá með munninum. Andstæður líkamans (nær- ingarinnar) og heilans (hugsunar) urðu hlið- stæðar og runnu stundum saman í eitt. List- ræn afurð var því ekkert merkilegri en hver annar líkamsúrgangur. Það sama má segja um hið fígúratífa og abstraktina. Um orðin og myndirnar. Og um sköpunarferlið, tilraunirn- ar sem voru mikilvægara en niðurstaðan sem í raun er ofaukið og til þess eins ætlað að hanga eins og skreyti á söfhum. „Ég held að ég kæri mig ekki einu sinni um að finna upp á einhverju sem síðan hefur einungis skemmtigildi, eitthvað sem er hengt upp á vegg," segir Dieter Roth síðar í þessu sama viðtali. Það er eitt einkenni á annars víðfeðmum og fjölbreytilegum höfundarverkum Dieter Roths hvað sköpunarferlið sjálft verður sýni- legt, og á það ekki síst við um aragrúa bók- verka og þrykkimynda sem listamaðurinn lætur eftir sig. „Enginn annar listamaður á okkar tímum er svo algerlega samofinn verk- um sínum að skynja megi nærveru hans í gegnum þau," segir Konrad Oberhuber í for- mála bókarinnar. Hann bætir því við að Diet- er Roth hafi tekist að umbylta skilningi okkar á því hvað hugtakið bók feli í sér með því að leita stöðugt nýrra leiða, bæði í útlitshönnun og innihaldi bóka sinna. Bækur Dieters Roths sprengdu utan af sér bönd textans og gátu allt eins verið myndverk, hljómplötur, hljóð- snældur og kvikmyndir. „Hvorki flóknar tæknilegar útfærslur, né notkun hvers kyns neysluvarnings, geta hindrað flug ótakmark- aðs ímyndunarafls hans sem eltist við sjálft sig." Felicitas Thun hefur umsjón með sýning- unni „Dieter Roth; Gedrucktes Gepresstes Gebundenes 1949-1979". I greininni „Auga mitt er munnur" stiklar hún á stóru í ævi og ferli listamannsins og fjallar um helstu bók- og þrykMverk Dieters Roths á umræddu tímabili. Hún rekur helstu áhrifavalda hans á ólíkum tímum; m.a. Bauhaus, súrrealisminn, hreyfilist, Fluxus-hreyfingin, kynni hans af Daniel Spoerri, Richard Hamilton, Robert Rausenberg og pop-listin auk fjölda annarra listamanna honum samtíða. „Dieter Roth til- heyrir kynslóð listamanna sem seint á fimmta og í byrjun sjötta áratugarins mótuðu nýja stefnu í alþjóðlegri myndlist eftirstríðsár- anna. En um leið var hann, eins og [Joseph] Beuys, í einangraðri stöðu, og list hans til- heyrði mörgum stefnum og straumum," segir Felicitas í grein sinni. Einangrwnin opnaði augu hans enn frekar fyrir óhefðbundnum leiðum Fyrstu bókverk Dieter Roths í lok fjórða og byrjun fimmta áratugarins fjalla um tengsl rýmis og tíma og hreyfingu innan rýmisins bókarinnar. Þetta eru „kvikar" myndir með hreyfanlegum litglærum sem áhorfandinn get- ur leikið sér að. Upp úr 1950 fer Dieter að fást RITSAFN Dieters Roths, gefið út af Hansjörf Mayer í Stuttgart 1970-1977. FORSÍÐA fyrsta tölublaðs tímaritsins „CONTAINER", frá 1971/73. Verk sem sam- spirale sem Dieter Roth gaf út í félagi við anstendur af 33 grafíkmyndum og frímerkj- Marcel Wyss og Eugen Gomringer í Bern um eftir listamanninn í einni möppu. á árunum 1953-1964. ÞÚ færðir mér hin fyrstu / full- orðsár. / Fyrir þig ég felli / frá- bær tár, yrkir Hallgrímur Helgason um Halldór Laxness í samnefhdu ljóði í öðru hefti Tímaríts Máls og menningar (TMM) á þessu ári en heftið er tileinkað minningu Halldórs. Þetta er næstsíðasta erindi í Ijóði Hallgríms en hin erindin eru hvorki betri né verri eins og kannski upphafið gefur til kynna: „Eg geng í gegnum landslag, / gráa hóla. / Hátt í þurrum hlíðum / hundar góla." Ljóð þetta fær heiðurssess í tímaritinu en það stendur fremst í heftinu. „Undir heiðum himni / hreyf- ir tré: / Ég líf í burtu líða / um lognið sé. // Fjarri liggja fjöllin þyrst / með falið skott. / Fegurðin hefur heiminn kysst / og haldið brott," segir í öðru og þriðja erindi. Ekki veit ég hvers vegna ritstjóri tímaritsins kýs að gera þessu ljóði svo hátt undir höfði. Ekki er þetta gott ljóð. Eða þykir þessi hjárænulegi og viðvaningslegi stíll á því eitthvað fínn eða flottur? Kannski á þetta ljóð að skírskota til uppreisnarandans og glaðværðarinnar sem einkenndi sum Ijóð Halldórs í byrjun ferils hans en jafnvel þótt svo væri þá hittir það ekki í mark. Það er eitthvað sorglegt við þessa tilraun Hallgríms. Við hann segi ég og nota hans eigin orð: „Fyrir þig ég felli / frá- bær tár." Halldór í brennidepli Ljóð Hallgríms myndar eins konar antiklimax við annað efni tengt Halldóri í heftinu en þær greinar eru undantekningar- lítið afar skemmtilegar aflestrar. Hér gefur meðal annars að h'ta áður óbirt bréf sem Hall- dór skrifaði frá Utah í Bandaríkjunum til vin- konu sinnar, Kristínar Guðmundsdóttur, árið 1959, eða um það bil sem hann er að leggja FYRII* ÞIG EQ FELLI / FRABÆR TAR"!? í nýjustu heftum Tímarits Máls og menningaroq Skírnis er meðal annars gerð sorgleg tilraun til að yrkja eftir Halldór Laxness og reynt að lesa í táknfræði dauða franska heimspekingsins, Roland Barthes. ÞRÖSTUR HELGASON gluggaði í heftin sem eru efnismikil og ___________skemmtileg að vanda.______________ lokahönd á Paradísarheimt. í bréfinu sem er hin mesta skemmtilesning segir Halldór frá danskriskýrslu sem hann hefur undir hönd- um um íslendinga sem gerðust mormónar um síðustu aldamót og fluttust búferlum til Utah. Halldór segist kunna að vinna úr þessum pappírum seinna meir á sannfræðilegum grundvelli en nú noti hann efnið á annan hátt. Meðal skemmtilegra greina um skáldskap Halldórs í heftinu er grein Halldórs Guð- mundssonar um fegurðarþrá í Fegurð himins- ins en hann vinnur nú að því að skrifa um Halldór og verk hans í fjórða bindi bók- menntasögu Máls og menningar sem væntan- leg er á markað í haust, ef ég man rétt. Hall- dór styðst meðal annars við minnisbækur skáldsins en af þeim má fá nokkra hugmynd um vinnubrögð hans og skáldskaparviðhorf. Halldór segir að við ritun Heimsljóss hafi skáldið glímt við þá „þverstæðu að fegurðin sé mannleg, en ekki í mannlífinu". Hann sér ákveðna þróun í verkinu sem hann lýsir svo: „Efnistök Heimsljóss eru öll ýktari en Sjálf- stæðs fólks, en það er samt ekiri fyrr en í loka- bindinu sem Halldór kveður raunsæið til að leita fegurðarinnar. Hana er ekki að finna í mannlífinu, ekki einu sinni því sem Halldór batt mestar vonir við. Hann segir þess vegna um stund sMlið við epík sína og gefur sig lýríkinni á vald - í lok hinnar siðustu stóru þjóðfélagslegu skáldsögu sinnar." í grein sinni, Hin íbjúga veröld, heldur Ey- steinn Þorvaldsson því fram að í sumum ljóðum Steins Steinars frá hinum seinni skáldskapar- árum hans megi merkja skyldleika við hugar- heim Heimsljóss og að textatengsl virðist sum- staðar augljós. Eysteinn bendir meðal annars á Tímann og vatnið í þessu samhengi. Árni Berg- mann skrifar um höfuðskyldu rithöfundar, á meðan krafan um að rithöfundar gagnrýni glumdi hvað hæst þá sagði Halldór að „æðsta skylda „rithöfunda í dag" [væri] að skrifa það sem honum líst og sjá aðra rithöfunda í friði". Pétur Gunnarsson, rithöfundur, fer á hraðferð yfir hinn ótrúlega fjölda greinasafna Halldórs og Sigþrúður Gunnarsdóttir skrifar um minn- ingabækur skáldsins og fleiri áhugaverðar greinar er að finna í þessu hefti um Laxness. Upplýsing - aflýsing!? Sú grein sem kannski vekur hvað mesta at- hygli í þessu hefti TMM er svar Kristjáns Kristjánssonar, heimspekiprófessors á Akur- eyri, við grein Guðna Elíssonar, lektors í bók- menntafræði, í síðasta hefti tímaritsins um kennslufræði Kristjáns. Greinin er enn einn 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. JÚNÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.