Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 2
ERLENDIR GESTIR Á REYKHOLTSHÁTÍÐ TÓNLISTARHÁTÍÐIN í Reykholti verður sett 24. júlí og stendur yfír frá föstudags- kvöldi til sunnudagskvölds. Alls verða fernir tónleikar á Reykholtshátíð og hefjast þeir fyrstu kl. 20.30 föstudagskvöldið 24. júlí með frumflutningi verksins Vocalise eftir Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, og á sömu tónleik- um verða flutt verk eftir Jón Nordal og Carl Nielsen. Laugardaginn 25. júlí hefjast aðrir tónleikar kl. 13.30 með verkum eftir Lange- Muller, P. Heise og ítölskum 19. aldar tón- skáldum í flutningi sérstakra gesta Reyk- holtshátíðar, Ninu Pavlovski sópran og finnska píanóleikarans Risto Lauriala. Þriðju tónleikarnir hefjast laugardagskvöldið 25. júh' kl. 20. 30 þar sem flutt verða verk fyrir píanótríó, selló og píanó og fiðlu og píanó. Lokatónleikarnir verða síðan sunnudaginn 26. júlí kl. 17 en þá verða flutt verk eftir Tchaikovsky, Schumann, Sibelius, Grieg og tónskáld frá Eystrasaltsríkjun- um, Barkauskas og Madtoja. Flytjendur eru Risto Lauriala pí- anó, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Martynas Svégzda fiðla, Gréta Guðnadóttir fiðla, Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó, Guð- mundur Kristmundsson lágfiðla Listræn stefna Reykholtshá- tíðar lýtur að kynningu á tónlist- arstarfi Eystrasaltslandanna og jafnframt er stefnt að því að frumflytja a.m.k. eitt islenskt verk á hverri hátíð. Að auki er sjónum sérstaklega beint að einu Norðurlandanna og að þessu sinni verður Danmörk í aðalhlutverki. Fulltrúi Dan- merkur er óperusöngkonan Nina Pavlovski frá konunglegu óperunni í Kaupmannahöfn og einnig verða flutt verk m.a. eftir dönsku tónskáldin Lange-Mull- er og Carl Nielsen. A Reyk- holtshátíð verður lögð áhersla á að kynna framúrskarandi er- lenda listamenn, ásamt þeim er- lendu og segjast aðstandendur hátíðarinnar munu leitast við að flytja góða tónlist sem allir geta notið í því sérstaka og sögulega Nina Pavlovski, sópran. umhverfi sem Reykholt er. Hrói höttur og félagar Minnisvarði um Eggert og Ingi- björgu Hellissandi. Morgunblaðið. MINNISVARÐI um Eggert Ólafsson og konu hans Ingibjörgu Guðmundsdóttur verður afhjúpaður sunnudaginn 12. júlí kl. 14 á Ingjaldshóli. Það er Páll Guðmundsson myndhstarmaður frá Húsafelli sem hefur unnið listaverkið. Athöfnin hefst með helgistund í Ingjalds- hólskirkju kl. 14, þar sem héraðsprófastur, sr. Ingiberg J. Hannesson, prédikar, sóknar- prestur þjónar fyrir altari. Kirkjukór Ingjaldshóiskirkju syngur við undirleik org- anistans Kay Wiggs Lúðvíksson og Gunnars Kvaran sellóleikara. Að lokinni helgistund- inni verður listaverkið afhjúpað. Þar syngur kirkjukórinn lagið Ingjaldshól og Island ögr- um skorið. Þá mun Páll Guðmundsson lýsa verki sínu með fáum orðum. Að því loknu verður gengið til safnaðar- heimilis kirkjunnar og þegnar kaffíveitingar. Undir borðum munu þeir Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Richard Ringler prófessor við háskólann í Wiseonsin-Madison í Banda- ríkjunum flytja ræður um Eggert Ólafsson. Þá munu þau Gunnar Kvaran sellóleikari og Ástríður Sigurðardóttir píanóleikari leika á milli atriða. Það eru Lionsfélagar, karlar og konur, ásamt stuðningi annarra félagasamtaka í Ingjaldshólssókn og sóknarnefnd sem standa að þessu framtaki og hátíð á Ingjalds- hóli. ----------------- Hálfur milljarður fyrir bók London. The Daily Telegraph. AUÐKÝFINGURINN Sir Paul Getty hefur fest kaup á dýrustu bók sem prentuð hefur verið; íýrstu útgáfu Canterbury-sagnanna. Bókin verður geymd á sveitasetri Gettys í Buckingham-skíri og þar munu fræðimenn hafa frjálsan aðgang að henni. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort hún verður sýnd al- menningi. Bókin var seld á uppboði hjá Christie’s í Lundúnum fyrir 4,6 milljónir punda, sem svarar til um hálfs milljarðs ísl. kr. og er þetta hæsta verð sem fengist hefur fyrir prentaða bók. Hún er verk breska prentarans William Caxton frá 1476 og er þetta síðasta eintakið af sex sem boðið er til kaups á þessari öld. Sir Paul kveðst lengi hafa haft augastað á bókinni og vonast til þess að fjölskyldan sem hana átti, myndi bjóða hana til kaups. Hann hafi þó vart þorað að vona að honum yrði að ósk sinni og myndi takast að tryggja að hún yrði áfram í landinu. Getty er 65 ára, fæddur í Bandaríkjunum og erfingi mikilla olíuauð- æfa. Hann var sæmdur riddaranafnbót árið 1986 og fékk breskan ríkisborgararétt á síð- asta ári. HRÓI höttur og félagar voru á ferðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær, þegar frumsýnt var leikrit í þýðingu og leikgerð Gísla Amar Garðarssonar Leik- stjóri er Þór Tulinius leikarar: Agnar Jón NÝÚTKOMIN barnabók í Bretlandi, Harry Potter og herbergi leyndardómanna eftir Joanne Rowling, trónir í efsta sæti BookTrack metsölulistans. Bókin kom út fyrir viku síðan og hefur þegar stungið aft- ur fyrir sig nýjum bókum metsöluhöfunda á borð við Jeffrey Archer, John Grisham, Julie Birchall og Delia Smith. BookTrack metsölulistinn byggist á sölutölum 2.200 bókabúða vítt og breitt í Bretaveldi. Harry Potter og herbergi leyndar- dómanna er önnur bókin um munaðarleys- ingjann Harry Potter sem uppgötvar að hann er göldróttur. Þegar eru í undirbún- ingi fimm bækur til viðbótar og galdramað- urinn ungi er óðum að verða átrúnaðargoð yngstu kynslóðarinnar í Bretlandi. Útgef- endur í Bandaríkjunum eru einnig komnir á bragðið og sögusagnir eru á kreiki um að kvikmyndaframleiðendur í Hollywood séu famir að renna hýru auga til bókanna. Ekk- ert fæst þó staðfest í þeim efnum ennþá. Höfundurinn Joanne Rowling datt sann- arlega í lukkupottinn þegar hún hóf að semja sögurnar um Harry Potter. Aðstæð- ur hennar voru ekki björgulegar, hún var nýlega fráskilin, á atvinnuleysisbótum og Egilsson, Gottskálk Dagur Sigurðarson, Gunnar Gunnsteinsson, Gunnar Hansson, Hrefna Hallgrímsdóttir, Linda Ásgeirs- dóttir, Marta Nordal, Richard Kolnby og Sverrir Þór Sveinsson. segist hafa skrifað fyrstu bókina og hluta þeirrar nýútkomnu á kaffihúsum í Edin- borg með dóttur sína kornunga í vagni við hlið sér, því of kalt og hráslagalegt hafi ver- ið í leiguherberginu hennar. Þá kom galdra- maðurinn Harry Potter til sögunnar og breytti lífi mæðgnanna á skammri stundu. Fyrir fyrstu bókina fékk höfundurinn eitt hundrað þúsund sterlingspunda fyrirfram- greiðslu og bókin seldist í 70 þúsund eintök- um. Nýja bókin stefnir í að slá það met og ekki verður séð fyrir endann á vinsældun- um. Joanne Rowling sem starfaði áður við kennslu, segist ekki hafa skrifað bækurnar með börn í huga sérstaklega. „Ég skrifaði bækurnar fyrir sjálfa mig, til að afla ein- hverra peninga og til að hressa mig við eftir erfiðan skilnað. Eg var mjög spennt að vita hvaða aldurshópi útgefandinn teldi að bæk- urnar hentuðu best.“ segir hún. Sagan segir reyndar að margir fullorðnir kaupi bækurn- ar handa sjálfum sér því þeir hafi ekki minni ánægju af þeim en börnin. I fyrra hlaut fyrsta bókin, Harry Potter og steinn heimspekingsins, Smarties verðlaunin, sem eru stærstu og þekktustu barnabókaverð- laun sem veitt eru í Bretlandi. BARNABÓK í EFSTA SÆTI í BRETLANDI MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfírlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Homið, Hafnarstræti Olöf Sigríður Da- víðsdóttir og Páll Heimir Pálsson sýna til 12. júlí. Gallerí Stöðlakot Hjálmar Hafliðason sýnir til tii 19. júlí. Ingólfsstrætí 8, Ingólfsstrætí 8 Sigurður Guð- mundsson sýnir til 26. júlí. Kjarvalsstaðir Stiklað í straumnum. Urval verka úr eigu Listasafns Reykjavíkur. Til 30. ágúst. Landsbókasafn íslands, Háskólabókasafn Trú og tónlist í íslenskum handritum fyrri alda. Til 31. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laug. og sun. kl. 13.30-16. Höggmynda- garðurinn er opinn alia daga. Listagallerí Snn'ðar og skart Kristbjörg Guð- mundsdóttir sýnir til 23. júlí. Galleríkeðjan Sýnirými Sýningar í júlí: Hildur Bjarnadóttir sýnir í Sýniboxi, Vatnsstíg 3. Erna G. Sigurðardóttir sýnir í Gallerí Barmi, berendur sýningarinnar eru; Ari Gísli Braga- son og Siríður Hjaltested. Símsvaragalleríið Hlust: RelaxFax, sími 5514348 og í sýningar- rýminu 20fm er söngskemmtun á mið., fim., fös., laug. og sun.dögum kl. 15-18, að henni standa Vasaleikhúsið og Þorvaldur Þorsteins- son. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Kaffistofa: Grafíkmyndir Jóns Engiiberts. Ut júlí. Listasafn Sigurjóns Olafssonar Höggmyndir eftir Sigurjón Olafsson í neðri sal, málverk eft- ir Ninu Tryggvadóttur í efri sal. Gallerí Fold, Kringlunni Þorgerður Sigurðar- dóttir sýnir til 22. júlí. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg Ragna Sigrún- ardóttir sýnir til 31. júlí. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 Auður Jóns- dóttir sýnir til 26. júlí. Norræna húsið „Þeima mál ei talar tunga“ ís- landsdætur í myndlist til 16. ágúst og ljós- myndasýning Petter Hegre í anddyrinu til 19. júlí. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b Roman Signer sýn- ir í Bjarta og Svarta sai. Einnig sýna Ásmund- ur Ásmundsson, Erlingur Þ.V. Klingenberg, Magnús Sigurðsson og Bruce Conkle. Perlan Vefmyndasýning Mariu Uhlig til 2. ágúst. Gallerí Geysir, Hinu Húsinu Hjörtur Matthías Skúlason sýnir til 12. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu Konur, úrval úr Errósafni Reykjavíkurborgar. Til 23. ágúst. Listasafn ASÍ Nanna Bisp Biichert sýnir í Ás- mundarsal og Arinstofu. Guðný Halldórsdóttir sýnir í Gryfjunni til 2. ágúst. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Jón Gunnar Árna- son. Sumarsýning. Hafnarborg, Hafnarfirði Sýn. „Hafnarfjarðar- Mótíf' til 3. ágúst. Safn Ásgríms Jónss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning áverkum Ásgríms. Sjómiiyasafn íslands, Iiafnarfirði Sumarsýn- ing á Ijósmyndum Helga Arasonar. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýningin Þorlákstfðir og önnur Skálholtshandrit. Til 31. ágúst. SPRON Mjódd Harpa Björnsdóttir sýnir til 24. okt. Listaskálinn, Ilveragerði Sumarsýn. fél. ís- lensk grafík til 12. júlí. Slunkaríki, fsafirði Karin Sander sýnir. Hótel Edda, Laugarvatni Elín Rebekka Tryggvadóttir sýnir til 20. ágúst. Listasafn Árnesinga, Selfossi Yfirlitssýning á verkum Magnúsar Tómassonai-. Laugardagur Hádegistónleikar í Hallgríms- kirkju: Norski organistinn Ivar Mæland kl. 12- 12.30. Tryggvi Hansen tónsmiður og trúbadúr verður með tónleika í Norræna húsinu kl. 16. Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Havard Öier- oset gítarleikari haida tónleika í samkomuhús- inu á Breiðumýri kl. 15. Sumartónleikar á Norðurlandi; Pétur Jónasson gítarleikari í Reykjahlíðarkirkju. Sumartónleikar í Skál- holtskirkju; Tónverk eftir Hafliða Hallgríms- son kl. 15 og Sófíu Gubaidulinu kl. 17. Sunnudagur Sumarkvöld við orgelið í Hall- grímskirkju kl. 21.30: Ivar Mæland, norskur organisti. Sumartónleikar á Norðurlandi; Karsten Jensen orgelleikari í Akueyrarkirkju. Sumartónleikar í Skálholtskirkju; Khali-kvar- tettinn kl. 15. Mánudagur Gítarleikarar frá Barcelona í Stykkishólmskirkju kl. 21. Þriðjudagur Þriðjudagstónleikai- Listasafns Sigurjóns Ólafssonar; Jón Sigurðsson píanó- leikari kl. 20.30. Tónleikaröð í Iðnó: „Frjálst er í fjallasal", flytjendur; Pétur Grétarsson, Hilm- ar Jensson, Tena Palmer og fleiri. Gítarleikar- ar frá Barcelona í Reykholtskirkju kl. 20.30. LEIKLIST Borgarleikhúsið Grease, lau. 11. júlí, fim., fös. lau. fslenska óperan Carmen negra. Rokk-, salza-, poppsöngleikur, lau. 11. júlí, fös., iau. Kaffileikhúsið „Sígild popplög" Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngur perlur úr poppinu fím. 16. júlí. „Megasukk í Kaffíleikhúsinu" Megas á tónleikum með Súkkat fös. 17. júlí. Iðnó Þjónn í súpunni lau. frums. fím. 16. júlf. íslenska óperan Hellisbúinn lau. 11. júlí, fim. Tjarnarbíó, leikhúsið Light Nights, leiknir þættir úr íslendinga og þjóðsögum á ensku, lau. 11. júlí, fim., fös., lau. kl. 21. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR H.JÚLÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.