Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 11
ferðamenn og rændu eða stálu sauðfé. Að lok- um söfnuðu Norðlingar liði, fóru á Hveravelli og hirtu allt fémætt sem þeir fundu. Halla var tekin höndum, en Aron og Eyvindur sluppu, sá síðamefndi á handahlaupum. Gestur Guðfinnsson skáld og blaðamaður orti svo. Að Eyvindarkofa Vefja sig gljúpar gufur Hveravalla að grænni, þyrstri blöku. Sumarnóttin og fjöilin og hjarta þitt, Halla halda fyrir mér vöku, Jónsmessudögg á jarðarbrjóstin hnígur, og ég finn nálægð þíns hjarta. Frá hverju guðsgrænu strái næturljóð stígur í stjömuveröld bjarta. Bláir skuggar bíða morguns í gili bungóttrajökulfjalla. Fögur er sumarnóttin norður á Kili í návist þinni, Halla. Síðasti útilegumaðurinn á Hveravöllum, sem sögur fara af var Magnús Guðmundsson, sem hafði viðurnefnið sálarháski. Hann andað- ist 1844 og var þá um áttrætt. Magnús var landsþekktur flakkari, en frægur fyrir mikil vinnuafköst s.s. við slátt. Sagt er að hann hafi eitt sinn ákveðið að leggjast út á Hveravöllum. Hann náði í lamb, drap það og sauð ketið í Ey- vindarhver. Það dugði honum fyrstu vikuna. Næstu viku kvaðst hann hafa nærst á munn- vatninu, en þriðju vikuna á Guðsblessun einni saman. Sú vika var verst. Sneri hann þá aftur til byggða og lagðist ekki út eftir það. Árið 1965 hófst samfelld búseta manna á Hveravöllum, þegar Veðurstofa fslands lét reisa þar veðurathugunarstöð, sem er starf- rækt allt árið. Tröllin Bergþór og Hrefna bjuggu í helli í Bláfelli. Bergþór var sonur Þórólfs í Þórólfs- felli og Hlaðgerðar í Hlöðufelli. Hann var sagður meinlaus en forspár og margvís. Eftir að land kristnaðist undi Hrefna ekki í hellin- um hjá Bergþóri, því þaðan sást yfir hina kristnu byggð. Yfirgaf hún þá Bergþór og byggði sér skála fyrir norðan Hvítá undir felli því, sem síðan heitir Hrefnubúðir. Eftir það hittust þau Bergþór aðeins við silungsveiðar á Hvítárvatni. Bergþór gerðist ekki fráhverfur hinum kristna sið. Þegar hann var orðinn aldurhnig- inn hitti hann bóndann í Haukadal og bað hann að sjá um greftrun sína. Að launum átti hann að fá það sem væri i katlinum undir rúmi hans. Allt gekk þetta eftir. Bergþór andaðist í hellinum. En þegar lík hans var sótt var ekk- ert annað en viðarblöð í katlinum. Bóndanum fannst hann illa svikinn en vinnumaður hans fyllti vettlinga sína af þessum laufblöðum. Þegar líkfylgdin var komin ofaná jafnsléttu kom í ljós að peningar voru í vettlingunum en ekki viðarlauf. Sneru menn þá aftur og ætluðu að sækja ketilinn, en þá var hellirinn horfinn og hefur ekki fundist síðan. Bóndinn flutti lík Berþórs að Haukadal og var það grafið fyrir norðan kirkjuna. Leiðið er við veginn sem liggur inn á Haukadalsheiði og á því steinn með þessari áletrun: Bergþór úr Bláfelli. Helför Reynistaðarmanna 1780 Ekki er kunnugt um mörg slys á Kjalvegi á liðnum öldum, fyrir utan dauða Þorgeirs kiðlings. En hið hörmulega slys, sem skeði haustið 1780, þegar menn frá Reynistað í Skagafirði urðu þar úti hefur ekki gleymst og er enn rætt manna á meðal. I stuttu máli er sagan þannig að fjárkláði hafði geisað í Skaga- firði og fé þar skorið niður. Voru þá sendir menn frá Reynistað suður á land til fjárkaupa. Meðal þeirra voru tveir synir hjónanna á Reynistað, Bjarni um tvítugt og Einar 11 ára. Þegar kom fram í október höfðu þeir keypt 180 fjár. 28. október var lagt af stað úr byggð og stefnt norður Kjöl. Voru þeir fimm saman og höfðu 16 hesta, þar af fimm undir reiðingi. Þeir komu aldrei fram. Síðar um veturinn fékkst staðfesting á örlögum þeirra. Vorið eftir fannst tjald Reynistaðarmanna, ásamt kös kindaskrokka, undir hraunborg, sem síðan hefur verið nefnd Beinabrekka eða Beinahóll. Þeir sem fyrst komu að töldu fjögur lík inni í tjaldinu, en þegar flytja átti líkin til byggða voru þau aðeins tvö. Lík bræðranna voru horfin. Mikil leit var gerð að þeim og málið rannsakað ítarlega en upplýstist aldrei. Árið 1846 fann grasafólk að sunnan bein bræðranna. Voru þau á grjótmel alllangt frá Beinabrekkunni og höfðu verið hulin með hell- um og grjóti. Jarðneskar leifar þessara manna voru grafnar á Reynistað. Lík þess fimmta, Jóns Austmanns fannst aldrei. Var talið að hann hefði ætlað að brjótast til byggða, því hestur hans fannst skorinn á háls í ánni Þegj- andi og mannshönd, í bláum vettlingi með fangamarki Jóns, í Blöndugili. Eftir þetta slys sló svo miklum óhug á menn að ferðir um Kjöl lögðust niður að mestu næstu árin á eftir. KJALVEGUR í vetrarbyrjun, Kjalhraun, Kjalfeíl og Hrútfell í baksýn. Hér er allra veðra von eftir að haustar og langt fram á vor. Segja má þó að með tilkomu nútíma torfærubíla sé hægt að aka þessa leið allan ársins hring. í BEINABREKKU á Kili, þar sem Reynistað- arbræður urðu úti með fé og hesta. Lítið er nú eftir af beinunum sem sjást á þessari mynd, en hún var tekin um 1970. Á myndinni er Sigurður Ólasson hrl. sem skrifaði þá greinaflokk í Lesbók um feigðarför Reyni- staðarbræðra. Enn liggja bein úr fé og hestum Reyni- staðarmanna í Beinabrekku, þögul vitni um þennan harmleik í vetrarbyrjun 1780. Sumarið 1971 var reistur minningarsteinn um Reynistaðarmenn á Beinahól. Gr reimt á Kili? Þær sögur hafa gengið meðal manna að reimt væri á Kili. Um það fer tvennum sögum. Áður hefur verið getið um konuna í Hvítárnes- húsinu. Sumarið 1929 voru Guðmundur Einarsson frá Miðdal og kona hans á ferð um Kjöl ásamt félögum sínum (4 karlmönnum og 1 konu). Tjöldum var slegið við Hofsjökul sunnanverð- an. Daginn eftir gengu karlmennirnir á Hofs- jökul í sólskini og algjórri heiðrfkju. Konurnar voru eftir við tjöldin. Kona Guðmundar lagði sig en hin var vakandi inni í tjaldinu eitthvað að sýsla. Allt í einu, segir Guðmundur, „verður hún þess vör, að flöktandi skuggum bregður fyrir á tjaldinu. Ekki veitti hún þessu athygli fyrst í stað, en þegar hún lítur upp til að grennslast eftir, hvað valda muni því, að dimmir í tjaldinu, þá sér hún, að mannsmyndir eru í skuggunum í tjaldhliðinni, en jafnframt virtist henni sem þeir gengju alltaf fram og aftur". Kona Guðmundar vaknaði nú, og horfðu þær báðar á þetta fyrirbrigði um stund. „Sjá þá, að ákveðin mannsmynd er skuggum þessum, og virtist fyrsti skugginn skýrastur og stærstur, en sá síðasti miklu lægri en tveir þeir fyrstu. Lýsir kona mín því þannig , að hún hafi ekki orðið hrædd veru- lega, enda gaf hún sér góðan tíma til að athuga fyrirbrigðin og það án þess að gera sér grein fyrir því, hvað þetta væri. Best tók hún eftir fremsta skugganum, sem virtist vera af „háum manni, nokkuð álútum, í nærskornum klæðn- aði, en með klút eða eitthvað þessháttar um hálsinn, og tók hnúturinn upp að hökunni, en endarnir stóðu nokkuð út frá brjóstinu". Glöggt sá hún andlitsfall myndarinnar, sem var nokkuð stórskorið. „Og var sem blautt hárið héngi niður á ennið og axlirnar ... Alltaf hreyfðust skuggarnir á tjaldhliðinni fram og til baka". Konurnar skildu ekkert í þessu, fóru út en sáu ekkert. Himinn skafheiður, tjöldin á sléttu graslendi og ekkert kvikt að sjá í næsta nágrenni. Þær fóru svo aftur inn, en þá „sjá '': rJ&Sfó Kerlittgar. þær sömu sýnina, en eitthvað óglöggar. Þó að- gættu þær þetta langa stund, uns skuggarnir hurfu með öllu," segir Guðmundur að lokum. Hann tekur fram að báðar konurnar hafi verið erlendar og algjörlega ókunnugt um sagnirnar af svipunum á Kili. Allt bendir til að frásögn Guðmundar og ör- lög Reynistaðarmanna hafi verið Jóni Helga- syni prófessor ofarlega í huga er hann orti þetta upphafserindi í kvæðinu Áfangar, sem frægt er. Liðið er hátt á aðra öld; enn mun þó reimt á Kili, þar sem í snjónum bræðra beið beisklegur aldurtili; skuggar lyftast og líða um hjarn líkt eins og mynd á þili; hleypur svo einn með hærusekk, hverfur í dimmu gili. Gönguleiðir á Kili. Ferðir um öræfi landsins njóta sívaxandi vinsælda og hafa áhugamenn og stjórnvöld stuðlað að því með ýmsum hætti. Á síðustu áratugum hefur þeim fjölgað mjög, sem leggja leið sína um Kjöl. Hvert sumar eiga hundruð innlendra og eriendra hestamanna leið eftir hinum fornu götum, sem fyrrum voru farnar af herflokkum, gráum fyrir járnum, höfðingj- um á leið til Alþingis, biskupum á yfirreið, skreiðarlestum og sendiboðum í margskonar erindum. Tímarnir hafa breyst því Kjalvegur skapar nú gjaldeyristekjur. Gönguferðir milli Hvítárness og Hveravalla njóta einnig sívaxandi vinsælda. Hin venjulega gönguleið er auðrötuð og auðgengin, Fúlakvísl á vinstri hönd, hlaðnar vörður vísa veginn og gatan er skýr eftir tíu alda traðk sauðfjár og hrossa. Ferðafélag íslands hefur lagt markvissa vinnu í að gera vestari leið Kjalvegar aðgengi- lega fyrir göngumenn. Það hefur byggt fjögur sæluhús á svæðinu, brúað Fúlukvísl á tveimur stöðum, endurbætt merkingar á gönguleiðinni og gefið út leiðarlýsingar. Hér að framan hef ég rifjað upp ýmislegt úr fortíðinni, sem ætti að vekja áhuga. En það er ekki nóg að hafa áhugann. Sjón er sögu ríkari. Því ætti þú lesandi góður að kynnast þessu áhugaverða svæði af eigin raun. Þeim tíma er vel varið. Flestir sem ganga milli Hvítárness og Hveravalla fara vestari leiðina, þ.e. fylgja * Fúlukvísl. Sú leið er skemmtilegri og áhuga- verðari að flestu leyti. Það er átakalaust að ganga hana á þremur dögum, aðrir gefa sér betri tíma og leggja lykkjur á leið sína, því af nógu er að taka. Sé gengið frá Hvítárnesi er fyrsti nætur- staðurinn í húsinu við Þverbrekknamúla. Það hús, sem var byggt 1980 stendur vestan við Fúlukvísl. Ferðafélagið brúaði ána 1985 svo hún veldur nú engri töf. I nánasta umhverfi hússins er margt athyglisvert að sjá en auk þess gefast ýmsir fleiri kostir, ef menn gefa sér góðan tíma til að skoða sig um. Benda má á þrennt. 1. Að ganga suður að Hvítárvatni og skoða Fróðárdali og Karlsdrátt. 2. Að ganga að húsi Jöklarannsóknarfélags- ins við Fjallkirkju á Langjökli. Við þá göngu skal gæta varúðar vegna sprungnahættu. 3. Að ganga á Hrútfell. Best mun vera að ganga á það frá vestri. Þegar haldið er frá Þverbrekknamúlahúsinu má velia um tvo kosti: að ganga aftur yfir brúna og á götuna, eða halda upp með ánni að vestanverðu og yfir hana nokkru norðar á brú, á svonefndu Hlaupi. Þar fellur áin í mjög þröngu gili, svo mjóu að menn geta auðveld- lega stokkið eða stigið yfir hana með aðgæslu. Leiðin frá Þverbrekknamúla að Þjófadölum er létt en örlítið á fótinn. Þar er þriðja sælu- hús Ferðafélagsins, byggt 1939, og verður 60 ára gamalt á næsta ári. Umhverfi hússins er grösugt og vinalegt og býður upp á lengri dvöl en til einnar nætur. Þaðan er kjörið tækifæri til að skoða upptök Fúlukvíslar, eða ganga á nærliggjandi útsýnisstaði. Af þeim fæst góð sýn yfir meginhluta Kjalarsvæðisins. Frá Þjófadölum að Hveravóllum má velja um tvær leiðir: að fylgja bílaslóðinni um Sól- eyjardali og Þröskuld eða taka stefnuna út í hraunið og ganga að Strýtum. Þar blasir hverasvæðið við og þaðan er hæg ganga undan fæti í áfangastað. Hér hefur verið rætt um vestari Kjalveginn en eystri leiðin er einnig áhugaverð. Þá er farið meðfram Svartá, um Gránunes og austan við Kjalfell. Leiðin um hraunið liggur skammt vestan við Beinahól, þar sem Reynistaðamenn mættu örlögum sínum, framhjá Grettishelli, vestan við Rjúpnafell og þaðan er stutt að fara meðfram hraunjaðrinum að Hveravöllum. Það er minnst vikuverkefni fyrir göngumann að skoða Kjalarsvæðið að einhverju marki. Það gerir ferðina ánægjulegri á allan hátt að hafa létt tjald meðferðis, því þá þurfa menn ekki að binda sig við ákveðna næturstaði. H LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JÚLÍ1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.