Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 5
Á SVIPUÐUM slóðum í dag. Öllu hefur heldur hnignað öðru en Stapafellinu. Mynd SV. SKJALDARTRAÐARKONUR voru fylgnar sér á mínum uppvxtarárum.. Hér standa þær Guð- munda móðir mín, Steinunn frá Lóni og Kristrún amma mín, á bæjarhlaðinu, á ofanverðum sjötta áratugnum. Úr myndasafni SV. SKJALDARTRÖÐ með augum málarans Muggs (Guðmundar Thorsteinssonar), á þriðja áratugnum. Meðan enn var reisn yfir þessari forn- frægu útgerðarjörð. Eftir málverki í eigu Listasafns íslands. með fullri kurteisi og farið með gát hjá bústöð- um þess, enda kann ég engar æsilegar sögur af árekstrum manna og jarðbúa. Alagablettir og álfasteinar voru víða og nutu friðhelgi, og njóta enn, að ég held. Ein af fyrstu bernskuminning- unum er draugagangurinn á efri hæðinni í Skjaldartröð, þann tíma sem hún stóð auð vegna eigendaskipta. A hverju kvöldi þegar við vorum gengin til náða, hófst umgangurinn uppi. Fótatak, dregin tii húsgögn, skarkað í pottum og pönnum. Móðir mín var kjörkuðust Trað- arsiektisins og rauk stundum upp á loftið og allt datt í dúnaiogn á sama augnabliki og hún kom uppá stigapallinn. Látunum linnti ekki fyrr en þau fluttu um 1950 á efri hæðina, Stein- unn og Valdimar sonur hennar. Þau voru síð- ustu ábúendur í Einarslóni, þar sem áður stóðu nokkrir bæir, kirkja og stundað var útræði við erfiðar aðstæður, rétt austan Djúpalónssands. A þessum hrikalega útnára er náttúran ógnar- sterk, í miðjum brunahraununum sem ná óslitið íi'á Dagverðará vestur í Beruvík. Þar hafði tím- inn staðið í stað frá ómunatíð, uns þau Steinka og Valdi brugðu loks búi. Þau voru með báða fæturna í genginni veröld, skarpgreind og vissu lengra en nef þeirra náði. Valdi sagði mér líf- legar hrollvekjur af viðskiptum sínum við ókunn öfl sem voru á sveimi á nokkrum stöðum sem hann taldi heppilegra að sniðganga eftir að birtu tók að bregða. Benti mér eitt sinn um myrkt vetrarkvöld á þúst í Hellnafjörunni, er við vorum að koma úr heimsókn neðan úr plássi. „Hafðu ekki hátt, þetta er fjörulalli", sagði hann skjálfraddaður og fólur sem nár, gott ef að slokknaði ekki í pípunni hans. Eg vissi ekki hverju ég átti að trúa. Horfði á þúst- ina mjakast til í fjöruborðinu með öðru auganu, með hinu á glampann á nýja Fordtraktornum fóður míns uppi á hlaði. Hvað ætti ég svo sem að vita betur í dag? Og kæri mig ekki um það. A heitum sumardögum var Bárðarlaugin á Laugarholtinu vinsæl til baðferða hjá okkur krökkunum. Amma kom gjarnan með okkur í baðferðirnar. Sagði laugina botnlausa nykra- veröld. Við gættum þess því dyggilega að vera jafnan í öruggri nálægð við bakkann og gömlu konuna. Um fermimgu áskotnaðist mér vind- sæng og á henni lét ég mig reka yfir vatnið. Með hálfum huga, stóð hreint ekki á sama á meðan mig bar yfir blági-ænt dýpið með augun límd við allar hreyfuingar undir yfirborðinu. Mér til furðu komst ég lífs af. Nykurinn var enn hluti af tilverunni. Svona gat lífið verið forneskjulegt - þó ég ælist upp með Presley. Ahrif hersetunnar voiu margvisleg. Einn góðan veðurdag fór að heyrast válegur gnýr í lofti og fylgdu þessum. lofthljóðum langar og mjóar skýjamyndanir, sem vöktu ekki minni óhug hjá Kristrúnu ömmum minni, Jakobínu systir hennar í Melabúð og Steinku frá Lóni. Þessar gömlu konur, allar fæddar á öldinni sem leið, sátu í hlýrri kvöldkyrrðinni á bekk á Skjaldartraðarhlaðinu og leist ekki á blikuna. Ræddu í hálfum hljóðum um loftanda, víga- branda, feigðarhljóð og aðra váboða, með til- heyrandi dæmisögum aftan úr öldum. Góðsvit- ar og fyrirboðar voru órjúfanlegir þættir í til- verunni og lifðu enn góðu lífi, líkt og hjátrú og hindurvitni. Þær þekktu vábrestina og feigðar- boðana, gömlu konurnar, og enginn vogaði sér að útskýra fyrir þeim himinteiknin á raunvís- indalegan hátt. Maður fékk oft að njóta slíkra óborganlegra árekstra forneskju og atómaldar. Amma mín var fædd 1873, Bína í Melabúð og Steinka ein- hverjum árum yngri. Allar gæskuríkar sóma- konur. Amma einstaklega góðhjörtuð og mátti ekkert aumt sjá. Keypt var um þetta leyti lítil dísilrafstöð til helstu heimilisnota. Hún oftast gangsett undir kvöld. Aður en til þess kom hafði amma, undantekningarlaust, gengið úr skugga um að öll ljós væru slökkt. Til að „hlífa blessaðri vélinni", einsog hún orðaði það. Þess- ar nítjándualdar konur voru fornar í skapi, GLÓKOLLURINN, greinarhöfundur, f góðum félagsskap tveggja valinkunnra Jöklara. Þórður, „Doddi á Dagverðará", Halldórsson og Kristinn, „Diddi í Bárðarbúð", Kristjáns- son, í „smóktæm“ í uppsátrinu í Hellnafjöru um 1950. skildu aldrei vélar og tækni, reyndu að nálgast þær með því að gefa þeim sál. Bína var skyggn og sá fyrir óorðna hluti, álfa, fylgjur og aftur- göngur. Steinka vai’ ófreskust þeiira, að ég held, en bæði orðvör og dul og ræddi helst ekki um yfirnáttúrlega hluti öðruvísi en í hálfkveðn- um vísum. Það var ómetanlegt að fá að eiga þessar yndislegu manneskjur að í uppvextinum. Steinka lést eftir að ég var farinn að heiman. Nokkru síðar skrapp ég vestur í stutta heim- sókn. Fyrsta morguninn sat ég í herbergi innaf stofunni á efri hæðinni og var upptekinn við að blaða í gegnum gamla árganga af Fálkanum. Vetrarsólin skein innum gluggan. Allt í einu hrökk ég upp við kunnuglegt fótatak gömlu konunnar, sem var auðþekkjanlegt þar sem hún var þungstíg og dró fæturnar. Mér brá ekki hið minnsta, fylgdist með skóhljóðinu nálgast hægt og rólega lokaðar dyrnar, þar sem það dó síðan út jafn hljóðlega og það hófst. Steinka var að kveðja vin ginn í síðasta skipti. Uppúr þessu flutti fjölskyldan suður á bóg- inn, síðasta kjölfestan, Kristófer bróðir minn, var búinn að fá sig fullsaddan af fásinninu og sagði hingað og ekki lengra . Nýir herrar, nýir límar Síðan kemur maður sem aðkomumaður að Hellnum og sér með gestsaugum breytingarnar sem halda linnulaust áfram. Eitt vorið á átt- unda áratugnum lá eitthvað í loftinu. Útræðið var að flytjast á Stapa, búskapur stóð höllum fæti, hver jörðin af annarri fór í eyði, eða var seld hrossamönnum eða félagssamtökum. LÍÚ keypti Skjaldartröðina og var það vel. Ég lagði bílnum á Gróuhólnum í Hellnaplássinu miðju, horfði yfir höfnina og hraunið og drakk í mig fegurð þessa fagra leikvallar bernskuáranna. Þar bar fyrir augu nýstárlega sýn. A bryggju- sporðinum, þar sem karl faðir minn hafði gert að sjávarfangi, liggjandi á hnjánum að forn- mannasið, sprikluðu tveir mussumenn, síð- hærðir og skeggjaðir, í takt við austurlenska sítarmúsik. Times, they are a changing..., sönglaði Dylan. Nú stundar hér enginn sam- hliða útræði og búskap. Laugarbrekka eina hefðbundna býlið á staðnum. Hellnar ekki leng- ur á landakortinu sem forðabúr, heldur aðsetur samtaka nýaldarfólks sem segir að þar sé styttrá í Astralsviðið en annarsstaðar á jarðríki. Allt fyrir hendi sem með þarf að bíta; jökull, vatn, loft. Fátt annað en gott um það að segja. Menn mega hafa sínar skoðanir í friði og gera útá „kraftinn úr Jöklinum", enda ekki við nein ósanngjörn kvótalög að etja á því sviði. Náttúruspiöll og sögufölsun? Eitt er það þó sem ég og fleiri Jöklarar erum ósáttir við. Upp við hraunjaðarinn í gamla tún- inu heima sprettur lítil lind undan berginu. Þar bjó huldufólk, sagði amma. Nú er verið að troða því inn að þetta sé yfirnáttúrlegur, gott ef ekki heilagur staður. Nú skal uppsprettan ekki leng- ur heita sínu forna naftii, Gvendarbrunnur, heldur „Lífslindin", nafnið þrælmerkt, svo það fari ekki framhjá neinum. Það hentar betur þeirri ímynd sem nýtt fólk er að brasa við að koma á staðinn. Vissulega er allt vatn heilagt, mismunandi eftir því hvað mikið er af því. Heil- agleiki vatnsins í uppsprettunni í Skjaldartrað- artúninu felst í því að þar var eina, góða vatnið að fá í öllu plássinu. Minnumst þess að í gegn- um aldirnar var það einn stærsti útgerðarstað- ur landsins, þörfin á góðu vatni því mikil, ekki síst í þurrkatíð og vetrarhörkum. Þá tæmdust þeir fáu og bragðvondu brunnar sem voru ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 11. JÚLÍ 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.