Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 9
ERU ekki allir í boltanum? Ungir Skagamenn á knattspyrnuæfingu. Um aldamótin 1900 var Akranes dæmigert íslenskt sjávarporp. Með opnu konungsbréfi dags. ló.júní 1864 varð Akranes löggilt- ur verslunarstaður, en frápví að einokunarverslun komst á árið 1602 ogjram tilpess tíma urðu Akurnesingar eins og aðrir Borg- firðingar að scekja alla verslun sína til Reykjavíkur. GAMENN S0REN ULRIK THOMSEN TAFLA UM VEÐURHÆÐ ÖRN ÓLAFSSON ÞÝDDI Reykur liðast beint upp. Kolsvart naut veltur útaf á enginu. Hafið spegilslétt. Reyk leggur eilítið í vindátt, fjármagnstilfærslur í verulegum mæli verða að ís, veðurviti bærist ekki. Smábárur sem líkjast fiskroði en freyða ekki, minningar fléttast saman við gleymsku, hrífandi kvöld. Vindblær finnst á andliti, laufblöð bærast, ævilöng vinátta hefst vegna asnalegs misskilnings, létt flögg bærast, veðurvitar sýna vindátt. Smábylgjur myndast en brotna ekki, elskendur allt frá barnæsku lúberja hvert annað á meðan rökkrið kemur. Blöð og smágreinar bærast sífellt, létt flögg og veifur breiða úr sér, vísindamenn á Verkfræðiháskólanum reikna nákvæmlega út ljósnæmi Ingemanns. Öflugar smábárur hvítna í toppunum, freyða glerkennt, lyktin af refum og greifmgjum fyllir fjármálastofnanir og kirkjur, ryk, lausamjöll og bréf tekst á loft, vörugeymslustjórar og ökuprófdómarar syngja hverjir fyrir aðra háum, skærum röddum, kvistir og smágreinar bærast. Víða hvítnar í bámm, rosknir þjóðfélagsþegnar svífa örlítið yfir jörðu, lítil lauftré taka að sveigjast, á tjörnum og vötnum hvítna smábárur í toppi, limurinn rís. Meðalstórar bylgjur í langdregnu formi, stórar greinar sveigjast, doppóttir kjólar lyftast hátt, það hvín í símalínum. Stórar öldur, allar með freyðandi földum, stór tré svigna, 5 endalausar þáttaraðir í sjónvarpi renna saman og ná hámarki í þætti um krabbamein, frá fallandi öldum myndast löðurgárar undan vindi. Kvistir og greinar brotna af trjám, erfítt að ganga móti vindi, allháar og alllangar öldur, mikið magn af táknsæjum ljóðum er sent í efnalaug og kemur aftur sem lítið þreytulegt lífsviðhorf, öldufaldarnir verða að löðri sem berst í gárum í vindátt. Trjábolir svigna mjög, stórar greinar brotna af trjám, eilífri tryggð er heitið og við það staðið, háar öldur, þéttir löðurgárar, öldufaldar taka að falla, öll orð ríma hvert við annað, tré rifna upp með rótum, mjög háar öldur, sjór næstum alhvítur, fólk verður að halda sér til að fjúka ekki um koll, margar konur íhuga að fara í kalda lagningu, mjög stórar holskeflur, sjór er í hvítaroki, miklar skemmdir á mannvirkjum. Loftið þrungið sjávarlöðri. ÚR NYE DIGTE ÖRN ÓLAFSSON ÞÝDDI Ég er orðinn of lítill fyrir líf mitt og það of lítið fyrir mig. Það er bölvaður hávaði af götunni og frá árunum sem eru liðin. Líf mitt tekur of mikið rúm það kemst ekki lengur fyrir í herberginu. I hvert skipti sem ég lít út um gluggann sekkur miðbærinn dýpra í grænt grænt haf. Ég er þreyttur á óhugnanlega fögrum söngum minnar eigin silfruðu tungu. Ég þrái viðameiri næstum óheyranlega tónlist. í gegnum rifuna milli dægi’a ætla ég að hrópa leyndarmál til mín sjálfs en þögnin fellur eins og öxi og skiptir því í næstum ekkert og næstum allt of mikið. Ég verð viturri með degi hverjum en heimurinn villtari og þögulli með hverjum tíma Ljóðið er hinsta þögn sem ég á eftir, auk Helgisiða Einmanaleikans (hálsbindi sem eiga við mismunandi myndir þekkingarleysis) stofublómin sem ég annast eins og bæn, og fáein leyndarmál, sem ég á með öllum. Tannlæknir. Gröf. Giftingarhringur. Höfundurinn er danskt skóld. Þýðandinn er bókmenntafræðingur og starfar í Kaupmannahöfn. L LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JÚLÍ 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.