Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 7
grími Jónssyni, Finni Jónssyni og Jóhanni Briem í Reykjavík og við Konunglega listahá- skólann í Kaupmannahöfn þegar hún hélt vest- ur um haf þrítug að aldri, árið 1943. Þar nam hún við Art Students League í New York og meðal kennara hennar voru Morris Kantor og Hans Hofmann. Módernisminn kraumaði og sauð í borginni á þessum árum þegar fjölmarg- ir evrópskir listamenn höfðu flúið heimalönd sín og leitað á náðir hins friðsæla Lands tæki- færanna. Nína komst í kynni við ýmsa af þess- um myndlistarmönnum, eins og Fernand Lé- ger, Willem de Kooning og Mark Rothko ásamt bandarískum listamönnum eins og Jackson Pollock og Bamett Newman, hópur sem síðar gekk undir nafninu New York-skól- inn. Þarna kynnist Nína einnig eiginmanni sín- um, vísindamanninum og listmálaranum dr. A.L. Copley eða L. Alcopley og þau giftu sig árið 1949. Það brá hins vegar svo við að þegar Nína fór til Islands sama ár reið hreinsunar- stefna Josephs McCarthys yfir og henni var synjað um landvistarleyfi við endurkomu. Næstu 10 árin bjuggu Nína og A1 ásamt dóttur sinni bæði í París og Lundúnum en sneru aftur „heim“ til New York í árslok 1959. Nína Tryggvadóttir lést í New York sumarið 1968. Höfnunin fól í sér frelsi „Þessi hópur abstraktmálara sem foreldrar mínir umgengust í New York voru, ef svo má segja, utangarðslistamenn," segir Una Dóra. „Vinsælustu málai-ar þess tíma máluðu fígúra- tífar myndir og það hvarflaði aldrei að þeim að einhver ætti eftir að sýna verkum þeh'ra minnsta áhuga, a.m.k. ekki utan veggja þess- ara tveggja gallería sem þau sýndu verk sín í, hvað þá að einhver ætti eftir að kaupa þau. Þess vegna gengu þessir listamenn fullkom- lega frjálsir að sinni vinnu og gátu leyft sér hvað sem var, því hverjum var svosem ekki sama.“ Gagnrýni og samræður voru þeim mun meh-i innan listamannahópsins og listin í SJÁLFSMYND frá 1960. ABSTRAKT frá 1965. T>v stöðugri endurskoðun. „í mínum huga felur myndlistarsýning í sér skoðanaskipti því þannig var það í þessum hópi listamanna sem foreldrar mínir umgengust. Þar fóru menn á opnanir til að ræða málin og skiptast á skoðun- um og hver ný sýning var eins og svar við því sem einhver annar listamaður hafði áður sett fram á sinni sýningu. Nú er það hins vegar svo að listamönnum er ekki lengur boðið á opnanir heldur einungis álitlegum fjárfestum," segir Una Dóra og kímir við. „Það er athyglisvert að þeir listamenn sem foreldrar mínir umgengust og eru enn á lífi halda stöðugt áfram að þróast og breytast. Eg nefni sem dæmi Kristján Da- víðsson, sem heldur stöðugt áfram að rannsaka eigindi málverksins og finna listsköpun sinni nýjan farveg. Þannig var viðhorfi þeirra til list- sköpunar, - hvert einstakt málverk fól í sér nýtt upphaf." Ofsi og siðan íhugun Það er augljóst að Nína gladdist mjög yfir því að vera aftur komin til New York eftir „út- legðina" í Evrópu, og geta farið að blanda aftur geði við vini sína og þann hóp listamanna sem í borginni bjó. Pop-listin var að skjóta rótum en abstrakt-expressjónísku málaramir sýndu líka mikið og nutu nú meiri vinsælda en áður. I Sjálfsmynd frá 1960 horfir hún íbyggnum aug- um beint á áhorfandann og í abstraktverkun- um hefur losnað um línur og form sem áður voru strangar bundin geometríunni. Una Dóra telur ekki ólíklegt að móður sinni hafi vaxið ás- megin við að umgangast aftur skoðanasystkin sín í listinni. Það birtir yfir litanotkuninni og litirnir eru kraftmiklir og fjörugir. Sá listamað- ur sem Nína dáði hvað mest var Rembrant og í litanotkun tók hún sér mjög til fyrirmyndar þá innri birtu sem stafaði af litunum í verkum ABSTRAKT frá 1967. meistarans. Þannig er bakgrunnurinn í verk- um hennar gjarnan dökkui- og ljósari litir byggðir ofaná í mörgum lögum og ýmsum blæ- brigðum. Liturinn var henni allt í málverkum sem hún líkti við myndræn ljóð. Ofsi hennar við vinnuna verður þeim mun greinilegri þar sem verkin á sýningunni eru flestöll smá og unnin af hraða og öryggi, næstum eins og frumdrög að stærri verkum, - litlar litasinfóní- ur. Þegar frá líður hægist aftur um í huga lista- konunnar og við tekur tímabil íhugunai- og sannleiksleitar. Litirnir verða dimmari, muskulegh’ og hógværari. Nína einfaldar myndmál sitt, hver pensildráttur fer að skipta máli og sé hann óþarfur, þá fær hann að hverfa. „Þó að málverkin verði mun einfaldari á síðustu æviái-um Nínu er ekki þar með sagt að þau verði einföld,“ segir Una Dóra. „Því það er svo margt sem einfaldleikinn felur í sér. Kjarninn er margslunginn og djúpur.“ Það er líka eins og hugurinn hvarfli meira heim til ís- lands, inn á milli málverka sem flest bera titil- inn Abstrakt eru verk sem skírskota til nátt- úru og menningar heimalandins; eins og verkið Saga, sem er í eigu Listasafns Islands, og Esja, sem er á sýningunni í Sigurjónssafni, málað á vinnustofu Nínu í íbúð fjölskyldunnar við Fálkagötu. „Er þetta ekki frábær íbúð?!“ spurði mamma mig þegar hún fór með mig á Fálkagötuna í fyrsta sinn,“ segir Una Dóra. „Eg átti erfitt með að skilja ánægju hennar yf- ir þessari fjárfestingu, þar sem húsið var óklárað og það vantaði alla innveggi í íbúðina, - þar var ekki neitt! Útsýnið var þó til staðar og út um stofugluggann mátti sjá Keili, Bessa- staði og Esjuna. Og það var auðvitað það eina sem skipti mömmu máli.“ Sýningunni lýkur 8. ágúst nk. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JÚLÍ 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.