Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 4
ÞAÐ er mál margra að hvergi sé Jökullinn fegurri en frá bæjardyrum Hellnara. Mynd SV. HELLNAR HÁLFA ÖLD EFTIR SÆBJÖRN VALDIMARSSON í túninu heima voru undir lok átjándu aldar hartnær þrír tugir býla og þurrabúða, auk fjölda útihúsa og hjalla. Víða stóðu veggjabrot uppúr sverðinum, annars staðar voru tóftirnar nánast uppgrónar og við það að hverfa inní landslagið. Allt minnisvarðar um blómlega tíma til sjós og lands. HELLNAFJARAN og strandlengjan miili Stapa og Hellna. Mynd SV. ENN og aftur er ég kominn vestur á bemskuslóðimar Undir Jökli. Dáist að Hellnaplássinu ofan af Laugar- holtinu. Endurminningamar hellast yfir, famar að gerast ágengari með áranum. Allt er breytt annað en umhverfið. Þessi tignarlegi rammi með Snæfellsjökul, „Kónginn", einsog við köllum hann, gnæfandi yfir byggðinni í norðri, í sínum ægifagra mikilleik. Jökulháls- inn, Stapafellið, svipmikið og tignarlegt. Þá taka við fjöllin yfir Breiðuvíkinni í sinni hlýlegu lita- dýrð. Afram teygir fjallgarðurinn sig til austurs, fjölbreyttur í formi og lögun. Borgarfjörður og Hvalfjörður skera um síðir fjallasýnina í sundur svo Skarðsheiðin og Esjan líta út einsog sæ- brött eylönd í fjarlægum bláma í suðaustri. Þá tekur úthafíð við og lokar hringnum. Rætumar liggja djúpt í jörð. Mann fram af manni sátu forfeður mínir á Skjaldartröð, yrktu landið og stunduðu sjóinn hörðum höndum. Enda stutt á miðin, sem löngum reyndust drýgsta matarkista þjóðarinnar, ekki síst í hörðum ámm. Höfðu nóg fyrir sig, það leið eng- inn skort í þessum litlu byggðarlögum. Sjórinn var göfull en tók sinn toll, gekk ekki framhjá Skjaldartraðarbændum frekar en öðr- um. Þeir fórust allir, langalangafi minn, langa- fabróðir og afi, sem var með síðustu stórútgerð- armönnum í hinum eiginlegu sjávarplássum Undir Jökli. Gerði út þrjá árabáta á öndverðri öldinni, uns hafið gleypti hann, héma útá vík- inni, á þriðja áratugnum. Faðir minn tók við búi og lífið gekk sinn gang. Slökkt á Aladdinlampanum, kveikt á rafmagninu Þegar ég fer að muna eftir mér, um miðja öldina, voru hafin mestu umskipti í sögu lands- manna, sem voru að stökkva úr aldagömlum lífs- og atvinnuháttum, inní tæknivæddan nú- tímann. Nýir siðir að ganga í garð þó gamli tím- inn skrimti allt í kring. Það átti að heita svo að þessi útkjálki væri kominn í vegasamband, sími á nokkram bæjum, kynt upp með kolum, lýs- ingin frá aladdínlömpum og gasluktum. Sagan blasti við, hvert sem litið var. Ömefni og tóftir minntu á umsvif liðinna tíma. Blágrýtisklappir í lendingunum, meitlaðar djúpum fórum af kjöl- um bátanna í aldanna rás. Gamlir götuslóðar sorfnir í hraunið af hóffórum þúsunda skreiðar- lesta úr þremur landsfjórðungum. Vaðsteinar og hákarlasóknir uppá bitum, gömul skinnklæði fúnuðu á geymsluloftum. í túninu heima vora undir lok átjándu aldar hartnær þrír tugir býla og þurrabúða, auk fjölda útihúsa og hjalla. Víða stóðu veggjabrot uppúr sverðinum, annarsstað- ar voru tóftirnar nánast uppgrónar og við það að hverfa inní landslagið. Allt minnisvarðar um blómlega tíma til sjós og lands. Faðir minn átti ekki annarra kosta völ en að láta stórvirk tæki jafna þá við jörðu á sjötta áratugnum. Sömu ör- lög biðu fjölda slíkra búsetu- og atvinnuminja um allt land á þessum umbrotatímum. Vinnan við að hreinsa grjótið úr rústunum var óguðleg, en túnið varð véltækt. Karlinn sat hinsvegar sem fastast á dys Axlar-Bjarnar á Laugarholt- inu meðan jarðýtan böðlaði upp veginum, uns hættan var farin hjá. Hún stendur enn. Þegar jarðarbætur vora komnar á nokkurn rekspöl kom fyrsti traktorinn og framþróunin varð ekki stöðvuð. Ég held ég hafi verið blóðlatt ungmenni þessi fáu sumur sem átti að nota mig til ærlegrar vinnu, einkum á meðan handaflið gilti og gömlu amboðin vora í aðalhlutverki í heyskapnum. Fylltist hryllingi þegar ég leit yfir túnið í slátt- arbyrjun, iðjagrænt og kafloðið. Stalst frekar niður á bryggju eða útá sker með færið, en að taka þátt í heyskapnum, og kom ekki heim fyrr en ég hafði fengið í soðið. Feitan og stóran sandkola og rauðsprettu. sem endaði á pönn- unni. Það sló á skammirnar. Ég var ekki efni í bónda, svo mikið var víst. Uppvöxtur undlr Jökli Á þessum áram var farskólaformið algengt í fámennum sveitum, þeim skipt í tvö skóla- hverfi. Kennt í hálfan mánuð í senn á Stapa og í Breiðuvík. Hellnabörnin urðu því að arka yfir Kraunið, götuna meðfram ströndinni, sem nú hefur verið friðlýst. Það var orðið fámennt, suma vetur gekk ég einn í skólann, ásamt minni hundstík. Myrkfælnin að drepa mig og ekki bætti úr skák að við vegarslóðann vora óyndis- leg örnefni einsog Draugalá og Skollabrunnur. Þjóðsagan sagði að í Draugalá væri urðuð norn- in Oddný Pfla. Átti gatan að hafa mótast í hraunið af hrygglengju kerlingar er hún var dregin á sinn endapunkt í tilverunni, miðja vegu milli Stapa og Hellna. Oddnýjar Pílutóft var upp við hraunjaðarinn í túninu heima. Meiri stuggur stóð mér af Skollabrunni, viki sem gekk inní strandlengjuna, þverhnípt í sjó og lá vegurinn yst á brúninni. I Skollabrann rak lík á stríðsáranum. Það var nærtækari ógn en norn- in í Draugalá. Hvorki hún né önnur yfirskilvit- leg fýrirbæri trafluðu þó mína skólagöngu að ráði. Eitthvað skelfdi þó okkur tíkargarminn einn myrkan skammdegismorgun er við pauf- uðumst áfram í hríðarmuggunni. Brimið svarr við dranga á aðra hönd, draugarnir í felum í láginni á hina. Snögglega hægði rakkinn göng- una, þar sem hann vappaði fyrir framan mig. Rófan hrökk í baklás og hárin risu á okkur báð- um. Snotra ýlfraði og tók síðan á rás heim með ámátlegu spangóli. Ég hélt ferðinni áfram. Andstuttur mjög. Ekki svo að skilja að ég væri sendur í skólann í tvfsýnu veðri, það viðraði bara alltaf vel hjá minni samviskusömu og bjartsýnu móðir, í hennar orðabók fannst hvorki kvart né kvein. GVENDARBRUNNURINN einsog hann lítur út í dag. Yfir honum vakir Heilög guðsmóðir, múruð í klettinn. í nágrenni við nornina Odd- nýju Pflu, sem bjó hinumegin í hraunvikinu. Mynd SV. I rauninni á ég mai-gar af mínum bestu minn- ingum af þessari sérstæðu menntabraut, eink- um eftir að daginn tók að lengja og vorið að nálgast. Móar, hraun og sjávarbjörg fylltust af lífi, skeglan er vorboðinn ljúfi Undir Jökli. Heimleiðin tók þá oft tímana tvo. Það þurfti að fylgjast með nýgræðingnum, „fara í klettana", kanna reka í víkunum við brimasama ströndina. Eftir sunnan rosa fannst oft hið merkilegasta góss og ósjaldan glænýr rauðmagi sem hafði rotast í briminu og skolað á land, Hann fór í pottinn. Mestu gleðistundirnar hófust er leið á aprfl, þá ég fékk afnot af „horninu", litlum bát sem faðir minn átti. Á þessu krili, sem kallað var „Háski“, sökum óstöðugleika, réri ég fram á Hellnavíkina og dró fisk sem ég mátti síðan leggja inn á eigin reikning hjá Kristni (Didda) Kristjánssyni frænda mínum og kaupmanni í Bárðarbúð. Afrakstrinum var skynsamlega var- ið, í vellystingar praktuglegar langt fram eftir sumri, enda víkin gjöful, þó skammt væri sótt. Það er svívirða að frískir og tápmiklir strákar fá ekki í dag að upplifa þetta frelsi, kynnast undursamlegum veiðihugnum, koma hróðugir til lands með aflann, sem veitti bæði ósvikna ánægju og sjálfstæði. Þessi ómetanlega reynsla fylgir manni alla æfi, og meðan á ævintýrinu stóð, leið manni einsog persónu í bókunum hans Marks Twain. I dag væri til lítils að ætla sér að láta böm sækja skóla við slíkar aðstæður. Foreldrar sem hygðu á þá firra yrðu sjálfsagt fyrir barðinu á Bamavemdarnefnd eða vistuð á hæli. Börnin mundu líka harðneita, þó þau séu líkamlega ekki síður búin til þess nú. Altént þurfti ég að aka mínum borgarbörnum eftir upplýstu mal- bikinu, þessar fáu húslengdir í skólann, ef eitt- hvað var að veðri. Ekki dugði að ströggla, ef ég auðmjúklegast benti á hvað mín kynslóð mátti nú þola, var sá heimur svo fjarlægur orðinn að undirtektirnar voru í mesta lagi „byrjar nú karlinn!" Umræðu lokið. Ford og fjörulallar Ég minntist á að hafa alist upp með annan fótinn í gamla tímanum. Jafnvel örlítilli forn- eskju, sem enn bjó með eldra fólkinu, og um- hverfíð hjálpaði til. Mig grunar að andi Bárðar Snæfellsáss sé enn á sveimi yfir vötnum. Á mínu æskuheimili var okkur kennt að bera virð- ingu fyrir því sem við þekktum ekki og það var margt á gráa svæðinu á mótum þjóðtrúar, þjóð- sagna og raunveruleika. Rætt var um huldufólk 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11.JÚLÍ1998 b

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.