Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1998, Blaðsíða 8
STUND milli stríða og þá er að mála bátinn. NOKKRAR i_........... FRIÐÞJÓFS HELGASONAR ÚR NÝRRI BÓK Af því tilefni að Hvalfjarðargöng eru opnuð og Akra- nesi er kippt í næsta nágrenni við höfuðborgina, er kynnt ný myndabók: AKRANES - SAGA OG SAMTIÐ. Þar er auk myndanna ágrip af sögu byggðar á Skipa- skaga eftir Gunnlaug Haraldsson og umfjöllun um Akranes á líðandi stund. En fyrst og fremst er þetta fal- leg myndabók þar sem myndir frá öllum árstíðum tala sínu máli. Utgefandi er Hörpuútgáfan. UM ALDAMÓTIN 1900 var Akranes dæmigert ís- lenskt sjávarþorp. Með opnu konungsbréfí dags. 16. júní 1864 varð Akra- nes löggiltur verslunar- staður, en frá því að ein- okunarverslun komst á árið 1602 og fram til þess tíma urðu Akur- nesingar eins og aðrir Borgfirðingar að sækja alla verslun sína til Reykjavíkur. Árið 1885 var hinum gamla Akranes- hreppi skipt í tvo hreppa, Ytri- og Innri- Akraneshrepp. Auk Skagans tilheyrðu nokkrir sveitabæir ytri hreppnum og hefur svo verið síðan. Ibúarnir voru um 750 tals- ins og hafði fjölgað jafnt og þétt síðustu áratugina. Hús og býli voru samtals 123 árið 1901, þegar gerður var uppdráttur af kauptúninu, - sá fyrsti sem um er vitað. Húsin stóðu dreift og höfðu hvert sitt heiti. Götur og malarstígar höfðu víða unnið sér fastan sess í bæjarskipulaginu. Umhverfís húsin voru túnbleðlar og kálgarðar, afgirt- ir með grjótgörðum og trégirðingum. Kartöflurækt var mikið stunduð allt frá því um miðja fyrri öld enda jarðvegur frjósam- ur og voru Akraneskartöflur landsþekktar. Velflest heimili héldu nokkrar skepnur til eigin nota. Um helmingur íbúaðrhúsa var ennþá úr torfí og grjóti, en timburhús, sum báru- járnsklædd, sóttu stöðugt á, hið fyrsta byggt af Hallgrími Jónssyni (1826-1906) hreppstjóra og alþingismanni 1871 (Guð- rúnarkot). Hallgrímur átti frumkvæði að stofnun lestrarfélags 1864 og byggingu barnaskólahúss í þorpinu 1879-80, úr múr- uðum steini. Með því komst á reglubundið skólahald, en húsið var lengi jafnframt not- að til funda- og samkomuhalds. Sjósókn var sem fyrr að mestu stunduð á áraskipum. Hákarlalegur sem hófust um 1860 og fast sóttar um skeið voru aflagðar með öllu eftir hið sviplega slys í janúar- mánuði 1884, er tvö áraskip fórust í há- karlalegu með 16 mönnum. Þilskipaeign Skagamanna var lítil og því urðu margir Skagamenn að sækja lífsbjörg sína á segl- skipum úr öðrum verstöðvum við sunnan- verðan Faxaflóa, en smám saman fóru vél- bátarnir að koma. Hinn fyrsti kom á Skag- ann 1906, 5 rúmlestir að stærð, og úr því fjölgaði þeim ört. Ennþá voru hafnarskil- yrðin slæm, þótt komnar væru trébryggjur bæði í Lambhúsasundi og Steinsvör. Fyrsta steinbryggja var ekki gerð fyiT en 1915. Hvarvetna voru miklir fiskreitir þar sem saltfiskurinn var breiddur og þurrkað- ur. Um aldamótin hafði fiskleysi verið nær algjört um árabil á heimamiðum Skaga- manna. A sama tíma var fiskigengd mikil á Suðurnesjum. Því tóku Akurnesingar að hafa viðlegu fyrir áraskip sín og síðan vél- báta í verstöðvunum þar á vetrarvertíðum. Stunduðu þeir netaveiðar og héldu fyrst einkum til í Vogum, en síðar í Sandgerði, þar sem þeir byggðu upp myndarlega hafnaraðstöðu og fiskverkunarhús. Hélst þetta fram um 1930, en þá glaðnaði veiðin á heimamiðum Akurnesinga á nýjan leik og fáum árum síðar bættist fyrsti togarinn við fískiskipastól Skagamanna. KALM BYGGÐASAFNIÐ að Görð- um. Akrafjall í baksýn. SKAMMDEGI og jólastemmning í miðbæ Akraness. 5* T SKAGINN OG SKA 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11.JÚLÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.