Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Qupperneq 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS - MENNING HS I IIt 28. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Áhrif tónlistar á greind og tilfinningar eru margslungin. Píanóleikarar og fiðluleikarar sem hefja nám fyrir 8 ára aldur reynast hafa 15% stærri tengingu milli heilahvelanna en aðrir. Læknisfræðilegar rannsóknir með tónlist gefa einnig skýrt til kynna að tónlist sé öfl- ugur miðill til hjálpar við meðferð ýmissa sjúkdóma og svo hefur tónlistarnám hvelj- andi áhrif á árangur í öðrum námsgreinum. Nina Margrét Grímsdóttir segir í grein, að framtíðarrannsóknir muni halda áfram að sanna mikilvægi tónlistar fyrir samfélög jarðarinnar. A meðan mun tónlist halda áfram að fegra og bæta líf fólks sem þarf ekki slíkra sannana við. Kirkjusaga Finns Jónssonar er eitt af merkustu og lærð- ustu fræðiritum frá 18. öld en hængurinn er sá að hún er rituð á latínu og því fæstum að- gengileg. Þröstur Helgason ræddi við Gott- skálk Jensson sem vinnur að því að þýða rit- ið á ensku ásamt Svavari Hrafni Svavars- syni. Húsbúnaður Kenn Oldfield er leikstjóri söngleiksins Grease sem nú er sýndur í Borgarleikhúsinu. Oldfield er bresk- ur danshöfundur sem hefur unnið reglulega í íslensku atvinnuleikhúsi frá 1984, meðal ann- ars við sýningar eins og West Side Story, My Fair Lady og Galdrakarlinn í Oz. I viðtali við Hávar Siguijónsson segir hann meðal ann- ars: „Eg þoli ekki leti í leikhúsinu. Ég get ekki unnið með fólki sem nennir ekki að vinna. En ég er tilbúinn að vinna eins lengi og þarf með einhveijum sem getur ekki, en vill fyrir alla muni, gera það.“ fyrir 30-40 árum var verulega frábrugðinn því sem nú tíðkast, en ekki í þá veru sem halda mætti. I þá daga var mun meiri áherzla lögð á listrænt útlit og stíl og jafnvel svo mjög að þægindi voru látin víkja og mjúkir sófar og djúpir stólar fengu sama- stað í geymslunni, en ungt fólk keypti þess í stað „prikamublur“ sem voru framleiddar á Islandi, því þá var íslenzkur húsgagnaiðnað- ur í blóma. Um þetta skeið hins listræna húsbúnaðar skrifar Gísli Sigurðsson. Villta suðrið var í Astralíu þó það sé ekki eins frægt og vilta vestrið. En við Sovereign Hill gerðist það sem hvarvetna leiddi af sér villt og hömlulaust mannlíf og byggingar sem tjald- að var til einnar nætur, að menn fundu gull. Nú er gömlum minjum haldið til haga í Sovereign Hill, en greinin um þennan fjar- læga stað er eftir Sólveigu Einarsdóttur. GUÐMUNDUR DANÍELSSON REIPASÖNGUR Ég tætti í þau sjálfur, og togann ég spann, og teyminga rakti ég Emm, meðan kolunnar rjúkandi kveikur brann ogkringum sveif nóttin dimm. Svo tók ég að flétta - og flétta mín reipi. - Fussum-fei - dimma-limm! Og hvorki er í teymingum hrosshár né ull, nei, he-he-he, göfuga þjóð! Úrþér fékk ég efnið, sem græddmþitt gull meðan granni þiim blóðsæhm óð, og hélzt þínar veizlur og hverfðist í dansi meðan hnífur í gegnum hann stóð. í dumbrauðu skhii frá koiunnar kveik, sem kvikar um hönd mér og brá meðan skugginn minn biksvartur byltistíleik á bak við um rjáfrin há ég flétta mín reipi - og reipin mín flétta og ræ fram í gráðið, - ojá. Hæ-hæ og hó-hó! Nú hamast ég við og herði minn óttusöng. Og brátt verða rofín þín rekkjugi'ið og reipin mín nógu löng. Og hvern skal þá fmna? - Hæ, þá skal þig finna, Þjóðbjörg húsfreyja á Stöng! FORSÍÐUMYNDINA tók Gísli Sigurðsson af myndverki eftir Halldór Forna, myndhöggvara ó Eyrarbakka. Myndin stendur framan við Kaffi Lefolii ó Eyrarbakka og er um Þormóð Kolbrúnarskóld ó dauðastund hans ó Stiklastöðum í Noregi. Höfuðið er mólaður steinn með textum úr Fóstbræðrasögu og stendur ó hraungrýtisstalli. Guðmundur Daníeisson (1910- 1990 var (ró Guttormsshaga í Holtum, en bjó lengst af ó Eyrorbakka og Selfossi og var afkastamikill skáldsagnahöfundur) BYLTING! RABB Ú ERU orðin ekki lítil tíðindi. Það ku vera kom- in bylting í landið. Það stóð í Mogganum trúi ég, það stóð í öllum blöðun- um, og það glumdi í öll- um útvörpum, á öllum rásum, í öllum sjónvörp- um. Þetta er ekki jafnréttisbyltingin, ekki kommúnistabylting og ekki hin fræga fjöl- miðlabylting en það er sagt frá henni með gjallandi lúðrum og stríðsfréttaletri líkt og hún væri á við þessar frægu byltingar allar til samans. Hver er þá hin boðaða bylting? Jú, það er orðin bylting í samgöngumál- um þjóðarinnar, - segir þar. Hvurnin þá? Nú, það hefur verið borað gat undir Hval- fjörð! Ég skal bara segja ykkur það. Einkenni okkar tíma er stóryrðaflaumur um hégóma. Þetta er orðinn kækur og kem- ur af örvæntingaræði offramleiðslunnar, að auglýsa og selja vita óþarfa vöru með gjall- anda og skrumi. (Algjör bylting í bragðgæð- um! Lífsnauðsynlegar smurnigsolíur! End- anleg lausn flösuvandamálsins blasir við!) Auðvitað er það engin bylting þótt borað sé undir Hvalfjörð. Það er ekki einu sinni af- rek. Það er ekki annað en enn einn nýr veg- arspotti. Að visu helvíti dýr. Það var kannski afrek á sinni tíð, fyrir um fjörutíu árum, að sprengja göngin gegnum Stráka við Siglufjörð, á þeim tíma sem verk- kunnátta til slíks var ekki í landinu. Nú er hún til. Búin að vera tii iengi. Það er alltaf verið að sprengja göng, það er orðinn hvunndagsviðburður. Að ekki sé nú talað um útlönd. Það er búið að bora undir Ermarsund, allar helstu borgir Evrópu eru útboraðar af neðanjarðarbrautum. í vor lall- aði ég undir Thames-ána, eftir göngum sem boruð voru út fyrir meir en hundrað árum. Aðferðin er þekkt og margnotuð. Göng undir Hvalfjörð eru ekki annað en rökrétt framhald á því sem löngu var byrjað á, sami straumur niður í sama svelg: Stytta leiðina, stytta leiðina hvað sem það kostar, eins þótt farið sé allsstaðar framhjá, útrýma þúsund ára samgöngum á sjó, gera hafnar- mannvirkin rúnt um landsins púnkt óvirk og einskisvirði en þó einkum og ekki síst að skaffa viðfangsefni þeim vinnuflokkum, verktökum og verkfræðistellum sem lifa á sprengingum, tilfærslu jökulfljóta og stór- virkjunum; efna til stórátaka og ímyndaðra afreka með myndarlegum kostnaðartölum uppá hálfan annan tug núlla. Helst að það útrými í leiðinni einhverju jafngóðu sem fyr- ir er, helst einhverju sem mikið hefur verið fyrir haft lengi. Þeim mun er afrekið stæiTa sem fleira verður þess vegna að lúta í gras, sigurinn sem því svarar meiri. Lætin umhverfis þetta neðansjávargat minna á fýrverkið við að auglýsa upp nýjar kvikmyndastjörnur í Hollývúdd. Slíkar stjömur eru í eðli sínu einskis virði en selj- ast á meðan fyi'irganginum er við haldið en eru svo gleymdari en allt sem gleymt er um leið og flugeldakassinn er tæmdur og fundin ný. Bylting er það eitt sem boðar stefnu- breytingu, nýja strauma, gerbreytt hugar- far. Ef þjóðin hætti einn góðan veðurdag að kaupa dýra jeppa; það væri bylting. Það væri stefnubreyting. Færu allir allt í einu að leggja lykkju á leið sína, út af hraðbrautinni, í stað þess sýknt og heilagt að stytta sér leið, framhjá hverju byggðu bóli; það væri bylting. Það táknaði gerbreytt hugarfar. Færu allir allt í einu að skilja bfia sína eft- ir heima á meðan þeir sitja í vinnunni í stað þess að teppa rándýr bílastæði (Landspítal- ans svo dæmi sé nefnt); það væri bylting vegna þess að slík breytni bæri vott um nýja andlega strauma, gerbreytt hugarfar. Og ef nú þeir sem stunda vinnu á Grundartanga tækju upp á því að gera sér myndarlega og menningarlega mannabyggð á staðnum og vera þar kjurir í stað þess að að þveitast til Reykjavíkur morgun, kvöld og miðjan dag, ef Akumesingar yndu sér við Akranes og Reykvíkingar við Reykjavík, ef vestfirðingar og norðlendingar legðu af erindisleysur um illfæra fjallvegi til Reykjavíkur en fengju þess í stað varning sinn sendan í stærri skömmtum og sjaldnar um þann góða og greiða veg sem sjálfur Guð gaf okkur ókeyp- is; sjóinn, þá mætti hugsanlega segja að orð- in væri bylting í samgöngumálum þjóðarinn- ar. Hvalfjarðargöng boða í engu breytt hug- arfar, einungis mögnun þess sama bíladellu- og struns-hugarfars sem fyrir var. Væri hér verið að eyðileggja síðustu far- þegaleið á sjó umhverfis landið þá mætti ef til vill tala um byltingu, a.m.k. söguleg enda- lok, en svo er ekki. Herjólfur tosast þetta enn, svo og ýmsar smærri ferjur. Sjálfsagt eiga jafnvel einhverjir keikóbátar eftir að bætast við á meðan hvalskömmin ekki drepst - eða gleymist. (Hann er víst engin kvikmyndastjarna lengur.) Lítill drengur sem ég þekki á frændur á Akranesi sem hann fer stundum að heim- sækja. Mesti viðburður þein-a ferða hefur alltaf verið sá að sigla með Akraborginni. Má segja að Akraborgin hafi verið ævintýri lífsins fram að þessu. Hann fór að gráta þegar honum var sagt að nú fengi hann ekki að fara í Akraborgina meir. Hver er svona vondur? Það hlýtur að vera afi. Hann er alltaf að banna manni! Afi kom náttúrlega hvergi nærri. Einu sinni átti ég sjálfur lítinn dreng. Hann fékk stundum að ferðast með þegar erindi lágu norður. Við vorum sjaldn- ast miklu meira en lagðir á stað þegar hann byrjaði að suða: Hvenær kemur Akranes, hvenær kemur sjórinn, hvenær förum við í Akraborgina? Akraborgin var nánast eina ævintýrið á þessum steindauða, hratt ekna hringvegi þar sem hvergi er raunverulegan viðkomustað að finna lengur, einungis eins- leitar sjoppur með einsleitum hamborgur- um, pulsum og kóki, hringvegi sem ekki fer lengur um landið heldur yfir það og fram- hjá, nú síðast undir það. Eina tilbreytingin er sú að sjoppan í Staðarskála er stærri en sjoppan á Hreðavatni, sjoppan í Borgarnesi er stærri en sjoppan í Staðarskála og sjopp- an á Akureyri stærri en sú í Borgarnesi. Lítil, falleg frænka mín var víst ein þeirra sem hönnuðu þetta byltingargat undir fjörð- inn. Ekki get ég verið á móti henni. Hún verður að fá að nota menntun sína, dugnað sinn, láta til sín taka í veröldinni, monta sig. Ég verð að styðja hana, eins þótt hún eyði peningunum mínum í vitleysu og ryðji úr vegi öllu sem ég hef helst mætur á í landinu. Hvalfjarðargöng eru partur af hennar gengi og þar með míns fólks í þessari greiðförnu en lítt þekkilegu veröld „nútímans". Hval- fjarðargöng eru liður í baráttu nýrra manna við að velta afrekum forfeðra sinna um koll; eyðileggja uppbyggingu samgangna á sjó, gera öll hin dýru hafnarmannvirki einskis- virði, við að efla þegar ofbólgna verslun með sístækkandi, vegfrek og eiturspúandi öku- tæki að djöflast í um ófæra landvegi í vetr- arstórhríðum, - þjóna ruðningsdellunni, auka kostnað vegagerðar, eyðileggja síðasta yndið sem eftir var á þjóðvegi númer eitt sem var hin svanhvíta M/s Akraborg. Sigl- ing ber tignarblæ. Jarðgöng vekja ekki ann- að en vanmáttarkennd og dýi'slegan hroll. Og víst fær margur sitt kikk út úr því. „Þetta er nú víst þróunin,“ segja menn með aulalegri blöndu af drýldni og uppgjöf í fasi; „þróun sem ekki verður staðið gegn.“ Víst er það þróun þó ekki sé það endilega framþróun. Vísast verður hún ekki stöðvuð, a.m.k. ætla ég ekki að reyna það (enda Litla frænka viðriðin). En bylting er það engin. EYVINDUR ERLENDSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JÚLÍ 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.