Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Qupperneq 4
SONGLEIKJAKYNSLOÐIN gnn byrjaði ekki að læra dans fyrr en 21 árs gam- all. „Svo að ég var í fyrsta lagi of lítill og í öðru lagi of aamall til að geta gert mér vonir um frama í klassískum ballett." Hann fór því aðra leið og dans- aði sig i inn a son gleikja- sviðin í West End i London, kom við á Islandi ekki löngu síðar og hefur verið hér með annan fót- inn upp frá því. Hann hef- ur nýlokið við að stjórna söngleiknum Grease í Borgarleikhúsinu. HÁVAR SIGURJÓNSSON átti sam- tal við Kenn Oldfield, leik- stjóra og dansahöfund. KENN Oldfield hefur unnið reglulega í íslensku atvinnu- leikhúsunum frá 1984, er hann kom og samdi dansa fyrir söng- leikinn Gæja og píur. „Næst kom ég 1986 til að semja dans- atriðin fyrir sýninguna á Ka- barett á Akureyri," segir Kenn. Hann hafði reyndar í millitíðinni komið og 'hlaupið í skarðið fyrir einn af dönsurunum í nokkrar vikur í Gæjum og píum. „Pað var skrýtið að dansa eigin spor og muna ekkert af þeim eftir hálft ár. Ég þurfti að fá hina leikar- ana til að kenna mér þetta allt saman!“ Eftir Kabarett á Akureyri kom hann 1988 til að stjóma dönsunum í Chicago, svo My Fair La- dy(1993) og West Side Sto/y(1995), allt í Þjóð- leikhúsinu. I vetur hefur hann nánast verið í samfelldu starfí í Borgarleikhúsinu sem dansahöfundur og leikstjóri, því hann stjóm- aði dönsunum í Hinu ljúfa lífi eftir Benóný Ægisson, leikstýrði og samdi dansa fyrir Galdrakarlinn í Oz og núna í Grease sem virð- ist ætla að verða smellur sumarsins ef marka má fyrstu viðtökur. Þoli ekki leti Þeir sem hafa unnið með honum hér heima lýsa honum sem kröfuhörðum og vinnusöm- um, skemmtilegum og fjölhæfum. Hann dans- ar, syngur og leikur og er að sögn mjög svo frambærilegur píanóleikari. í leikhúsinu stjómar hann æfíngum af krafti, beitir rödd- inni óspart, er óþreytandi að sýna spor, kenna, æfa og halda fólkinu við efnið. „Ég þoli ekki leti í leikhúsinu. Ég get ekki unnið með fólki sem nennir ekki að vinna. En ég er tilbú- inn að vinna eins lengi og þarf með einhverj- um sem getur ekki, en vill fyrir alla muni, gera það. Ég er stundum sakaður um að vera strangari við dansara en leikara. En ég veit hvað dansarar geta og eiga að geta og þeir eru líka vanir því úr danstímum að það sé hrópað og skammast. Ef ég öskraði á leikara sem er að reyna sitt besta færi hann alveg í baklás. Leikarar eru ekki vanir því.“ Forðast sviðsljósið Strax að æfíngu lokinni er hann rólegur og yfirlætislaus og lætur fara lítið fyrir sér. „Ég er í rauninni mjög hlédrægur og kann best við mig innan um fólk sem ég þekki vel.“ Hann hefur forðast sviðsljósið hér á íslandi, þrátt fyrir að hafa nægar ástæður til að baða sig í því; sýningamar hans hafa gengið mjög vel og leikhúsin sóst eftir kröftum hans. Hann yppt- ir öxlum og segist hafa lítinn áhuga á að vekja á sér athygli; þegar fjölmiðlamir sækjast eftir viðtölum bendir hann yfirleitt á leikarana eða aðra samstarfsmenn en heldur sjálfum sér til Morgunblaðíð/Ásdís ,DREYMIR um að setja upp stóran söngleik í West End í London segir Kenn Oldfield, leikstjóri og danshöfundur. baka. Hann segist reyndar svo frábitinn per- sónulegri athygli að hann forðist aðstæður sem bjóði upp á slíkt. „Ég hef heldur aldrei verið í fríi á íslandi, alltaf verið að vinna og farið svo beint heim til London þegar verk- efninu er lokið. Mér líður best heima hjá mér, innan um tónlistina mína, bækumar og garð- inn minn. Þar endumýja ég orkuna fyrir næsta verkefni, hvar og hvenær sem það verður.“ Trúr þessari stefnu var Kenn horfinn á braut héðan fljótlega eftir frumsýninguna á Grease. Bara sýning, elskan „Síðustu æfíngarnar fyrir frumsýningu eru upphafíð að endalokunum fyrir mig. Ég reyni að fjarlægjast sýninguna og afhenda leikur- unum hana. Ég segi við þá - núna er þetta ykkar sýning, mínu hlutverki er að Ijúka, ykk- ar er að byrja. Eftir frumsýningu bíð ég eftir annarri sýningu og fylgist með henni. Onnur sýning er alltaf erfíð, spennufallið eftir frum- sýninguna er svo mikið. Ég reyni að stappa stálinu í leikarana, hvetja þá áfram. Svo er ég farinn. Maður verður að geta sleppt takinu. Ef ég væri kyrr og fylgdist með sýningum gæti ég ekki látið vera að laga og breyta endalaust. Það er ekki hægt. Svo ég fer heim og leggst í þunglyndi í tvo daga, því ég sakna allra svo mikið. Svo fer ég að hugsa um hvað ég geri næst. Þannig gengur þetta,“ segir hann hlæjandi en verður svo alvarlegur á svip. „Það má samt ekki gleyma því að þetta er sýndarveröld sem við eram að fást við, til- búningur. Leikhúsið er ekki lífið sjálft. Það er vissulega stór hluti af tilveru okkar sem vinn- um í leikhúsinu en fyrir alla hina er það skemmtun og afþreying. Ég bið unga dansara og leikara sem taka vinnuna svo nærri sér að hún er að gera út af þau, að gleyma því ekki að þetta er bara sýning - „it’s just a show, darling.“„ Hann segir afstöðu sína til leikhússins hafa breyst á undanfömum tveimur áram. „Ég er búinn að ganga í gegnum mjög erfiða per- sónulega reynslu, missi ástvinar eftir erfið veikindi og þá fer maður að horfa á lífið í öðra ljósi. I leikhúsinu eram við að vinna með til- finningar og persónuleg átök en það er tilbún- ingur. Atvinnumennska í leikhúsi er að geta kallað fram sömu tilfinningar og fengið sömu viðbrögð hjá áhorfendum kvöld eftir kvöld án þess að blanda eigin líðan og tilfinningum saman við. Ég þreytist aldrei á að dást að því hvemig leikarar fara að þessu.“ Skemmtwn - annað ekki Þegar þetta viðtal birtist er Kenn horfinn af landi brott fyrir nokkram dögum, hann gaf sér þó tíma í frumsýningarvikunni til að spjalla og virtist ekki ýkja órólegur vegna væntanlegrar frumsýningar. „Ég er nokkuð viss um að við erum með góða sýningu, verkið ristir kannski ekki djúpt efnislega en það er skemmtilegt og þjónar tilgangi sínum mjög vel. Hver hann er? Að veita áhorfendum ánægju og skemmtun eina kvöldstund. Það er tilgangurinn - „that’s showbiz, darling" - annað ekki.“ Hann segist ekki vita hvert næsta verkefni hans verður. „Nú ætla ég bara í langt frí. Ég fer fyrst heim til London en stoppa stutt því ég er á förum til Bandaríkjanna í langþráð frí, ég ætla að keyra um suðvesturríkin með vini mínum, hvíla mig og slappa vel af. Þetta er búin að vera löng og ströng törn síðan snemma á síðasta ári svo það er kominn tími á frí.“ Prestsonur fró Wales Kenn Oldfield er fæddur árið 1951 í Scar- borough í Englandi, en foreldrar hans eru frá Wales. Faðir hans var prestur innan ensku kirkjunni og því vora bemsku- og unglingsár Kenns talsvert mótuð af flutningum fjölskyld- unnar á milli borga í Englandi. „Vegna starfs síns var faðir minn fluttur reglulega á milli sókna og ég skipti ansi oft um skóla. Fasti punkturinn í tilvera minni á þessum áram var tónlistin og eftir að ég hætti í skóla 16 ára hélt ég áfram tónlistarnámi og byrjaði jafnframt að vinna fyrir mér sem tónlistarmaður. Ég spilaði á kirkjuorgel og hluti af starfi mínu fólst í að ferðast á milli kirkna og sýna og setja upp orgel og píanó. Á þessum áram var ég ekkert að hugsa um að verða dansari eða vinna í leikhúsi. Svo tók ég þátt í uppfærslu á söngleik með áhugaleikfélagi og áhuginn kviknaði fyrir alvöra. Ég hafði óskaplega gaman af að dansa og löngunin til að læra dans varð sífellt sterkari. Eg tók mig því til þegar ég var tvítugur og skrifaði nokkrum þekktustu ballettskólum Bretlands og óskaði eftir inngöngu. Aðeins einn hafði fyrir því að svara og bjóða mér að koma í inntökupróf," segir hann og brosir við þessa upprifjun. „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera.“ Dansandi banani Inntökuprófið þreytti hann við Rambert School of Ballett 1972. „Rambert skólinn hafði þá stefnu að taka inn fullorðna nemend- ur. í inntökuprófinu skildi ég ekkert hvað prófdómararnir voru að biðja mig að gera. Pirouette og Arabesque? Hvað er það? Ég gat alveg gert það sem beðið var um, ég þekkti bara ekki heitin. En þetta hafðist allt saman og ég stóðst prófið." Þarna stundaði hann nám við Rambert ballettskólann í tvö og hálft ár og fór síðan til New York og bætti við sig námi í nútímadansi hjá American Dance Machine. „Eftir það fór ég til Linz í Austur- ríki og dansaði með óperuballettflokknum í eitt ár. Þar öðlaðist ég ómetanlega reynslu í að túlka dansandi banana, norn í Macbeth og fleira af slíkum aukahlutverkum. Þetta þurfti maður að gera til að fá leikarafélagsskírteini í Bretlandi. Reglurnar voru þannig að maður varð að geta sýnt fram á að hafa unnið sam- ma •t i 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 25.JÚLÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.