Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Side 11
metra. ískraginn utan um meginlandið rofn- ar þó ekki. Borgarísinn er brot úr skriðjöklum (20%) eða fljótandi íshellum (80%) en er alls ekki frosinn sjór. Háreistir skriðjöklajakar geta náð 100 m yfir hafflötinn en hellubrotin eru sum gífurlega stór, 30-40.000 ferkílómetrar eða stærri en Danmörk í stöku tilvikum. Margir milljarðar tonna af ís brotna þannig úr ísþekju Suðurskautslandsins ár hvert. Allur umræddur ís varðar lífríkið og um- hverfið í sjónum miklu. Þegar hafís myndast úr tiltölulega hreinu vatni verður yfirborðs- sjórinn sem eftir situr tiltölulega saltur. Hann er líka kaldari en neðri lög sjávar. Þessi kaldi, salti sjór sekkur og veldur hræringu í efstu lögum sjávar. A sumrin verður svo til léttur, saltsnauður yftrborðs- sjór. Blöndun sjávarins dreifir súrefnisríku vatni um lífheim uppsjávarins og sá hlutinn sem nær að sökkva alveg til botns hefur mikilvægu hlutverki að gegna við myndun sjávarstrauma suðurhafa. Hvað ef...? Mælingar á koldíoxíði í lofti á Tasmaníu, nálægt Suðurskautslandinu, sýna að magn þessarar gróðurhúsalofttegundar hefur auk- ist úr 330 milljónshlutum (ppm) í lofti upp í 360 ppm á tuttugu árum. Meðaltal dagshita í desember og janúar í Casey-stöðinni á meg- inlandinu hefur líka hækkað; úr tæpum -1,5 stigum 1962 upp í u.þ.b. 0,2 stig 1992. Hér fara tvær af mörgum vísbendingum um hlýnun vegna aukinna gróðurhúsagasa í andrúmsloftinu. Fremur íhaldssamar spár segja fyrir 1-2 stiga hækkun meðalárshita á jörðu eftir fjörutíu ár. Hvað gerist þá við og á Hvítusíðu? Meiri hlýindi valda auðvitað minni hafís- myndun. Minnkandi hitamunur á vetrar- og sumarsjó hægir á vindum úti á hafinu sem aftur veldur því að straumakerfi riðlast auk þess sem minni hafísmyndun veikir djúp- sjávarsökkið er líka knýr hafstrauma. Erfitt er hins vegar að áætla hve miklar hitabreyt- ingar þarf til að raska straumum suðurhafa; ef til vill þarf hlýnunin að verða allt að 3-4 stigum svo sjái verulega á straumunum. Þá er ljóst að hlýnun myndi í fyrstu auka verulega úrkomu (snjókomu) á Suður- skautslandinu en hún er jöklum hagkvæm. Svörun lífríkisins í hafinu er flóknari. Líf- ríkið bregst við hitaaukningunni með því að verka gegn hlýnun (t.d. með því að auka upptöku koldíoxíðs við hagfelldari hitaskil- yrði) en í öðrum tilvikum ýtir það undir hlýnunina (t.d. er smákrabbadýrum fækkar við minni hræringu sjávar og minna binst af koldíoxíði af því að minna berst af kolefnis- ríkum skeljum þeirra til botns). Hér er erfitt að vega hvern þátt. Líklegast er því að fyrirsjáanleg hlýnun hleypi af stað flóknu ferli með mörgum sam- verkandi þáttum sem ýmist vinna með eða á móti hlýnuninni. Fjörwtíw plws... Borkjarnar úr Suðurskautslandinu sýna svo ekki verður um villst að iyiTÍ hitafars- sveiflur standa í nánu sambandi við sveiflur koldíoxíðsmagnsins í loftinu. Þeir sýna líka að mikið þarf til að raska búskap Suður- skautsjökulsins. Mælingar á ákomu og leys- ingu vítt og breitt um meginlandið benda til þess nú að landbundni ísmassinn vaxi eða standi í stað fremur en að hann minnki. En auðvitað veldur langvinn hlýnun fyrr eða síðar mikilli röskun á ísnum. Sé enn miðað við hina íhaldssömu 50-ára hitafarsspá er hægt að áætla allmargra sentimetra hækkun sjávarborðs vegna út- þenslu sjávar sem heits vökva, nokkuð fleiri sentimetra hækkun vegna meiri bráðnunar úr íshellunum stóru og loks litla sem enga aukningu á vatni í sjónum vegna óbreytts búskapar jökulsins (hvorki minnkun né stækkun). Þá sætu menn eftir með um 40 cm sjávarhækkun árið 2035. Við þá tölu bætist vatn úr jöklum á norðurhjara og ann- ars staðar; ef til vil um 20 cm, segja sumir. Svo mikil hækkun sjávarborðs er alvar- leg. Og jafnvel þótt betur færi er ekki verj- andi að stunda tilraunastarfsemi með and- rúmsloftið og auka magn gróðurhúsaloftteg- unda af mannavöldum. Þar er engin þjóð undanþegin og þar er enginn misskilningur uppi. Sjö til níu milljarðar tonna af koldí- oxíðsútblæstri árlega er summa sem hver þjóð ber jafna ábyrgð á þótt hlutur hverrar kunni að hafa verið mismunandi. Minni framleiðsla efnisins og umsnúningur gróður- eyðingar til hins betra er forsenda fyrir því að íhaldssömustu spár gangi eftir. Arangur Kyoto-ráðstefnunnar var ekki nægur. Nú þegar þarf að minnka útblástur koldíoxíðs í heild; um 10% hvern áratug fram til 2035. LATNESKUR LÆRDÓMSARFUR UPP ÚR SAFNAKISTUNUM Kirkjusagq Finns Jónssonar er eitt af merkustu og lærð- ustu fræðiritum frá 18. öld en hængurinn er sá að hún er rituð á latínu og því fæstum aðgengileg. Það er því mikið fagnaðarefni að tveir íslenskir latínumenn, Svavar Hrafn Svavarsson og Gottskálk Jensson, hafa lagt út í það mikla verkefni að þýða ritið á ensku. ÞRÖSTUR HELGASON hitti Gottskálk að máli en hann hyggst einnig ráðast í þýðingu á hinni merku Schiagraphiu Hálfdans Einarssonar sem er íslensk bókmennta- og lærdómssaga frá 18. öld GRÍÐARLEG menning- arleg sem söguleg verð- mæti eru geymd í latínu- ritum eftir íslenska höf- unda frá því á sextándu, sautjándu og átjándu öld. Þessum ritum hefur ekki verið gefinn mikill gaumur í seinni tíð, þau hafa legið í safnakistum að mestu ólesin og órannsökuð. Ekki kemur það til af góðu: Fáir kunna lengur latínuna sína svo vel að þeir geti lesið hana sér til gagns. Samt hafa nokkrir ein- staklingar unnið afar þarft verk á þessu sviði og ber þar fyrst að nefna Jakob Bene- diktsson sem hefur meðal annars þýtt öll verk Arngríms Jónssonar lærða og gefið út. Sigurður Pétursson, lektor við Háskóla ís- lands, hefur og á síðustu árum unnið gott starf við þýðingar á þessum dýrmæta lær- dómsarfi okkar og nú hafa tveir ungir lat- ínumenn og fornfræðingar, Gottskálk Jens- son og Svavar Hrafn Svavarsson, ráðist í að þýða hina miklu kii-kjusögu Finns Jónsson- ar sem heitir Historiæ ecdeseiasticæ Is- landiæ úr latínu á ensku. Verkið er í fjórum stórum bindum og yfir tvö þúsund blaðsíður að lengd en þeir félagar eru um það bil að klára að þýða fyrsta bindið. Ég náði tali af Gottskálki er hann var staddur hér á landi fyrir skömmu en hann er aðstoðarprófessor í klassískum fræðum við Toronto-háskóla í Kanada en þar varði hann doktorsritgerð í þeim fræðum árið 1996. Merkwstw lærdómsrit 18. aldar „Kirkjusaga Finns Jónssonar er verk sem hefur legið og rykfallið í söfnum,“ segir Gottskálk. „Þetta er saga íslenskrar kirkju frá kristnitöku og fram á daga Finns Jóns- sonar biskups. Fyrsta bindið kom út 1772 en hið síðasta kom 1778. Finnur kemur raunar miklu víðar við en í kirkjusögunni enda ekki hægt að aðgreina hana frá öðru sem gerðist fyrr á öldum, þarna er því fjallað um sögu Islands, bókmenntasögu þess og stjórn- málasögu." Gottskálk segir að Finnur vinni í ákveð- inni húmanískri hefð sem hefjist með Arn- grími Jónssyni lærða í lok sextándu aldar en það var Amgrímur sem byi’jaði á því að skrifa um ísland og íslenska menningu á lat- ínu með það í huga að verja landið erlendis og leiðrétta ranghugmyndir um það. „Rit Arngríms hlutu mjög góðar viðtökur erlend- is; Brevis commentarius de Islandia var til dæmis prentað á ensku fyrir lok sextándu aldar sem við eigum kannski erfitt með að ímynda okkur, - þetta er á tímum þegar Shakespeare er að byrja að skrifa sín verk. Upp úr þessu fara íslenskir höfundar, eink- um lærðir, að skrifa mikið á latínu og kynna íslenskar bókmenntir. Til verður ákveðin rithefð sem síðan nær hámarki með Kirkju- sögu Finns Jónssonar. Fleiri merkileg latínurit frá átjándu öld mætti nefna, eins og til dæmis Schiagraphia historiæ litterariæ Islandiæ sem er íslensk bókmennta- og lærdómssaga eftir Hálfdan Einarsson skólameistara á Hólum en hún kom út í Kaupmannahöfn árið 1777. Þessa bók ætla ég að ráðast í að þýða á næstu ár- um en hún er ekki bara ævir eða skáldatal, eins og flest eldri rit um bókmenntir, heldur reynir Hálfdan að flokka bókmenntirnar á svolítið vísindalegan hátt. En um leið kemur flokkunin eilítið undarlega fyrir sjónir, hún er mjög klassísk. Þetta er fyrsta fræðilega bókmenntasagan sem rituð er hér á landi eða bókmenntaúttektin, ef við förum varleg- ar í hugtakanotkuninni. í henni er ekki ein- ungis fjallað um rit íslendinga sem skrifuð voru á íslensku og um íslenska tungu og bókmenntir heldur einnig um rit íslendinga á öðrum málum, ekki síst á latínu, og jafnvel um tungumál og menningu annarra landa. í þessum hluta verksins koma fyrir upplýs- ingar um íslenska rithöfunda fyrri alda og verk þeirra sem enginn íslendingur þekkir nú á dögum. Hálfdan nefnir til dæmis Egil Þórhallsson sem fæddist 1734 og dó 1789. Hann var trúboði á Grænlandi sem skrifaði á latínu um málfræði grænlenskrar tungu og grænlenskar bænir og sálma en þetta verk var prentað í Kaupmannahöfn 1776 undir titlinum Schema Conjugationis Grön- landicæ Verborum in ok, vok & rpok defmentium, una cum precationibus & Hyumnis Grönlandicis in singulos septimanæ dies. Mér hefur ekki tekist að finna eintak af þessu verki á íslenskum bókasöfnum og fullyrða má að enginn núlif- andi íslendingur hefur lesið þetta verk. En því má líka bæta við að bókfræði hinnar lærðu átjándu aldar á íslandi er í mikilli vanrækslu því ekki er til nein aðgengileg skrá um prentaðar eða óprentaðar íslenskar bækur frá þessu tímabili. Öllum ber saman um að tvö ofannefnd rit séu meðal lærðustu og merkustu fræðirita sem íslendingar gáfu út á átjándu öld en fá- ir hafa hins vegar getað nýtt sér þau vegna þess að þau hafa ekki verið þýdd. Þar kom- um við Svavar inn í myndina, við viljum koma þessu yfir á skiljanlegt mál og gefa út svo hægt sé að rannsaka þetta til hlítar.“ Þýtt á enskw En hvers vegna er þýtt á ensku? „Með því að þýða á íslensku yrði verkið óaðgengilegra fyrir erlenda fræðimenn en ef það er þýtt á ensku. Upphaflega eru þessi verk skrifuð á latínu til þess að gera íslenska sögu og íslenskar bókmenntir aðgengilegar fyrir erlenda fi’æðimenn sem kunna ekki ís- lensku. Með því að þýða verkið á ensku má segja að við Svavar séum að vinna í þeim sama anda. Með því að þýða á ensku aukum við líka möguleikana á útgáfu en enn þá er ekki komið í ljós hvar þetta verður gefið út. Með því að þýða á ensku getum við líka haldið hinum alþjóðlega húmaníska orða- Morgunblaðið/Amaldur Gottskálk Jensson forða sem er í verkinu, við myndum tapa honum að miklu leyti ef við þýddum á ís- lensku." Á örwgglega eftir að breyta ein- hverjw í hwgmyndwm okkar Gottskálk segist þekkja þennan texta afar vel en hann hafi samt ekki unnið miklar rannsóknir á honum sem sagnfræði eða ætt- fræði enda séu það ekki fræðasvið hans. „Ég hef mestan áhuga á þessum texta sem bók- menntum og ég hef áhuga á að sjá hvernig menn hugsuðu um bókmenntir og sögu þeiira á ritunartíma bókarinnar. Þótt ég geti ekki tekið neitt sérstakt út þá á örugg-. lega eitthvað eftii' að koma fram þarna sem breytir einhverju í hugmyndum okkar um það hvernig menn litu á bókmenntir og sögu á þessum tíma.“ Gottskálk segir að Kirkjusagan sé mjög lifandi frásögn þótt hún sé vissulega rituð í lærðum stíl. „Hún er öll mjög fræðilega upp sett en jafnframt eru birt mörg skjöl og brot úr handritum, bæði á íslensku og þýdd á lat- ínu. Finnur skiptir verkinu niður í tímabil og hlutar svo tímabilin niður í smærri þætti. Hann kemur víða við, fjallar um landafræði jafnt sem stjórnmálafræði; hann glímir með- al annars við þá fornu spurningu hvort ís- land sé Thule. Hann fjallar um landnám og trú landnámsmanna, heiðna trú og siði, heið- in goð og hof. Allt er þetta gert mjög ítar- lega og vitnað er í íslensk sem erlend rit,* það er auðvelt að sjá hvaða heimildir hann hefur notað. Söguskilningur Finns er húmanískur og er kominn frá Kaupmannahafnarháskóla, hann er mjög bundinn latneskri sagnfræði. Hann flokkar íslandssögu til dæmis í skeið, í aristókratíu, oligarkíu og tíraníu, hann flokkar eftir grískrómverskri stjórnspeki. Finnur skoðar með öðrum orðum íslenska sögu í alþjóðlegu ljósi og er að því leyti að feta í fótspor Arngríms lærða.“ Kirkjusöguþýðingin hefur gengið nokkuð hratt hjá þeim félögum en þetta er erfið vinna, að sögn Gottskálks. „Það er ekki hægt að þýða þetta mjög hratt. Við höfum verið að setja met í þessu, Svavar sagði mér að hann hefði komist upp í átta blaðsíður á dag. En þetta er nú svona yfirborðsleg taln- ing,“ bætir Gottskálk við og kímir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JÚLÍ1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.