Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Side 12
EFTIR NÍNU MARGRÉTI GRÍMSDÓTTUR Tónlist hefur undraverð óhrif ó heilann. Píanóleik- arar oq fiðluleikarar sem hefja nóm fyrir 8 óra ald- ur, reynast hafg 15% stærri tenginqu milli heila- hvelanna en aðrir. Læknis- fræðilegar rannsóknir með tónlist gefa einnig skýrt til kynna að tónlist sé afar öflugur miðill til hjólpar við meðferð ýmissa sjúk- dóma og svo hefur tónlist- arnóm hvetjandi óhrif ó órangur í öðrum nóms- greinum. AHRIF TONLISTAR A HEILANN AÐ ER ekki auðvelt að ímynda sér líf okkar án tónlistar því tón- list hefur allt frá uppruna mann- kyns verið órjúfanlegur hluti samfélaga. I Grikklandi til forna var tónlist í hávegum höfð og samofin daglegu lífi. Tilsögn í söng og lýruspili þótti sjálfsagð- ur hluti af almennri menntun því Grikkir voru fullvissir um að tónlistamám væri mannbæt- andi. í dag hafa áherslumar breyst. Hugtakið „mannbætandi" er ekki þekkt stærð á verðmætaskala nútímans, í það minnsta ekki þegar ákveða þarf hvar skera skuli niður í menntakerfinu. Tónlistarmennt- un á því undir högg að sækja í vestrænum samfélögum. Astæður þessa má rekja til eðlis tónlistar því í henni sameinast mótsagnir. Annars vegar er tónlist eitt af háþróuðustu samskiptakerfum mannkynsins og hins vegar er tónlist svo aðgengileg að ungböm geta not- ið hennar. Hið sama verður ekki sagt um önn- ur listform og þaðan af síður um flókin kerfi ..j eins og stærðfræði og tungumál. Þessar mót- sagnir hafa leitt til vanmats á vitsmunalegum hluta tónlistar. Slíkt vanmat hefur verið sér- staklega áberandi á 20. öldinni, öld tækni og vísinda, sem leitt hefur til þess að tónlistar- menntun hefur staðið höllum fæti í skólakerf- inu samanborið við t.d. stærðfræði og tungu- mál. Ofuráhersla hefur verið lögð á þjálfun rökrænnar hugsunar á kostnað skapandi ferla. Vísindalegar rannsóknir Á undanfömum áram hafa vísindin hins vegar gengið í lið með tónlistarfólki og öðrum sem vilja veg tónlistar sem mestan í samfé- ■ lögum jarðarinnar. Það era ýmsar nytsamleg- ar ástæður sem búa að baki þessari hugar- j farsbreytingu. Fyrst og fremst má nefna að ljóst þykir að tónlist örvi greind. Rannsókn- um á heilastarfseminni hefur fleygt mikið fram og hafa tilraunir sýnt að tónlistarmennt- un örvar margvíslega starfsemi í heilanum og vöxt fruma. I öðru lagi hafa samanburðar- rannsóknir á tónlist og tungumáli varpað ljósi á skyldleika þessara tveggja tjáskiptaforma. I þriðja lagi gefa læknisfræðilegar rannsóknir á tónlist skýrt til kynna að tónlist sé öflugur miðill til hjálpar við meðferð hinna ýmsu sjúk- dóma, t.d. Parkinsonsveiki og Alzheimers. Ennfremur er fólk í hinum vestræna heimi orðið meðvitaðra um nauðsyn þess að vera í líkamlegu, andlegu og tilfinningalegu jafn- * vægi. Tónlist er lykill að slíku jafnvægi því eins og rómverski heimspekingurinn Boethius skrifaði: „Tónlist er svo samofin okkur mann- fólkinu frá náttúrunnar hendi, að við gætum ekki verið án hennar þótt við vildum.“ Það er því margt sem mælir með því að rannsaka tónlist og áhrif tónlistarmenntunar á hin ýmsu svið mannlífsins. Afl tónlistar og gildi fyrlr samfélög Tónlist er eitt af háþróuðustu samskipta- kerfum mannkynsins. Sem slík myndar hún mótvægi við tungumálið sem við notum í tjá- skiptum daglegs lífs. Þar sem tungumálið þrýtur, tekur tónlistin við. Þetta á sérstaklega við um lýsingar á tilfinningum sem við upplif- um ekki endilega með orðum, við finnum hvemig okkur líður. Tónlist hefur einstakan eiginleika til að líkja eftir tilfinningum og hugarástandi með því að mynda heildar- mynstur úr tónum, hljómum og rytma í tíma og rúmi. Það sem gerir tónlist svo áhrifamikla er sú staðreynd að við heyram hana. Hljóð hafa líkamleg áhrif á okkur, þau framkalla viðbrögð, oft í formi hreyfingar og stundum fáum við gæsahúð við það eitt að heyra óþægileg ískur. Það er ekki vitað nákvæmlega hvers vegna hljóð hafa svona mikil áhrif, hitt er ljóst að þetta skýrir afl tónlistar. Ekki hefur heldur reynst auðvelt að skil- greina gildi tónlistar fyrir samfélög. Mann- fræðingar hafa leitt líkur að því að tónlist hljóti að hafa mildlvæga þýðingu íyrir afkomu samfélaga. Ef svo væri ekki hefði tónlist tæp- ast haldið velli í þróunarsögu mannkynsins. Edward 0. Wilson við Harvard-háskólann skrifar í bók sinni um félagslíffræði að: „í framstæðum þjóðfélögum þjóna söngur og dans þeim tilgangi að sameina fólk og tilfinn- ingar þess; slíkt atferli undirbýr hópa fyrir sameiginleg átök.“ Hlutverk tónlistar í þannig samfélagi er fólgið í að styrkja samkennd þegnanna og viðhalda sátt og samlyndi. Einnig ber að líta á gildi tónlistar sem leið samfélags til að muna sögu sína og viðhalda hefðum þess. Orð geymast betur í minni þeg- ar þau era bundin ákveðnum laglínum og ryt- mum. Nærtækasta dæmið um slíka minnis- hjálp era útvarps- og sjónvarpsauglýsingar í nútíma þjóðfélagi. Auglýsing sem byggir text- ann á gripandi laglínu og rytma mun ná til fólks án tillits til vitsmunalegs innihalds. Upprani og skyldleikí við tungumálið Lítið er vitað um uppruna tónlistar. Líklegt er þó talið að tónlist og tungumál hafi verið eitt samskiptaform án orða, fólk hafi „tónað“ eða sungið sín á milli til þess að tjá líðan sína. Með tímanum hafi þörfin fyrir nákvæm tjá- skipti skapað tungumál orða og tónun hafi haldið sinni stöðu sem tjáning tilfinninga. Mannfræðingurinn Ellen Dissanayake heldur því fram að mannsheilinn sé fyrst og fremst tilbúinn til að hlusta eftir tilfinningalegum hljómi raddar, þ.e. hvort sú sem talar sé æst eða róleg, ánægð eða óánægð. Þessa fullyrð- ingu byggir hún á athugunum sínum á sam- bandi mæðra í Indlandi og Afríku við nýfædd börn sín. Hún telur að þar sem ófædd börn mynda sín fyrstu tengsl við móður sína og umhverfið gegnum heyrnina, sé tónun milli móður og barns mikilvægasti hluti samskipta þeirra til að byrja með. Hlutverk tónunar í daglegu máli er afar skýrt. Við notum tón- hæð, áherslur og rytma í töluðu máli til þess að gera okkur skiljanleg. Ef tónfall setningar og áherslur eru ekki í samræmi við merkingu orðanna missa töluð samskipti okkar marks. Setningin „ég er glaður“ hljómar t.d. ekki sannfærandi ef orðin eru töluð í sömu tónhæð. I þessu sambandi er best að hugsa um ein- falda tölvu-rödd. Tölvan kemur orðum til skila á tilbreytingarlausan hátt. Andstætt einfaldri tölvu-rödd gefur fólk hverri talaðri setningu ákveðna „laglínu og rytma“. Ef hægt er að rekja upprana tónlistar til tjáskipta móður og barns rennir slík kenning frekari stoðum und- ir mikilvægi tónlistar sem einnar af framþörf- um mannkyns. Svipuð uppbygging tónlistar og tungumáls hefur einnig orðið tilefni sam- anburðarrannsókna málvísindafólks og tón- fræðinga. Heinrich Schenker vann að því á fyrri hluta 20. aldarinnar að útskýra upp- byggingu vestrænnar klassískrar tónlistar sem stigskipts kerfis. Ut frá kermingum Schenkers er mögulegt að djúpgerð sinfónía samanstandi einungis af örfáum hljómum. Svipaðar kenningar um tungumálið komu fram um miðja þessa öld frá málfræðingnum Noam Chomsky. Hlutverk heilahvelanna Heilinn skiptist í tvo hluta sem nefnast hægra og vinstra heilahvel. Hvort heilahvel um sig stýrir gagnstæðum hluta líkamans. Heilahvelin era samtengd og vinna að öllu jöfnu saman við úrvinnslu upplýsinga en era einnig að nokkru leyti sérhæfð. Hægra heila- hvelið er ráðandi í að mynda heildir (holist- ic/spatial perception), á meðan vinstra heila- hveíið sér um að þýða raðáreiti (sequenti- al/temporal perception). Rannsóknir á fólki með heilaskemmdir hafa leitt í ljós að ef ákveðinn hluti hægra heilahvelsins (right frontal lobe), er skaddaður, sýnir sjúklingur- inn engin tilfmningaleg viðbrögð. Þessi hluti hægra heilahvelsins er nátengd- ur svæði í heilanum sem nefnist „limbic sy- stem“ en það sér m.a. um stjómun hvata og geðhrifa. Dr. Daniel Goleman skrifar í bók sinni um tilfinningamar, að sú staðreynd að „limbic“-svæði tilfinninga í heilanum sé neðar staðsett heldur en svæði hugsunar (staðsett ofar í svokölluðu neocortex), skipti máli í sam- bandi við þróun. Þannig séu tilfinningar eldri hæfileiki mannkyns þróunarlega séð heldur en rökræn hugsun. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir tónlist sem tjáningarform tilfinninga því rannsóknir á heilastarfseminni hafa ítrekað leitt í ljós að hægra heilahvelið hefur yfirum- sjón með tónlistarúrvinnslu. Þetta styður þá ályktun að tónlist sé ein af framþörfum mann- kyns. Dæmigerð verkaskipting milli heila- hvelanna við tónlistaráreiti felst í að hægra heilahvelið túlkar tilfinningu og rúm en lætur vinstra heilahvelið um að vinna úr raðáreiti eins og t.d. rytma. Vinstra heilahvelið sýnir jafnframt yfirburði í að þekkja orð (90%) og merkingarlausa stafi (70%). Hægra heila- hvelinu gengur betur að þekkja laglínur (20%) og umhverfishljóð eins og hlátur eða dýrahljóð (10%). í hlutverki sínu sem sér- fræðingur í raðáreiti yfir ákveðið tímabil sér vinstra heilahvelið um rökhugsun, málfræði- beygingar, röð flókinna líkamshreyfinga (eins og eiga sér t.d. stað í hljóðfæraleik), og grein- ingu rytmamunstra. Hægra heilahvelið er aft- ur á móti sérfræðingur í að gera sér grein fyr- ir hlutum í rúmi, líkamsstöðu og að forma heildir úr hljóðum t.d. hljóma. Segja má að hægra heilahvelið sjái um heildun áreitis. At- hygli vekur að heilinn í starfandi tónlistarfólki færir yfiramsjón úrvinnslu tónlistaráreitis yf- ir í vinstra heilahvelið. Ástæður þessa má rekja til þess að tónlistarfólk beitir rökhyggju mikið við úrvinnslu tónlistaráreitis. Þetta bendir til þess að meiri tónlistarþekking leiðir til meiri alhliða notkunar heilans. Heilastækkun Dr. Gottfried Schlaug, taugasérfræðingur við Beth Israel Deaconess-sjúkrahúsið í Boston, hefur varið miklum hluta starfsævi sinnar í að bera saman heila tónlistarfólks og annarra einstaklinga. Rannsóknir hans hafa m.a. leitt í ljós að píanóleikarar og fiðluleikar- ar sem byrjað höfðu tónlistarnám fyrir átta ára aldur reyndust hafa 15% stærai tengingu (corpus eallosum) á milli heilahvelanna en aðrir. Þetta skýrir Schlaug með því að þegar hendumar era notaðar samtímis við hljóð- færaleik reyni það sérstaklega mikið á sam- vinnu hægra og vinstra heilahvels. Mikil örv- un heilahvelanna vegna píanó- eða fiðluleiks fyrir átta ára aldur leiði til stækkunar. í teng- ingunni milli heilahvelanna era a.m.k. hund- rað milljónir taugaþráða, 15% stærðaraukn- ing þýðir mun meira upplýsingastreymi á milli þeirra. Þetta bendir jafnframt til þess að það séu ákveðin þýðingarmikil tímabil þar sem heili bama er í bestu formi til að taka við tónlistarmenntun. Fái bam reglulega tónlist- arörvun á þessum þýðingarmiklu tímabilum í þroska þess, leiði sú örvun til myndunar enn fleiri taugaþráða, sem auðveldi upplýsinga- streymi í heilanum. Einnig hefur komið í ljós að þau svæði í heilaberkinum sem svara til vinstri handar og fingra eru stærri í fiðluleik- uram heldur en samsvarandi svæði fyrir 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 25. JÚLÍ 1998 4« }< i'ít í ifU. .fj,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.