Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1998, Qupperneq 15
SKÁLDIÐ SEM Michael Strunge er meðal skærustu st|arna danskrar samtímaljóðlistar, en eins og ÖRN OLAFSSON segir frá skein stjarna hans stutt því að hann stytti sér aldur aðeins 28 ára. Verk hans eru þó enn lesin af kappi og koma út í stórum upp- lögum. MICHAEL Strunge er einskonar James Dean danskra bókmennta, þ.e. stjarna sem skein skært en stutt, og lifir æ síðan í goðsögu- ljóma. Hann fæddist 1958, var með í hópi ungskálda undir leiðsögn Poul Borum, gaf út sína fyrstu ljóðabók tvítugur, en síðan komu þær árlega, stundum tvær á ári, þykk Ijóða- söfn, ellefu alls. Þá stökk skáldið út um glugga og lést, 28 ára gamall. Víða heyrist sú saga, að hann hafi talið sig geta flogið, sumir kenna þá trú amfetamínneyslu, en sum elstu ljóð hans lýsa erfiðum vistum á geðsjúkrahúsi og svartasta þunglyndi, en það er með ban- vænustu sjúkdómum. Eitt sííkt ljóð er undir lok bókarinnar Út úr nóttinni (Udafnatten, 1982). Fljótt á litið virðist það einföld frásögn af örvæntingu og sjálfsmorðstilraun, en bak við birtist andstæðan, endurtekningar með tilbrigðum móta byggingu ljóðsins frá nálægð dauða til lífs. SJÁLFSMORÐ (tilraun) Svefninn var svalur svartur og tær ekkert ekkert ekkertsemégséeftir þó að ég kæmi heim þaðan á leiðinni upp var helvíti ég man ekkert aðeins sársaukinn í hálsinum og engin minning michael michael það er hér sem það gerist þama niðri er ekkert svalt svart og tært en hér er sársaukinn óttinn sorgin aðeins hér getur þú unnið ekki að iðrast en notað sársaukann óttann sorgina sem byijun einhverskonar lifs michael michael nú hefúr þú reynt það er hér sem þú átt að reyna ogvinna. Almennt einkennir Ijóð Strunge ákaft andóf gegn ríkjandi hugsunarhætti og ýmiskonar fulltrúum hans, gegn þeim hóf hann „pönkið". Róttækast er þetta í bókunum Nigger 1-2, frá 1982-3, en skáldið lýsti þeim sjálf- ur svo, að þetta væri tilraun, sem mætti líkja við að draga djúpt að sér andann á sóðalegum pissstað. Og raunar er orðið „tilraun" slá- andi, bækurnar eru býsna sund- urleitar, sumar eru fullar af flatrímuðum kvæðum með staðl- aðri hrynjandi, það má sjá sem andóf gegn ríkjandi fagurfræði. í öðrum er mest um fríljóð, mikið ber á opnum ljóðum, þótt einnig bregði fyrir andstæðukenndum módernisma. Samkennið er metn- aðarfullt skáld, sem einbeitir sér að ljóðlistinni. Bækur hans hlutu víst skjótt vinsældir, og hafa birst hvað eftir annað, seinast heildar- ljóðasafn 1995, þúsund blaðsíðna þéttprentaður doðrantur, sem þegar hefur selst í meira en 20 þúsund eintökum, en það er sjaldgæft um ljóðasöfn, einnig í Danmörku. Sjálfsagt hefur goðsagnakennt líf og dauði þessa fríðleikspilts haft mikil útbreiðsluáhrif, en ljóðin verðskulda alveg þessa útbreiðslu að mínum dómi. Safn prósatexta hans birtist 1996, Sidegader (250 bls.). Það eru ritdómar, smásögur, ferðasögur og viðtöl, ýmislegt í þeim er fróðlegt um baksvið ljóðanna. Það er - auðskilin - andstæða við framan- sagt, að mörg ljóð Strunge sýna unað, lífs- nautn við hversdagslegar aðstæður. Þannig er eftirfarandi prósaljóð í bók með mótsagna- kenndan titil, Framtíðarminningar (Fremtidsminder, 1980). Samskynjun, það að heyrn rennur saman við sjón, sýnir hve yfir- gengileg skynjun fegurðar umhverfisins er, yfirstígur alla rökhugsun. Það styrkist enn af því hve flóknar málsgreinamar eru, og langsóttar Iíkingar (t.d. „mýkt morgungrárra húsa“), erfitt er að greina röklegan þráð. FLAUG MILLI NÆTUR OG MORGUNS: Úr fjarlægð heyrast hljóð, sem alveg ótilkvödd staðfesta að heimurinn er til. Sýnin auðgast af litum i sársaukafullt fógru rafmagnsljósinu. Litum hljóðra fiðla, blíðra blokk- flautna, og þyts vindsins, sem einnig ber með sér aðra tóna miðnæturblás þrastarsöngs og ómeðvitaðrar mýktar morgungrárra húsa. Hreinleiki loftsins er það sem gerir mögulega þessa tæru skynjun á þessari langdregnu sekúndu, miðblátt milli næt- ur og morguns. Og ég slekk ljósið nú, meðan tilveran stendur enn skýrt á líknarbelg drauma minna, og óp kom- andi dags er borið inni í hljóðunum, htunum, í endurstað- festum skírleika heimsins á þessu svala augnabliki gegn- um þögn loftsins, í meðvitaðri, harðri prentsvertulykt húsanna, frá veraldar- dægri dagblaðanna, sem leggst yfir tilver- una hér og í fjarlægum löndum. Margt það besta hjá Strunge finnst mér vera einföld, róman- tísk ástaljóð, svo sem þetta úr Vængjumvæddur (Væbnet med vinger, 1984). Þar notar skáldið sér m.a. tvíræðni orðsins „trin“, sem ég neyðist til að þýða með tveimur orðum, fet og spor. 110. línu fléttast saman líkingar og andstæður, annarsvegar líkir mælandi sér við eitthvað sem kastast út yfir yfirborð sjávar, e.t.v. líkir hann þá einnig sér við höfrung, sú líking styrkist i 13.-14. línu. Hinsvegar er hæg hreyfing í kvöldinu. Þessar andstæður fléttast aftur saman í 14. línu og lokalínunni. Einungis samþætting andstæðna getur gefið heild lífs- ins í skyn. Að kalla þig höfrung eru engar ýkjur, þennan engil hafsins feti framar mönnum, kannski þvidansspori sem hefur ást upp yfir siðferði og gerir eftirsóknina eftir sannleika að nautn, sjáðu mig nú ég held mér saman og slæst blítt útyfir kvöldflöt, engirdropargeta speglað mig í heild þegar ég hefst upp af augnaráði þínu og kastast hþótt hvínandi út í heiminn frá miðju þinni hér sem einmitt heldur mér fóstum í frelsi. GAMANLEIKUR ERDAUÐANS ALVARA Dartington. Reuters. BRESKA leikskáldið Michael Frayn segir að því fari fjarri að ritun gamanleikrita kitli hláturtaugamar, eins og ýmsir kunni að halda. Slík skrif kosti blóð, svita og tár. Og Frayn ætti að vita hvað hann er tala um, en hann samdi einn vinsæiasta gamanleik síðari ára, „Noises off“, sem sýndur hefur verið víða um heim, m.a. á íslandi undir heitinu „Skvald- ur“. Þá hefur nýjasta verk Frayns, „Kaup- mannahöfn" fengið afbragðsviðtökur í Bret- landi, en það er háalvarlegt verk um siðferði- legar hliðar kjarneðlisfræðinnar. Frayn er eitt þekktasta leikskáld Bretlands en þekktasta verkið „Noises off“ var fyrst sýnt árið 1982 og fjallar um sviðsetningu þar sem allt gengur á afturfótunum. Segir Frayn það hafa verið vemlega snúið að semja það og martröð líkast að setja það upp. „Farsa er erf- iðast að skrifa af öllu. Guð minn góður, hvflík- ur þrældómur. Ég hélt að ég myndi ganga af göflunum, þetta var eins og að tefla skák í þremur viddum. Ég ræð fólki eindregið frá því að skrifa farsa nema það hafi yfír miklum tíma og orku að ráða.“ Leikarar hafa stundum spurt Frayn hvort honum sé illa við þá, önnur skýring sé vart til á því hve hlutverkin í verkum hans séu erfið, vegna líkamlegs álags og kröfu um hárná- kvæmar tímasetningar. Hann segir að því fari fjarri að sér sé illa við leikara, hann sé fúllur aðdáunar. „Hvernig í ósköpunum tekst þeim i að koma fram? Þeir geta ekki numið staðar í miðjum kh'ðum líkt og rithöfundur. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þeir fara að. Ég viðurkenni að „Noises off ‘ er þrælerfitt verk að leika í, enda hafa fjölmargir leikarar slasast í sviðsetningum á því.“ Frayn hefur fengist við sitt lítið af hverju, blaðamennsku, Tsjekov-þýðingar og leiklist. Raunar tókst honum svo illa upp í fyrsta og síðasta sinn sem hann steig á leiksvið, að það má teljast lán að hann gafst ekki upp á leik- húsinu. Smáhlutverk með fimm setningum reyndist honum ofviða þegar að því kom að yfirgefa sviðið. Frayn tókst ekki að opna dymar sem hann átti að hverfa út um og stóð sem steinrunninn á sviðinu. Ekki hafa öll verk Frayns átt jafn mikilli hrifningu að fagna og „Noises off‘, og hand- ritið að kvikmyndinni „Clockwise". Eftir kvik- myndina lá leiðin niður á við. Nýjasta verkið „Kaupmannahöfn" hefur hins vegar fengið skínandi dóma og stendur til að flytja það á West End. Verkið fjallar um kvöldstund þar sem kjameðlisfræðingarnir Niels Bohr og Wemer Heisenberg, ræðast við, en báðir unnu að gerð kjarnorkusprengja. Michael Strunge BALLETT OG TRÉKLOSSADANS TðNLlST Sfgildir diskar MANUEL DE FALLA OG FÉLAGAR Manuel de Falla: EI amor bmjo. Þrír dansar úr E1 sombrero de tres picos. La vida breve, milli- spil og dans. Isaac Albéniz: Triana og F'ete- dieu Á Seville úr Iberia. Navarra. Enrique Granados: Intermezzo úr Goyescas. Einsöngur: Leontyne Price. Hljómsveitarstjóri: Fritz Rein- er. Hljómsveit: Chicago Symphony Orchestra. Útgáfa: BMG/RCA Living Stereo 09026 62586 2 (uppt. 1958/1963). Lengd: 70:54. Verð: kr. 1.490 (Japis). GAMLIR plötusafnarar muna sjálfsagt vel eftir „Living Stereo" grammófónplötunum frá RCA sem, ásamt „Living Presence“ plötunum frá Mercury, mörkuðu tímamót í sögu upp- tökutækninnar á sjötta áratug aldarinnar. Þessar upptökur hljómuðu ákaflega vel á þess tíma mælkvarða en með tilkomu geisla- diskanna hafa þessar gömlu plötur sjálfsagt fengið að rykfalla á flestum heimilum og eru grammófónarnir jafnvel horfnir úr samstæð- unum. Ekki er víst að menn geri sér almennt grein fyrir því hve mikið af góðum og merki- legum hljóðritunum liggja ónotaðar og gleymdar og engum til gagns. Það er því undirrituðum (og vonandi fleir- um) sérstakt fagnaðarefni að nú skuli þessar 40 ára gömlu h(jóðritanir vera fáanlegar á geisladiskum. f meðfylgjandi bæklingum Liv- ing Stereo-diskanna er sagt frá því að það hafi verið kappsmál tæknimanna að leyfa upprunalegum hljómi að fá að njóta sín og að engar hreinsibrellur né tónjöfnun hafi verið viðhöfð. Ef marka má þennan disk sem hér er til umfjöllunar er árangurinn undraverður. Þessi diskur, sem ber titilinn Spain, inni- heldur nokkrar af þekktustu hljóðritunum RCA frá þessum árum. Það verður að segjast eins og er að hljómurinn hefur talsverða dýpt og vídd, hann er einstaklega skýr og tær og tekur flestum hátæknihljóðritunum nútímans fram. Frítz Reiner er vafalaust einn fremsti hljómsveitarstjóri aldarinnar og er starf hans með Sinfóníuhljómsveit Chicagoborgar frá 1953 til dauðadags hans, árið 1962, talið hafa verið afar velheppnað og náði hljómsveitin undir hans stjórn að teljast með bestu hljóm- sveitum heims (sem hún og er talin enn þann dag í dag). Túlkun Reiners á þessum spænsku verkum er sérlega áhrifarík og einkennist af mikilli snerpu og skilningi á anda tónlistarinn- ar og ofurnákvæmur leikur hljómsveitarinnar ber orðspori hennar og hljómsveitarstjóra fagurt vitni. Enn er ótalið framlag hinnar kynngimögn- uðu Leontyne Príce sem syngur einleikshlut- verkið í E1 amor brujo. Hér er óperusöngkon- an Leontyne Price víðs fjarri heldur bregður hún sér átakalaust í gervi hinnar óhefluðu og tælandi sígaunastelpu og er túlkun hennar bókstaflega ein eldglóandi ástríða og munúð. Hún er lífshættuleg þessi dama! Sannarlega óviðjafnanleg túlkun sem margar glanspíur nútímans á óperusviðinu mættu taka sér til fyrirmyndar. Þótt tónlist de Fallas sé fyrirferðarmest á diskinum má ekki gleyma litríkum hljómsveit- arútsetningum Enrique Arbós á köflum úr Iberia-svítu Albéniz svo og hinu gullfallega millispili úr Goyescas eftir Granados. Þetta er allt hin skemmtilegasta tónlist og geysivel spiluð. Ungverskur hljómsveitarstjóri, hljóm- sveit úr gömlu amerísku glæpaborginni Chicago, amerísk, þeldökk söngkona og spænsk tónlist og allt gengur þetta upp. Já, tónlistin á sér sannarlega engin landamæri! LEOSJANÁCEK Leos Janácek: Rákos Rákoczy - ballett. Fimm þjóðlög og dansar með kór. Einsöngvarar: Zuzana Lapcíková, Pavla Dittmannová, Petr Julícck, Ondrej Strejcek. Hljómsveit: Ríkisffl- harmóníusveitin í Brno. Kór: Tékkneski ffl- harmóníukórinn í Brno. Kórstjóri: Petr Fiala. Hljómsveitarstjóri: Leos Svárovský. títgáfa: Supraphon SU 3129-2 231 (uppt. 1996). Lengd: 69:08. Verð: 1.999 (Japis). LÍKT og ofangreindur RCA-diskm- vekur Supraphon-útgáfan minningar. En þær tengj- ast útsölum í Fálkanum og Hljóðfærahúsinu forðum daga því að þessar tékknesku plötur enduðu gjarnan á útsölu vegna lummulegra plötuumslaga og oft lélegra hljómgæða. En sjaldnast var neitt upp á músíkölsk gæði að klaga og nú á dögum stenst Supraphon-útgáf- an samanburð við það besta á markaðnum. Þessi diskur ber titilinn Hinn óþekkti Ja- nácek II. Og fyrir sérstaka áhugamenn um þetta stórmerka tónskáld (eins og undirritað- an) hlýtur útgáfa af þessu tagi að vera mikill ; hvalreki. En því miður held ég varla að hann geti höfðað til annarra. Aðalverkið á diskinum er ballettinn Rakós Rákoczy, eða Dansar frá Valassko, sem frum- sýndur var í Prag árið 1891. Verkið er 53 mín- útna langt og er safn þjóðlaga (31) og af þeim eru 11 leikin af hljómsveitinni einni en hin at- riðin eru flutt af kór og einsöngvurum. Grunnurinn að verkinu eru þjóðlög frá Lasske sem Janácek heyrði fyrst árið 1888 og útsetti fyrir hljómsveit og notaði síðan víða í ýmsum gerðum, m.a. í Hljómsveitarsvítu op.3, Dönsum frá Lasske og Dönsum frá Moravíu. Þótt Rakós Rakoczy innihaldi mörg ljúf smá- lög, sem svipar reyndar mjög til þýskra þjóð- laga, hefur tónskáldinu ekki tekist að búa þau í það áhugaverðan búning að athygli hlust- andans haldist. Sérstaklega eni kóra- og ein- -5 söngskaflamir bragðdaufir. Öðru máli gegnir um seinna verkið á disk- inum, 5 þjóðlög og dansa með kór (1892). Þessi lagaflokkur er ákaflega skemmtilegur og þar gægist fram hinn sérstæði tónsmíða- stíll sem tónskáldið þróaði með sér seinni ár- in, eins og t.d. í lögunum Zelené sem sela (nr. 33) og Troják lasský (nr. 35). Flutningur tónlistarinnar er með ágætum og tónlistarfólkið virðist skemmta sér kon- unglega en hljómgæðin eru svolítið mött. Þetta er diskur fyiúr hörðustu safnara sem dá Janácek og vilja stíga skrefið til fulls. Þeir sem enn eiga eftir að kynnast þessu ágæta tónskáldi gera betur í því að eignast úrvals- *" góðan Naxos-disk (8.550411) þar sem er að finna tvö megin hljómsveitarverk tónskálds- ins, Sinfonietta og Taras Bulba, auk fyrr- nefndra Dansa frá Lasske sem innihalda sex áhugaverðustu kaflana úr Rákos Rákoczy. Valdemar Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISJIR 25. JÚLÍ1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.