Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Qupperneq 4
HORFUR I ORKUMÁLUM HEIMSINS EFTIR JAKOB BJORNSSON Losun koltvísýrings er vandamál, sem aðeins verður leyst með sameiginlegu átaki alls mannkyns - með samvinnu iðnríkja og þróunarlanda. Hér er hugað að stöðu orkumála fram til 2020 með tilliti til Kyoto-bókunarinnar. MIKIÐ er nú um stundir rætt um þann vanda sem stafar af uppsöfnun í andrúmsloftinu af svo- nefndum gróðurhúsa- lofttegundum sem vald- ið geta hækkun hita- stigs í andrúmsloftinu. Um þennan gróðurhúsavanda var haldin al- þjóðleg ráðstefna í Kyoto í Japan í desember 1997, sem mikið hefur verið rætt um í fjölmiðl- um. Mikilvægust þessara lofttegunda er koltví- sýringur, C02, sem að stærstum hluta stafar fra brennslu eldsneytis úr jörðu, kola, olíu og jarðgass, til orkuvinnslu. Hér er ætlunin að fjalla nokkuð um eina hlið þess máls sem ekki hefur verið mikið í sviðsljósuinu: Samvinnu iðnríkja og þróunarlanda á þessu sviði. 2. Úttekt Alþjóðlega orkuróðsins á orkumálum heimsins Alþjóðlega orkuráðið (AOR), sem er frjáls samtök landsnefnda í um 100 löndum, þar á meðal á íslandi, gekkst í byrjun þessa áratug- ar fyrir úttekt á horfum í orkumálum heimsins á 30 ára tímabilinu 1990-2020. Úttekt þessi er að líkindum umfangsmesta og rækilegasta út- tektin sem nokkru sinni hefur verið gerð á orkumálum heimsins í heild. Að henni unnu 9 vinnuhópar á jafnmörgum svæðum sem heim- inum var skipt í. í hópunum sátu margir þeir sem fremst hafa staðið í orkumálum á hverju heimssvæði og unnið að þeim um langa hríð, sumir áratugum saman, og voru gjörkunnugir öllum aðstæðum heima fyrir. Sérstakur hópur, tengdur aðalsk,'ifstofu AOR í London, sá svo um að sæmræma vinnubrögð svæðishópanna og niðurstöður þeirra, og undirbúa útgáfu á þeim. En hann breytti ekki stafkrók í sjálfum niðurstöðum svæðishópanna. Niðurstöður úttektarinnar birtust í bók sem út kom 1993 og nefnist „Energy for Tomor- row’s World - the Realities, the Real Options and the Agenda for Achievement“ (Orka fyrir heim framtíðarinnar - raunveruleikinn, raun- hæfír kostir í boði og leiðin til árangurs). Hér er ekki um orkuspá að ræða heldur til- raun til að gera sér grein fyrir samhenginu milli orkunotkunar á þessum einstöku svæðum heimsins annarsvegar og hinsvegar efnahags- þróunar og losunar á koltvísýringi sem tengist orkunotkun í framtíðinni. Athuguð voru mis- munandi tilvik um áherslur í þeim efnum. Eitt þeirra, tilvik A, gerði ráð fyrir að megináhersl- an væri lögð á hraða efnahagsþróun, einkum í þróunarlöndunum. Annað, tilvik C, gerði ráð fyrir að höfuðáhersla væri lögð á að draga sem mest úr losun á koltvísýringi. Hið þriðja, tilvik B, fór bil beggja í þessum efnum, með áherslu á hagvöxt jafnframt því að reynt væri að draga úr uppsöfnun koltvísýrings í andrúmsloftinu. Verulegur munur kom fram í niðurstöðum hópanna níu. Peir hópar sem einkum náðu til þróunarlanda lögðu höfuðáherslu á sem hrað- asta efnahagsþróun. Gróðurhúsavandann töldu þessir hópar fyrst og fremst vera vandamál iðnríkjana. Þróunarlöndin hefðu um annað mikilvægara að hugsa. Iðnríkjahópamir lögðu aftur margir áherslu á nauðsynina á að hemja uppsöfnun koltvísýrings. Hér er ekki rúm til að rekja niðurstöður þessarar úttektar í einstökum atriðum. I því sem hér fer á eftir verður, rúmsins vegna, ein- göngu stuðst við niðurstöður B-íilviksins. Vegna þess jafnvægis í áherslum sem það byggir á er það af flestum talið raunhæfasta matið á orkuframtíð heimsins. Þessar niðurstöður eru, í mjög grófum drátt- um, sýndar með súluritum á 1. mynd (sjá skýr- ingar við myndina). Tölurnar tákna árlega orkunotkun í einingum sem nefnast exajúl, skammstafað EJ1. Exajúl er mjög stór eining sem oft er notuð um heildarorkunotkun landa og heimsins í heild. Öll orkunotkun Islendinga er í kringum 0,1 EJ á ári. Myndin sýnir að heildarnotkun orku í heim- inum vex samkvæmt B-tilvikinu úr 370 EJ 1990 í 561 EJ 2020. Vöxturinn verður að þrem- ur fjórðu hlutum í þróunarlöndunum en aðeins að einum fjórða í iðnríkjunum. Þetta er afar mikilvægt að hafa í huga. Alkunna er að náið samhengi er milli orku- notkunar í einhverju landi og efnahags þess rr -'V-S-Sí<5?- ViNDBU í Kaliforníu. Orkuframleiðslan er um 100 GWh á ári. Heildarorka Exajúl (EJ) 501 Eldsneyti Exajúl (EJ) á ári aari 370 251 107 283 310 411 1990 2020 Mynd 1: Notkun frumorku í heiminum 1990 og 2020 samkvæmt B-tilviki í úttekt Alþjóðlega orkuráðsins frá 1993 Af töflunni sést að hlutdeild eldsneytis verður yfirgnæfandi í orkubúskap heimsins næstu áratugi, í kringum þrír fjórðu. Einnig sést að aukningin í orkunotkun á þessu 30 ára tímabili verður þrisvar sinnum meiri í þróunarlöndunum en í iðnríkjunum. Þetta hvorttveggja skiptir sköpum fyrir alla umræðu um gróðurhúsvandann. Þróunarlönd Iðnríki Fmm- 1990 orku- notkun iheild Eldsneyti EJ EJ % Frum- 2020 orku- notkun íheild Eldsneyti EJ EJ % Aukning 1990-2020 Frumorku- notkun í heild Eldsneyti EJ % EJ % lönríki Þróunarlönd 263 218 82,9 107 68 63,6 310 237 76,5 251 174 69,3 47 17,9 19 8,7 144 134,6 106 155,9 Samtals 370 286 77,7 561 411 73,3 191 51,6 125 43,7 eins og hann mælist á kvarða vergrar lands- framleiðslu. Hlutfallið þama á milli, orkunotk- un á hverja einingu vergrar landsframleiðslu, er mælikvarði á það hversu orkukræf fram- leiðslan er og það er því oft nefnt orkukræfni hennar (energy intensity á enska tungu). Þetta samhengi má þó ekki taka of bókstaflega því að fleira ræður orkunotkun en landsframleiðslan ein, svo sem samsetning hennar, einkum það, hvaða hlut orku-frekar atvinnugreinar eiga í henni, en einnig loftslag, sem ræður orkuþörf- inni til hitunar og kælingar húsa. 2. mynd sýnir orkukræfnina 1990 og hvað búist er við að hún verði 2020 samkvæmt B-tilvikinu. 3. Losun koltvisýrings 2020 og Kyoto-bókunin 3. mynd sýnir þá losun koltvísýrings í heim- inum sem rekja má til vinnslu, umbreytingar og notkunar á orku í heiminum 1990 og hvað búist er við að hún verði mikil 2020 samkvæmt B-tilvikinu Losunin 1990 nam 16,2 milljörðum tonna af koltvísýringi -í iðnríkjunum og 5,5 milljörðum tonna í þróunarlöndum, eða alls 21,7 milljörðum tonna af koltvísýringi. Búist er við að losun í iðnríkjunum verði 17,0 milljarðar tonna árið 2020, þ.e. að hún hafí vaxið um 0,8 milljarða eða 5%, 13,4 miiljarðar tonna í þróun- arlöndunum, eða 144% meiri en 1990, eða alls 30,4 milljarðar tonna, sem er 40% meira en 1990. í hinni fornu höfuðborg Japans, Kyoto, náð- ist í desember 1997, eftir langvinnar umræður, samkomulag um bókun við Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Samkvæmt henni er langflestum ríkjum í svo- nefndum Viðauka B við bókunina, iðnríkjum, eða 33 af 39 sem talin eru í bókuninni, ætlað að hafa á árabilinu 2008-2012 dregið úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum um 7-8% frá því sem hún var 1990, þremur er ætlað að halda henni óbreyttri, en öðrum þremur leyfíst að auka hana lítillega; íslandi mest, um 10%. Hér er að vísu ekki verið að tala um koltvísýr- ing einan og heldur ekki einvörðungu um orku- tengda losun hans, þannig að bókunin er ekki alveg sambærileg við niðurstöður Orkuráðsins. En með tillitti til þess að koltvísýringur er lang-mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin og þess, að yfirgnæfandi hluti af losun hans teng- ist orku, er engu að síður ástæða til að horfa á þetta tvennt í samhengi: Samdrátt um 7-8% frá 1990 fram til 2008-2012 samkvæmt bókuninni en 5% aukningu fram til 2020 hinsvegar sam- kvæmt úttekt Alþjóðlega orkuráðsins. I ljósi úttektar Orkuráðsins, sem, eins og fyrr segir, er líklega hin viðamesta og ítarleg- asta sem nokkru sinni hefur verið gerð á orku- málum heimsins, og þar sem sjónarmið þróun- arlandanna koma betur til skila en í fyrri út- tektum, vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort Kyoto-bókunin geti yfirleitt talist raun- hæf. Hvort menn séu ekki þar að setja sér markmið sem lítil, jafnvel engin, von sé til að náist. Árangur af fyrri samþykktum innan ramma loftslagssamningsins dregur ekki úr efasemdum í þessu efni. Alþjóðlega orkuráðið hefur líka haft uppi efasemdir um þær og bent á að vænlegra sé að setja sér hófsamari mark- mið og ná þeim heldur en að keppast við að hafa markmiðin sem metnaðarfyllst en ná þeim svo ekki. Annað er þó alvarlegra. Hvort heldur losun iðnríkjanna dregst saman um 7-8% fram til 2008-2012 eða vex um 5% fram til 2020 þá bendir úttektin til að losun þróunarlandanna vaxi um 144% frá 1990 til 2020. Og þótt losun þeirra sé enn nokkru minni en iðnríkjanna árið 2020 þá dregur óðum saman með þessum ríkja- hópum. Þróunarlöndin munu með sama áfram- haldi fara fram úr iðnríkjunum skömmu eftir 2020. Heimurinn er einn. Andrúmsloft jarðar er eitt. Það gerir engan greinarmun á því hvort koltvísýringur kemur frá iðnríki eða þróunar- landi. Ahrifin eru þau sömu fyrir alla jarðar- búa. Losun alls heimsins á koltvísýringi frá orkuumsvifum vex um 40% samkvæmt úttekt Alþjóðlega orkuráðsins. Til hvers er þá að þrasa um nokkur prósent til eða frá fyrir iðn- ríkin ein sem strax á fyrri hluta næstu aldar og úr því munu hvort eð er losa minnihlutann af þeim koltvísýringi sem þá fer út í andrúmsloft- ið? 4. Nauðsyn á nýjum hugsunarhættc Þetta undirstrikar grundvallarveilu í öllum viðbrögðum hingað til við gróðurhúsavand-an- um Allir viðurkenna að hann er hnattrænt vandamál. Samt hyggjast menn leysa hann hver í sínu homi. Hvert iðnríki er spurt: Hvað hefur þú gert til að hemja losun koltvísýrings heima hjá þér í stað þess að vera spurt: Hvað hefur þú gert til að hemja losun koltvísýrings í heiminum sem heild. Hér eru menn á villigöt- um sem bjóða upp á hókus-pókus lausnir í stað raunhæfra lausna. Bandaríkin gætu hægt á los- un sinni með því að reisa eldsneytiskyntar raf- stöðvar í Mexíkó, sem ekki er í Viðauka B, og flytja rafínagnið til Bandaríkjanna, eða með því að flytja þangað hluta af orkufrekum iðnaði sín- um. Norðmenn gætu látið vera að reisa gasorkuver í Noregi, sem mikil andstaða er við, en selt gasið í þess stað til Þýskalands og flutt rafmagn inn þaðan. Hvorugt dregur úr losun í 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. ÁGÚST1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.