Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Síða 16
MÁLARINN SEM SEHI JÁRNFRÚNA ÚR JAFNVÆGI ' » % V En Ruskin málaði einnig mikið af myndum af alþýðu- fólki. Þekktastarþessara mynda eru sennilegaþær sem lýsa lífinu á hverfiskránni. Re'tt eins og í myndunum af fyrirfólkinu var honum annt um að draga fram sér- kenni í andlitumþessa fólks. Morgunblaðið/Jim Smart MARY Spear, ekkja portrettmálarans kunna, Ruskin Spear, en opnuð verður sýning á verk- um hans á Sóloni íslandusi á fimmtudaginn kemur. BRESKI portrettmálarinn Ru- skin Spear var kunnur fyrir glettnar myndir af frægu fólki úr bresku þjóðlífí, ekki síst af meðlimum konungs- fjölskyldunnar og stjórn- málamönnum. En þótt myr.dir hans hafi iðulega hitt í mark hjá listunnendum þá voru fyr- irmyndir hans ekki alltaf jafnánægðar. Ruskin málaði til að mynda þrjár myndir af Margaret Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, allar í bláum tónum. Þegar Thatcher sá eina þeirra á opnun á sumarsýningu í Royal Academy í London snerist hún á hæli fussandi og sveiandi og sagðist ekki vilja horfa á þessa hræðilegu mynd. Myndin lýsti vel áliti Ruskin á Thatcher, en hann var harður vinstrimaður, sumir segja Sta- linisti. Mynd þessa kallaði hann True Blue. Að sögn ekkju Ruskin, Mary Spear, sem er hér á landi til að opna sýningu á verkum listamannsins á Sóloni Islandusi, var það oft ekki ætlun hans að vera ill- kvittinn í garð fyrirmynda sinna. „Það var ekkert persónulegt á bak við þessa mynd af Thatcher. Málið er að Thatcher hafði engan smekk fyrir góðri myndlist. En það er rétt að það má oftlega sjá hvaða álit hann hafði á fyrirmyndinni og vissulega hafði hann svolítið gaman af því að gefa hlutina í skyn með þessum hætti þegar vissar persónur áttu í hlut. Hann málaði til dæmis mjög svo álits- þrungna mynd af Enoch Powell, þing- manni íhaldsflokksins, sem fylgdi öfga- fullri frjálshyggjustefnu í efnahagsmál- um og sterkri þjóðernishyggju og hafði borið fram kröfur um miklar takmarkan- ir á ijölda þeldökkra innflytjenda til Bretlands. Myndin hét „Portrait Against a Black Background" („Portrett gegn svörtum bakgrunni") og sýndi Powell gapandi á svörtum bakgrunni, en hann hafði eimitt haldið fræga kraftmikla ræðu þar sem hann sagði að ef straumur þeldökkra innflytjenda yrði ekki stöðv- aður myndi ekki líða á löngu þar til ár Bretlands fylltust af blóði. Eins og sjá má á þessu dæmi lagði Ruskin talsvert mikið upp úr hnittnum titlum á verkum sín- um.“ Auga fyrir hinu kómíska En Ruskin málaði einnig mikið af myndum af alþýðufólki. Þekktastar þess- ara mynda eru sennilega þær sem lýsa lífinu á hverfiskránni. Rétt eins og í myndunum af fyrirfólkinu var honum annt um að draga fram sérkenni í andlit- um þessa fólks. Og iðulega hafði hann auga fyrir hinu kómíska. Margar þessara mynda eru af fólki sem hann þekkti. Hann málaði til að mynda tvö portrett af manninum sem rak sjoppuna sem seldi físk og franskar í hverfinu og eina af konunni i næsta húsi. Fisksalinn sat fyrir hjá Ruskin, en al- gengt var að hann málaði eftir ljósmynd- um sem hann hafði rekist á einhvers staðar, til að mynda í dagblöðum og tímaritum. Mary segir að það hafi þó ekki alltaf verið vel séð. „Milljarðamæringurinn Nubar Gul- Skissan af Sir Laurence Olivier í hlutverki Machbeths. benkian, scm hafði auðgast mjög á olíu- viðskiptum, brást illur við þegar hann uppgötvaði að Ruskin hefði málað stórt portrett af honum eftir ljósmynd úr dag- blaði, sagðist aldrei hafa setið fyrir hjá Ruskin og að hann hefði ekki gefið hon- um leyfí fyrir að mála sig. En Ruskin svaraði því til að óteljandi portrett hefðu verið máluð af Jesú Kristi, samt hefði hann áreiðanlega aldrei setið fyrir hjá málara. Nubar hætti við að senda lög- fræðinginn sinn á Ruskin þegar hann heyrði þessa röksemd. Það er misskiln- ingur að málarar megi ekki mála hvern sem er.“ Á sýningunni, sem opnuð verður á verkum Ruskin á Sóloni Islandusi á fimmtudaginn kemur, verður gefið sýnis- horn af höfundarverki hans. Nokkrar þekktar myndir verða á sýningunni, meðal annars skissa af Sir Laurence Oli- vier í hlutverki Macbeths, en fruminynd- in að henni er varðveitt í konunglega Shakespeare-leikhúsinu. RUSKIN Spear málaði mörg verk af meðlimum konungsfjöl- skyldunnar. Verkið til hægri er eitt af þeim þekktustu og heitir Kossinn. Fyrir ofan er Ijósmynd, sem tekin var af Karli Bretaprins og Díönu prinsesssu á svölum Buckinghamhallar að hjóna- vígslu þeirra lokinni.. W ! 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. ÁGÚST 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.