Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS ~ MENMNG LISTTR 32. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Fyrirmyndarborgin Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur hjá Borgarskipulagi skrifar þrjár greinar um leitina að hinu fullkomna borgarskipulagi, en fyrir síðustu aldamót ríkti mikil bjart- sýni og þá kom fram Breiðvangshugmynd kennd við Frank Lloyd Wright og garð- borgarstefnan, sem kynnt var fyrir réttum 100 árum, og fagurborgarstefnan sem kynnt var á hcimssýningu í Chicago 1909. Nú í aldarlok fer hins vegar lítið fyrir stór- brotnum hugmyndum um borgarskipulag, segir greinarhöfundur. Eggert og Jónas í júlí sl. var reistur minnisvarði að Ingjalds- hóli á Snæfellsnesi til minningar um Eggert Ólafsson. Við það tækifæri hélt Dick Ringler ræðu sem hér birtist og fjallaði um Eggert og áhrif hans á Jónas Hallgrímsson. Dick er doktor frá Harvard og nú prðfessor í skand- inavískum fræðum við Wisconsin-háskóla og hefur þýtt fjölmörg ljóð Jónasar á ensku. Járnbraut austur í sveitir og suður til Keflavíkur var stóri draumurinn fyrir síðustu aldamót og urðu miklar og snarpar umræður um málið á þingi 1894, en þá var lagt fram frumvarp til laga um löggildingu á félagi sem átti m.a. að leggja járnbrautir á Islandi. Frumkvöðull í þessu máli var Sigtryggur Jónasson um- boðsmaður í Winnipeg. Tvær eimreiðir áttu að draga 20 opna vagna, 10 vagnar áttu að vera lokaðir og 5 farþegavagnar. Um járn- brautarmálið skrifar Pálmi Eyjólfsson á Hvolsvelli. Tampere hefur um langt skeið verið kölluð leikhús- borg Finnlands enda eru þar um tuttugu starfandi atvinnuleikhús auk alls kyns leik- hópa, þó íbiiafjöldinn sé ekki nema um 180 þúsund. Hávar Sigurjónsson sótti þar nor- ræna leiklistardaga og árlega alþjóðlega leiklistarhátíð. Mest eftirvænting á hátíðinni var bundin við litháíska sýningu á Hamlet í leikstjórn Eimuntas Nekrosious, en hún hef- ur farið sigurför um leiklistarhátíðir. Og frá San Francisco kom leikhópur sem gefur sig út fyrir að spinna sýningar sínar af fingrum fram, þar sem þó ramminn og persónugerð- irnar voru greinilega þaulæfðar og teknar af lager. Marc Chagall líf hans og Iist er efni greinar Braga Ás- geirssonar, sem skoðaði í Lundúnum sýn- ingu á verkum Chagalls í Royal Academy of Art. Flest verkanna þar eru frá árunum 1914-20; máluð á umbrotasömu tímabili á ferli listamannsins, áður en hann yfirgaf Rússland fyrir fullt og allt 1922. Margar myndanna hafa aldrei verið sýndar á Vest- urlöndum fyrr. Og niðurstaða Braga um list Chagalls er: Heimslist, sótt í erfðavenju Vestur-Evrópu, auðguð ðráðþægu táknsæi, með æskuárín í Vitebsk og rússneskar hefð- ir í bakgrunninum. FORSÍÐUMYNDIN: Málverk eftir Robert M. Melnick af hluta af heimssýningarsvæðinu í Chicago 1893, þar sem sýnd var „Hvíta borgin" samkvæmt fagurborgarkenningunni, en frá henni segir í grein á bls 8-10. ORN ARNARSON HRAFNISTUMENN íslands Hrafhistumenn lifðu tímamót tvenn, þó að töfyrði á framsóMiar leið. Eftir súðbyrðings för kom hinn seglprúði knöir, eftir seglsMpið vélknúin skeið. En þótt tækjum sé breytt, þá er eðlið samt eitt - eins og ætiunarverMð, er sjómannsins beið. Hvort sem fleyt&n er smá eða seglprúð að sjá og hvort súðin er tré eða stál, hvort sem knýr hana ár eða reiði og rár eða rammaukin vél yfír áJ, hvert eitt fljótandi sMp ber þó farmannsins svip. Hann er ferjunnar andi og hafsMpsins sáL Hvort með heimalands strönd eða langt út ílönd á hann leið yfir ólgandi flóð, gegnum vöku og draum fléttar tryggðin þann taum, sem hann tengir viðland sitt ogþjóð. Þegar hætt reynist fór, þegar kröpp reynast kjór, verpur karhnennskan íslenska bjarma á hans síóð. Örn Arnarson, 1884-1942, hét réltu ndfni Mognús Stefánsson og átti heima í HafnarfirSi Mörg kvæða hans eru í nýrómanttskurn onda og fjalla oft utn sjó og sjómennsku. Þar á meool er Hrafnistumenn og frægasta kvæði hans, Stjáni btói. RABB ORÐIÐ tímamót er vinsælt og sjálf- sagt ofnotað. Yfir- leitt tölum við um að fólk standi á tímamótum á stórafmælum, eða tímamót verði í sögu þjóða, ríkisstjórna o.s.frv. Tima- mótin sem ég ætla að rabba um snerta bæði mig, ríkisstjórnina og þjóðina. Sem veiðibóndi við Langá var ég einn af þeim sem merktu af ákafa við já í öllum könnunum er snertu gerð Hvalfjarðar- ganga. Petta gerði ég gjarnan er ég var að koma eða fara með Akraborginni, sem búin er að vera hluti af lífi fjöl- skyldunnar í aldarfjórðung. Ahöfnin var löngu orðin persónulegir vinir, sem fylgdust með allt frá því er ég og eiginkona mín eltum bleiuklædda strákana okkar móð og másandi. Fyrst um salarkynni gömlu Boggunnar, þar sem bíllinn okkar var stundum hífður um borð ef við vorum sein fyrir, og svo þeirrar nýju er hún kom með byltingar- kenndum lúxus, til þess er sá eldri var farinn sitja undir stýri ansi góður með sig að keyra mömmu og pabba. Óg- leymanlegt var stolt brosið er strákarn- ir á dekkinu klöppuðu á öxlina á honum og sögðu kumpánlega: „Bara búinn að taka lyklana af þeim gamla, góður!" Við erum búin að eiga yndislegar TIMAMOT stundir í Akraborginni enda farin að fara allt að 60 ferðir á ári. Stundum var maður kannski óþarflega stressaður að koma sér niður á höfn eða niður á Skaga og líklega verð ég að viðurkenna fyrir vörðum laga niðri á Skaga að á stundum hefði verið erfitt að halda því fram að maður hefði bara verið á 90. Það var dálítið sérstakt með Bogguna. Þegar ég kom um borð í hana í Reykja- vík, var eins og þungu fargi væri af mér létt og allar áhyggjur foknar út í veður og vind, enda dvöl í sveitinni fram und- an. Á sama hátt var eins og drægi fyrir sólu, er ekið var úr skipinu inn í stressveröld höfuðborgarinnar. Svona gekk þetta ár eftir ár, þar til allt í einu að fyrir lá ákvörðun um að bora göng undir Hvalfjörð. Þá virtist þessi ákvörðun svo óendan- lega fjarlæg í framtíð, að maður hugs- aði með sjálfum sér að maður yrði orð- inn gamall og það yrðu bara strákarnir okkar sem myndu njóta góðs af. En hvað gerist svo? Jú, marghamir verk- takar eru allt í einu tilbúnir með göngin heilum meðgöngutíma fyrir áætluð verklok. Um borð í Akraborginni gætir allt í einu einhvers drunga, þar sem fjöldi fólks veit að það er að missa vinnuna og áratuga hluti af lífi og starfi fólksins uppi á Skaga að hverfa í aldanna skaut. Ég hugsa með hálfgerðum hryll- ingi til þess að missa þessar klukku- stundarferðir og notalegheitin í sam- býli við áhöfn og aðra farþega. En tímamótin nálgast óðfluga og allt í einu er komin sú stund að maður kastar kveðju á áhöfnina og þakkar henni undir forystu skipstjóranna Þorvaldar og Óskars fyrir aldarfjórðungssam- yeru, hluta af tilveru fjölskyldunnar. Ég stöðva bflinn uppi á horni og fer út til að kveðja skipið með heiðursvarðar- merki, sem Garðar Pálsson skipherra kenndi mér, er ég var hjá Gæslunni í den tid. Ég gaf henni og áhöfn sem sagt honör og gladdist, sem gamall sjó- maður sem hafði dekk undir fótum í fjögur og hálft ár, yfir að skipið yrði í framtíðinni notað sem slysavarnaskóli sjómanna. Það er sem sagt komið að tímamót- unum. Ég hafði ákveðið að láta mestu umferðina ganga yfir áður en ég skellti mér í göngin og það var farið að halla í 20. júlí er ég loksins rann í áttina að göngunum. Konan mín auðvitað búin að kaupa 40 ferða kort, en eftir að fá græjurnar, þannig að maður gæti bara blússað í gegn. Það var allt uppselt og ekki einu sinni hægt að beita khkuskap við gamlan samstúdent sem þarna ræð- ur öllu. En svo var auðvitað allt ókeyp- is. Hvílíkur munur, hvflík bylting. Ég komst að því í Borgarnesi rúmlega þrjú að ég þurfti að skjótast í bæinn til að sækja myndir til Mats af nýja veiðihús- inu, sem veiðifélagið hafði fengið hann til að taka. En ég þurfti líka að hitta smið í veiðihúsinu klukkan átta. Ég var kominn í bæinn fyrir fjögur. Búinn að útrétta allt klukkan hálfsex og kominn upp í veiðihús fyrir hálfsjö. Þegar ég kom þangað, þurfti ég næstum að klípa mig til að trúa því sem ég hafði upplif- að. Yfirvöld á Vesturlandi hafa látið gera lærðar úttektir á áhrifum þessar- ar samgöngubyltingar. Ég held að þau verði miklu meiri en nokkurn órar fyr- ir. Allt í einu getur maður búið í út- jaðri Borgarbyggðar og stundað sína fréttastjórn á Matthildi FM 88,5, alveg eins og maður gerir efst úr Barmahlíð- inni. Fyrir mig eru þetta gleðileg tíma- mót og líka þjóðina alla, jafnvel ríkis- stjórnina. Nágranni okkar Matthild- inga á Hverfisgötunni, sjálfur sam- gönguráðherra, á heiður skilið. Hann reyndist í þessu máli framsýnn og fylg- ínn ser. INGVI HRAFN JÓNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. ÁGÚST 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.