Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Blaðsíða 10
umferð gangandi og akandi, þar sem göngu- stígar liggja um opin svæði á bak við húsa- þyrpingarnar. Miðsvæðis í hverfinu eru skóli og aðrar þjónustustofnanir staðsettar. Skipu- lag Neðra Breiðholtshverfis í Reykjavik hyggir beint á Radburn fyrirkomulaginu. Öffugir leiðlegar t, Fljótlega áttuðu menn sig á því að ekki væri nóg að gera skipulagsáætlanir, það þyrfti að koma þeim í framkvæmd. Til þess þurfti oft dugandi menn.leiðtoga, íflóknu og svifaseinu stjórnkerfi borganna. Á tímabil- inu 1940 til 1960 kom Edmond Bacon skipu- lagsstjóri í Philadelphíu mörgum skipulags- verkefnum í miðborginni til framkvæmda í samráði við íbúasamtök og hagsmunaaðila. Slík vinnubrögð að taka aðeins fyrir einstök hverfi í einu, ekki borgina í heild urðu fljótt vinsæl. Á árunum 1930 til 1950 vann Har- land Bartholomew aðalskipulagsáætlanir fyrir St. Louis sem urðu fyrirmynd fyrir aðrar borgir í miðvesturríkjunum. Hann ' kenndi mcnnum að nota aðalskipulagsáætl- anir sem framkvæmdaáætlanir. Robert Moses háttsettur embættismaður hjá New York borg er dæmi um borgarstarsmann sem kom ótrúlega mörgum verkefnum í framkvæmd, hraðbrautum, garðsvæðum og nýjum hverfum. Á árunum 1930 til 1960 var hann nokkurskonar framkvæmda borgar- stjóri New York borgar. Richard Daley borgarstjóri Chicago á áttunda og níunda áratugnum kom mörgum umbótum til fram- kvæmda í stórborginni. íbúa- og hverfasamtök urðu víða mjög öfl- ug á þessu tímabili en oft voru þau ekki að berjast fyrir breytingum heldur að reyna að verja hverfin fyrir því að fólk af öðrum toga eða kynþætti settist að í hverfinu þeirra, slíkt var jafnvel sett í skilmála fyrir ný hverfi. Sú borg sem náði einna bestum árangri við að hreinsa og fegra umhverfið á eftirstríðsárun- um var hin gamla iðnaðar- og kolaborg Pitts- burg, enda varla vanþörf á því, varla var rat- ljóst um borgina um miðjan dag vegna loft- mengunar. Disney og „piastumhverfið" Lífið er meira en saltfiskur. Uppbygging á aðstöðu til afþreyingar hefur lengi verið eitt af stærstu skipulagsverkefnum í borgum.í byrjun aldarinnar var algengt að byggja ' skemmtigarða við endastöðvar sporvagna til að fá sem mesta nýtingu út úr sporvögnun- um. Sá einstaklingur sem hefur valdið mestri byltingu á hversdagsleikanum og skapað draumaheim sem hefur haft mikil áhrif um allan heim , jafnvel mun meiri áhrif en þeir kenningasmiðirsem kynntir voru í síðustu grein, er Walt Disney. Skemmtigarðar hans hafa verið gríðarlega vel sóttir enda þræl skipulagðir og þeir hafa gjörbylt bæjum þar sem þeir hafa verið byggðir eins og t.d. Or- lando í Florida. Eftirmyndir skemmtigarða Disneys hafa verið gerðir um allan heim, jafnvel í miðborg Moskvu. Nýlega var þó draumalestin stöðvuð í Virginíu þar sem heimamenn höfnuðu því að byggður yrði skemmtigarður innan um sögufræga staði í héraðinu. Þrátt fyrir mikinn fjárhagslegan r ávinning vildu þeir ekki að teiknimyndaper- sónur Disneys túlkuðu í plastumhverfi mikil- væga atburði í sögu Bandaríkjanna. Skipulogl með tillili lil einkabflsins Með aukinni bflaeign almennings fara um- ferðar og öryggismál að vera meira áberandi í hugmyndum skipulagsmanna. Arið 1942 gaf lögreglumaðurinn Alker Tripp í London út littla bók „Town Planning and Traffic" sem átti eftir að hafa mikil áhrif. Hann kom fyrst- ur manna með tillögur um flokkun gatna eftir umferðarmagni og fleiri umbætur á gatna- kerfinu til að draga úr umferð í íbúðahverf- um. Hugmyndir Tripp hafa síðan verið út- færðar um allan heim. Eftir seinni heimsstyjöldina þurfti að end- * urbyggja margar borgir í Evrópu og á næstu árum á eftir voru unnar skipulagsáætlanir fyrir flest stórborgarsvæði í Evrópu. Ein þekktasta áætlunin var „The Greater London Plan 1944 „ sem unnið var undir stjórn Patric Abercrombie. Það gerði ráð fyrir grænu belti umhverfis London og áframhaldandi stefnu um nýjar borgir á jaðri græna beltisins. Hópur tæknimanna s.k. MARS hópur kom fram með róttækar hug- myndir í stríðslok og vildi gjörbylta London út frá nýjustu samgöngutækni Fyrir Kaup- mannahafnarsvæðið var unnin svæðisskipu- lagsáætlun sem gerði ráð fyrir að byggðin » fylgdi helstu umferðaræðum út frá Kaup- mannahöfn með grænum geirum á milli s.k. fingraplan ( sjá mynd ). Arið 1956 samþykkti ríkisstjórn Eisen- howers forseta Bandaríkjanna fjárveitingar Ljósm.: Jón Karl Snorrason. AÐALSKIPULAG Reykjavíkur 1962 - 1983 geröi ráð fyrir nokkuð dreifðri byggð, þjónað af einkabflum. Þetta er öfugt við hin þéttbyggðu úthverfi á hinum Norðurlöndunum, sem iðulega er þjónað með lestum. Gert var ráð fyrir stórum, opnum svæðum milli úthverfa í Reykjavík, svo sem Ártúnsholts og Seláss. Mörgum þykir höfuðborgarsvæðið alttof dreifbyggt sem leið- ir til mikils samgöngukostnaðar. KÖNNUN Á verslunarvenjum í Reykjavik 1960. Þar sést að verzlunarferðir hafa fyrst og fremst verið farnar (miðbæinn. Mynd úr bók um aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83. SKIPULAGSTILLAGAN frá 1927. Takið eftir að tillagan gerir ráð fyrir jámbrautastöð í Norður- mýri og randbyggingu flestra götureita. til að byggja upp „Interstate"hraðbrauta- kerfið, mestu mannvirkjagerð sem unnin hef- ur verið í Bandaríkjunum. Lagning hrað- brautanna hafði veruleg áhrif til að hraða út- hverfamyndun umhverfis Bandarískar borg- ir. Margar borgir eins og t.d. Cleveland og Detriot rifu stærsta hlutann af gömlu mið- borgunum til að koma fyrir hraðbrautum og bflastæðum. Nú átti miðborginir að geta keppt við verslunarmiðstöðvarnar í úthverf- unum. Niðurstaðan varð aftur á móti sú, að miðborgirnar urðu lítið annað en malbiks- flæmi, 60-70% af grunnfleti fór undir götur og bílastæði, en allt götulíf og tengsl við for- tíðina var horfið. I miðborginni voru aðeins skristofuturnar banka og stórfyrirtækja. Margl að gerasl á Norðurlöndum. Á Norðurlöndum var margt að gerast í skipulagsmálum á þessum tíma sem ungir ís- lenskir arkitektar í námi þar báru með sér til landsins. Öfugt við Bandaríkin voru byggð 4- 6 hæða fjölbýlishúsahverfi í úthverfum nor- rænna borga. Úthverfi Stokkhólms eins og Vallingby og Farsta vöktu alþjóðlega at- hygli. Þau voru byggð sem sjálfstæðar litlar borgir umhverfis lestarstöðvar fjarri mið- borginni. Töluvert var rifið af gömlum bygg- ingum í miðborgum bæði Stokkhólms og Oslóborgar og háhýsi byggð í staðinn. A fjórða áratugnum kom m.a. til umræðu að rífa niður elstu bygg<Jina í Stokkhólmi „Gamla Stan". Danir héldu sig meira við sína þéttu lágu byggð og er tiltölulega lítið af há- hýsum í miðborg Kaupmannahafnar. Hið þéttbyggða garhúsahverfi Albertslund sem byggt var um 1960 var mjög þekkt á sínum tíma. Svipað hverfi var byggt vestast í Ar- bæjarhverfi. íslendingar tóku upp fjölbýlis- húsabyggð í úthverfum eins og í Arbæjar-og Breiðhqltshverfum eftir Norrænni fyrir- mynd. Á Norðurlöndum var mikfl miðstýring á skipulagsmálum á þessum tíma og þung áhersla á félagslegt húsnæði og velferðar- þjónustu. Önnur bylgja skipulagshugmynda: Kerfisbundið skipulag Árið 1960 samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að unnið yrði nýtt heildar- skipulag fyrir Reykjavík. Byggðin var kom- in austur að Elliðaám og ekkert heildar skipulag í gildi fyrir borgina. Samþykkt var að ráða erlenda ráðgjafa til að leiðbeina inn- lendum fagaðilum í skipulagsvinnunni. Fyrir valinu urðu Peter Bredsdorff prófessor í skipulagsfræðum við Kaupmannahafnarhá- skóla og Anders Nyvig verkfræðing sem var sérfræðingur í skipulagi umferðar. Þeir voru tveir þekktustu sérfræðingar hvor á sínu sviði á Norðurlöndum. Þeir kynntu fyrir íslendingum nýjar hug- myndir og vinnubrögð í skipulagsmálum. Unnið var að skipulagðri gagnasöfnun fyrir allt höfuðborgarsvæðið samkvæmt ákveðinni reitaskiptingu. Þar sem skráður var íbúa- fjöldi, byggingarmagn og notkun húsnæðis. Þessar upplýsingar voru síðan notaðar fyrir ýmsa framreikninga m.a. að spá fyrir um um- ferðarflæði á helstu götum 20 ár fram í tím- ann. Einnig voru unnar viðamiklar kannanir á verslunar og umferðarvenjum borgarbúa. Gatnakerfið var allt flokkað eftir umferðar- magni og kynnt var hugmynd um svæðis- skipulag fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Hluti af skipulagsáætluninni voru drög að deiliskipulagi Árbæjar- og Breiðholtshverfa og einnig af miðbænum. Vinnan við skipulag- ið tók 5 ár og var Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983 staðfest árið 1967. Greinargerð að- alskipulagsins var um 250 síður í stóru broti og var textinn bæði á íslensku og ensku. Þetta er viðamest skipulagsvinna sem enn hefur verið unnin fyrir Reykjavík. Meirihluti áætlana skipulagsins hefur verið fram- kvæmdur s.s uppbygging Árbæjar- og Breið- holtshverfa ef undaskildar eru framkvæmdir við aðal gatnakerfið s.s.lagning Fossvogs- brautar og mislæg gatnamót vestan Elliðaáa. Þörfin fyrir ný hafnarsvæði inn í Sundum var ofmetin og lítið varð úr framkvæmdum í mið- bænum. Ein af afleiðingum skipulagsins var sú að áhugi á húsvernd fór vaxandi, því samkvæmt skipulaginu átti að rífa töluvert af húsnæði í gamla bænum til að rýma fyrir umferðargöt- um m.a. átti að framlengja Suðurgötu norður í gegnum Grjótaþorp. Eitt að mikilvægustu atriðunum í aðalskipulaginu var að tekið var frá ríflegt landrými fyrir nýjar stofnbrautir. Greinilega má sjá muninn á Miklubraut aust- an Kringlumýrarbrautar þangað sem byggin var komin um 1960. Hlíðahverfið sem byggt var í striðslok er allt of nærri Miklubraut miðað við núverandi kröfur um hljóðvist. Áætlanir aðalskipulagsins um bíl á hvert heimili hefur svo sannarlega gengið eftir og er umferð í Reykjavík miðað við íbúafjölda mun meiri en í sambærilegum borgum á Norðuriöndum. Eins og Guðmundur Hannes- son fyrr á öldinni mælti Bredsdorf með þvi að að fjölbýlishús væru ekki nema 3. hæða og var farið eftir því við skipulag Árbæjarhverf- is og Neðra Breiðholts. Mikið var um að vera í skipulagsmálum landsins upp úr 1960 nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík staðfest og árið 1964 samþykkti Alþingi ný skipulagslög sem að mörgu leyti eru afsprengi þeirrar hugmyndafræði sem kynnt var í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1962- 1983. Þeir íslensku arkitektar og landslagsarkitektar sem unnu við aðal- skipulagið fylgdu hugmyndunum eftir við skipulag nýrra hverfa. Árið 1964 var sér- stök skipulagsnefnd sett á laggirnar í Reykjavík til að fara með skipulagsmál borgarinnar. Ekki tókst að endur skoða þetta aðalskipu- lag í heild á gildistíma þess, en árið 1973 var Þróunarstofnun sett á laggirnar til að vinna að því verkefni. Árið 1980 voru Þróunarstofn- un og skipulagsdeild borgarverkfræðings sameinaðar í Borgarskipulag. Næsta aðal- skipulag fyrir Reykjavík fyrír allt borgar- landið var staðfest að ráðherra 1987. Allt frá stríðslokum hafa grannsveitarfélög Reykja- víkur vaxið mun hraðar en borgin, og voru þau upphaflega eins konar svefnbæjir utan borgarmarka, en á síðustu árum er höfuð- borgarsvæðið að verða fjölkjarna borgar- svæði að vestrænni fyrirmynd. I þriðju og síðustu grein verður fjallað um þróun skipulagshugmynda til loka aldarinnar og sagt frá þriðju og síðustu bylgju skipu- lagshugmynda, visvænni þróun, sem barst hingað laust fyrir 1990. Höfundurinn er doktor I skipulagsfræðum og starfar hjó Borgarskipulogi Reykjavíkur. y 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. ÁGÚST 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.