Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1998, Blaðsíða 12
HH
náfölur og það ræfilslegur að ég bjóst við
hann dytti í gólfið á næsta andartaki. Ég var
aftur á móti stálsleginn enda búinn að synda
mína þúsund metra og sitja langa stund í
heitum potti í þægilegri íhugun.
Búningurinn klæddi mig sérlega vel
þetta kvöld og ég naut þess að marsera um
sviðið fyrir fullu húsi áhorfenda. Á þeirri
stundu þegar leyndarmál ungu elskend-
anna var á allra vörum í hertogadæminu
ver mér falið að handsama járnsmiðinn.
Við gerðum fyrirsát og brutumst inn í lauf-
skálann. Hertoginn skipaði mér að færa
dóttur sína úr fangi ógæfumannsins og
skjóta hann.
Við þau orð varð ég allt í einu ofurseldur
minni innri löngun og ég réð engan veginn
við mig. „Nei, herra hertogi. Við höfum eng-
an rétt á að taka menn af lífi án dóms og
laga,“ sagði ég hátt og snjallt.
Það var ekki laust við að fát kæmi á leik-
arana.
Hertoginn sneri sér þá óvænt að her-
mönnunum og gaf þeim bendingu um að
skjóta. Hávær hvellur barst um salinn og
járnsmiðurinn féll með þunga á sviðið.
Stúlkan ærðist, kastaði sér í gólfið og faðm-
aði deyjandi elskhugann. Hún hvíslaði að
honum að hún bæri bam hans undir belti og
að þeim orðum slepptum gat hann dáið. Mér
þótti þetta svo brjóstumkennanlegt, klisju-
kennt og íyrirsjáanlegt að ég tók málin í
mínar hendur. Ég gekk að jámsmiðnum,
beindi rifflinum að honum og öskraði:
„Stattu upp eða ég skýt þig.“
Hertoginn kallaði ákveðnum rómi: „Hann
er dauður."
Ég var heillaður yfir því hve fljótt og vel
hann brást við. Þetta var stærsta stund mín
t í leikhúsinu því allt var svo eðliegt og mér
fannst ég ekki lengur vera staddur á sviði
heldur hefði ég ferðast öld aftur í tímann í
þýskt hertogadæmi.
„Hann er ekki dauður,“ sagði ég að
bragði. „Hann hefur bara fengið taugalost."
Það var yndislegt að skynja óvissuna sem
ríkti á sviðinu og það var sú óvissa sem á að
búa í leikverkum. Sjónleikir eiga að vera
skipulagt kaos. Það er ekki hægt að skapa
sterkari tengsl við h'fið og áhorfendur en í
gegnum sanna geðshræringu.
„Hann er steindauður," mótmæti hertog-
. inn.
„Þvættingur," öskraði ég og hló við. Ég
gekk að járnsmiðnum og sparkaði af alefli
í fót hans. Hann hreyfðist ekki en þegar
ég sparkaði hvað eftir annað á sama stað
af engu minni þunga reis hann upp við
dogg.
„Ef hann var dauður þá er hann uppris-
inn,“ sagði ég sigurglaður. Mér fannst
þessi setning eiga heima í öllu betra hand-
riti. Ég skáskaut augunum fram af sviðinu
til að sjá hvort leikstjórinn væri ekki
ánægður. Hann var hálfrisinn upp úr sæt-
inu í gapandi undrun yfír leikhæfileikum
mínum.
„Handsamið hann,“ skipaði hertoginn og
íylkingin tók mig höndum. Hann þreif af
mér riffilinn og þegar hersingin var að mar-
sera með mig út af sviðinu heyrðist hvellur.
Stúlkan hrópaði: „Pabbi, hvemig gastu gert
þetta?“ og síðan féll tjaldið.
Baksviðs var allt á öðrum endanum. Her-
mennimir fordæmdu framkomu mína og
sögðu að ég hefði spillt fyrir sýningunni en
ég tók þá ekki alvarlega enda vom þeir alhr
óbreyttir. Rétt í því að ég dró af mér hvíta
hanska réðst leikstjórinn á mig. Hermenn-
imir komu mér til bjargar og héldu leik-
stjóranum sem barðist um eins og ljón.
Hann æpti i sífellu á mig og aldrei hafði ég
heyrt annan eins sóðakjaft. Ég skipaði hon-
um að sýna mér virðingu en þegar hann
gegndi ekki bauð ég herflokknum að taka
hann af lífi strax.
Gagnrýnendur blaðanna vora lítt hrifnir
- af þessari óvenjulegu útfærslu og yfirskrift-
ir greinanna vora: „Klúður", „Flöt og við-
vaningsleg", „Vonbrigði". Allir ritdómamir
sögðu lokaatriðið hvort tveggja í senn vera
óþarft og ósannfærandi. Eftir þessa stóra
stund í leikhúsinu hef ég hvergi fengið starf
sem statisti en það skiptir ekki máli því ég á
að baki mína stund, minn hápunkt á stærsta
leiksviði þjóðarinnar. Það era dýrmætustu
augnablik lífs míns, stundin sem ég var
fæddur til að lifa. Það var ómetanleg reynsla
að fara úr hlutverki statistans yfir í hlutverk
leikarans og þaðan að færast hundrað ár aft-
ur í tímann og skynja að þessi vídd býr
innra með okkur öllum. Ég verð aldrei sam-
ur eftir og mér skilst á fólki að leikstjórinn
verði heldur aldrei samur.
Höfundur er rithöfundur og býr í Þýskalandi.
Morgunblaöið/Golli
VIGDÍS Gunnarsdóttir, sem leika mun Solveigu í leikritinu, bregður á leik í kirkjugarðinum á Miklabæ og leggst í grasið, þar sem talið er að
jarðneskar ieifar ráðskonunnar hafi verið grafnar úr jörð. Voru þær fluttar f kirkjugarðinn f Glaumbæ. í bakgrunni mundar Gretar Reynisson
leikmyndahönnuður myndavélina.
HEFUR SÍÐAN EKKI
,SÉZT EÐUR FUNDIZT
IBLÖNDUHLÍÐ í Skagafirði bar so til,
að presturinn til Miklabæjar síra Oddur
Gíslason embættaði á sinni annexíu
Silfrastöðum þann ... sunnudag e(ftir)
trinitatis og reið þaðan eftir messu heim-
leiðis, kom að Víðivöllum, dvaldi þar
stund um kveldið. Fylgdi sýslumaður
hönum lítið hreyfðum af víni á hest og
bauð fylgd, hverri prestur synjaði vegna so
stutts vegar. Reið hann á stað og hefur síðan
ekki sézt eður fundizt. En hestur hans með
reiðtygjum stóð morgninum eftir óskemmdur
á hlaðinu á Miklabæ. Strax upp á ferskan
gjöming var prests leitað, íyrst af 50, síðan af
100 manns, og fóru þeir jafnnær heim aftur og
fundu ei líkur til prests. Gjörðust ýmislegar
meiningar um þennan merkilega tilburð.
Mundi flestra meining falla þangað, að ráðs-
kona prests, sem nokkrum árum áður varð óð
og fyrirfór sér, mundi hafa ollað hans hvarfi
fyrir það hann neitaði henni kirkjugarðsgreftr-
an, hverrar hún mjög so óskað hafði.“
Þannig greinir Jón sýslumaður Sveinsson á
Eskifirði frá hvarfi séra Odds Gíslasonar
haustið 1786 í Viðauka íslands árbókar. Eru
til margar frásagnir af atburði þessum og þótt
blærinn sé mismunandi er í þeim sameiginleg-
ur kjarni. Ekki er afturgöngunnar, Solveigar,
þó alls staðar getið. Ýmis munnmæli hafa síð-
an blandast saman við söguna og smám saman
sveigt atburðarásina undir lögmál þjóðsög-
unnar. Sækir hún afl sitt til þeirrar ógnar, sem
dulúð atvikanna skóp og þeirrar mögnuðu trú-
ar, sem fólk hafði á afturgöngu Miklabæjar-
Solveigar. Með dauða sínum gekkst hún því
illa á vald, fordæmd sál að mati samtíðarinnar.
Séra Oddur var ókvæntur er hann tók við
Miklabæ _ vorið 1768 en Solveig réð innan
stokks. Árið 1777 var hnappheldan lögð á
klerk - gekk hann að eiga Guðrúnu Jónsdótt-
ur frá Goðdölum. Vék Solveig þá úr húsmóð-
urhlutverkinu en varð um kyrrt á Miklabæ.
Tók hún fásinni mikið, samkvæmt sögnum,
enda talið að hún hafi haft mikla ást á Oddi.
11. apríl 1778 svipti Solveig sig lífi með því að
skera sig á háls. Hafði hún þá ítrekað reynt að
fyrirfara sér, meðal annars með því að drekkja
sér í pytt einum í Gegni - heitir hann síðan
Solkupyttur. Hermir fjöldi sagna að Solveig
hafi gengið aftur og sótt að Oddi þegar hann
var einn á ferð. Segja sumir það hafa stafað af
því að klerkur endurgalt ekki ást hennar en
aðrir vegna þess að hann kom í veg fyrir að
Þjóðleikhúsið frumsýnir í
október nýtt leikrit eftir
Ragnar Arnalds sem fjall-
ar um séra Odd Gíslason
ó Miklabæ í Blönduhlíð og
róðskonu hans Solveigu.
Er saga þeirra kunn úr
þjóðsögunum. Af þessu til-
efni fór leikhópurinn og
aðrir aðstandendur sýn-
ingarinnar í vettvangsleið-
angur norður í Skagafjörð
í vikunni. ORRI PÁLL
ORMARSSON blaðamað-
ur og GOLLI Ijósmyndari
slógust með í för.
hún yrði lögð í vígða mold. Hið sanna veit eng-
inn!
Leiðangur wm
söguslóðir
Við þessa sögu glímir Ragnar Arnalds rit-
höfundur og alþingismaður í leikriti sínu sem
frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í október í
leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Af því tilefni
fór höfundur ásamt leikhópnum og öðrum að-
standendum sýningarinnar í leiðangur um
slóðir Odds og Solveigar í vikunni.
Lagt er upp frá Varmahlíð, þar sem
Ragnar er búsettur, í blíðskaparveðri og
haldið sem leið liggur yfir Héraðsvötn að
Miklabæ, þar sem Agnar Halldór Gunnars-
son bóndi og eiginmaður séra Döllu Þórðar-
dóttur sóknarprests tekur á móti mann-
skapnum á hlaðinu. Prestur slæst síðar í
hópinn.
Ragnar og Agnar reifa ýmsar getgátur um
hvarf séra Odds en auðheyrt er á hópnum að
flestir eru á því að afturganga Solveigar hafi
tortímt guðsmanninum með því að draga hann
ofan í Solkupytt. Leikskáldið veltir vöngum en
tekur ekki afstöðu í umræðunni. Fróðlegt
verður því að sjá hvernig það leiðir málið til
lykta í leiknum.
Frá hlaðinu á Miklabæ sjást Víðivellir án
vandkvæða. Sætir þetta furðu hjá leikhópnum.
„Þetta er þá ekki lengra," heyrist sagt. Nei,
það er nefnilega ekki lengra á milli bæjanna
en stekkjarvegur, sem svo var kallaður.
Hvernig gat maðurinn þá horfið á þessari
stuttu leið?
í kirkjugarðinum á Miklabæ sýnir Agnar
bóndi hópnum hvar líklegt sé að jarðneskar
leifar Solveigar hafi legið áður en þær vora
grafnar upp og lagðar í vígða mold í Glaumbæ.
Legstæðið er í kirkjugarðinum miðjum nú en
var utan hans á sínum tíma, eins og siður var
ef fólk féll fyrir eigin hendi. Vigdís Gunnars-
dóttir, sem leika mun Solveigu í sýningunni,
bregður á leik með því að leggjast í grasið þar
sem ráðskonubeinin voru grafin úr jörð.
Því næst er við hæfi að halda niður að
Solkupytt. Þjóðleikhúsmenn vilja ólmir ganga
og teygja skankana enda nýkomnir á bíl að
sunnan. Agnar leiðsögumaður fellst á það.
„Þetta er svona tíu mínútna labb,“ segir hann
og sveitin arkar af stað.
Ekki byrjar það þó vel. Sigurður Skúlason
leikari vippar sér að vísu fimlega yfir íyrstu
rafmagnsgirðinguna en lendir beint ofan í
kúadellu. Oj, bara! „Siggi, hvað ertu búinn að
næla þér í þarna?“ spyr Gretar Reynisson
leikmyndahönnuður skömmu síðar. ^ „Kúa-
dellu,“ svarar Sigurður að bragði. „Ég tek
hana með mér suður.“ Gaman verður að sjá
hvort Gretar finnur dellunni rými á sviðinu!
„Tíu mínúturnar" verða fimmtán og svo
tuttugu en þá hætta menn að telja enda eiga
þeir fullt í fangi með að fóta sig í forinni með-
fram síkinu Gegni, þessum gamla farvegi Hér-
aðsvatna. Tíminn er líka svo afstæður í sveit-
inni! „Æ, þar fóru skómir,“ segir Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir leikkona mæðulega eftir að
hafa veðjað á vitlausa leið. „Voru hætt komin!“
gellur 1 stöllu hennar, Ólafíu Hrönn Jónsdótt-
ur, þegar hún hoppar af einni þúfunni yfir á
aðra og sér fyrir sér væntanlega yfirskrift
1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 29. ÁGÚST 1998